FH
6
1
Sindri
Kassim Doumbia '25 1-0
Kassim Doumbia '34 2-0
Emil Pálsson '48 3-0
3-1 Sævar Ingi Ásgeirsson '60
Atli Viðar Björnsson '62 4-1
Emil Pálsson '69 5-1
Atli Viðar Björnsson '87 6-1
18.05.2017  -  18:00
Kaplakrikavöllur
Borgunarbikar karla
Aðstæður: Sérdeilis prýðilegar
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Kassim Doumbia
Byrjunarlið:
12. Vignir Jóhannesson (m)
5. Bergsveinn Ólafsson
8. Emil Pálsson
11. Atli Guðnason ('60)
16. Jón Ragnar Jónsson
17. Atli Viðar Björnsson
20. Kassim Doumbia
22. Halldór Orri Björnsson
23. Veigar Páll Gunnarsson
25. Einar Örn Harðarson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Varamenn:
1. Gunnar Nielsen (m)
6. Robbie Crawford
7. Steven Lennon
21. Böðvar Böðvarsson ('60)
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson
26. Jonathan Hendrickx

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Ólafur Páll Snorrason
Davíð Þór Viðarsson
Eiríkur K Þorvarðsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Ólafur H Guðmundsson
Róbert Magnússon

Gul spjöld:
Böðvar Böðvarsson ('92)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
FH verður í pottinum þegar dregið verður á morgun í hádeginu í beinni hér á Fótbolta.net.

Tölfræði (úrslit.net)
Marktilraunir: 44-9
Á rammann: 30-6
Horn: 14-3
Brot: 6-10
92. mín Gult spjald: Böðvar Böðvarsson (FH)
Fyrir að sparka boltanum í burtu.
90. mín
Við siglum inn í uppbótartímann.
87. mín MARK!
Atli Viðar Björnsson (FH)
Stoðsending: Halldór Orri Björnsson
Gammurinn mættur í markteiginn og kláraði þetta af miklu öryggi.
85. mín
Akil De Freitas búinn að sýna lipur tilþrif í þessum leik. Tómas Leó með skot af löngu færi. Auðvelt fyrir Vigni.
82. mín
Um að gera að benda á að nú er í gangi Pepsi-deildarslagur Víkings Ólafsvík og Vals í bikarnum. Smelltu hér til a ðfara í beina textalýsingu frá þeim leik.
81. mín
Magni 1 - 2 Fjölnir
0-1 Igor Jugovic ('6)
1-1 Ýmir Már Geirsson ('18)
1-1 Misnotað víti (Victor Da Costa, Magna '34)
1-2 Þórir Guðjónsson (víti '75)

Þórir sýnir heimamönnum hvernig eigi að skora úr víti.
76. mín
Halldór Orri með hörkuskot í slána.
75. mín
Kassim aftur nálægt þrennuna. Eftir þunga sókn FH átti hann skalla að marki en Sindramenn náðu að bjarga á línu.
70. mín
Inn:Ísar Karl Arnfinnsson (Sindri) Út:Mirza Hasecic (Sindri)
69. mín MARK!
Emil Pálsson (FH)
Stoðsending: Veigar Páll Gunnarsson
Bikardraumur Sindra er dáinn. Emil skorar sitt annað mark með fínu skoti eftir sendingu Veigars.
67. mín
Inn:Hallmar Hallsson (Sindri) Út:Gunnar Ingi Valgeirsson (Sindri)
Ellismellurinn kveður í dag.
62. mín MARK!
Atli Viðar Björnsson (FH)
Stoðsending: Jón Ragnar Jónsson
Afar smekklegt mark hjá markahróknum Atla Viðari Björnssyni. Stoðsendingin einnig smekkleg.

Jón Jónsson lyfti boltanum skemmtilega inn á teiginn, Atli tók boltann í fyrsta og skoraði.
61. mín
Sturluð staðreynd dagsins. Hinn 49 ára varnarmaður Sindra, Gunnar Ingi Valgeirsson, er pabbi markvarðarins, Róberts. Fjölskylduböndin sterk.
60. mín
Inn:Böðvar Böðvarsson (FH) Út:Atli Guðnason (FH)
60. mín MARK!
Sævar Ingi Ásgeirsson (Sindri)
Ég skal segja ykkur það! Sindramenn ná að skora hér í Krikanum. Varamaðurinn Sævar Ingi Ásgeirsson fær boltann eftir horn, tekur fínan snúning og skorar.

