Valsvöllur
mánudagur 22. maí 2017  kl. 20:00
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Smá gola. Annars topp aðstæður
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 1443
Maður leiksins: Einar Karl Ingvarsson (Valur)
Valur 2 - 1 KR
1-0 Guðjón Pétur Lýðsson ('14)
1-0 Óskar Örn Hauksson ('22, misnotað víti)
2-0 Sigurður Egill Lárusson ('45)
2-1 Tobias Thomsen ('82, víti)
Myndir: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Einar Karl Ingvarsson
7. Haukur Páll Sigurðsson (f)
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('78)
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('78)
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Rasmus Christiansen
14. Arnar Sveinn Geirsson ('87)
16. Dion Acoff
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
25. Jón Freyr Eyþórsson (m)
6. Nicolaj Köhlert ('78)
9. Nicolas Bögild
12. Nikolaj Hansen ('78)
17. Andri Adolphsson
22. Sveinn Aron Guðjohnsen
23. Andri Fannar Stefánsson ('87)

Liðstjórn:
Rajko Stanisic
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson

Gul spjöld:
Orri Sigurður Ómarsson ('36)
Einar Karl Ingvarsson ('54)
Haukur Páll Sigurðsson ('75)
Anton Ari Einarsson ('81)
Sigurður Egill Lárusson ('94)

Rauð spjöld:

@maggimar Magnús Már Einarsson


94. mín Leik lokið!
Valsmenn fara með 2-1 sigur af hólmi í griðarlega fjörugum leik! Valsmenn komast með þessu upp að hlið Stjörnunnar með 10 stig. KR-ingar eru með 6 stig eftir tvær umferðir. Skýrsla og viðtöl innan tíðar!
Eyða Breyta
94. mín
Hornspyrna sem KR fær. Stefán Logi kemur hlaupandi inn á teiginn.

Boltinn skoppar í teignum og Indriði hittir hann illa. Skot hans fer hátt yfir. Þetta er líklega búið núna.
Eyða Breyta
94. mín Gult spjald: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Alltof seinn í tæklingu á Skúla Jón.
Eyða Breyta
92. mín Michael Præst (KR) Finnur Orri Margeirsson (KR)
Fyrsti deildarleikur Præst í sumar. Er að stíga upp úr meiðslum.
Eyða Breyta
90. mín
4 mínútur í viðbótartíma. KR-ingar sækja og reyna að ná jöfnunarmarkinu. Gengur það hjá þeim?
Eyða Breyta
88. mín
Haukur Páll tapar boltanum á stórhætulegum stað og Tobias Thomsen geysist í átt að vítateignum. Hann er ekki nógu ákveðinn og Valsmenn ná að loka.
Eyða Breyta
87. mín Andri Fannar Stefánsson (Valur) Arnar Sveinn Geirsson (Valur)
Arnar varð fyrir hnjaski. Andri Fannar fer í hægri bakvörðinn síðustu mínúturnar.
Eyða Breyta
85. mín
Garðar Jó skallar boltann niður á Pálma Rafn en laust skot hans fer beint á Anton í markinu.
Eyða Breyta
84. mín
KR-ingar með mjög sókndjarfa uppstillingu núna. Skúli, Indriði og Sandnes mynda vörnina. Finnur fyrir framan þá. Aðrir eru bara uppi í efstu línu! Beck, Óskar, Garðar, Kennie, Pálmi og Tobias.
Eyða Breyta
82. mín Mark - víti Tobias Thomsen (KR)
Tobias fer núna á punktinn. Hann skorar af öryggi. KR-ingar gera lokamínúturnar mjög spennandi!
Eyða Breyta
81. mín Gult spjald: Anton Ari Einarsson (Valur)
KR fær aðra vítaspyrnu sína í leiknum! Hár bolti inn á teiginn og Anton Ari brýtur á Pálma Rafni. Anton er ósáttur við dóminn og lætur Þórodd heyra það.
Eyða Breyta
80. mín Garðar Jóhannsson (KR) Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR)
Fyrsti deildarleikur Garðars með KR síðan árið 2006! Varnarmaður út og sóknarmaður inn. Sjáum hvernig KR-ingar stilla upp núna.
Eyða Breyta
78. mín Nicolaj Köhlert (Valur) Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
Danskt dúó inn á.
Eyða Breyta
78. mín Nikolaj Hansen (Valur) Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)

Eyða Breyta
78. mín
Nicolaj Köhlert og Nikolaj Hansen að gera sig klára hjá Val. Garðar Jóhannsson að mæta inn á hjá KR.
Eyða Breyta
75. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Keyrir í bakið á Tobias Thomsen og lætur Danann síðan heyra það.
Eyða Breyta
74. mín
Kennie Chopart vippar boltanum í hendina á Dion og KR vill víti. Þóroddur dæmir ekkert.
Eyða Breyta
73. mín
Morten Beck vinnur boltann og kemur með fyrirgjöf á Kennie Chopart sem skallar yfir.
Eyða Breyta
69. mín


Eyða Breyta
66. mín
KR-ingar hafa sótt meira í síðari hálfleik en Valsvörnin er þétt fyrir. Fram á við ógna Valsmenn síðan með hraða í skyndisóknum.
Eyða Breyta
65. mín


Eyða Breyta
59. mín
Skúli Jón með sendingu á Tobias Thomsen sem kemst einn í gegn hægra megin. Skotið er hins vegar slakt og beint á Anton í markinu. Tobias átti að gera betur þarna.
Eyða Breyta
56. mín
Einar Karl með sendingu inn fyrir og varnarmenn KR eru í basli með að hreinsa. Kristinn Ingi kemst í þröng færi en Indriði kemst fyrir skot hans. Hornspyrna.
Eyða Breyta
56. mín Gult spjald: Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR)

Eyða Breyta
54. mín Gult spjald: Einar Karl Ingvarsson (Valur)

Eyða Breyta
53. mín Robert Sandnes (KR) Aron Bjarki Jósepsson (KR)
Robert fer í vinstri vængbakvörðinn og Arnór Sveinn fer þaðan niður í þriggja manna vörnina.
Eyða Breyta
50. mín


Eyða Breyta
49. mín
Dion í dauðafæri! Einar Karl með góðan sprett á miðjunni og frábæra sendingu inn fyrir á Dion. Hann setur boltann á nærstöngina en framhjá markinu. Augað blekkti marga Valsmenn sem voru byrjaðir að fagna marki í stúkunni. Boltinn fór hins vegar framhjá!
Eyða Breyta
47. mín
Guðjón Pétur með skot sem Stefán Logi ver.
Eyða Breyta
47. mín
Furðuleg hornspyrna sem vindurinn hefur áhrif á! Guðjón Pétur á horn sem endar hjá Rasmus Christiansen í miðjuboganum. Guðjón ætlaði að senda boltann út í vítateigsbogann en hann endaði þarna með hjálp frá vindinum.
Eyða Breyta
46. mín
Þóroddur flautar síðari hálfleikinn á.
Eyða Breyta
46. mín


Eyða Breyta
46. mín


Eyða Breyta
45. mín
Þvílíkur fyrri hálfleikur!
Mjög mikið fjör í fyrri hálfleiknum og mörkin hefðu auðveldlega getað verið fleiri.

Valsmenn eru búnir að skora tvö mörk og Kristinn Ingi er búinn að klúðra rosalegum tveimur dauðafærum! Á hinum enda vallarins er Óskar Örn búinn að brenna af vítaspyrnu auk þess sem Anton Ari hefur tvívegis varið frá Kennie Chopart í dauðafæri.
Eyða Breyta
45. mín MARK! Sigurður Egill Lárusson (Valur), Stoðsending: Dion Acoff
Valsarar komast í 2-0. Dion Acoff með góðan sprett hægra megin. Þegar hann er kominn aðeins fram yfir miðju á hann stungu inn fyrir vörn KR sem er kominn alltof framarlega!

Kristinn Ingi er aleinn í gegn en hann er rangstæður og hann hættir við að taka boltann á síðustu stundu. Sigurður Egill sleppur þá einn í gegn og setur hann innanfótar í fjær! Sigurður Egill var ekki rangstæður en spurning er hvort Kristinn hafði áhrif á leikinn með því að hóta því að taka boltann fyrst. KR-ingar eru mjög ósáttir og kvarta í dómaranum.

Varnarlína KR of hátt uppi þarna eins og áður þegar Valsmenn hafa verið að skapa usla!
Eyða Breyta
42. mín
Valsmenn komast aftur fyrir vörn KR á nýjan leik. Kristinn Ingi kemst vinstra megin inn í teiginn og á fyrirgjöf sem Aron Bjarki bjargar í horn á síðustu stundu!
Eyða Breyta
41. mín


Eyða Breyta
41. mín Gult spjald: Aron Bjarki Jósepsson (KR)
Fer harkalega í Dion.
Eyða Breyta
40. mín
Kristinn Ingi aftur í algjöru dauðafæri! Eftir útspark hjá KR er varnarlínan mjög ofarlega. Valsmenn vinna boltann og senda beint út til vinstri á Sigurð Egil. Hann sendir boltann með jörðinni fyrir á Kristinn Inga en hann skýtur framhjá markinu af markteig! Kristinn gæti auðveldlega verið kominn með tvö mörk hér í fyrri hálfleiknum.
Eyða Breyta
39. mín
Dion sendir Kristin Inga í hættulega stöðu en Indriði bjargar í horn með tæklingu.

Orri í fínu skallafæri eftir hornið en boltinn framhja!
Eyða Breyta
39. mín


Eyða Breyta
37. mín
Kennie Chopart með lúmskt skot sem Anton Ari slær yfir markið. Vindurinn hafði smá áhrif þarna eins og á leikinn hingað til.
Eyða Breyta
37. mín


Eyða Breyta
36. mín Gult spjald: Orri Sigurður Ómarsson (Valur)
Brýtur á Kennie Chopart. Ingvar ,,Byssan" Ákason gengur af göflunum í lýsingu í KR-útvarpinu. Ósáttur við brotið hjá Orra.
Eyða Breyta
35. mín


Eyða Breyta
34. mín
Kennie Chopart sleppur í gegn en Anton Ari ver! Tobias Thomsen þræðir boltann inn á landa sinn Kennie Chopart en Anton kemur æðandi út á móti og lokar!
Eyða Breyta
31. mín


Eyða Breyta
30. mín
DAUÐAFÆRI!! Dion Acoff stelur boltanum af KR-ingum á miðjunni og tekur á rás. Hann rennir boltanum síðan fyrir en Kristinn Ingi skýtur yfir af markteig fyrir opnu marki! Besta færi leiksins og ég tek vítaspyrnuna með í reikninginn!
Eyða Breyta
26. mín
KR-ingar áfram sterkari aðilinn. Ekki hægt að segja að forysta Vals sé sanngjörn.
Eyða Breyta
22. mín Misnotað víti Óskar Örn Hauksson (KR)
Óskar skýtur í utanverða stöngina og framhjá! Anton var farinn í hitt hornið.
Eyða Breyta
21. mín
KR fær vítaspyrnu! Bjarni Ólafur brýtur á Óskari Erni utarlega í teignum. Ekki mikil snerting en Óskar fór niður og sótti vítið.

Óskar fer sjálfur á punktinn.
Eyða Breyta
17. mín
Óskar Örn með mjög góðan sprett sem endar á þrumuskoti utarlega í teignum. Anton er vandanum vaxinn í markinu og ver.
Eyða Breyta
14. mín MARK! Guðjón Pétur Lýðsson (Valur), Stoðsending: Haukur Páll Sigurðsson
Fyrsta alvöru sókn Vals endar með marki! Arnar Sveinn á langt innkast sem Haukur Páll skallar áfram á fjærstöngina. Þar tekur Guðjón á móti boltanum og skorar með þrumutskoti af eins meters færi! Morten Beck virtist vera að dekka Guðjón en hann missti alveg af honum eftir flikkið frá Hauki.
Eyða Breyta
13. mín
Tobias Thomsen með skot utarlega í teignum en það er máttlítið og beint á Anton.
Eyða Breyta
8. mín
KR-ingar pressa Valsmenn framarlega á vellinum og heimamenn eru ekki að ná að leysa þá pressu hingað til.
Eyða Breyta
7. mín
Kennie Chpoart í dauðafæri!! Fær frían skalla á markteig en Anton Ari ver vel í horn! Óskar Örn átti frábæra sendingu inn á teiginn og þarna hefði Kennie átt að gera betur.
Eyða Breyta
6. mín
Óskar Örn með skot úr aukaspyrnu af 25 metra færi en boltinn framhjá. KR-ingar beittari í byrjun.
Eyða Breyta
4. mín
Arnar Sveinn skallar aukaspyrnuna burt. Finnur Orri á skot úr vítateigsboganum en Haukur Páll sparkar í burtu....nánast á marklínu!
Eyða Breyta
3. mín
Arnór Sveinn er að brjótast inn í teiginn vinstra megin þegar Dion brýtur á honum. Aukaspyrna við vítateigslínu á vinstri kantinum.
Eyða Breyta
1. mín
Við vorum með KR liðið uppstillt og klárt hér að neðan. Svona er Valsliðið.

Anton
Arnar - Orri - Rasmus - Bjarni
Haukur
Guðjón - Einar
Dion - Kristinn - Siggi
Eyða Breyta
1. mín
Leikurinn er hafinn! Bingó!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bóas stýrir söngvum í KR stúkunni. ,,Við elskum KR!" syngur hann hástöfum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Páll Sævar Guðjónsson, röddin, lýsir leiknum í KR útvarpinu í KR búningnum. Alvöru ástríða. Palli er reyndasti vallarþulur landsins. Hann og Einsi Gunn, vallarþulur Vals, eru að tala bransa núna. Fara yfir mismunandi taktík í lestrinum. Á að lesa upp nöfn varamanna fyrir leik eða ekki?
Eyða Breyta
Fyrir leik


Eyða Breyta
Fyrir leik
#fotboltinet er kassamerkið fyrir umræðu um leikinn á Twitter. Syngið með!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Áhorfendur að týnast á völlinn. Tveir KR fánar í stúkunni. Allt að verða klárt.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Eiður Aron Sigurbjörnsson er ekki í hóp hjá Val í dag. Varnarmaðurinn öflugi er kominn með leikheimild en er hvergi sjáanlegur í dag. Eiður spilaði lítið með Holstein Kiel undanfarna mánuði og er ekki í góðri leikæfingu. Miðjumaðurinn Sindri Björnsson er heldur ekki í hóp í dag. Góð breidd hjá Valsmönnum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin að hita upp. Gaupinn tekur púlsinn á mönnum. Léttur. Eina
Eyða Breyta
Fyrir leik


Eyða Breyta
Fyrir leik
Bæði lið gera eina breytingu á byrjunarliðunum frá því í síðasta deildarleik.

Kristinn Ingi Halldórsson, framherji Vals, hefur misst af síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla en hann kemur aftur inn í liðið í dag á kostnað Nikolaj Hansen. Danirnir þrír, Nicolaj, Nicolas og Nikolaj eru því allir saman á bekknum í kvöld.

Gunnar Þór Gunnarsson er fjarri góðu gamni hjá KR og Aron Bjarki Jósepsson kemur inn í vörnina fyrir hann. Garðar Jóhannsson er einnig í hópnum í fyrsta skipti á tímabilinu en hann hefur verið meiddur.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Í fyrra sigraði Valur 2-0 þegar þessi lið mættust hér á Hlíðarenda. KR vann aftur á móti 2-1 í Vesturbænum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Aron Sigurðarson er spámaður umferðarinnar hér á Fótbolta.net.

Valur 2 - 0 KR
Valur á teppinu fer auðveldlega í gegnum þennan leik. 2-0, Einar Karl með mark!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bæði lið koma á flugi inn í þennan leik. Valsarar eru taplausir á tímabilinu og þeir unnu Víking Ólafsvík í bikarnum á fimmtudaginn.

KR-ingar hafa unnið tvo deildarleiki í röð og þeir slógu Leikni Fáskrúðsfirði út úr bikarnum í síðustu viku.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik

Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Kvöldið!

Hér fylgjumst við með stórleik Vals og KR í 4. umferð Pepsi-deildarinnar.

Valur er með sjö stig eftir þrjár umferðir en KR er með sex stig.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
2. Morten Beck
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('80)
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Finnur Orri Margeirsson ('92)
10. Pálmi Rafn Pálmason
11. Kennie Chopart
11. Tobias Thomsen
16. Indriði Sigurðsson
17. Aron Bjarki Jósepsson ('53)
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
3. Ástbjörn Þórðarson
4. Michael Præst ('92)
9. Garðar Jóhannsson ('80)
20. Robert Sandnes ('53)
21. Atli Sigurjónsson
23. Guðmundur Andri Tryggvason

Liðstjórn:
Sindri Snær Jensson
Willum Þór Þórsson (Þ)
Arnar Bergmann Gunnlaugsson
Magnús Máni Kjærnested
Valgeir Viðarsson
Jón Hafsteinn Hannesson
Henrik Bödker
Óðinn Svansson

Gul spjöld:
Aron Bjarki Jósepsson ('41)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('56)

Rauð spjöld: