Kaplakrikavöllur
fimmtudagur 25. maí 2017  kl. 19:15
Pepsi-deild kvenna 2017
Aðstæður: Rock solid
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Katrín Ásbjörnsdóttir
FH 1 - 3 Stjarnan
0-1 Katrín Ásbjörnsdóttir ('29)
1-1 Caroline Murray ('31)
1-2 Katrín Ásbjörnsdóttir ('33, víti)
1-3 Donna Key Henry ('41)
Ana Victoria Cate, Stjarnan ('81)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
23. Lindsey Harris (m)
4. Guðný Árnadóttir
7. Erna Guðrún Magnúsdóttir (f)
8. Megan Dunnigan
10. Selma Dögg Björgvinsdóttir
14. Maria Selma Haseta
16. Diljá Ýr Zomers
18. Caroline Murray
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir
22. Bryndís Hrönn Kristinsdóttir
26. Nadía Atladóttir ('59)

Varamenn:
1. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
12. Hafdís Erla Gunnarsdóttir (m)
3. Lilja Gunnarsdóttir
11. Þorbjörg Lilja Sigmarsdóttir
17. Alda Ólafsdóttir ('59)

Liðstjórn:
Halla Marinósdóttir
Elva Björk Ástþórsdóttir
Orri Þórðarson (Þ)
Daði Lárusson (Þ)
Silja Rós Theodórsdóttir
Hákon Atli Hallfreðsson (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:

@arnardadi Arnar Daði Arnarsson


93. mín Leik lokið!
Leik lokið.

3-1 sigur Stjörnunnar staðreynd og eru þær því komnar með 16 stig í 2.sæti deildarinnar.
Eyða Breyta
90. mín Viktoría Valdís Guðrúnardóttir (Stjarnan) Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Fyrirliðinn af velli.
Eyða Breyta
86. mín Nótt Jónsdóttir (Stjarnan) Sigrún Ella Einarsdóttir (Stjarnan)
FH-ingur út og FH-ingur inn í liði Stjörnunnar.
Eyða Breyta
85. mín
Caroline Murray enn og aftur með skemmtileg tilþrif í sóknarleik FH. Skot hennar með vinstri rétt framhjá fjærstönginni.
Eyða Breyta
84. mín
Sigrún Ella í daaaaaaaauðafæri ein gegn Lindsey Harris en skýtur í fjærstöngina!

Guðný misreiknaði sig heiftarlega og skyndilega var Sigrún Ella komin ein innfyrir og hafði vægast sagt alltof mikinn tíma til að athafna sig.
Eyða Breyta
81. mín Rautt spjald: Ana Victoria Cate (Stjarnan)
Það er ekkert annað!

Ana Cate sveiflar hendinni í átt að leikmanni FH og fær beint rautt spjald fyrir vikið.

Þetta er rándýrt spjald og glórulaus ákvörðun hjá Cate.

Hún verður þar með í banni í toppslagnum gegn Þór/KA í næstu umferð!
Eyða Breyta
79. mín
Varamaðurinn, Alda Ólafsdóttir kemst vel áleiðis upp vallarhelming Stjörnunnar. Virtist vera að missa boltann frá sér en náði að halda honum og átti síðan skot fyrir utan teig en yfir markið fór boltinn.
Eyða Breyta
73. mín María Eva Eyjólfsdóttir (Stjarnan) Donna Key Henry (Stjarnan)
Donna haltrar af velli.
Eyða Breyta
71. mín
Ana Victoria Cate fær þvílíkan tíma á boltann fyrir utan teiginn, eftir dágóðan tíma ákveður hún að láta vaða. Skotið þrusufínt og Lindsey þarf að hafa sig alla til, til að blaka boltanum yfir markið.
Eyða Breyta
64. mín
Sigrún Ella fær góða sendingu innfyrir vörn FH og lætur vaða rétt innfyrir vítateig FH, skotið í nærhornið og Lindsey gerir vel og ver boltann. Gott betur en það, hún heldur boltanum í þokkabót.

Góður leikur hjá Lindsey í markinu hingað til, þrátt fyrir að vera búin að fá á sig þrjú mörk.
Eyða Breyta
63. mín
Caroline Murray með fín tilþrif á hægri vængnum, á síðan fyrirgjöf sem er skölluð frá.
Eyða Breyta
62. mín
Katrín með skot utan teigs framhjá markinu.
Eyða Breyta
59. mín Alda Ólafsdóttir (FH) Nadía Atladóttir (FH)
Fyrsta skipting leiksins.

Helena Ósk fer fram og Alda á vinstri kantinn.
Eyða Breyta
59. mín
Sigrún Ella með skemmtileg tilþrif og lætur vaða. Gott skot utan teigs sem Lindsey ver skemmtilega. Sannkölluð "sjónvarpsvarsla".
Eyða Breyta
58. mín
Donna með skot innan teigs en Lindsey með allt á hreinu og er mætt í nærhornið.
Eyða Breyta
56. mín
Rólegt þessa stundina. Vægast sagt.
Eyða Breyta
48. mín
Selma Dögg með frábæra stungusendingu innfyrir vörn FH eftir að Cate hafi gert sig seka um hræðileg mistök á miðjunni.

Nadía eltir boltann en virðist hika í síðustu skrefunum og Gemma Fay kemur vel út fyrir teiginn og nær til boltans á undan Nadíu. Þarna var stórhætta.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikurinn er byrjaður.
Eyða Breyta
45. mín
Stjörnuliðið er löngu komið út á völl en við bíðum eftir dómurunum og FH-liðinu.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Ívar Orri hefur flautað til hálfleiks. Staðan í hálfleik, FH eitt, Stjarnan þrjú.

Eftir rólegar fyrstu 15 mínútur í leiknum þá fór hann heldur betur á flug og hæglega gætu verið komin fleiri mörk í þennan leik. En við getum ekki kvartað, fjögur mörk hingað til.
Eyða Breyta
43. mín
Guðný með hættulega aukaspyrnu sem endar fyrir fætur Mariu Selmu innan teigs en Gemma Fay betri en engin í markinu og ver af stuttu færi.

Þarna hefði Maria Selma með smá heppni getað minnkað muninn!
Eyða Breyta
41. mín MARK! Donna Key Henry (Stjarnan), Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
Agla María gerir vel, á hnitmiðað sendingu innfyrir vörn FH og þar er Donna Key Henry skyndilega komin ein innfyrir og leggur boltann framhjá Lindsey í markinu.

Full auðvelt fyrir Stjörnuna og sofanda háttur hjá FH í vörninni. Það má ekki gefa Donnu svæði með boltann en varnarlína FH var full framarlega.
Eyða Breyta
39. mín
Katrín með stungusendingu innfyrir vörn FH þar sem Donna hljóp bakvið vörnina en Lindsey las þetta vel og fleygði sér á boltann rétt áður en Donna náði að láta vaða.
Eyða Breyta
38. mín
Donna gerir vel, vinnur baráttuna um boltann við Murray og lætur síðan vaða en skotið slakt og vel yfir markið.

Donna sýndi þarna styrk sinn þegar hún vann einn á einn við Murray.
Eyða Breyta
36. mín
ÞVÍLÍKAR MÍNÚTUR HÉRNA Í KRIKANUM!

Stjarnan í dauðafæri en Harris ver á einhvern ótrúlegan hátt með fótunum, alveg á marklínunni. Spurning hvort boltinn hafi verið inni eða ekki. Aðstoðardómarinn virtist amk ekki hafa séð það og Ívar Orri treysti því.
Eyða Breyta
35. mín
FH-ingarnir eru brjálaðir bæði í stúkunni, leikmenn og þá er Orri Þórðarson aðvaraður af Ívari Orra!

FH vill fá víti. Hendi víti, eftir fyrirgjöf vildu FH-stelpur meina að boltinn hafi farið í hönd varnarmanns Stjörnunnar en Ívar Orri dæmdi ekkert og lét leikinn halda áfram.
Eyða Breyta
33. mín Mark - víti Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan), Stoðsending: Donna Key Henry
KATRÍN ÁSBJÖRNSDÓTTIR SKORAR SITT ÁTTUNDA MARK Í SUMAR!

Lindsey Harris fer í rétt horn en spyrnan örugg og Lindsey náði ekki til boltans.
Eyða Breyta
33. mín
Maria Selma Haseta brýtur á Donnu Key Henry innan vítateig og Stjarnan fær víti!
Eyða Breyta
31. mín MARK! Caroline Murray (FH), Stoðsending: Helena Ósk Hálfdánardóttir
FH STELPURNAR ERU EKKI LENGI AÐ JAFNA METIN!

Helena Ósk með sendingu frá vinstri kantinum á Caroline Murray sem var rétt fyrir framan vítateig Stjörnunnar. Hún tók vel við boltanum, sneri sér að markinu og lét síðan vaða.

Skotið hnitmiðað í fjærhornið og Fay stóð stjörf í markinu. Laglega gert Helena og ennþá fallegra Caroline Murray!
Eyða Breyta
30. mín
FH fær aukaspyrnu rétt fyrir framan vítateigsbogann.

Guðný tekur spyrnuna sem fer yfir markið. Föst spyrna en hittir ekki á markið. Guðný ekki sátt með sjálfa sig þarna, hún hefði eflaust viljað hitta á markið og láta reyna á Fay í markinu.
Eyða Breyta
29. mín MARK! Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan), Stoðsending: Lára Kristín Pedersen
FYRSTA MARKIÐ ER KOMIÐ!

Eftir hornspyrnu, fer boltinn yfir á fjærstöngina þar sem boltinn er skallaður aftur inn í pakkann og þar er Katrín ein og óvölduð og skallar í markið af stuttu færi.
Eyða Breyta
27. mín
Heldur betur lifnað við leikurinn, Nadía átti rétt í þessu marktilraun sem endaði í hliðarnetinu!
Eyða Breyta
26. mín
Jæja, Stjarnan sneri vörn í sókn, sem endaði með því að Donna átti skalla af stuttu færi framhjá markinu. Á undan því hafði Cate átt bakfalsspyrnu sem endaði ekki á markinu.
Eyða Breyta
25. mín
Diljá Ýr með skot sem endar ofan á þverslánni!

FH búnar að fá hættulegast færi leiksins og Stjarnan steinsofandi.

Diljá fékk boltann við vítateigslínuna, Gemma Fay kom vel út á móti og Diljá gerði vel og vippaði yfir hana en boltinn lenti ofan á þverslánna.
Eyða Breyta
22. mín
Stjarnan er farið að taka smá völd á leiknum og halda boltanum töluvert meira.

Agla María og Sigrún Ella eru frískar á köntunum og hafa komið með nokkrar fyrirgjafir sem hafa litlu sem engu skilað hingað til.
Eyða Breyta
16. mín
Fín sókn FH upp hægri kantinn, fyrirgjöf og eftir darraðadans innan teigs berst boltinn út til Nadíu sem á skot yfir markið.
Eyða Breyta
15. mín
Katrín Ásbjörnsdóttir tekur spyrnuna, rennir honum meðfram jörðinni inn í teig þar sem Donna Key Henry kom á ferðinni en hittir boltann ekki nægilega vel og engin hætta skapaðist.

Skemmtileg útfærsla en skotið ekki nægilega gott.
Eyða Breyta
14. mín
Erna Guðrún brýtur á Sigrúni Ellu rétt fyrir framan vítateig FH.

,,Hún lætur sig detta," kallar Orri Þórðar þjálfari FH inná völlinn.
Eyða Breyta
14. mín
Þarna skall hurð nærri hælum!

Diljá Ýr Zomers var skyndilega komin bakvið vörn Stjörnunnar við vítateigslínuna en hitti ekki boltann í litlu jafnvægi og Stjarnan náði að hreinsa frá á síðustu stundu!
Eyða Breyta
12. mín
Maria Selma loks komin aftur inná.

Þetta er óvenju rólegt hérna í upphafi leiks. Liðin mættu alveg fara að setja í næsta gír.
Eyða Breyta
9. mín
Maria Selma er utan vallar með blóðnasir og er FH því manni færri þessa stundina.
Eyða Breyta
5. mín
Nadía Atladóttir átti fyrsta skot FH að marki Stjörnunnar, skot fyrir utan teig en beint á Fay í markinu.
Eyða Breyta
3. mín
Selma Dögg færist á miðjuna og Bryndís Hrönn í hægri bakvörðinn.

Selma hefur spilað hægri bakvörð í upphafi sumars og Bryndís Hrönn hægri kant. Það hafa því verið nokkra tilfærslur á liði FH fyrir leikinn í dag vegna meiðsla.
Eyða Breyta
2. mín
Liðsuppstilling Stjörnunnar:
Gemma Fay
Kristrún - Anna María - Dolstra - Bryndís
Agla María - Lára Kristín - Cate - Sigrún Ella
Katrín
Donna
Eyða Breyta
1. mín
Liðsuppstilling FH:
Lindsey Harris
Bryndís Hrönn - Guðný - Haseta - Erna Guðrún
Murray - Selma Dögg - Dunnigan - Helena Ósk
Nadía - Diljá Ýr
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn

Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikurinn fer að byrja.

Erna Guðrún Magnúsdóttir er fyrirliði FH í kvöld í fjarveru Höllu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ólafur Guðbjörnsson þjálfari Stjörnunar gerir eina breytingu á sínu liði. Írunn Þorbjörg Aradóttir fer á bekkinn og inn kemur, FH-ingurinn fyrrverandi, Sigrún Ella Einarsdóttir.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Orri Þórðarson þjálfari FH neyðist til að gera breytingar á sínu liði frá tapinu gegn ÍBV vegna meiðsla.

Fyrirliðinn, Halla Marinósdóttir er fótbrotin og þá er Karólína Lea Vilhjálmsdóttir einnig meidd. Inn koma þær Diljá Ýr Zomers og Nadía Atladóttir.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH er í 5. sæti deildarinnar með níu stig en liðið tapaði 1-0 gegn ÍBV í síðustu umferð.

Stjarnan er hinsvegar í 3. sæti deildarinnar með 13 stig.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá Kaplakrikavellinum í Hafnarfirði.

Hér í kvöld mætast FH og Stjarnan í 6. umferð Pepsi-deildar kvenna.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Gemma Fay (m)
3. Ana Victoria Cate
4. Kim Dolstra
6. Lára Kristín Pedersen
8. Sigrún Ella Einarsdóttir ('86)
9. Kristrún Kristjánsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir
14. Donna Key Henry ('73)
17. Agla María Albertsdóttir
24. Bryndís Björnsdóttir
30. Katrín Ásbjörnsdóttir (f) ('90)

Varamenn:
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir
7. Guðmunda Brynja Óladóttir
16. María Eva Eyjólfsdóttir ('73)
18. Viktoría Valdís Guðrúnardóttir ('90)
19. Birna Jóhannsdóttir
22. Nótt Jónsdóttir ('86)

Liðstjórn:
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
Berglind Hrund Jónasdóttir
Helga Franklínsdóttir
Þóra Björg Helgadóttir
Ólafur Þór Guðbjörnsson (Þ)
Andrés Ellert Ólafsson
Eva Linda Annette Persson
Einar Páll Tamimi

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Ana Victoria Cate ('81)