Fagnar þessu marki að sjálfsögðu vel!
57. mín
Halldór Orri með skot framhjá. Einhverjir FH-ingar í stúkunni farnir að yfirgefa völlinn og koma sér á handoltaleikinn á Hlíðarenda sem hefst klukkan 20.
54. mín
Vel varið hjá Róberti. Halldór Orri lagði boltann á Veigar Pál sem átti fínt skot en Róbert varði vel.
48. mín MARK!
Emil Pálsson (FH)
Stoðsending: Kassim Doumbia
FH skorar sitt þriðja mark! Kemur eftir hornspyrnu.

Kassim átti skalla á markið sem Róbert Marvin varði en boltinn fór upp í loft og lenti svo á kolli Emils Pálssonar sem skoraði.

Kassim ekki langt frá þrennunni þarna!
46. mín
Inn:Sævar Ingi Ásgeirsson (Sindri) Út:Ingvi Þór Sigurðsson (Sindri)
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín
Auðveldur vinnudagur hingað til hjá FH-ingum þó Sindramenn hafi gert sitt besta. Staðan á Grenivík er 1-1 í hálfleik í leik Magna og Fjölnis.
45. mín
Hálfleikur
Tölfræði í hálfleik (úrslit.net)
Marktilraunir: 21-4
Á markið: 16-2
Horn: 6-0
Brot: 2-5
42. mín
Halldór Orri í fínu færi en varnarmaður Sindra nær að komast fyrir skotið. FH-ingar að reuna að ná þriðja markinu fyrir hlé.
40. mín
Magni 1 - 1 Fjölnir
0-1 Igor Jugovic ('6)
1-1 Ýmir Már Geirsson ('18)
1-1 Misnotað víti (Victor Da Costa, Magna '34)

Magnaðir Magnamenn að klúðra víti á Grenivík!
34. mín MARK!
Kassim Doumbia (FH)
Stoðsending: Atli Viðar Björnsson
Sindramenn eru svo aftarlega að Kassim getur tekið virkan þátt í sóknarleiknum og hér skorar hann sitt annað mark!

Miðvörðurinn marksækni að fara á kostum. Atli Viðar renndi boltanum á Kassim sem átti hnitmiðað skot sem fór framhjá markverði Sindra.
33. mín
FH-ingar einoka knöttinn og sækja og sækja. Algjörlega þeir yfirburðir sem flestir bjuggust við fyrir þennan leik.
30. mín
Kassim ætlar að ná þrennu í dag! Var í fínu færi í teignum en skaut framhjá.
27. mín
Magni 1 - 1 Fjölnir
0-1 Igor Jugovic ('6)
1-1 Ýmir Már Geirsson ('18)

Áhugaverð tíðindi frá Grenivík, heimabæ Eyjabita.
25. mín MARK!
Kassim Doumbia (FH)
Stoðsending: Veigar Páll Gunnarsson
DRAUMURINN BRÝTUR ÍSINN!
Veigar Páll með aukaspyrnu, sendir góða sendingu inn í teiginn og þar er Kassim manna sterkastur og skorar með skalla.

Kassim að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik í sumar en hann byrjaði mótið meiddur. Kom inn sem varamaður gegn Val.
24. mín
SINDRI Í DAUÐAFÆRI!!!
Akil De Freitas stingur Bergsvein Ólafsson af og kemst í dauðafæri á móti Vigni í markinu en renndi boltanum framhjá! Bergsveinn leit mjög illa út þarna.
22. mín
Svakalegt færi!!! Halldór Orri tekur frákast og er í rosalegu færi en Róbert nær að verja. Sindramenn eru gríðarlega neðarlega á vellinum og færast bara aftar og aftar.
20. mín
Veigar Páll með flotta skottilraun naumlega yfir. Lét vaða fyrir utan teig. FH-ingar mun meira með boltann og sóknarþunginn að aukast.
18. mín
Magni 0 - 1 Fjölnir
0-1 Igor Jugovic ('6)

Fylgjumst einnig með gangi mála á Grenivík. Hér má sjá byrjunarliðin í þeim leik.
17. mín
Vá! Akil De Freitas með góðan sprett fyrir Sindra og á skot sem fer naumlega framhjá fjærstönginni. Það hefði verið eitthvað að fá mark frá gestunum þarna!
15. mín
Sindri í sókn sem endar með skoti Árna Rúnars í teignum. Arni hitti boltann herfilega og þetta var bara æfingabolti fyrir Vigni.
14. mín
Talningu er lokið. Alls átta breytingar sem Heimir Guðjónsson gerði á byrjunarliðinu frá 1-1 jafnteflisleiknum gegn Val.

Gunnar Nielsen, Robert Crawford, Steven Lennon, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Davíð Þór Viðarsson, Kristján Flóki Finnbogason, Böðvar Böðvarsson og Jonathan Hendrickx fara út. Inn koma Vignir, Jón Ragnar, Atli Guðna, Atli Viðar, Kassim, Veigar, Einar og Guðmundur Karl.
13. mín
Veigar Páll Gunnarsson tók aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Skaut en Róbert í markinu varði fremur máttlausa spyrnu.
8. mín
Jón Ragnar með skot, nær ekki miklum krafti í það og boltinn beint á Róbert Marvin, markvörð Sindramanna.
7. mín
Fyrsta alvöru færi FH-inga í leiknum. Boltinn berst á Atla Viðar í teignum en hann hittir boltann illa og skýtur hátt yfir markið.
4. mín
Mirza Hasecic með fyrsta skot leiksins. Já gestirnir í Sindra með fyrsta skotið. Reyndar laflaust og auðvelt fyrir Vigni í marki FH. Vignir var aðalmarkvörður Selfyssinga í fyrra en gekk í raðir FH í vetur.
2. mín
Uppstilling FH (3-4-3):
Vignir
Einar - Bergsveinn - Kassim
Jón - Emil - Guðmundur - Halldór
Veigar - Atli V - Atli Guðna

Davíð Þór Viðarsson er hvíldur í dag og Bergsveinn Ólafsson er fyrirliði.
1. mín
Leikur hafinn
Það voru FH-ingar sem byrjuðu með knöttinn.
Fyrir leik
Það var víst rúta frá Höfn á leikinn. 70 áhorfendur þaðan sem verða í Krikanum í kvöld. Sómi. Annars reikna ég nú ekki með miklum fjölda áhorfenda í kvöld...
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn:

Í byrjunarliði Sindra má finna Gunnar Inga Valgeirsson sem er 49 ára.

Í byrjunarliði FH er Einar Örn Harðarson, 16 ára strákur, í þriggja manna varnarlínunni. Sóknarlega er reynslan öllu meiri hjá FH-ingum. Atli Guðnason, Veigar Páll Gunnarsson og Atli Viðar Björnsson eru fremstu menn.
Fyrir leik
18:00 Magni - Fjölnir
Hér í þessari textalýsingu verður einnig fylgst með tíðindum úr leik Magna og Fjölnis sem fram fer á Grenivík á sama tíma. Magni leikur í 2. deildinni. Við látum vita af tíðindum úr þeim leik.
Fyrir leik
Dómari leiksins í dag er Einar Ingi Jóhannesson, ungur dómari sem hefur verið að dæma í neðri deildum og er líklegur til að verða Pepsi-dómari. Adolf Þorberg Andersen og Atli Haukur Arnarsson eru aðstoðardómarar.
Fyrir leik
Búast má við því að Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, noti tækifærið og hvíli menn. Ungir leikmenn fá líklega tækifærið. FH-ingar eru í hörkubaráttu í Pepsi-deildinni og eiga leik hér í Kaplakrika gegn Fjölni á mánudag.
Fyrir leik
Sindri er frá Höfn í Hornafirði og leikur í 2. deildinni. Liðið hefur gert 2-2 jafntefli í báðum leikjum sínum í deildinni til þessa. Þjálfari liðsins er Samir Mesetovic.
Fyrir leik
Hæ hæ. Hér verður bein textalýsing frá leik FH og Sindra í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Það búast allir við því að Íslandsmeistararnir verði í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin á morgun en Sindramenn eru ákveðnir í að koma á óvart.
Byrjunarlið:
1. Róbert Marvin Gunnarsson (m)
8. Akil De Freitas
9. Tómas Leó Ásgeirsson
15. Ingvi Þór Sigurðsson ('46)
17. Árni Rúnar Örvarsson
19. Mirza Hasecic ('70)
20. Mate Paponja
21. Þorlákur Helgi Pálmason (f)
22. Jón Þór Stefánsson
23. Nedo Eres
24. Gunnar Ingi Valgeirsson ('67)

Varamenn:
2. Hallmar Hallsson ('67)
3. Kristofer Hernandez
5. Sævar Ingi Ásgeirsson ('46)
16. Ísar Karl Arnfinnsson ('70)
18. Kristófer Daði Kristjánsson
19. Jose Tomás Barboza Antipuy

Liðsstjórn:
Samir Mesetovic (Þ)
Steindór Sigurjónsson
Darko Franic
Einar Haraldsson
Gísli Már Vilhjálmsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: