Ajax
0
2
Man Utd
0-1 Paul Pogba '18
0-2 Henrikh Mkhitaryan '47
24.05.2017  -  18:45
Vinavellir í Stokkhólmi
Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar
Dómari: Damir Skomina
Áhorfendur: 50 þúsund
Byrjunarlið:
24. Andre Onana (m)
3. Joel Veltman
4. Jairo Riedewald ('81)
5. Davinson Sanchez
9. Bertrand Traore
10. Davy Klaassen (f)
10. Amin Younes
20. Lasse Schöne ('70)
22. Hakim Ziyech
25. Kasper Dolberg ('62)
36. Matthijs de Ligt

Varamenn:
33. Diederik Boer (m)
2. Kenny Tete
16. Heiko Westermann
21. Frenkie de Jong ('81)
30. Donny van de Beek ('70)
45. Justin Kluivert
77. David Neres ('62)

Liðsstjórn:
Peter Bosz (Þ)

Gul spjöld:
Joel Veltman ('58)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Manchester United vinnur Evrópudeildina í fyrsta sinn og tryggir sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.
94. mín
Neres að ógna en brýtur síðan af sér.
90. mín
Inn:Wayne Rooney (Man Utd) Út:Juan Mata (Man Utd)
Lokaleikur Rooney fyrir United? Hann tekur við fyrirliðabandinu af Valencia.
89. mín
Tölfræði:
Með boltann: 68% - 32%
Marktilraunir: 14-7
Á rammann: 1-4
Hornspyrnur: 5-1
88. mín
Lingaard að sleppa einn í gegn en vissi ekkert hvað hann ætlaði að gera, á endanum nær Ajax að hlaupa hann uppi.
86. mín
Meistaradeildarsætið eykur líkurnar á að United fái Griezmann.
84. mín
Inn:Anthony Martial (Man Utd) Út:Marcus Rashford (Man Utd)
81. mín
Inn:Frenkie de Jong (Ajax) Út:Jairo Riedewald (Ajax)
77. mín Gult spjald: Juan Mata (Man Utd)
Groddaraleg tækling.
74. mín
Inn:Jesse Lingaard (Man Utd) Út:Henrikh Mkhitaryan (Man Utd)
Armeninn er á gulu spjaldi. Skoraði sex mörk í Evrópudeildinni á þessu tímabili.
70. mín
Inn:Donny van de Beek (Ajax) Út:Lasse Schöne (Ajax)
Annar Dani tekinn af velli.
67. mín
David Neres með skot. Hátt yfir.
65. mín
Fellaini í flottu skallafæri. Skallar beint á Onana.
64. mín
Ekki fallegur fótboltaleikur þessa stundina. Hvorugt liðið að tengja saman margar sendingar.
62. mín
Inn:David Neres (Ajax) Út:Kasper Dolberg (Ajax)
Brassi kemur inn. Dolberg átti dapurt kvöld og lét nákvæmlega ekkert að sér kveða.
60. mín
Ajax mikið með boltann en ekkert að skapa sér.
58. mín Gult spjald: Joel Veltman (Ajax)
Brýtur á Juan Mata.
47. mín MARK!
Henrikh Mkhitaryan (Man Utd)
Stoðsending: Chris Smalling
Armeninn tvöfaldar forystuna!
Smalling skallar boltann til Mkhitaryan sem nær að skjóta aftur fyrir sig rétt fyrir utan markteiginn.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín
Robbi Savage, sparkspekingur:
United á sennilega skilið að vera yfir. Þetta var heppnismark en Ajax hefur ekki ógnað af neinu viti - reyndar United ekki heldur. Þetta hefur verið miðjubarátta.
45. mín
Hálfleikur
Tölfræði fyrri hálfleiks Ajax - ManU:
Með boltann: 64% - 36%
Marktilraunir: 6-4
Á rammann: 1-2
Hornspyrnur: 2-0
43. mín
Henrikh Mkhitaryan ekki að finna sig í kvöld. Búinn að vera mjög slakur í fyrri hálfleik.
40. mín
Manchester United fær Meistaradeildarsæti, beint í riðlakeppnina, með sigri í kvöld. Ajax hefur tryggt sér í forkeppni Meistaradeildarinnar með því að enda í öðru sæti í hollensku deildinni. Liðið fer beint í riðlakeppnina með sigri í kvöld.
38. mín
United hefur dregið sig talsvert aftar eftir markið. Bertrand Traore er mest ógnandi leikmaður Ajax.
36. mín
Ajax með hættulega fyrirgjöf en þarna var enginn mættur.
31. mín Gult spjald: Henrikh Mkhitaryan (Man Utd)
Uppsafnað. Armeninn fyrstur í svörtu bókina.
25. mín
Valencia með fast skot sem Onana kýlir frá. Kasper Dolberg hefur ekkert sést í leiknum. Ajax þarf að finna hann og koma honum í gang.
21. mín
Sanchez skallar vel yfir mark United eftir horn.
18. mín MARK!
Paul Pogba (Man Utd)
Stoðsending: Marouane Fellaini
Dýrasti leikmaður heims skorar!
Pogba með skot sem breytir um stefnu af Davinson Sanchez og boltinn syngur í netinu!
16. mín
Ajax er komið af stað! Bertrand Traore, lánsmaður frá Chelsea, með skottilraun eftir laglega sókn. Romero allan tímann með þetta. Byrjunarskjálftinn farinn úr hollenska liðinu.
11. mín
MUNAÐI MJÓU! Mata með fasta sendingu fyrir en Fellaini rétt missti af boltanum. United fer betur af stað.
8. mín

Welcome to the Zlatan Arena

A post shared by IAmZlatan (@iamzlatanibrahimovic) on


2. mín
United byrjar af krafti. Pogba með marktilraun framhjá. Andre Onana markvörður lenti í árekstri við samherja, Joel Veltman. Þetta hefði getað endað illa!
1. mín
Leikur hafinn
Manchester United í bláum varabúningum í dag.

Fyrir leik
Liðin eru komin út á völlinn. Mikið stuð, mikið gaman. Vonandi fáum við stórskemmtilegan leik.

Fyrir leik
Fyrir leik
Robbie Savage, sparkspekingur:
Ég hefði valið David de Gea í markið. Ég bjóst við því að Jose Mourinho myndi vera með sitt besta lið og David de Gea er besti markvörður Manchester United.

Ég tel að Ajax muni vera meira með boltann í kvöld og Man United muni liggja til baka. Ég hefði líka valið Martial frekar en Mata til að nýta skyndisóknirnar betur.
Fyrir leik
Meðalaldur byrjunarliðs Ajax er 22 ár og 282 dagar. Yngsta byrjunarlið í úrslitaleik Evrópukeppni. Manchester United gerir tvær breytingar frá undanúrslitunum. Juan Mata og Chris Smalling koma inn í byrjunarliðið.
Fyrir leik
Damir Skomina frá Slóveníu dæmir úrslitaleik Ajax og Manchester United í Evrópudeildinni. Leikurinn fer fram í Svíþjóð miðvikudaginn 24. maí næstkomandi. Skomina dæmdi leikinn fræga í hreiðrinu í Nice á EM í fyrra þegar Ísland lagði England 2-1 í 16-liða úrslitum.
Fyrir leik
Nokkrir punktar um leikinn:
- Þetta verður 64. leikur Manchester United á tímabilinu. Liðið hefur leikið átta leikjum fleiri en Ajax.

- Jose Mourinho hefur unnið alla sex leiki sína gegn Ajax. Þeir hafa allir komið í Meistaradeildinni með Real Madrid.

- Manchester United hefur aldrei unnið Evrópudeildina eða UEFA bikarinn eins og keppnin hét áður.

- Ajax er eitt af fjórum félögum sem hefur unnið alla þrjá Evróputitlana. Síðasti titill kom 1995 þegar Patrick Kluivert tryggði sigur gegn AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Fyrir leik
Hvort félag fékk aðeins 9.500 miða fyrir stuðningsmenn sína. Restin af miðunum fór í almenna sölu eða til skipuleggjenda, knattspyrnusambanda, styrktaraðila, sjónvarpsrétthafa og samstarfsaðila. Vinavellir taka 50 þúsund áhorfendur.
Fyrir leik
Manchester United er án varnarmannsins Eric Bailly sem er í leikbanni eftir rautt spjald í undanúrslitum gegn Celta Vigo. Sænski sóknarmaðurinn Zlatan Ibrahimovic skoraði fjögur mörk í fyrsta leiknum á Vinavöllum, gegn Englandi 2012. Svíinn er á meiðslalistanum. Líklegt er að hann hafi leikið sinn síðasta leik fyrir Manchester United.

Varnarmennirnir Luke Shaw og Marcos Rojo og vængmaðurinn Ashley Young eru allir fjarri góðu gamni.
Fyrir leik
Ajax er með hrikalega spennandi ungt lið. Meðalaldur byrjunarliðsins í lokaumferð hollensku úrvalsdeildarinnar var 20 ár og 139 dagar. Liðið vann þann leik en það dugði ekki til að taka titilinn þar sem Feyenoord stóð uppi sem sigurvegari.

Meðal áhugaverðra leikmanna Ajax eru miðvörðurinn Matthijs de Ligt sem er 17 ára, Justin Kluivert sonur Patrick Kluivert er 18 ára og danski sóknarmaðurinn Kasper Dolberg er 19 ára.

Vinstri bakvörðurinn Nick Viergever tekur út leikbann hjá Ajax. Búist er við því að Lasse Schöne verði eini leikmaðurinn í byrjunarliði Ajax sem er eldri en 25 ára. Hvernig mun pressan og stressið fara í þetta unga lið?
Fyrir leik
Það er að miklu að keppa fyrir Manchester United sem vinnur ekki bara bikar með því að leggja Ajax í kvöld heldur fær liðið einnig sæti í Meistaradeild Evrópu.

Mínútu þögn verður fyrir leikinn vegna voðaverkana í Manchester en 22 manneskjur létust og 59 særðust í sprengingu eftir tónleika í borginni á mánudag. Leikmenn verða með sorgarbönd.
Fyrir leik
Heil og sæl. Hér fylgjumst við með úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem ungt og spennandi lið Ajax mætir Manchester United. Leikið er á Vinavöllum, Friends Arena rétt fyrir utan Stokkhólm. Okkar maður, Kristófer Kristjánsson, er á leiknum og hefur verið að henda inn stuðinu á snappið okkar.
Byrjunarlið:
20. Sergio Romero (m)
6. Paul Pogba
8. Juan Mata ('90)
12. Chris Smalling
17. Daley Blind
19. Marcus Rashford ('84)
21. Ander Herrera
22. Henrikh Mkhitaryan ('74)
25. Antonio Valencia (f)
27. Marouane Fellaini
36. Matteo Darmian

Varamenn:
1. David de Gea (m)
4. Phil Jones
10. Wayne Rooney ('90)
11. Anthony Martial ('84)
14. Jesse Lingaard ('74)
16. Michael Carrick
24. Timothy Fosu-Mensah

Liðsstjórn:
Jose Mourinho (Þ)

Gul spjöld:
Henrikh Mkhitaryan ('31)
Juan Mata ('77)

Rauð spjöld: