Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Fram
2
1
ÍR
0-1 Jónatan Hróbjartsson '63
Ivan Bubalo '82 1-1
Brynjar Kristmundsson '90 2-1
26.05.2017  -  19:15
Laugardalsvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Aðstæður: Skýjað en þokkalega hlýtt
Dómari: Þorvaldur Árnason
Byrjunarlið:
1. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson (f)
5. Sigurður Þráinn Geirsson
7. Guðmundur Magnússon (f) ('68)
16. Arnór Daði Aðalsteinsson
21. Indriði Áki Þorláksson ('80)
21. Ivan Bubalo
23. Benedikt Októ Bjarnason
26. Simon Smidt
32. Högni Madsen
71. Alex Freyr Elísson ('90)

Varamenn:
1. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
3. Unnar Steinn Ingvarsson
6. Brynjar Kristmundsson ('90)
9. Helgi Guðjónsson ('80)
14. Hlynur Atli Magnússon ('68)
17. Kristófer Jacobson Reyes
19. Axel Freyr Harðarson

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Pétur Örn Gunnarsson (Þ)
Tómas Ingason
Lúðvík Birgisson
Þuríður Guðnadóttir
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Hilmar Örn Pétursson

Gul spjöld:
Ivan Bubalo ('86)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Meira gerist ekki hér í kvöld!

Framarar vinna eftir dramatískar loka mínútur!

Viðtöl og skýrsla á leiðinni, þakka fyrir mig!
90. mín MARK!
Brynjar Kristmundsson (Fram)
ÞVÍLÍK INNKOMA!

Brynjar Kristmundsson er búinn að vera inn á í mínútu þegar hann skorar sigurmark leiksins!

Helgi Guðjónsson fær boltann inn fyrir og leikur á Steinar í markinu sem virðist brjóta á honum en dómarinn beitir hagnaðinum og Brynjar rúllar boltanum í autt markið!
90. mín
Inn:Brynjar Kristmundsson (Fram) Út:Alex Freyr Elísson (Fram)
90. mín
Við erum komin í uppbótartíma. Bæði lið að reyna finna sigurmark!
86. mín Gult spjald: Ivan Bubalo (Fram)
Gult fyrir leikaraskap. Búinn að reyna fiska víti nokkrum sinnum án árangurs.
83. mín
Inn:Hilmar Þór Kárason (ÍR) Út:Jóhann Arnar Sigurþórsson (ÍR)
82. mín MARK!
Ivan Bubalo (Fram)
BUBALO!!!

Framarar jafna og auðvitað er það Bubalo sem stangar boltann í autt markið eftir misheppnað skot hjá Alexi eftir hornspyrnu.

Spennandi loka mínútur framundan!
80. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Fram) Út:Indriði Áki Þorláksson (Fram)
Framarar henda hinum 18 ára gamla framherja Helga Guðjónssyni inn á í von um að bjarga einhverju hérna.
77. mín
Simon Smidt með lélegustu hornspyrnu kvöldins beint aftur fyrir; markspyrna.

Framarar ekki að ógna neitt sérstaklega.
75. mín
Ágætis aukaspyrna Jón Gísla Ström!

Hlynur Örn þurfti að hafa fyrir þessu og verja í horn. Ekkert kom úr hornspyrnunni.
72. mín
Úff! Jón Arnar Barðdal með ágætis tækifæri til að tvöfalda forystu ÍR en hann skóflar skot sitt langt yfir.

Eru ÍRingar að landa fyrsta sigri sumarsins í deildinni?
71. mín
Inn:Sergine Fall (ÍR) Út:Jónatan Hróbjartsson (ÍR)
70. mín Gult spjald: Viktor Örn Guðmundsson (ÍR)
69. mín
Framarar eru hálf slegnir eftir þetta mark. Hafa verið talsvert betri hér í kvöld en ef þú nýtir ekki færin þá gerist þetta.
68. mín
Inn:Hlynur Atli Magnússon (Fram) Út:Guðmundur Magnússon (Fram)
63. mín MARK!
Jónatan Hróbjartsson (ÍR)
Þú skorar ekki auðveldari mörk!

Sending frá hægri vængnum finnur Jónatan Hróbjartsson einn og óvaldaðan inn í markteig og hann stýrir knettinum í netið. ÍR er komið yfir!
62. mín
Ivan Bubalo er maður hálfsénsanna í dag. Þetta er ekki alveg að falla fyrir hann inn í vítateig og Króatinn er orðinn pirraður.

Seinni hálfleikur talsvert rólegari en sá fyrri og jafnari líka.
51. mín
BESTA FÆRI LEIKSINS!

Og það fá gestirnir. Jón Arnar Barðdal spólar sig framhjá tveimur og kemst inn í vítateig þar sem hann lætur vaða á Hlyn í markinu sem ver vel.

Þarna átti hann sennilega bara að skora.
46. mín
Leikur hafinn
Framarar byrja með boltann!

Það vantar mark í þennan leik.
45. mín
Hálfleikur
0-0 í hálfleik.

Heimamenn betri en ekki náð að skora. ÍRingar geta verið sáttir við þessa stöðu.
45. mín
Alls ekki galin tilraun frá Indriða Áka.

Simon Smidt reynir fyrirgjöf sem fellur fyrir Indriða við vítateigslínuna og hann reynir að snúa boltann í fjærhornið en þessi rétt yfir!
42. mín
Það hefur hægst mikið á þessu núna. Heimamenn áfram meira með boltann en ekki að ógna.

ÍRingar fara væntanlega sáttir í hálfleikinn með 0-0.
35. mín
Næstum því!

Simon Smidt snýr huggulegan boltan inn fyrir vörn ÍRinga og Indriði Áki er skónúmeri frá því að stýra honum framhjá Steinari í markinu.

Rólegur leikur heilt yfir, en Framarar gætu hæglega verið búnir að setja eitt eða tvö mörk.
29. mín
Lífsmark með ÍRingum!

Jóhann Arnar Sigurþórsson fær boltann út á vinstri kantinu áður en hann sker inn og reynir skot af löngu færi en það hátt yfir.

Fyrsta tilraun ÍR í leiknum.
24. mín
Aftur eru Framarar fyrstir í boltann inn í vítateig ÍR.

Simon Smidt á hornspyrnu frá vinstri á fjærstöngina þar sem Guðmundur Magnússon rís hæst en skalli hans beint á Steinar í markinu.

Fram vinnur annað horn og í þetta sinn er Ivan Bubalo mættur en skalli hans yfir.
20. mín
Þetta er aðeins betra hjá gestunum þessa stundina, þeim gengur þó illa að finna Jón Ström í framlínunni.

Viktor Örn Guðmundsson á aukaspyrnu inn í vítateig en Framarar bægja hættunni frá.
18. mín
Alex Freyr Elísson á eitraða fyrirgjöf sem Ivan Bubalo rétt missir af áður en boltinn siglir aftur fyrir.

16. mín
Inn:Már Viðarsson (ÍR) Út:Björn Anton Guðmundsson (ÍR)
Björn Anton lýkur hér leik eftir korter en hann meiddist eitthvað hér rétt áðan.
13. mín
Simon Smidt tekur aukaspyrny af um 25 metra færi og hann lætur vaða, fast meðfram jörðinni en beint á Steinar Örn í markinu sem grípur vel.
8. mín
Aftur eru Framarar nálægt því að skora úr skalla!

Núna kemur hornspyrna inn í teig frá Smidt þar sem Arnór Daði rís hæst en skalli hans yfir marki.

Áhyggjuefni fyrir gestina að heimamenn vinna alla bolta inn í teignum þeirra.
5. mín
Aftur er Alex í færi!

Í þetta sinn kemur Simon Smidt með eitraða fyrirgjöf á fjærstöngina og Alex Freyr mætir þar og skallar en beint á Steinar Örn í markinu. Framarar byrja af krafti.
3. mín
Þetta byrjar með látum!

Alex Freyr Elísson er einn og óvaldaður í markteig ÍRinga og hann skallar boltann í þverslánna! Þarna skall hurð nærri hælum!
1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir frá Breiðholti byrja með boltann!
Fyrir leik
Leita þarf til ársins 1998 til að finna síðustu viðureignir þessara Reykjavíkurliða í deildarkeppni! Bæði lið voru þá í efstu deild eða Landssímadeildinni eins og hún hét þá.

Fram vann 3-0 í Breiðholti en á Laugardalsvelli varð markalaust jafntefli niðurstaðan.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
ÍR náði í sitt fyrsta stig í síðustu umferð þegar liðið gerði jafntefli við Hauka á útivelli.

Á sama tíma gerði Fram 2-2 jafntefli við Leikni R. í Breiðholti eftir að hafa lent 2-0 undir.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Góða kvöldið!
Hér verður fylgst með leik Fram og ÍR í fjórðu umferð Inkasso-deildarinnar.

Framarar eru fyrir leikinn með fimm stig en ÍR-ingar eru með eitt stig.
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið:
1. Steinar Örn Gunnarsson (m)
Björn Anton Guðmundsson ('16)
7. Jón Gísli Ström
7. Jónatan Hróbjartsson ('71)
10. Jóhann Arnar Sigurþórsson ('83)
10. Viktor Örn Guðmundsson
13. Andri Jónasson
14. Óskar Jónsson
18. Jón Arnar Barðdal
21. Jordan Farahani
22. Axel Kári Vignisson

Varamenn:
3. Reynir Haraldsson
4. Már Viðarsson ('16)
6. Brynjar Steinþórsson
19. Eyþór Örn Þorvaldsson
27. Sergine Fall ('71)
29. Stefán Þór Pálsson

Liðsstjórn:
Arnar Þór Valsson (Þ)
Ásgeir Aron Ásgeirsson (Þ)
Helgi Freyr Þorsteinsson
Hilmar Þór Kárason
Magnús Þór Jónsson
Sævar Ómarsson
Eyjólfur Þórður Þórðarson

Gul spjöld:
Viktor Örn Guðmundsson ('70)

Rauð spjöld: