Eimskipsvöllurinn
sunnudagur 28. maí 2017  kl. 15:00
1. deild kvenna
Aðstæður: Bjart og létt gola
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Áhorfendur: 65
Maður leiksins: Sóley María Steinarsdóttir
Þróttur R. 1 - 0 Víkingur Ó.
1-0 Sóley María Steinarsdóttir ('90)
Byrjunarlið:
0. Friðrika Arnardóttir
4. Diljá Ólafsdóttir (f)
6. Gabríela Jónsdóttir
8. Guðfinna Kristín Björnsdóttir
9. Sierra Marie Lelii
14. Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir ('46)
18. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir ('46)
20. Michaela Mansfield
25. Hafrún Sigurðardóttir ('82)
26. Rún Friðriksdóttir ('72)
32. Bergrós Lilja Jónsdóttir

Varamenn:
2. Sóley María Steinarsdóttir ('46)
5. Halla María Hjartardóttir ('72)
10. Katla Þormóðsdóttir
12. Hrefna Guðrún Pétursdóttir
16. Una Margrét Árnadóttir
23. Þórkatla María Halldórsdóttir ('46)
24. Kristín Eva Gunnarsdóttir

Liðstjórn:
Valgerður Jóhannsdóttir
Þorbjörg Pétursdóttir
Eva Bergrín Ólafsdóttir
Eva Þóra Hartmannsdóttir
Nik Anthony Chamberlain (Þ)
Rakel Logadóttir
Þórunn Gísladóttir Roth
Jamie Brassington

Gul spjöld:
Rún Friðriksdóttir ('44)

Rauð spjöld:

@LiljaValthors Lilja Dögg Valþórsdóttir


94. mín Leik lokið!
Leiknum lýkur með 1-0 sigri Þróttar. Heilt yfir sennilega sanngjarn sigur þar sem Þróttarar sköpuðu sér töluvert fleiri færi í leiknum en virkilega svekkjandi fyrir Víkingsstúlkur að halda ekki út.
Eyða Breyta
92. mín
Hér mátti litlu muna að Víkingsstúlkur kæmust 3 á 3 í kjölfar hornspyrnunnar. Birta greip boltann úr horninu og kom honum strax langt fram en Halla María stekkur hæst og skallar boltann hátt í loft og gefur samherjum sínum tíma til að komast til baka.
Eyða Breyta
91. mín
Dauðafæri! Strax í kjölfar marksins fær Víkingur hornspyrnu sem Þróttarar fá svo skyndisókn uppúr. Þórkatla setur boltann laglega utanfótar innfyrir á Michaela sem er komin ein á móti Birtu. En skotið alls ekki nægilega gott og eiginlega bara beint á Birtu og boltinn svo yfir markið.
Eyða Breyta
90. mín MARK! Sóley María Steinarsdóttir (Þróttur R.)
Þróttur fær aukaspyrnu af 25 metra færi sem Bergrós tekur inná teiginn. Birta kemur útúr markinu en nær ekki að halda boltanum og Sóley er atkvæðamest inní teignum og kemur boltanum inn fyrir línuna.
Eyða Breyta
83. mín
Þróttarstúlkur búnar að eiga núna 3 skot á markið síðustu mínútunu. Birta ver vel frá Michaela og síðan frá Evu en 3. skotið hitti ekki á rammann.
Eyða Breyta
82. mín Eva Þóra Hartmannsdóttir (Þróttur R.) Hafrún Sigurðardóttir (Þróttur R.)
Eva fer á hægri kantinn.
Eyða Breyta
81. mín
Þórkatla tekur aukaspyrnu fyrir Þrótt útá hægri vængnum sem Birta kemur útí en nær ekki að grípa boltann og úr verður mikill darraðadans inní teig en Víkingsstúlkur ná að bægja hættunni frá.
Eyða Breyta
79. mín
Þórkatla með horn fyrir Þrótt sem BIrta gerir vel í að koma útúr markinu og kýla frá. Þróttarar fá innkast og eftir það kemur fyrirgjöf beint á kollinn á Sierra Marie sem nær ekki að stýra boltanum á markið.
Eyða Breyta
77. mín
Unnbjörg Jóna á skot að marki Þróttar en skotið ekki mjög fast og fer framhjá.
Eyða Breyta
76. mín
Hér virðast Þróttarar brjóta á Fehimu Líf en henni tekst þó að koma boltanum upp hægri vænginn á Birgittu Sól, sem er svo dæmd rangstæð. Engin aukaspyrna dæmd þó.
Eyða Breyta
74. mín Regína Sigurjónsdóttir (Víkingur Ó.) Irma Gunnþórsdóttir (Víkingur Ó.)

Eyða Breyta
72. mín Halla María Hjartardóttir (Þróttur R.) Rún Friðriksdóttir (Þróttur R.)

Eyða Breyta
71. mín
Þróttur að fá hornspyrnu eftir að Sierra Marie komst í skotstöðu en Birta varði í horn. Skotið úr þröngu færi. Sierra Marie hefði svo átt að gera mun betur eftir hornið þar sem hún fékk boltann alein inná teignum en fékk hann, að því er virtist, í mjöðmina og missti hann of langt frá sér til að ná skoti! Sannkallað dauðafæri!
Eyða Breyta
68. mín
Meiðsli Mary virðast ekki hafa verið alvarleg og hún skokkar hér inná völlinn aftur.
Eyða Breyta
65. mín
Mary Essiful fer hér í tæklingu við Rún Friðriksdóttur en virðist fá einhvern slink á hægra hnéð og þarf aðhlynningu. Inná fer sjúkraþjálfari og túlkur þar sem Mary virðist ekki skilja ensku.
Eyða Breyta
63. mín
Björn þjálfari Víkings er ekki sáttur við Gunnar dómara þessa stundina. Þróttarstúlkur eru að spila fast en Gunnar hefur látið leikinn fljóta þrátt fyrir það. En rétt í þessu virtist Rún Friðriksdóttir fara heldur harkalega í tæklingu en ekkert dæmt. Gunnar dómari gefur henni þó tiltal en hún þarf að passa sig þar sem hún er á gulu spjaldi!
Eyða Breyta
61. mín
Víkingur fær aukaspyrnu sem Lísbet Stella tekur, en spyrnan of há og föst og skapar enga hættu.
Eyða Breyta
58. mín
Sierra Marie heldur áfram að ógna! Leikur hérna laglega framhjá Janet Egyr í vörn Víkings en Janet er öskufljót og gerir vel í að koma sér strax aftur í stöðu og hirða boltann af Sierra. Þarna hefði Sierra mátt gera hlutina aðeins hraðar.
Eyða Breyta
56. mín
Klafs í teig Víkings og boltinn dettur dauður í miðjum teignum! Mikið kapphlaup á milli Þórkötlu og Birtu í markinu en þær ná til hans á sama tíma og úr verður horn sem Þróttur á. Þarna voru Víkingsstúlkur heppnar og BIrta gerði vel.
Eyða Breyta
54. mín
Sierra Marie fær fína sendingu í gegnum vörn Víkings frá Þórkötlu en fyrsta snerting hennar alls ekki nógu góð en hún nær þó fyrirgjöfinni sem fer á fjærstöngina þar sem enginn leikmaður er mættur og sóknin rennur útí sandinn.
Eyða Breyta
53. mín
Víkingur að fá færi. Mary Essiful kemur sér í skotfæri en boltinn fer í varnarmann og berst síðan til Unnbjargar sem á skot í hliðarnetið, en Unnbjörg dæmd rangstæð.
Eyða Breyta
46. mín Þórkatla María Halldórsdóttir (Þróttur R.) Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (Þróttur R.)
Þróttarar gera 2 skiptingar í hálfleik. Þórkatla tekur sér stöðu fremst á miðjunni.
Eyða Breyta
46. mín Sóley María Steinarsdóttir (Þróttur R.) Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir (Þróttur R.)
Sóley María kemur inn í vinstri bakvörð
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Víkingur hóf þennan fyrri hálfleik af krafti en sókn Þróttarstúlkna þyngdist heldur betur þegar á leið. Þrátt fyrir að hafa skapað sér fleiri færi hér þá hefur Þróttur ekki náð að láta nægilega mikið reyna á Birtu í marki Víkings, en þegar til þess hefur komið þá hefur Birta verið með allt sitt á hreinu.
Eyða Breyta
44. mín Gult spjald: Rún Friðriksdóttir (Þróttur R.)
Rún rennir sér aftan í Fehimu Líf og fær réttilega gult spjald. Aukaspyrnuna tekur Lísbet Stella en Friðrika kemur útúr markinu og gerir vel í að grípa þennan, umkringd leikmönnum.
Eyða Breyta
42. mín
Michaela Mansfield leikur upp að endamörkum vinstra megin og setur boltann útí teiginn á Sierra Marie en sendingin ekki nógu góð og erfitt fyrir Sierra að ná góðu skoti og Birta grípur boltann auðveldlega.
Eyða Breyta
38. mín
Þróttarstúlkur fá hér fínt færi. Sierra Marie leikur framhjá varnarmanni Víkings en kemur sér ekki í góða skotstöðu og rennir boltanum út á Álfhildi sem á skot í varnarmann og rétt framhjá fjærstönginni. Þróttur fær horn en þær skalla hann aftur fyrir.
Eyða Breyta
37. mín
Bergrós Lilja tekur aukaspyrnu fyrir Þrótt af ca. 35 metra færi en beint í hendurnar á Birtu í markinu.
Eyða Breyta
36. mín
Diljá, fyrirliði Þróttar nær skoti á markið eftir hornspyrnu en beint á Birtu í markinu.
Eyða Breyta
35. mín Birgitta Sól Vilbergsdóttir (Víkingur Ó.) Sigrún Pálsdóttir (Víkingur Ó.)
Sigrún fyrirliði Víkings hefur greinilega meiðst það illa í samstuðinu áðan að hún getur ekki haldið áfram leik.
Eyða Breyta
33. mín
Þróttarar spila sig hér upp hægri kantinn og Guðfinna nær fyrirgjöfinni en beint í hendurnar á Birtu í markinu.
Eyða Breyta
32. mín
Sigrún fyrirliði Víkings þarf hér aðhlynningu eftir samstuð en hún harkar þetta af sér og kemur inná aftur.
Eyða Breyta
27. mín
Unnbjörg Jóna gerir vel þegar hún hleypur þvert á varnarlínu Þróttar við vítateiginn en nær ekki krafti í skotið og auðvelt fyrir Friðriku í markinu.
Eyða Breyta
26. mín
Dauðafæri! Hafrún á flotta sendingu inn fyrir vörn Víkings á Michaela sem hefði getað sent boltann útí teig á Sierra Marie en ákveður að skjóta sjálf en Birta ver frá henni.
Eyða Breyta
22. mín
Sierra Marie var hér að sleppa ein í gegnum vörn Víkings en dæmd rangstæð. Nik þjálfari Þróttar alls ekki sáttur við þessa dómgæslu og ég er ekki frá því að hann hafi haft eitthvað fyrir sér í því.
Eyða Breyta
21. mín
Víkingur fær aukaspyrnu af ca. 35 metra færi sem Lísbet Stella tekur, en hátt yfir markið.
Eyða Breyta
20. mín
Gunnar dómari stoppar hér leikinn og ræðir stuttlega við Lísbet Stellu sem þarf að hlaupa útað hliðarlínu og losa sig við eyrnalokka sýndist mér!
Eyða Breyta
18. mín
Víkingur hefur verið sterkari hér framan af en Þróttarar eru að vinna sig meira og meira inní leikinn.
Eyða Breyta
8. mín
Michaela Mansfield á góðan sprett fyrir Þrótt og prjónar sig í gegnum vörnina hjá Víkingi. Skotið fer í hliðarnetið. Þróttur vill fá hornspyrnu en Gunnar dómari ekki sammála því.
Eyða Breyta
4. mín
Víkingur fær aðra hornspyrnu sem er aðeins styttri en sú fyrri, Friðrika reynir að blaka honum en tekst ekki nógu vel og Mary Essiful var allt í einu komin í dauðafæri á fjær en setur hann rétt framhjá.
Eyða Breyta
2. mín
Víkingur fær hornspyrnu sem Kolfinna tekur, löng spyrna sem fer yfir allan pakkann og útaf á fjær. Víkingsstúlkur hefja þetta af krafti.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þróttur byrjar með boltann og þær byrja þetta á langri spyrnu fram, í áttina að bílastæðinu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru að ganga út á völl og nú styttist verulega í þetta.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þessi lið mættust fyrr í mánuðinum í bikarleik þar sem Þróttur hafði sigur 1-0.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bæði lið töpuðu síðustu deildarleikjum sínum, Þróttur tapaði fyrir HK/Víkingi á útivelli með tveimur mörkum og Víkingur Ó. steinlá á heimavelli gegn Selfossi þar sem þær fengu á sig 4 mörk.

Með sigri hér í dag getur Þróttur lyft sér upp að hlið ÍA og Keflavíkur sem sitja í 3. og 4. sæti deildarinnar, bæði með 6 stig. Með sigri myndi Víkingur Ó. lyfta sér upp í 5. sæti deildarinnar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan dag!

Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Þróttar og Víkings Ó. í 1. deild kvenna. Hér er um að ræða lokaleik 3. umferðar 1. deildar kvenna. Fyrir leikinn sitja Þróttarstúlkur í 7. sæti deildarinnar með 3 stig á meðan Víkingsstúlkur sitja í 9. sætinu með 1 stig.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Birta Guðlaugsdóttir (m)
0. Sigrún Pálsdóttir ('35)
3. Irma Gunnþórsdóttir ('74)
4. Mary Essiful
7. Fehima Líf Purisevic (f)
8. Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir
14. Erika Rún Heiðarsdóttir
15. María Ósk Heimisdóttir
18. Kolfinna Ólafsdóttir
19. Janet Egyr
21. Lísbet Stella Óskarsdóttir

Varamenn:
12. Aníta Ólafsdóttir (m)
2. Birgitta Sól Vilbergsdóttir ('35)
5. Regína Sigurjónsdóttir ('74)
16. Minela Crnac
23. Samra Begic

Liðstjórn:
Björn Sólmar Valgeirsson (Þ)
Einar Magnús Gunnlaugsson
Samira Suleman
Þorsteinn Haukur Harðarson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: