Grindavík
1
0
Valur
Andri Rúnar Bjarnason '50 1-0
Alexander Veigar Þórarinsson '84
28.05.2017  -  19:15
Grindavíkurvöllur
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Smá vindur, þurrt og völlurinn lítur vel út. Topp aðstæður.
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 699
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
6. Sam Hewson
7. Will Daniels ('76)
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
9. Matthías Örn Friðriksson
16. Milos Zeravica ('83)
18. Jón Ingason
24. Björn Berg Bryde
25. Aron Freyr Róbertsson
80. Alexander Veigar Þórarinsson
99. Andri Rúnar Bjarnason ('76)

Varamenn:
2. Hákon Ívar Ólafsson ('76)
5. Nemanja Latinovic
11. Juanma Ortiz ('76)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('83)
26. Sigurjón Rúnarsson

Liðsstjórn:
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Marinó Axel Helgason
Maciej Majewski
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Sigurvin Ingi Árnason
Eiríkur Leifsson
Þorsteinn Magnússon
Ægir Viktorsson
Emil Daði Símonarson

Gul spjöld:
Alexander Veigar Þórarinsson ('18)
Jón Ingason ('66)

Rauð spjöld:
Alexander Veigar Þórarinsson ('84)
Leik lokið!
GRINDVÍKINGAR ERU FYRSTIR TIL ÞESS AÐ SIGRA VALSMENN Í SUMAR! Þorvaldur flautar til leiksloka við mikla kátínu Grindvíkinga! Grindavík eru búnir að jafna Val á stigum núna, hver hefði búist við því? Geggjuðum leik lokið! Skýrsla og viðtöl framundan
90. mín
Sam Hewson með skot á Anton en hann ver. Valsmenn fámennir í vörninni núna. Rangstæða dæmd svo á Hauk Pál
90. mín
Hákon hefði getað siglt þessu heim þarna! Einn á móti Antoni en Anton ver frábærlega!
90. mín
Hewson með boltann við hornfánann og sparkar í Rasmus og útaf. Stuðningsmenn Grindavíkur ánægðir með þetta!
90. mín
90 mínútur komnar á klukkuna! Það stefnir í fyrsta tap Vals í sumar! Þremur mínútum bætt við
88. mín
Valsmenn að sækja mikið núna en vörn Grindavíkur að standa sig virkilega vel undir forystu Björns Bryde
87. mín
Liggur ansi þungt á Grindvíkinga þessa stundina
87. mín
Sigurður að reyna firska vítaspyrnu en Þorvaldur féll ekki fyrir því
87. mín
Grindvíkingar eru brjálaðir út í Þorvald dómara! Brotið á Hewson en ekkert dæmt og svo brotið á leikmanni Vals sem virtist ákaflega lítið og þá dæmdi hann
86. mín
Nicolas Bögild með veikt skot, beint á Kristijan
84. mín Rautt spjald: Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
Já Alexander fær sitt annað gula spjald og þar með rautt! Fannst þetta full lítið til þess að verðskulda spjald, en hvað veit ég? Valur orðnir einum manni fleiri! Ná þeir að nýta sér það?
83. mín
Inn:Brynjar Ásgeir Guðmundsson (Grindavík) Út:Milos Zeravica (Grindavík)
Varnarsinnuð skipting hjá Grindavík. Brynjar kemur á miðjuna. Hefur verið að spila í vörn Grindavíkur í sumar en hann er fjölhæfur leikmaður eins og flestir vita
82. mín
Aron Freyr með frábæra vörn á Sigurð. Aron verið virkilega flottur í þessum leik
81. mín
699 áhorfendur í dag. Það er ekki gott, það verður að segjast. Margir að missa af stórskemmtilegum leik!
81. mín
Aron Freyr með flottan sprett upp hægri kant Grindvíkinga en arfaslök fyrirgjöf.
80. mín
Guðjón Pétur með flotta fyrirgjöf á Sigurð en skalli hans framhjá. Valsmenn farnir að drífa sig, enda lítið eftir
76. mín
Inn:Hákon Ívar Ólafsson (Grindavík) Út:Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Fjórföld skipting hérna. Markaskorarinn Andri Rúnar farinn útaf. Hann fékk eitthvað högg í fyrri hálfleik Acoff strax farinn að láta til sín taka
76. mín
Inn:Nicolas Bögild (Valur) Út:Einar Karl Ingvarsson (Valur)
76. mín
Inn:Juanma Ortiz (Grindavík) Út:Will Daniels (Grindavík)
76. mín
Inn:Dion Acoff (Valur) Út:Sveinn Aron Guðjohnsen (Valur)
75. mín
Milos með hornspyrnu en William skallar framhjá
74. mín
Sveinn með góðan sprett og sendir hann á Nikolaj en Björn Bryde stendur vaktina feiknar vel. Hákon að koma inná hjá Grindavík
71. mín
Guðjón tekur aukaspyrnuna en hún er framhjá. Mennirnir hér í blaðamannastúkunni eru sammála um það að Þorvaldur byrjaði að benda á vítapunktinn og héldu allir að hann væri að dæma víti. Aðstoðardómarinn hefur séð staðsetninguna betur og aukaspyrnan því dæmd. Ef þetta er rétt hjá aðstoðardómaranum er þetta virkilega vel dæmt, ef ekki, úff!
70. mín
Aron Freyr brýtur á Sigurði! Þorvaldur virtist dæma vítaspyrnu en dæmdi svo bara aukaspyrnu. Sigurður er brjálaður! Líklega byrjaði Aron að brjóta af sér fyrir utan teig en ég skil pirring Sigurðs!
69. mín
Sigurður Egill með arfaslaka fyrirgjöf. Hefur ekki sýnt sínar bestu hliðar í dag. Acoff að gera sig klárann
68. mín
Sigurður Egill fær boltann inn í teig en ákveður að skjóta í stað þess að senda hann fyrir. Skotið í hliðarnetið
66. mín Gult spjald: Jón Ingason (Grindavík)
Jón fær gult spjald fyrir að sparka boltanum í burtu, heimskulegt
65. mín
Valsmenn farnir að stíga ofar á völlinn. Orri var kominn á miðjan vallarhelming Grindavíkur og Rasmus einn eftir. Haukur Páll svo með skot skömmu síðar
62. mín
Guðjón Pétur með skot fyrir utan teig en yfir markið
61. mín
Inn:Nikolaj Hansen (Valur) Út:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
Nikolaj Hansen kemur inn á í stað Kristins Inga. Kristinn náði ekki að ógna marki Grindavíkur í kvöld
60. mín
Guðjón brýtur á Milosi og lætur hann svo heyra það. Þorvaldur sleppur því að spjalda hann. Matthías svo með gott skot fyrir utan teig en rétt yfir markið
58. mín
Anton Ari átti fínar markvörslur í fyrri hálfleik en hefur verið svolítið tæpur hérna í síðari hálfleik
57. mín
ÚFF Grindavík komust þrír á móti tveimur! Sam Hewson ákvað að gefa á Andra í stað Williams sem hefði verið betri kosturinn en Grindavík fær hornspyrnu
55. mín
Aron Freyr og Hewson með frábært spil sín á milli og Aron Freyr nálægt því að pota boltanum á markið
53. mín
Þorvaldur vill helst ekki leyfa Alexanderi fá aukaspyrnu. Brotið á honum síendurtekið en ekkert dæmt. Björn Bryde haltrar aðeins eftir samstuð við Kristin Frey
51. mín
Valur fær hörkusókn strax á eftir en eftir mikið klafs nær Grindavík að hreinsa
50. mín MARK!
Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Stoðsending: Gunnar Þorsteinsson
JÁ ÉG SKAL SKO SEGJA YKKUR ÞAÐ! Grindavík komið yfir! Gunnar með fyrirgjöf innfyrir vörn Vals og þarf Haukur Páll að hafa sig allan við til að ná að skalla boltann og rétt nær því. En þá er Anton Ari kominn út úr teignum og misreiknar boltann og hittir hann ekki og Andri Rúnar klárar í autt markið! Þett skrifast á Anton Ara. Fjórða mark Andra Rúnars í tveimur leikjum!
49. mín
Kristijan kýlir boltann úr horninu, út fyrir teiginn, beint á Arnar Svein sem skýtur viðstöðulaust hátt yfir
48. mín
Sveinn með hörku skot sem Kristijan á í einhverjum vandræðum með og slær yfir markið! Hornspyrna til Vals
47. mín
Aron Freyr hreinsar boltann, en ekki langt og beint á Svein sem skýtur yfir markið
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur byrjaður! Vonandi verður þetta eitthvað svipað og fyrri hálfleikurinn nema með dass af mörkum!
45. mín
Hálfleikur
Valur byrjaði af miklum krafti í upphafi leiks en Grindvíkingar komust hægt og rólega inn í leikinn. Eftir það var mikið jafnræði með liðunum og Grindvíkingar líklegri til þess að skora í síðari hluta hálfleiksins. Verið geggjaður leikur og liðin að skiptast á færum. Heimamenn fengið hættulegri færi og Andri Rúnar hefði getað skorað jafnvel tvö mörk í þessum leik.
45. mín
Hálfleikur
Netið aðeins að stríða okkur hérna undir lok hálfleiksins. Guðjón Pétur tók aukaspyrnu undir lok hálfleiksins sem Kristijan varði vel. Þorvaldur flautar svo til hálfleiks. Þrátt fyrir markaleysið er þessi leikur alveg stórskemmtilegur! Vona innilega að það haldi áfram í síðari hálfleik!
44. mín
Anton ver frábærlega! Grindavík átti aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Vals og Alexander með frábæra spyrnu beint á Andra Rúnar sem skaut á markið en Anton varði meistaralega!
42. mín
Þessi leikur! Haukur Páll með gott skot, beint á Kristijan og Grindavík snöggir fram og einhvernveginn endaði Andri Rúnar einn á móti markverði en skot hans beint á Anton. Þarna hefði Andri getað gert betur!
40. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ GRINDAVÍK! Aron Freyr með frábæra fyrirgjöf á kollinn á Milos sem var einn og óvaldaður. Skalli hans hins vegar framhjá!
39. mín
Einar Karl með skot fyrir utan teig en það fór framhjá. Mikið jafnræði með liðunum þessa stundina í stórskemmtilegum leik
37. mín
Hálf ótrúlegt að horfa á Svein. Hann labbar stundum bara framhjá varnarmönnum Grindavíkur líkt og hann hafi ekkert gert annað í lífinu. Vantar síðasta touchið hjá honum. Gríðarlegt efni
35. mín
Þetta var furðulegt hjá Þorvaldi dómara! Sveinn brýtur tvisvar á Alexandari og hefði getað fengið gult spjald. Þorvaldur lætur hagnaðarregluna ráða ríkjum en dæmdi svo ekkert þegar Alexander missti boltann
34. mín
Miðverðir Vals eiga í miklum vandræðum með Andra Rúnar. Hann hefur verið frábær það sem af er sumri
33. mín
Björn Bryde með skelfileg mistök við sinn eigin teig! Guðjón Pétur fékk boltann og lét vaða en skotið framhjá. Þarna hefði Valur getað refsað hressilega
31. mín
Alexander með skemmtileg tilþrif. Tekur Ronaldinho trixið sem hann elskar svo mikið á Arnar Svein og gerir það fullkomnlega. Fyrirgjöf hans hins vegar ekki góð
30. mín Gult spjald: Arnar Sveinn Geirsson (Valur)
Arnar Sveinn fær spjald fyrir tæklingu á William Daniels á miðjum velli
29. mín
Einar Karl með skot af svona þrjátíu metra færi. Góð tilraun en skotið framhjá
28. mín
Aron Freyr fellur á vítateigslínunni en ekkert dæmt og skömmu síðar fær Andri Rúnar boltann á lofti innfyrir vörn Vals. Skot hans yfir
26. mín
Bæði lið að vinna með löng innköst. Sigurður Egill vinstra megin hjá Val og William vinstra megin hjá Grindavík
24. mín
Dion Acoff er tæpur og þess vegna er hann á bekknum. Sveinn Aron komið öflugur inn í liðið í hans stað
23. mín
Jón Ingason með skot utan af teigi en hátt yfir. Veit ekki hvað þyrfti mörg mörk ofan á hvert annað til þess að þessi væri inni. Valur fær svo hornspyrnu hinum meginn
20. mín
Sveinn Aron með virkilega gott hlaup. Virtist vera á skokkinu en fór framhjá varnarmönnum Grindavíkur auðveldlega. Hann hefur þetta víst í blóðinu
18. mín Gult spjald: Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
Leikurinn byrjar virkilega vel og er mikið að gerast á báðum endum, þó meira á vallarhelmingi heimamanna. Alexander fær fyrsta gula spjald leiksins, að því virðist fyrir hendi. Harður dómur að mínu mati
18. mín
Sigurður Egill með langt innkast, var tæpt á að vera vitlaust en Haukur Páll dæmdur brotlegur inn í teig Grindvíkinga
16. mín
DAUÐAFÆRI hjá Grindavík! Andri Rúnar með boltann við endalínu og sendir út á Alexander. Hann sendi í fyrsta inn í teig á Gunnar en boltinn var aðeins fyrir aftan hann og þurfti hann því að taka hálfgerða hælspyrnu sem fór framhjá. Þarna hefði Grindavík getað komist yfir! Heimamenn að komast inn í leikinn og verið flottir síðustu mínúturnar
15. mín
Haukur Páll nálægt því að ná í boltann eftir hornið en rétt missir af honum
14. mín
Bjarni Ólafur með langa sendingu fram og William skallar í horn. Sigurður Egill tekur hana
12. mín
Grindavík virðist vera varnarsinnaðari en oft áður. Stillir upp nokkurn vegin 5-4-1 en með fljóta bakverði til þess að hlaupa upp völlinn

Kristijan
Aron - Björn - Matthías - Jón - William
Hewson - Gunnar - Milos - Alexander
Andri Rúnar
11. mín
Andri Rúnar heldur áfram að djöflast í varnarmönnum andstæðinganna eins og í öðrum leikjum sumarsins. Vinnur hornspyrnu sem ekkert rætist úr.
9. mín
Sveinn Aron í dauðafæri. Fær frábæra sendingu inn fyrir vörnina en Kristijan var á tánum og náði honum á undan Sveini. Valur að byrja af miklum krafti
8. mín
Valur vill fá víti! Sveinn Aron féll inn í teignum, full auðveldlega að mér fannst og rétt hjá Þorvaldi að dæma ekkert. Grindvíkingar fljótir upp völlinn og Hewson með fyrirgjöf frá hægri og Anton misreiknar boltann en Valur tókst að hreinsa
4. mín
ÚFF! Grindvíkingar sofandi og Einar Karl rennur boltanum úr horninu á Sigurð Egil sem skýtur í varnarmann heimamanna. Fékk boltann yfir og hamraði honum yfir
4. mín
Valsmenn byrjar betur hérna á upphafsmínútunum. Bjarni Ólafur var að vinna hornspyrnu. Einar Karl tekur hana
3. mín
Valsmenn stilla upp í sömu uppstillingu og gegn KR. Sveinn Aron kemur í stöðuna hans Acoff.

Anton
Bjarni - Rasmus - Orri - Arnar
Haukur
Einar - Guðjón
Sigurður Egill - Kristinn - Sveinn
1. mín
Leikur hafinn
Jæja loksins rölta leikmenn og dómarar inná hér undir Game of Thrones stefinu, létu bíða eftir sér. Grindvíkingar sækja að sjónum, og er með þann litla vind sem er á móti sér. Valur sækir að Þorbirni og byrja með boltann!
Fyrir leik
Það skilur enginn í því afhverju Dion Acoff er á bekknum hjá Val, ég skil ekkert í því heldur. Líklega er hann eitthvað tæpur þótt svo ég viti það ekki. Acoff verið frábær það sem af er sumri
Fyrir leik
Liðin ganga nú til búningsklefa. Þetta er að hefjast!
Fyrir leik
Það er enginn á Jankó á bekknum hjá Grindavík í kvöld. Hann er í fríi í Serbíu. Yrði ekki hissa ef hann kæmi með 1-2 leikmenn heim. Í hans stað kemur Ægir Viktors, fyrrum þjálfari kvennaliðs Grindavíkur og yfirþjálfari yngri flokka. Hefði viljað sjá Begga vallarstjóra á hliðarlínunni en Ægir er flottur
Fyrir leik
LOKSINS er gott veður til fótboltaiðkunar hér í Grindavík. Karlalið Grindavíkur hefur verið einstaklega óheppið með veður það sem af er sumarið. Hér er þurrt og hægur vindur.
Fyrir leik
Eiður Aron er á bekknum hjá Val í fyrsta skiptið en hann gekk til liðs við félagið á dögunum. Eiður Aron gæti því leikið sinn fyrsta leik fyrir annað félag á Íslandi en ÍBV í kvöld
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin! Ein breyting hjá hvoru liði. Björn Berg kemur inn í vörnina í stað Brynjars Ásgeirs en Björn var ekki með í sigurleiknum gegn ÍA

Dion Acoff er á bekknum hjá Val en hann er líklega tæpur vegna meiðsla. Inn í liði kemur hinn ungi og efnilegi, Sveinn Aron Guðjohnsen.
Fyrir leik
Byrjunarliðin fara að detta í hús. Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga setti inn langan pistil á stuðningsmannasíðu Grindavíkur, Stinningskalda í gær og kallaði eftir betri stuðningi bæjarbúa. Verður áhugavert að sjá hvort bæjarbúar svara kallinu. Vonandi! Óli Stefán tilkynnti einnig að Rodrigo Mateo og Magnús Björgvinsson yrðu frá í sex vikur vegna meiðsla.
Fyrir leik
Það eru komin fimm ár síðan liðin mættust síðast í Íslandsmóti. Þá unnu liðin heimaleikina sína. Grindavík vann 2-0 í Grindavík en Valur vann 4-1 á Hlíðarenda.

Valur endaði í 8. sæti Pepsi deildarinnar sumarið 2012, þegar liðin mættust síðast en Grindavík féll með látum. Sigurleikur Grindavíkur á Val var aðeins annar af tveimur sigurleikum liðsins þetta sumar. Grindavík er nú þegar búnir að ná sama fjölda sigra í sumar.
Fyrir leik
Samkvæmt KSÍ er þetta fertugasti leikur liðanna. Valur hefur haft yfirhöndina í viðureignum liðanna og hefur unnið 21 leik. Grindavík hefur unnið 10 leiki og 8 leikir hafa farið jafntefli.
Fyrir leik
Bæði lið hafa farið vel af stað í upphafi tímabils. Margir spá Valsmönnum í titilbaráttuna og hefur liðið heldur betur staðið undir væntingum. Valur situr á toppi deildarinnar ásamt Stjörnunni með tíu stig.

Grindavík hefur komið mörgum á óvart en liðið er í fjórða sæti með 7 stig.
Fyrir leik
Komið sæl og verið velkomin í textalýsingu fyrir leik Grindavíkur og Vals í fimmtu umferð Pepsi-deild karla
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
4. Einar Karl Ingvarsson ('76)
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('61)
10. Guðjón Pétur Lýðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Arnar Sveinn Geirsson
13. Rasmus Christiansen
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
22. Sveinn Aron Guðjohnsen ('76)

Varamenn:
25. Jón Freyr Eyþórsson (m)
6. Nicolaj Köhlert
9. Nicolas Bögild ('76)
12. Nikolaj Hansen ('61)
16. Dion Acoff ('76)
17. Andri Adolphsson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhannes Már Marteinsson

Gul spjöld:
Arnar Sveinn Geirsson ('30)

Rauð spjöld: