Atletico Madrid
3
0
Athletic Bilbao
Diego Costa '7 1-0
Diego Costa '34 2-0
Diego '85 3-0
09.05.2012  -  18:45
National Arena Rúmeníu
Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar
Dómari: Wolfgang Stark (Þýskaland)
Byrjunarlið:
13. Thibaut Courtois (m)
2. Diego Godin
4. Mario Suarez
6. Filipe Luis
7. Adrian ('88)
11. Cristian Rodríguez ('92)
14. Gabi
19. Diego Costa
20. Juanfran
22. Diego
23. Miranda

Varamenn:
25. Daniel Aranzubia (m)
3. Antonio Lopez
6. Koke ('92)
8. Raul Garcia ('88)
12. Toby Alderweireld
18. Alvaro Dominguez
41. Pedro Martin

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Diego Costa ('26)

Rauð spjöld:
93. mín
Leik lokið! - Atletico Madrid hefur unnið Evrópudeildina!
92. mín
Inn:Koke (Atletico Madrid) Út:Cristian Rodríguez (Atletico Madrid)
Kolbeinn Tumi Daðason:
Skelfilegur varnarleikur hjá Amorebieta. Þurfti bara að loka á Diego þarna megin. Fékk aðstoð hinumegin. Vel klárað Diego.
88. mín
Inn:Raul Garcia (Atletico Madrid) Út:Adrian (Atletico Madrid)
85. mín MARK!
Diego (Atletico Madrid)
Það má byrja að grafa nafnið á bikarinn! Diego dró boltann með sér, lék á varnarmenn Bilbao og kláraði vel í fjærhornið. Fallegt!
85. mín
Birmingham 2 - 2 Blackpool (Samtals: 2-3)
Nikola Zigic og Curtis Davies hafa skyndilega jafnað fyrir Birmingham sem þarf samt tvö mörk núna á lokasprettinum.
80. mín
Falcao næstum með þrennu! Skaut í stöngina!
78. mín
Susaeta með hörkuskot sem breytti um stefnu af varnarmanni og fór rétt framhjá! Munaði ansi litlu að Bilbæingar næðu að minnka muninn þarna.
73. mín
Flott sókn hjá Bilbæingum sem endaði með því að Ibai Gómez átti skot sem flaug yfir. Tíminn líður...
66. mín
Bilbæingar eru búnir með sínu síðustu skiptingu. 25 mínútur eftir. Virðist nokkuð þægilegt hjá Madrídingum núna. Andstæðingar þeirra eru ekki mikið að skapa sér.
64. mín Gult spjald: Fernando Amorebieta (Athletic Bilbao)
64. mín
Inn:Gaizka Toquero (Athletic Bilbao) Út:Ander Herrera (Athletic Bilbao)
53. mín
Birmingham 0 - 2 Blackpool (Samtals: 0-3)
Matt Phillips

Við getum bókað Blackpool í úrslitaleikinn gegn West Ham... það held ég.
46. mín
Inn:Ibai Gómez (Athletic Bilbao) Út:Ander Iturraspe (Athletic Bilbao)
Til hvers að bíða. Bilbæingar með tvöfalda skiptingu í hálfleik.
46. mín
Inn:Iñigo Pérez (Athletic Bilbao) Út:Jon Aurtenetxe (Athletic Bilbao)
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn. Bilbao byrjar hálfleikinn af krafti og átti hættulega sókn strax.
45. mín
Birmingham 0 - 1 Blackpool (Samtals: 0-2)
Stephen Dobbie.

Hálfleikur á St Andrews. Allt stefnir í að Blackpool sé á leið í úrslitaleikinn á Wembley. Birmingham þarf þrjú mörk núna!
45. mín
Það er kominn hálfleikur í Búkarest. Atletico Madrid á leiðinni að klára titilinn...
Kristinn Steindórsson, leikmaður Halmstad:
Það er ekki til betri slúttari en Falcao, ég get svo svarið það... #FoxInTheBox
34. mín MARK!
Diego Costa (Atletico Madrid)
Listilega vel gert hjá Kólumbíumanninum! Með lipur tilþrif í teignum og kláraði vel! Annað mark hans í þessum leik... hann er bara að klára þessa keppni! Þessi maður hefur skorað 29 mörk í 29 Evrópudeildarleikjum, reynið að toppa það.
32. mín
Iker Muniain átti verulega gott langskot áðan sem var varið af markverði Madrid, Thibaut Courtois sem er 19 ára Belgi sem er á lánssamningi frá Chelsea.
26. mín Gult spjald: Diego Costa (Atletico Madrid)
22. mín Gult spjald: Ander Herrera (Athletic Bilbao)
Braut af sér rétt fyrir utan teig. Atletico á aukaspyrnu á hættulegum stað.
21. mín
Fernando Llorente í hörkufæri fyrir Bilbæinga en hitti boltann ekki nægilega vel! Þarna var Madrídarliðið heppið.
18. mín
Fátt um færi síðan markið kom. Diego átti skottilraun hérna rétt áðan en hún var ansi misheppnuð.
10. mín
Þetta mark áðan kom alls ekki gegn gangi leiksins. Atletico Madrid verið mikið beittara liðið hér í byrjun.
7. mín MARK!
Diego Costa (Atletico Madrid)
Kólumbíumaðurinn Falcao kemur Atletico Madrid yfir með frábæru marki! Hann fékk of mikið pláss í teignum, tók skærin, fór framhjá varnarmanni og smurði svo boltanum fallega í netið! Þessi maður er magnaður! Hans ellefta mark í keppninni!
1. mín
Leikurinn er hafinn. Atletico Madrid spilar í sínum hefðbundnu búningum í kvöld en þar sem Bilbao var dregið sem útilið þarf liðið að vera í grænum varabúningum.
Sigurður Mikael Jónsson, blaðamaður:
Europa final í opinni dagskrá! Helvíti grand. Grillið að hitna, ölið í glasi og varla hægt að biðja um meira.
Fyrir leik
Það er engu til sparað hjá UEFA og nú er í gangi alveg hádramatísk setningarathöfn á vellinum. Þar taka þátt fimleikastúlkur og fleira rúmenskt íþróttafólk. Liðin gera sig tilbúin að ganga út á völlinn.
Fyrir leik
Diego Simeone er þjálfari Atletico Madrid en hann getur í kvöld unnið sinn fyrsta titil sem þjálfari í Evrópu. Simone er Argentínumaður sem lék með Madrídarliðinu á sínum tíma. Hann fékk sér sæti í þjálfarastólinn hjá Atletico í lok síðasta árs.

Marcelo Bielsa er þjálfari Bilbao. Hann er fyrrum landsliðsþjálfari Argentínu og Síle og er þekktur fyrir að láta lið sína spila fallegan fótbolta.
Fyrir leik
Maðurinn sem Athletic Bilbao þarf að hafa sérlega góðar gætur á er sóknarmaðurinn Radamel Falcao. Þessi gríðarlega sterki markahrókur er verulega erfiður viðureignar.
Fyrir leik
Á sama tíma verður leikur Birmingham og Blackpool í undanúrslitum í umspili ensku Championship-deildarinnar. Við munum einnig fylgjast með gangi mála í honum. Í húfi er úrslitaleikur um sæti í úrvalsdeildinni. Blackpool leiðir 1-0 eftir sigur í heimaleiknum.
Fyrir leik
Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram í Rúmeníu í kvöld. Hann hefst klukkan 18:45 og verður í beinni textalýsingu hér. Það verður spænsk stemning enda Atletico Madrid og Athletic Bilbao að mætast.
Byrjunarlið:
1. Gorka Iraizoz (m)
3. Jon Aurtenetxe ('46)
5. Fernando Amorebieta
8. Ander Iturraspe ('46)
9. Fernando Llorente
10. Óscar de Marcos
14. Markel Susaeta
15. Andoni Iraola
19. Iker Muniain
21. Ander Herrera ('64)
24. Javi Martínez

Varamenn:
2. Gaizka Toquero ('64)
6. Mikel San José
13. Raúl Fernández
17. Iñigo Pérez ('46)
23. Borja Ekiza
28. Ibai Gómez ('46)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ander Herrera ('22)
Fernando Amorebieta ('64)

Rauð spjöld: