Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Lengjubikar kvenna - A-deild úrslit
Valur
13:00 0
0
Breiðablik
FH
1
2
Fjölnir
0-1 Ivica Dzolan '44
Emil Pálsson '66 1-1
1-2 Þórir Guðjónsson '82
22.05.2017  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Smá vindur en völlurinn þrusuflottur
Dómari: Þorvaldur Árnason
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
5. Bergsveinn Ólafsson
6. Robbie Crawford
7. Steven Lennon
11. Atli Guðnason
18. Kristján Flóki Finnbogason
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('58)
26. Jonathan Hendrickx ('43)

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
8. Emil Pálsson ('58)
16. Jón Ragnar Jónsson ('43)
17. Atli Viðar Björnsson
22. Halldór Orri Björnsson
23. Veigar Páll Gunnarsson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Ólafur Páll Snorrason
Eiríkur K Þorvarðsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Ólafur H Guðmundsson
Róbert Magnússon

Gul spjöld:
Bergsveinn Ólafsson ('30)
Jón Ragnar Jónsson ('81)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Í fyrsta sinn sem Fjölnir vinnur FH í alvöru leik!!!

FH með fimm stig eftir fjórar umferðir! Íslandsmeistararnir strax komnir aðeins á eftir. Fjölnismenn komnir með sjö stig. Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
93. mín
Gunnar Nielsen fer fram í horni til að reyna að kreista fram jöfnunarmark. Þung sókn í gangi! Boltinn endar í höndum Þórðar Ingasonar.
90. mín
Fjórum mínútum bætt við
89. mín
Inn:Ingibergur Kort Sigurðsson (Fjölnir) Út:Birnir Snær Ingason (Fjölnir)
86. mín
Inn:Anton Freyr Ársælsson (Fjölnir) Út:Igor Jugovic (Fjölnir)
84. mín
Lennon með skot úr aukaspyrnu sem fer ÓTRÚLEGA hátt yfir.
82. mín MARK!
Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Stoðsending: Mario Tadejevic
FJÖLNIR NÆR FORYSTUNNI AFTUR!
Aukaspyrna frá Tadejevic sem hittir á knöttinn á Þóri Guðjónssyni og hann skallar boltann frábærlega inn!
Svakalegur leikur!
81. mín Gult spjald: Jón Ragnar Jónsson (FH)
Brýtur á Binna bolta. Jón Ragnar verið í basli síðan hann kom inná.
80. mín
Crawford fær óvænt færi í teignum en hittir boltann illa í teignum. Framhjá. FH-ingar líklegri núna.
79. mín
Atli Guðna með skot. Vel yfir. Engin hætta.
78. mín
Kristján Flóki að ógna. FH vinnur horn...
76. mín
Fjölnir fékk aukaspyrnu á hættulegum stað. Jugovic tók spyrnuna og skaut hátt yfir. Illa ferið með gott tækifæri.
74. mín
Þórir Guðjónsson að gera sig líklegan í teignum en skýtur í þvögu af varnarmönnum FH. Það er sótt á báða bóga hér í Krikanum.
73. mín
Lennon með hörkuskot úr aukaspyrnu af löngu færi. Þórður nær að blaka boltanum yfir. Góð tilraun Skotans.
71. mín
Binni bolti fer framhjá Jóni Ragnari og á skot sem Gunnar Nielsen ver.
68. mín
Inn:Þórir Guðjónsson (Fjölnir) Út:Bojan Stefán Ljubicic (Fjölnir)
Þórir mættur inn.
67. mín
Emil Páls sagði við Tómas Meyer fyrir leikinn að hann væri ákveðinn í að koma af bekknum og skora. Það tókst hjá kappanum.
66. mín MARK!
Emil Pálsson (FH)
Stoðsending: Atli Guðnason
VARAMAÐURINN JAFNAR!
Eftir mikla baráttu og þvögu komst Atli upp að endamörkum, sendi góða sendingu fyrir þar sem Emil Pálsson var réttur maður á réttum stað og skoraði af mjög stuttu færi.
65. mín
Úps! Kjánalegt. Bojan kom upp vinstri vænginn og ætlaði að flengja knettinum fyrir en hitti ekki boltann. Flaug sjálfur á rassgatið.
62. mín
FH-ingar komnir í 4-3-3 núna. Ætli það gangi betur?
59. mín
Jón Ragnar með fyrirgjöf sem Þórður Ingason handsmar.
58. mín
Inn:Emil Pálsson (FH) Út:Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH)
Emil skoraði sigurmark gegn Fjölni í fyrra, gerir hann aftur muninn sem kenndur er við gæfu?
57. mín
Hættuleg sókn Fjölnis. Bojan með fasta fyrirgjöf og Solberg hársbreidd fra því að ná til boltans! FH er að eiga vondan dag.
52. mín
Jón Ragnar Jónsson heppinn. Binni bolti rænir knettinum af honum... Bergsveinn liggur núna á vellinum. Það er lítið flot á þessum leik.
51. mín
FH-ingar ekki að finna taktinn. Fjölnismenn fullir sjálfstrausts og berjast vel.
50. mín
Menn liggja um allan völl. Þessi leikur fer nú að setja einhver met í aðhlynningum. Sjúkraþjálfararnir í yfirvinnu.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn - Loksins, óbreytt lið mætt hér.
45. mín
Tölfræði (úrslit.net):
Marktilraunir: 8-4
Á rammann: 5-4
Hornspyrnur: 5-1
Brot: 8-4
45. mín
Hálfleikur
Allt útlit fyrir mjög hressandi seinni hálfleik hér í Krikanum. Ég ætla að henda í mig rjúkandi kaffibolla og ræða við fólkið í stúkunni. Seinni hálfleikur eftir smá.
45. mín
Fjölnismenn hafa verið flottir í þessum fyrri hálfleik. Allt hrós á þá. Óhræddir og hressir. Erum í uppbótartíma.
44. mín MARK!
Ivica Dzolan (Fjölnir)
Stoðsending: Hans Viktor Guðmundsson
ÁHUGAVERT!

Hans Viktor sem spilar sem hægri bakvörður á góða fyrirgjöf í kjölfar hornspyrnu Fjölnis. Boltinn ratar á kollinn á Dzolan sem nær flottum skalla í bláhornið. Óverjandi fyrir Gunnar.
44. mín
Gunnar Nielsen í skógarhlaupi sem hefði getað endað illa. Fjölnir vinnur hornspyrnu.
43. mín
Inn:Jón Ragnar Jónsson (FH) Út:Jonathan Hendrickx (FH)
Hendrickx fer meiddur af velli.
41. mín
Það eru endalusar aðhlynningar núna og leikurinn lítið í gangi. Hendrickx liggur meiddur á vellinum. Útlit fyrir að hann geti ekki haldið leik áfram.
37. mín Gult spjald: Bojan Stefán Ljubicic (Fjölnir)
Harka í þessu. Bojan fær gult fyrir brot.
34. mín
Dzolan liggur eftir á vellinum. Þarf aðhlynningu.
32. mín Gult spjald: Ivica Dzolan (Fjölnir)
Fyrir brot á Kristjáni Flóka.
30. mín Gult spjald: Bergsveinn Ólafsson (FH)
Bergsveinn of seinn í tæklingu og Igor Taskovic liggur eftir.
28. mín
KRISTJÁN FLÓKI!!! Hörkuskalli en Þórður Ingason ver í horn.
27. mín
Tadejevic með góðan sprett en aftur er það Böddi löpp sem stoppar sókn Fjölnismanna. Löppin að byrja þennan leik afar vel.
24. mín
Birnir Snær í einvígi við Bödda löpp við vítateigsenda Fjölnismanna. Böddi hafði betur og hirti boltann af Binna bolta. Flott vörn!
20. mín
Bergsveinn skallar naumlega yfir! Flott færi sem fyrrum fyrirliði Fjölnis fékk þarna fyrir FH-inga.
17. mín
Lennon með skottilraun fyrir utan teig. Nær ekki nægilega góðu skoti og það hafnar í varnarmanni.
14. mín
Gaman að horfa á Binna bolta sýna tilþrif hér í upphafi. Hann er mjög ógnandi. Tekur góða gabbhreyfingu og á svo skot sem fer í Drauminn, Kassim Doumbia. Líf og fjör.
13. mín
ÞÓRÐUR VER Í SLÁNA!
Fyrst vinnur Lennon kapphlaup við Torfa og á skot úr þröngu færi sem Þórður ver út í teiginn, þar kemur Kristján Flóki í dauðafæri en Þórður ver skot hans í slána! Nóg að gerast hér í upphafi.
8. mín
SVAKALEG VARSLA!!! Gunnar Nielsen ver frá Marcus Solberg í dauðafæri! Vel gert hjá færeyska landsliðsmarkverðinum.

Binni bolti, Birnir Snær, skapaði þetta með liprum tilþrifum og svo fyrirgjöf frá hægri kantinum.
6. mín
FH-ingar hafa byrjað leikinn á að setja pressu á gestina. Kristján Flóki Finnbogason og Þórarinn Ingi Valdimarsson báðir búnir að eiga marktilraunir. Flóki átti skalla sem var varinn og Þórarinn skaut framhja.
3. mín
Byrjunarlið Fjölnis:
Þórður
Hans - Torfi - Dzolan - Tadejevic
Taskovic - Jugovic
Ægir Jarl
Birnir - Marcus - Bojan
2. mín
Byrjunarlið FH:
Gunnar
Bergsveinn - Kassim - Böddi
Hendrickx - Davíð - Crawford - Þórarinn
Atli - Flóki - Lennon
1. mín
Leikur hafinn
Eitthvað vesen á mönnum fyrir leik. Þessi leikur hófst fjórum mínútum á eftir áætlun.

Fjölnir byrjaði með knöttinn og sækir í átt að Keflavík.
Fyrir leik
Einhverjir stuðningsmenn FH enn litlir í sér eftir tapið gegn Val í handboltanum í gær. Menn eru að vonast til að finna gleðina aftur í kvöld.
Fyrir leik
Jæja þetta fer að bresta á. Liðin eru að gera sig klár í göngunum. #fotboltinet er kassamerkið fyrir umræðu um leikinn á Twitter. Ég hendi inn tístum hér í lýsinguna ef fólk segir eitthvað skemmtilegt.
Fyrir leik
Þorvaldur Árnason, besti dómarinn 2016, flautar leikinn í kvöld. Honum til halds og trausts eru alvöru menn. Kjötiðnaðarmaðurinn frá Hvolsvelli, Jóhann Gunnar Guðmundsson, er með flagg líkt og hjúkrunarfræðingurinn Gunnar Helgason. Skiltadómari er svo Elías Ingi Árnason, fyrrum útvarpsmaður á Kiss FM.
Fyrir leik
Menn eru byrjaðir að spá í spilin í fréttamannastúkunni. Guðmundur Hilmarsson á Morgunblaðinu spáir FH-sigri, ég segi 3-1 fyrir FH og Bjarni Helgason á 433 spáir 2-0. Anton Ingi Leifsson fjölmiðlafulltrúi má ekki tippa á úrslit. Væntanlega skipun frá Jóni Rúnari.
Fyrir leik
Vorum að fá þau skilaboð að Þórir Guðjóns sé tæpur á meiðslum og það útskýri bekkjarsetu hans í kvöld.
Fyrir leik
Ágúst Gylfason með skýr skilaboð til Þóris Guðjónssonar. Þórir hefur verið helsti markaskorari Fjölnis síðustu ár en er ekki kominn á blað í Pepsi-deildinni í ár. Hann byrjar á bekknum í kvöld.
Fyrir leik
Ágúst Gylfason er með fjórar breytingar frá tapinu gegn KA í síðustu umferð. Bojan Ljubicic, Torfi Tímoteus Gunnarsson, Igor Taskovic og Ægir Jarl Jónasson koma inn. Gunnar Már Guðmundsson, Þórir Guðjónsson, Mees Junior Seers, Ingimundur Níels Óskarsson fara út. Mees og Ingimundur eru ekki í hóp í dag.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Kassim Doumbia er búinn að jafna sig af meiðslum og kemur inn í byrjunarliðið í þriggja manna varnarlínuna með Bödda löpp og Bergsveini.

Þá kemur Atli Guðnason einnig inn í byrjunarliðið. Emil Pálsson og Halldór Orri Björnsson eru settir á bekkinn.
Fyrir leik
FH er stórveldi og það endurspeglast svo sannarlega í þjónustu við fjölmiðla. Allt til alls í fréttamannastúkunni og allir tilbúnir að aðstoða með bros á vör. Framúrskarandi og maður verður að hrósa fyrir slíkt.
Fyrir leik
Bæði lið komust áfram í bikarnum í síðustu viku. FH-ingar fóru létt með Sindra og unnu 6-1 þar sem Kassim Doumbia henti í óvænta tvennu og var nálægt þrennunni! Fjölnismenn lentu í basli á Grenivík en náðu á endanum 2-1 sigri gegn mögnuðum Magnamönnum.
Fyrir leik
Leikir Fjölnis hafa ekki verið markaleikir. Liðið er með markatöluna 1-2 og hefur gengið illa í markaskorun! Eina mark Grafarvogsliðsins skoraði Hans Viktor eftir að skotið var í bakið á honum og inn. Vonandi verður meira fjör í kvöld!
Fyrir leik
FH með gott tak á Fjölni
Þetta verður í tólfta sinn sem liðin mætast á Íslandsmóti eða í bikar.

Fjölnismönnum hefur vegnað ákaflega illa gegn FH-ingum og tapað tíu af ellefu leikjum sínum, 2008 gerðu liðin 3-3 jafntefli í Landsbankadeildinni sálugu.

Þegar allir KSÍ leikir eru skoðaðir þá hefur Fjölnir einu sinni náð að leggja FH. Það var í Lengjubikarnum 2014.

Í fyrra vann FH 2-0 sigur á Fjölni í Kaplakrikanum þar sem fyrra markið var sjálfsmark en það seinna skoraði Steven Lennon. Emil Pálsson skoraði eina markið í Grafarvoginum þar sem FH vann 1-0 útisigur.
Fyrir leik
Fjölnismenn eiga svo sannarlega góðkunningja í FH. Ólafur Páll Snorrason, aðstoðarþjálfari FH, er fyrrum leikmaður og aðstoðarþjálfari Fjölnis. Þá eru Bergsveinn Ólafsson, Emil Pálsson og Guðmundur Karl Guðmundsson allt fyrrum leikmenn Fjölnismanna.

Fyrir leik
Gott og gleðilegt kvöld!
Íslandsmeistarar FH mæta Fjölnismönnum í Pepsi-deildinni í kvöld. FH hefur byrjað tímabilið á tveimur jafnteflum og einum sigri, hefur fimm stig. Fjölnir hefur fjögur.
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
2. Mario Tadejevic
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
5. Ivica Dzolan
6. Igor Taskovic
7. Birnir Snær Ingason ('89)
7. Bojan Stefán Ljubicic ('68)
8. Igor Jugovic ('86)
10. Ægir Jarl Jónasson
18. Marcus Solberg
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)

Varamenn:
1. Jökull Blængsson (m)
7. Ingibergur Kort Sigurðsson ('89)
9. Þórir Guðjónsson ('68)
13. Anton Freyr Ársælsson ('86)
22. Kristjan Örn Marko Stosic
26. Sigurjón Már Markússon

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Már Guðmundsson
Einar Hermannsson
Eva Linda Annette Persson
Kári Arnórsson
Hildur Lilja Ágústsdóttir
Guðmundur Steinarsson

Gul spjöld:
Ivica Dzolan ('32)
Bojan Stefán Ljubicic ('37)

Rauð spjöld: