Valsvöllur
fimmtudagur 25. maí 2017  kl. 19:15
Pepsi-deild kvenna 2017
Dómari: Bryngeir Valdimarsson
Valur 5 - 1 Grindavík
1-0 Arna Sif Ásgrímsdóttir ('19)
2-0 Margrét Lára Viðarsdóttir ('32)
2-1 Sara Hrund Helgadóttir ('45, víti)
3-1 Málfríður Erna Sigurðardóttir ('45)
4-1 Elín Metta Jensen ('50)
5-1 Ariana Calderon ('77)
Myndir: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
0. Margrét Lára Viðarsdóttir ('55)
4. Málfríður Erna Sigurðardóttir (f)
5. Ariana Calderon
8. Laufey Björnsdóttir ('55)
10. Elín Metta Jensen
11. Vesna Elísa Smiljkovic ('68)
14. Hlín Eiríksdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
26. Stefanía Ragnarsdóttir
28. Arna Sif Ásgrímsdóttir

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir (m)
3. Pála Marie Einarsdóttir
5. Hrafnhildur Hauksdóttir ('55)
13. Anisa Raquel Guajardo
20. Hlíf Hauksdóttir ('55)
25. Nína Kolbrún Gylfadóttir
30. Katrín Gylfadóttir ('68)

Liðstjórn:
Ásta Árnadóttir
Kristín Ýr Bjarnadóttir
Rajko Stanisic
Thelma Guðrún Jónsdóttir
Elfa Scheving Sigurðardóttir
Úlfur Blandon (Þ)
Jón Stefán Jónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:

@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir


93. mín Leik lokið!
Leiknum er lokið. Valsarar vinna stóran og sanngjarnan sigur á Grindavík. Komnar með tvo sigra í röð á meðan gestirnir voru að tapa þeim þriðja í röð, stórt.

Ég þakka fyrir mig í bili og minni á skýrslu og viðtöl síðar í kvöld.


Eyða Breyta
90. mín
3 mínútur í uppbót.
Eyða Breyta
88. mín
Helga Guðrún sparkar Ariönu niður. Heppin að sleppa við spjald. Grindvíkingar telja niður og bíða eftir að þetta klárist á meðan Valsarar sækja og reyna að bæta við.
Eyða Breyta
82. mín
Elín Metta kemst framhjá Lindu og á fínt skot niðri á fjær en Emma ver vel.
Eyða Breyta
80. mín
Það liggur á gestunum og Valskonur líklegar til að bæta við. Málfríður Erna skallar hornspyrnu Hrafnhildar rétt framhjá og Stefanía á tvö fín langskot sem bæði fara yfir.
Eyða Breyta
77. mín MARK! Ariana Calderon (Valur), Stoðsending: Arna Sif Ásgrímsdóttir
Aftur kemur Valsmark eftir horn! Hrafnhildur setur boltann fyrir á fjær þar sem Arna Sif er sterkust í loftinu eins og svo oft áður. Hún skallar boltann yfir á Ariönu sem stýrir boltanum í netið.
Eyða Breyta
74. mín


Eyða Breyta
71. mín
Katrín! Hún er mætt. Tekur geggjaðan "Zidane" og þríhyrning við Elínu Mettu og er allt í einu komin ein gegn Emmu. Klikkar hinsvegar á afgreiðslunni og lætur Emmu verja frá sér. Þetta hefði orðið stórkostlegt mark.
Eyða Breyta
70. mín
Þetta var tæpt. Ariana skorar en Ásbjörn flaggar hana rangstæða.
Eyða Breyta
69. mín María Sól Jakobsdóttir (Grindavík) Ísabel Jasmín Almarsdóttir (Grindavík)
Grindvíkingar gera sína síðustu skiptingu.
Eyða Breyta
68. mín Katrín Gylfadóttir (Valur) Vesna Elísa Smiljkovic (Valur)
Vesna búin að vera góð í dag og fær hvíld. Tæknitröllið Katrín kemur inná.
Eyða Breyta
63. mín Helga Guðrún Kristinsdóttir (Grindavík) Carolina Mendes (Grindavík)
Tvöföld skipting hjá Grindavík. Carolina og Rilany víkja fyrir Helgu og Elenu. Berglind fer í vinstri bak og Dröfn í hægri. Elena og Helga á sitthvorn kantinn.
Eyða Breyta
63. mín Elena Brynjarsdóttir (Grindavík) Rilany Aguiar Da Silva (Grindavík)

Eyða Breyta
61. mín
Vesna skallar að marki eftir fyrirgjöf frá Hlín en skallinn er máttlaus og beint á Emmu.
Eyða Breyta
59. mín
Fín pressa hjá Dröfn. Er nálægt því að vinna boltann af varnarmönnum Vals og koma sér í færi.
Eyða Breyta
55. mín Hlíf Hauksdóttir (Valur) Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur)
Tvöföld skipting hjá Val. Systurnar Hlíf og Hrafnhildur koma inn fyrir Laufey og Margréti Láru sem virðist ekki sátt við að vera tekin af velli.
Eyða Breyta
55. mín Hrafnhildur Hauksdóttir (Valur) Laufey Björnsdóttir (Valur)

Eyða Breyta
54. mín
Elín Metta! Ariana stingur inn á Elínu Mettu sem tekur vel á móti boltanum en skýtur svo beint á Emmu.
Eyða Breyta
50. mín MARK! Elín Metta Jensen (Valur), Stoðsending: Margrét Lára Viðarsdóttir
Elín Metta er að ganga frá leiknum fyrir Val! Margrét Lára finnur Elínu Mettu í teignum. Rilany mætir henni af hálfum hug þannig að Elín Metta fer nokkuð auðveldlega framhjá henni og neglir boltanum svo upp í þaknetið við nærstöng. Emma var í boltanum en átti ekki séns. 4-1!
Eyða Breyta
48. mín
Fyrsti séns síðari hálfleiks er Valsara. Elín Metta finnur Stefaníu í teignum og hún hefur fullt af tíma til að athafna sig en móttakan svíkur hana og hún nær ekki nógu góði skoti á markið. Emma gerir vel í að verja.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er hafinn.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Það er afmælisstemmning í blaðamannastúkunni. Hér eru staddar spákonan Anna Garðarsdóttir sem átti afmæli í gær, Lilja Dögg Valþórsdóttir sem á afmæli í dag og Elísa Viðarsdóttir sem fagnar sínu afmæli á morgun. Eintóm gleði.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur og heimakonur leiða 3-1. Þetta hefur verið algjör einstefna og Grindvíkingar í raun heldur heppnar að fá líflínuna undir lok fyrri hálfleiks. Þær nýttu hana þó ekki betur en svo að þær fengu á sig mark strax í kjölfarið. Heimakonur því í þægilegri stöðu þegar Bryngeir dómari flautaði til hálfleiks.
Eyða Breyta
45. mín MARK! Málfríður Erna Sigurðardóttir (Valur), Stoðsending: Vesna Elísa Smiljkovic
Þvílík svörun! Valsarar skora þriðja mark sitt í næstu sókn. Þær fá aukaspyrnu úti vinstra megin. Vesna kemur með enn eina eitraða sendingu fyrir og finnur þrjá samherja á markteig. Málfríður Erna er þar ákveðnust og kemur boltanum yfir línuna.
Eyða Breyta
45. mín Mark - víti Sara Hrund Helgadóttir (Grindavík), Stoðsending: Rilany Aguiar Da Silva
Sara Hrund minnkar muninn með öruggri vítaspyrnu. Sandra fór í rétt horn en spyrnan var einfaldlega mjög góð og Grindavík kemst inn í leikinn.
Eyða Breyta
44. mín
Víti! Hlín brýtur á Rilany og Grindavík fær hér líflínu.
Eyða Breyta
35. mín
Dröfn reynir fyrirgjöf utan af hægri kanti en þetta er æfingabolti fyrir Söndru. Það vantar allt fútt í þetta hjá Grindavík.
Eyða Breyta
33. mín
Ja hérna. Þetta er dýrt fyrir gestina. Róðurinn orðinn helvíti þungur.
Eyða Breyta
32. mín MARK! Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur)
Hörmuleg mistök hjá Emmu í markinu! Hún fær sendingu til baka en í stað þess að spila út fer hún eitthvað að dútla með boltann. Það endar á því að Margrét Lára stelur boltanum af tánum á henni og skorar. Vel gert hjá Margréti Láru en hvað var Emma Higgins að gera þarna???
Eyða Breyta
27. mín
Vængbakverðirnir og bekkjarsysturnar Stefanía og Hlín eru að ná vel saman og Stefanía er búin að vera dugleg að flengja boltann yfir á hægri kantinn. Valsarar ekki náð að nýta sér það til fullnustu til þessa.
Eyða Breyta
26. mín
Grindavík spilar 4-3-3:

Emma
Berglind - Guðrún Bentína - Linda Eshun - Rilany
Anna Þórunn - Ísabel - Sara Hrund
Dröfn - Lauren - Mendes
Eyða Breyta
24. mín
Arna Sif! Aftur er Arna Sif stórhættuleg eftir hornspyrnu Vesnu. Hún á hér hörkuskalla rétt framhjá.
Eyða Breyta
21. mín
Valur spilar 5-4-1 og stillir einhvern veginn svona upp:

Sandra Sig
Hlín - Arna Sif - Málfríður Erna - Málfríður Anna - Stefanía
Vesna - Laufey - Ariana - Elín Metta
Margrét Lára
Eyða Breyta
19. mín MARK! Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur), Stoðsending: Vesna Elísa Smiljkovic
Arna Sif er búin að koma Val yfir! Aftur setur Vesna boltann fyrir úr hornspyrnu. Í þetta skiptið finnur hún hausinn á Örnu Sif sem skallar boltann örugglega í netið.
Eyða Breyta
18. mín
Þarna munaði litlu að Linda Eshun setti boltann í eigið net! Hún skallar hornspyrnu Vesnu rétt framhjá. Valur fær í kjölfarið aðra hornspyrnu.
Eyða Breyta
18. mín
Valur fær aukaspyrnu úti á vinstri væng. Vesna sendir fyrir en Elín Metta nær ekki góðum skalla.
Eyða Breyta
16. mín
Margrét Lára spilar á Hlín út til hægri. Hlín reynir skot/fyrirgjöf sem Emma þarf aðeins að hafa fyrir.
Eyða Breyta
15. mín
Valsarar eru mikið betri fyrsta stundarfjórðunginn og Grindvíkingar hafa varla komist yfir miðju.
Eyða Breyta
11. mín
Grindvíkingar brjóta á Vesnu utan teigs og Valur fær aukaspyrnu. Margrét Lára tekur spyrnuna en snýr boltann aðeins framhjá. Fín tilraun.
Eyða Breyta
7. mín
Færi!! Þetta leit ekki út fyrir að ætla verða hættulegt en Hlín var allt í einu alein á fjærstöng eftir góðan undirbúning Stefaníu. Hlín nær þó ekki góðum skalla og sóknin rennur út í sandinn.
Eyða Breyta
3. mín
Ágætur séns á skyndisókn hjá gestunum þegar Málfríður Anna dettur og missir boltann frá sér. Dröfn nær þó ekki að finna Lauren liðsfélaga sinn og Valsarar vinna boltann.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikurinn er byrjaður. Heimakonur byrja og leika í átt að Öskjuhlíðinni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl og það er örstutt í þetta. Hvet fólk til að drífa sig á völlinn og taka þátt í fjörinu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og það er lítið um breytingar. Valsarar stilla upp sama liði og sigraði Fylki á laugardag en Grindvíkingar gera tvær breytingar. Emma Higgins kemur í markið og Berglind Ósk Kristjánsdóttir kemur inn í liðið fyrir Helgu Guðrúnu Kristinsdóttur sem fer á bekkinn. Á bekknum er einnig títtrædd Thaisa De Moraes Rosa Moreno og virðist því vera að jafna sig af meiðslum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin munu birtast hér til hliðar kl.18:15, klukkustund fyrir leik. Það verður fróðlegt að sjá hvernig liðin verða skipuð.

Þjálfarar Vals hafa verið að rótera leikmönnum svolítið í síðustu leikjum og spurning hvort þau haldi sig við sigurformúlu síðasta leiks. Katrín Gylfadóttir var þá á meðal varamanna en hún er nýkomin heim frá Bandaríkjunum þar sem hún er í námi. Ef hún er í leikformi hlýtur að vera stutt í að við sjáum hana spreyta sig.

Hjá Grindavík hefur stórstjarnan Thaisa De Moraes Rosa Moreno verið frá vegna meiðsla í tveimur síðustu leikjum og munar um minna. Orðið á götunni er að ólíklegt sé að hún geti tekið þátt í kvöld og spurning hvaða leiðir Róbert Haraldsson fer til að hrista upp í sínu liði eftir tvo tapleiki í röð.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fótbolti.net fékk Önnu Garðarsdóttur til að spá fyrir um úrslit í 6. umferð og hún spáir stórsigri sinna gömlu félaga í Val.

Valur 4 - 0 Grindavík
Margrét Lára minnir á hver drottningin er og skorar a.m.k. 3. Svo finnst mér ekki ólíklegt að Kletturinn Pála Marie læði inn einu eftir hornspyrnu en ég veit það ekki.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Heimakonur unnu langþráðan sigur gegn Fylki í nýafstaðinni umferð og eru því komnar á sigurbraut eftir erfiða byrjun á Íslandsmótinu. Grindavík hefur hinsvegar tapað með þriggja marka mun í síðustu tveimur leikjum.

Liðið sem vinnur í kvöld gæti klifrað upp töfluna og komist í 5. sæti ef FH tapar gegn Stjörnunni og markahlutfall verður hagstætt.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Heil og sæl!

Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Vals og Grindavíkur í Pepsi-deild kvenna. Um er að ræða leik í sjöttu umferð en eftir fimm leiki eru bæði lið með 6 stig. Valur í 6.sæti deildarinnar en Grindavík í því sjöunda með sex mörk í mínus og lakara markahlutfall en Valsarar sem eru á núlli.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Emma Mary Higgins (m)
0. Guðrún Bentína Frímannsdóttir
3. Linda Eshun
9. Anna Þórunn Guðmundsdóttir
10. Sara Hrund Helgadóttir (f)
11. Dröfn Einarsdóttir
13. Rilany Aguiar Da Silva ('63)
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir (f) ('69)
19. Carolina Mendes ('63)
26. Berglind Ósk Kristjánsdóttir
28. Lauren Brennan

Varamenn:
30. Malin Reuterwall (m)
5. Thaisa
7. Elena Brynjarsdóttir ('63)
8. Guðný Eva Birgisdóttir
14. Ragnhildur Nína F Albertsdóttir
17. María Sól Jakobsdóttir ('69)
20. Áslaug Gyða Birgisdóttir
22. Helga Guðrún Kristinsdóttir ('63)

Liðstjórn:
Róbert Jóhann Haraldsson (Þ)
Þorsteinn Magnússon
Nihad Hasecic
Sreten Karimanovic

Gul spjöld:

Rauð spjöld: