Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Breiðablik
2
0
Fylkir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '36 1-0
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir '76 2-0
15.05.2017  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2017
Aðstæður: Völlurinn í góðu standi, 10 stiga hiti og léttur hliðarvindur.
Dómari: Bríet Bragadóttir
Áhorfendur: 347
Byrjunarlið:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Sonný Lára Þráinsdóttir
2. Svava Rós Guðmundsdóttir
3. Arna Dís Arnþórsdóttir ('73)
8. Heiðdís Sigurjónsdóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
22. Rakel Hönnudóttir ('69)
23. Fanndís Friðriksdóttir ('45)
25. Ingibjörg Sigurðardóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Varamenn:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
5. Samantha Jane Lofton
18. Kristín Dís Árnadóttir
19. Esther Rós Arnarsdóttir
21. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('69)
21. Hildur Antonsdóttir ('45)
27. Sandra Sif Magnúsdóttir
28. Guðrún Arnardóttir ('73)

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Fjolla Shala
Ólafur Pétursson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Særún Jónsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið. Solid 2-0 sigur hjá Blikum sem virkuðu á köflum eins og þær væru enn í svolitlu spennufalli eftir stórleikinn í síðustu umferð. Fylkisliðið var hinsvegar vinnusamt og varðist vel. Líklega sanngjörn og eðlileg úrslit miðað við allt saman.

Ég þakka fyrir mig og minni á skýrslu og viðtöl síðar í kvöld.
90. mín
Blikar útnefna Selmu Sól sem konu leiksins og ég get kvittað undir það. Búin að vera hrikalega vinnusöm og skila sínu dagsverki með sóma.
90. mín
Talandi um aukaspyrnur. Blikar fá aukaspyrnu á sambærilegum stað hinum megin. Ingibjörg setur háan bolta inn á teig og á Þórdísi sem grípur boltann en er næstum því búin að bakka með boltann inn í markið.
89. mín
Fylkir fær aukaspyrnu aftarlega á vallarhelmingi Blika. Það er svosem ekki fréttnæmt nema hvað að ég held að þetta sé bara önnur aukaspyrnan sem dæmd er í leiknum.
88. mín
Fín sókn hjá Fylki. Kristín Þóra laumar boltanum á Ragnheiði sem kemur á ferðinni inn á teig frá hægri. Hún reynir skot í fyrsta en setur boltann yfir.
85. mín
Inn:Sigrún Salka Hermannsdóttir (Fylkir) Út:Hulda Sigurðardóttir (Fylkir)
Sigrún fer í vinstri bak. Hulda hefur átt betri daga.
85. mín
Tinna Björk bjargar á línu! Þung sókn Blika endar á skalla Berglindar að marki en Tinna er vel staðsett og kemur í veg fyrir þriðja markið.
84. mín
Blikar sækja. Sólveig var að reyna skot úr teignum en það var máttlaust.
79. mín
Sólveig er að koma inn af krafti. Var að skjóta yfir eftir flott hlaup með boltann. Í kjölfarið á hún frábæra stungusendingu á Hildi Antons sem nær þó ekki til boltans.
76. mín MARK!
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Sólveig Jóhannesdóttir Larsen
Sólveig finnur Andreu sem lætur vaða rétt utan teigs og boltinn syngur fallega í netinu. Fínasta skot. Þórdís stóð stjörf í markinu en hefur líklega ekki séð boltann fyrr en seint.
74. mín
Fín tilraun hjá Selmu. Kemst upp að endamörkum en setur boltann í stöngina úr afar þröngu færi.
73. mín
Inn:Ísold Kristín Rúnarsdóttir (Fylkir) Út:Rakel Leósdóttir (Fylkir)
Ísold fer á miðjuna.
73. mín
Inn:Guðrún Arnardóttir (Breiðablik) Út:Arna Dís Arnþórsdóttir (Breiðablik)
Guðrún fer í vinstri bakvörðinn.
73. mín
Ingibjörg með bjartsýnistilraun frá miðjum vellinum en setur boltann yfir.
69. mín
Inn:Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Breiðablik) Út:Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Sólveig fer á vinstri kantinn fyrir fyrirliðann. Sonný tekur bandið.
67. mín
Arna Dís!! Bakvörðurinn kemur upp vinstra megin og kemst inn á teig. Reynir skot sem fer af varnarmanni en dettur aftur fyrir Örnu sem tekur boltann með sér framhjá öðrum varnarmanni áður en hún reynir skot númer tvö sem Þórdís ver í slánna. Þarna munaði litlu.
65. mín
Selma Sól á flotta fyrirgjöf á kollinn á Berglindi. Sendingin þó örlítið of há svo Berglind nær ekki að stýra boltanum framhjá Þórdísi.
61. mín
Inn:Ragnheiður Erla Garðarsdóttir (Fylkir) Út:Thelma Lóa Hermannsdóttir (Fylkir)
Fyrsta breytingin hjá Fylki. Rangheiður fer upp á topp. Jesse út til hægri. Kristín Þóra á vinstri og Rakel Leós fremst á miðju.
60. mín
Aftur hætta í vítateig Fylkis en þar er fjölmennt og erfitt fyrir Blika að athafna sig. Fylkir er að vinna flesta bolta sem kantmenn Breiðabliks eru að setja inn á teig. Spurning hvort grænar ættu að reyna meira í gegnum miðjan völlinn og láta reyna á Þórdísi með langskotum.
58. mín
Þetta var lélegt. Hulda skallar boltann laust aftur fyrir sig og boltinn er á leiðinni aftur fyrir endamörk. Tinna Björk lætur boltann fara í stað þess að hreinsa - eins og hún hefði auðveldlega getað gert - og Blikar fá horn. Það kemur ekkert út úr þessari hornspyrnu frekar en öðrum í leiknum.
55. mín
Smá ping pong. Ágæt sókn hjá Fylki sem Blikar brjóta á bak aftur og reyna skyndisókn hinum megin. Þórdís Edda gerir vel og er á undan Berglindi í kapphlaupi um háan bolta sem dettur á milli varnarlínu og markmanns.
54. mín
Þarna munaði litlu. Blikar pressa vel á Fylki og það endar með því að Hulda Sig á afleita sendingu, beint á Berglindi Björg. Hún reynir að lauma boltanum inn á Rakel en Þórdís Edda er skrefinu á undan.
45. mín
Leikur hafinn
45. mín
Inn:Hildur Antonsdóttir (Breiðablik) Út:Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)
Skipting í hálfleik. Vont að Fanndís sé að meiðast og vonum að það sé ekki alvarlegt. Hildur Antons kemur inn fyrir hana. Hún fer á miðjuna en Rakel út til vinstri.
45. mín
Hálfleikur
Steini Halldórs kemur út til að tala við Hildi Antons og undirbúa hana undir að leysa Fanndísi af.

Það hefur aðeins fjölgað í stúkunni. Á meðal áhorfenda eru nýjasti leikmaður ÍA, Ruth Þórðardóttir og Aníta Lísa Svansdóttir, aðstoðarþjálfari ÍA. Ruth spilaði með Fylki í fyrra en ætlar nú að taka slaginn með ÍA í 1.deildinni.
45. mín
Hálfleikur
Jæja. Það er kominn hálfleikur og heimakonur leiða með einu marki. Ágætis staða fyrir Fylki miðað við gang mála en Blikar ættu að sama skapi hæglega að geta verið búnar að loka þessu miðað við yfirburðina. Það vantar samt broddinn í sóknarleik liðsins og varnarmenn hafa virkað kærulausir í þau skipti sem Fylkir hefur náð skyndisóknum.

Það er augljóst að Fanndís Friðriksdóttir gengur ekki heil til skógar og ekki ólíklegt að það komi skipting í hálfleik.
45. mín
Stórhætta við mark Fylkis. Svava á góða fyrirgjöf sem Berglind og Rakel rétt missa af. Fanndís nær boltanum og setur hann á Selmu Sól sem reynir skot en varnarmenn Fylkis ná að henda sér fyrir.
44. mín
Fanndís er komin aftur inná.
42. mín
Fyrsta skot Fylkis á markið. Jesse lætur vaða utan af velli en skotið er máttlaust og beint á Sonný.
41. mín
Fanndís er utan vallar þessa stundina og það er verið að teipa á henni ökklann. Hún var eitthvað að kveinka sér fyrr í leiknum og er greinilega ekki alveg 100%. Spurning hvort hún hafi fengið spark eða snúið sig. Vonum að þetta sé ekki alvarlegt.
36. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Rakel Hönnudóttir
Fyrsta markið er komið! Svava hleypur upp hægri kantinn og kemur boltanum á Rakel. Hún töfrar fram frábæra stungusendingu á Berglindi sem gerir vel í að klára undir pressu frá Þórdísi. 1-0.
35. mín
Það er annars gaman að segja frá því að landsliðskonurnar Sandra María Jessen og Hólmfríður Magnúsdóttir eru báðar komnar inná í sínum leikjum. Frábært að þær séu að komast á skrið. Stutt í EM.
33. mín
Áfram sækja Blikar og sóknarþunginn er mikill. Þær eru búnar að eiga tvær ágætis tilraunir og tilkall til aukaspyrnu á hættulegum stað. Eins og staðan er þá er þetta bara spurning um hvenær en ekki hvort Breiðablik kemst yfir.
28. mín
Blikar sækja stíft um þessar mundir. Fá tvær hornspyrnur í röð en það kemur ekkert út úr þeim.
22. mín
Fín tilþrif hjá Berglindi Björg. Á vel heppnað "touch" og kemst framhjá Huldu. Er alveg að sleppa í gegn en Tinna Bergdís nær að stoppa hana á síðustu stundu. Berglind fellur við og einhverjir vilja víti en það var ekkert að þessari tæklingu.
19. mín
Fanndís á hörkuskot rétt yfir. Boltinn fór af varnarmanni og Blikar fá því horn en ekkert kemur út úr því.
17. mín
Jesse Shugg hleypur hér framhjá hverjum varnarmanninum á fætur öðrum, nánast frá miðjum vellinum og inná teig Blikanna. Þvílík seigla. Blikar redda sér á síðustu stundu en vel gert hjá Jesse. Annað skiptið í leiknum þar sem varnarmenn Blika líta út eins og keilur þegar Fylkiskona hleypur á vörnina.
14. mín
Þung sókn hjá Blikum sem ná að láta boltann ganga á milli í teignum hjá Fylki en finna ekki skotið og Hulda Sig. nær að hreinsa frá.
13. mín
Berglind Björg skorar en markið er dæmt af vegna rangstöðu. Hárrétt hjá Árna að flagga þarna.
12. mín
Fín tilþrif hjá Thelmu Lóu. Fer illa með Örnu Dís í tvígang og kemur boltanum á samherja en það er fámennt í sókninni og Blikar vinna boltann.
9. mín
"Berglind, ekkert helvítis kjaftæði" öskrar Steini Halldórs þegar hann vildi sjá hlaup hjá senternum. Hann var ekki ánægður þarna.
6. mín
Fanndís fær fyrsta færi leiksins og þarna munaði engu. Hún hleypur framhjá tveimur varnarmönnum og setur boltann svo sentimeter framhjá fjærstönginni þegar hún var komin inn á teiginn.
6. mín
Hjá Fylki lítur liðið svona út:

Þórdís
Lovísa - Tinna Bergdís - Tinna Björk - Hulda Sig.
Jasmín - Berglind
Thelma Lóa - Jesse - Kristín Þóra
Rakel
5. mín
Fylkir fær fyrstu hornspyrnu leiksins en þetta er æfingabolti fyrir Sonný sem grípur örugglega.
4. mín
Það er ekkert sem kemur á óvart í uppstillingu liðanna. Breiðablik stillir svona upp:

Sonný
Ásta - Ingibjörg - Heiðdís - Arna Dís
Selma Sól
Andrea
Svava - Rakel - Fanndís
Berglind Björg
Fyrir leik
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Gestirnir sækja í átt að Smáranum.
Fyrir leik
Hingað í blaðamannastúkuna var að mæta útsendari frá bandarískum háskóla en hann ætlar að fylgjast með leiknum ásamt félaga sínum. Kappinn segist ætla að fylgjast með Jasmín Erlu hjá Fylki. Kollegi hans hefur hinsvegar augastað á leikmanni í liði Blika.
Fyrir leik
7 mínútur í leik og alltof fámennt á Kópavogsvelli. Drífið ykkur af stað gott fólk!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár eins og sjá má hér til hliðar. Blikar gera eina breytingu. Rakel Hönnudóttir kemur inn fyrir Hildi Antonsdóttur.

Hjá Fylki eru Hulda Hrund og Sunna Baldvins ennþá frá vegna meiðsla. Þá má aðalmarkvörðurinn Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir ekki spila þar sem hún er á láni frá Breiðablik. Þórdís Edda Hjartardóttir fær því tækifæri í rammanum í dag. Síðasti leikur hennar í efstu deild var einmitt með Breiðablik sumarið 2008 en hún hefur leikið í 1.deildinni undanfarin ár. Að öðru leyti eru engar breytingar á liði gestanna frá síðustu umferð.

Norður-írska landsliðskonan Caragh Milligan sem samdi við Fylki fær ekki leikheimild fyrr en á morgun og verður því ekki með í dag.
Fyrir leik
Fótbolti.net fékk Eið Benedikt Eiríksson, fyrrum þjálfara Fylkis, til að spá í spilin fyrir umferðina. Hann spáir heimasigri.

Breiðablik 3 - 1 Fylkir
Næstu tveir leikir verða erfiðir fyrir Fylkisliðið því að leikjaprógrammið er í erfiðari kantinum. Blikaliðið er búið að læra af síðasta ári og mun klára alla leiki sem þær "eiga" fyrirfram að sigra. Berglind, Fanndís og Andrea Rán með mörkin fyrir Blika, Fylkir minnkar muninn í lokin úr víti, Hulda Sig stígur líklegast á punktinn.
Fyrir leik
Bríet Bragadóttir kemur til með að dæma leikinn og henni til aðstoðar verða Breki Sigurðsson og Árni Heiðar Guðmundsson. Hákon Þorsteinsson sinnir eftirlitinu.
Fyrir leik
Það verður fróðlegt að sjá hvernig þjálfararnir stilla upp á eftir en bæði lið söknuðu lykilmanna í síðustu umferð.

Hjá Breiðablik var fyrirliðinn Rakel Hönnudóttir frá eftir að hafa fengið högg á læri og hin bandaríska Samantha Lofton ennþá fjarri góðu gamni.

Fylkir saknaði einnig fyrirliða síns en Hulda Hrund gat ekki spilað gegn Þór/KA vegna hnémeiðsla. Þá gat varnarmaðurinn Sunna Baldvinsdóttir ekki heldur tekið þátt vegna meiðsla í baki.

Vonumst til að sjá þær á skýrslu hér á eftir.
Fyrir leik
Fyrir tímabilið var Fylki spáð botnbaráttu á meðan Breiðablik þykir líklegt til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn.

Eftir þrjár umferðir er Fylkir í 8.sæti með þrjú stig en Breiðablik er í 4. sæti með sex. Bæði lið unnu í fyrstu umferð og töpuðu í annarri. Blikar unnu svo sigur á Val í þeirri þriðju á meðan Fylkir tapaði fyrir Þór/KA.
Fyrir leik
Gleðilegan mánudag!

Verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Breiðabliks og Fylkis í Pepsi-deild kvenna. Um er að ræða leik í fjórðu umferð deildarinnar en umferðin fer af stað kl.18 þegar tveir leikir verða flautaðir á. FH og KR eigast við í Kaplakrika og topplið Þórs/KA tekur á móti botnliði Hauka fyrir norðan.

Breiðablik-Fylkir er lokaleikur dagsins og hefst stundvíslega kl.19:15. Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið til að drífa sig á völlinn en við verðum með textalýsingu fyrir þau ykkar sem ekki eiga þess kost.
Byrjunarlið:
12. Þórdís Edda Hjartardóttir (m)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
Tinna Björk Birgisdóttir
Rakel Leósdóttir ('73)
2. Jesse Shugg
6. Hulda Sigurðardóttir ('85)
7. Thelma Lóa Hermannsdóttir ('61)
15. Lovísa Sólveig Erlingsdóttir
16. Kristín Þóra Birgisdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir
21. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)

Varamenn:
28. Brigita Morkute (m)
6. Sunna Baldvinsdóttir
10. Ragnheiður Erla Garðarsdóttir ('61)
15. Ísold Kristín Rúnarsdóttir ('73)
17. Birna Kristín Eiríksdóttir
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir ('85)
27. Stella Þóra Jóhannesdóttir

Liðsstjórn:
Jón Aðalsteinn Kristjánsson (Þ)
Sæunn Rós Ríkharðsdóttir
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Kristbjörg Helga Ingadóttir
Vésteinn Kári Árnason
Kolbrún Arnardóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: