Norðurálsvöllurinn
þriðjudagur 30. maí 2017  kl. 19:15
Borgunarbikar karla
Aðstæður: Smá gola og rigning.
Dómari: Þorvaldur Árnason
ÍA 2 - 1 Grótta
0-1 Ingólfur Sigurðsson ('64)
1-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('83)
2-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('95)
Halldór Kristján Baldursson , Grótta ('110)
Myndir: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Byrjunarlið:
0. Páll Gísli Jónsson
0. Hallur Flosason ('46)
3. Aron Ingi Kristinsson ('76)
4. Arnór Snær Guðmundsson
6. Albert Hafsteinsson ('91)
7. Tryggvi Hrafn Haraldsson
11. Arnar Már Guðjónsson
14. Ólafur Valur Valdimarsson
19. Patryk Stefanski
20. Gylfi Veigar Gylfason
22. Steinar Þorsteinsson

Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
33. Ingvar Þór Kale (m)
7. Þórður Þorsteinn Þórðarson ('46)
15. Hafþór Pétursson ('91)
17. Ragnar Már Lárusson
18. Stefán Teitur Þórðarson ('76)
21. Guðfinnur Þór Leósson
25. Þór Llorens Þórðarson

Liðstjórn:
Gunnlaugur Jónsson (Þ)
Guðmundur Sævar Hreiðarsson
Jón Þór Hauksson (Þ)
Hlini Baldursson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson

Gul spjöld:
Þórður Þorsteinn Þórðarson ('55)
Patryk Stefanski ('101)
Arnar Már Guðjónsson ('105)

Rauð spjöld:

@BenniThordar Benjamín Þórðarson


120. mín Leik lokið!
Leiknum er lokið á Akranesi og það eru Skagamenn sem komast í 8-liða úrslit.
Eyða Breyta
120. mín
ÞÞÞ í dauðafæri í restina. Hælspryna hjá Steinari og Þórður einn í teignum en skotið virkilega slakt og beint á Terrence.
Eyða Breyta
116. mín
Páll Gísli stálhepinn þarna! Ólafur Valur sendir til baka og Páll alltof lengi að hreinsa fram og þrumar í sóknarmann Gróttu en boltinn framhjá.
Eyða Breyta
115. mín
DAUÐAFÆRI!!!! Gylfi Veigar varnarmaður ÍA einn á móti Terrence eftir skyndisókn og sendingu frá Tryggva en Terrence bjargar sínum mönnum virkilega vel.
Eyða Breyta
111. mín
Ólafur Valur tekur aukaspyrnuna sem ÍA fékk fyrir brotið hjá Halldór en skýtur fyrir markið.
Eyða Breyta
110. mín Rautt spjald: Halldór Kristján Baldursson (Grótta)
Fær sitt seinna gula spjald og er farinn í sturtu.
Eyða Breyta
107. mín
Þórður Þorsteinn tekur spyrnuna en rétt yfir markið.
Eyða Breyta
107. mín
Skagamenn fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
Eyða Breyta
106. mín
Seinni hálfleikur í framlengingu er hafinn.
Eyða Breyta
105. mín
Halldór Kristján í dauðafæri en skotið arfaslakt og Páll Gísli ver. Í því flautar Þorvaldur til hálfleiks.
Eyða Breyta
105. mín Gult spjald: Arnar Már Guðjónsson (ÍA)

Eyða Breyta
102. mín
Steinar Þorsteins með hörkusprett og sendir inn fyrir á Ólaf Val sem kemst í fínt færi en skotið í varnarmann. Spurning með hendi.
Eyða Breyta
101. mín Gult spjald: Patryk Stefanski (ÍA)

Eyða Breyta
100. mín
Gróttumenn fá nokkuð álitlega sókn, eru 3 á móti 3 en eru alltof lengi að þessu og virtist eins og enginn vildi taka skotið. Og þegar það loksins kom þá voru varnarmenn ÍA mættir.
Eyða Breyta
95. mín MARK! Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
MAAAAAAAARK!!!!! Tryggvi að koma ÍA yfir! Arnar Már með skot fyrir utan teig og boltinn skoppar rétt fyrir framan Terrence sem missir hann frá sér og Tryggi fyrstur að átta sig, fer framhjá markmanninum og setur hann í autt markið.
Eyða Breyta
93. mín
Stefán Teitur klaufi þarna. Arnar Már með flotta sendingu inn fyrir en Stefán nær ekki að hemja boltann og varnarmaður Gróttu hreinsar.
Eyða Breyta
91. mín
Byrjar með látum. Stefán Teitur með stórhættulega sendingu fyrir markið en Tryggvi rétt missir af boltanum.
Eyða Breyta
91. mín Hafþór Pétursson (ÍA) Albert Hafsteinsson (ÍA)

Eyða Breyta
91. mín
Framlengingin er hafin og það er Grótta sem byrjar og sækja í átt að höllinni.
Eyða Breyta
90. mín
Venjulegum leiktíma er lokið á Akraensi. Við fáum framlengingu.
Eyða Breyta
90. mín Gult spjald: Halldór Kristján Baldursson (Grótta)

Eyða Breyta
90. mín
90 komnar á klukkuna. Fáum við framlengingu á Akranesi?
Eyða Breyta
88. mín Halldór Kristján Baldursson (Grótta) Ingólfur Sigurðsson (Grótta)

Eyða Breyta
88. mín
Þung pressa frá heimamönnum þessa stundina. Horn efir horn
Eyða Breyta
87. mín


Eyða Breyta
86. mín
Skagamaenn að reyna að knýja fram sigur. Ólafur Valur með hornspyrnu og Terrence missir af boltanum en Stefán Teitur skallar framhjá.
Eyða Breyta
83. mín MARK! Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
MAAAAAAAAAARK!!!!!! Tryggvi Hrafn að jafna fyrir ÍA. Skaginn fékk hornspyrnu og boltinn berst útí teig þar sem hann er skallaður fyrir markið og Tryggvi mætir skallar í markið. Hörku loka mínútur fram undan.
Eyða Breyta
82. mín
Enn eitt skotið hjá ÍA vel utan teigs. Nú er það ÞÞÞ en Terrence ver í horn.
Eyða Breyta
76. mín
Stefán Teitur varla kominn inná og hendir í þrumuskot en rétt framhjá.
Eyða Breyta
76. mín Stefán Teitur Þórðarson (ÍA) Aron Ingi Kristinsson (ÍA)

Eyða Breyta
75. mín
VÁÁÁÁÁÁÁÁ!!! Gróttumenn í dauðafæri!! Pétur Theódór fær boltann aleinn í teignum en klúðrar herfilega! Skagamenn heppnir að lenda ekki 0-2 undir.
Eyða Breyta
72. mín
Óafur Valur með hörkuskot að marki Gróttu en rétt framhjá markinu.
Eyða Breyta
71. mín


Eyða Breyta
69. mín
Terrence með geggjaða vörslu. Aron Ingi með rosalegt skot utan teigs en Terrence með svakalega vörslu
Eyða Breyta
66. mín Enok Eiðsson (Grótta) Aleksandar Alexander Kostic (Grótta)

Eyða Breyta
64. mín MARK! Ingólfur Sigurðsson (Grótta)
MAAAAAAAAARK!!!!!! Grótta er komið yfir á Akranesi! Það er bara þannig! Ingólfur Sigurðsson tekur aukaspyrnu sendir fyrir en enginn nær til boltans og hann skoppar í fjærhornið!
Eyða Breyta
61. mín
Rosalega illa farið með góða sókn hjá Gróttu. Dagur Guðjónsson fær boltann hægra megin í teignum og er rosalega flottir stöðu en setur boltann langt yfir. Illa gert.
Eyða Breyta
58. mín
Þarna munaði litlu! ÞÞÞ með fyrirgjöf úr aukaspyrnu og Arnar Már með skalla að marki sem var ekkert spes en Terrence missir boltann sem er við það að leka inn en hann nær til boltans á línunni.
Eyða Breyta
57. mín Gult spjald: Aleksandar Alexander Kostic (Grótta)

Eyða Breyta
55. mín Gult spjald: Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA)

Eyða Breyta
53. mín
Tryggvi Hrafn í færi fyrir ÍA. Albert með fína sendingu fyrir en Tryggvi skallar í hliðarnetið.
Eyða Breyta
52. mín Pétur Steinn Þorsteinsson (Grótta) Darri Steinn Konráðsson (Grótta)
Gróttumenn gera sína fyrstu breytingu í leiknum.
Eyða Breyta
48. mín
Allt að gerast hérna í upphafi seinni hálfleiks. Gróttumenn fara í sókn og fyrirgjöf frá hægri og klafst í teignum og gestirnir vilja fá víti en Þorvaldur dæmir ekkert. Strax í kjölfarið fer Tryggvi Hrafn illa með leikmann Gróttu og kemst inní teig en færið þröngt og skotið í hliðarnetið.
Eyða Breyta
47. mín
Heimamenn byrjar seinni hálfleikinn með látum. Tvær hörku fyrirgjafir en Gróttumenn sleppa með þetta.
Eyða Breyta
46. mín Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA) Hallur Flosason (ÍA)
Skagamenn gera breytingu í hálfleik
Eyða Breyta
46. mín
Þá er seinni hálfleikur hafinn hjá okkur og það er Grótta sem byrjar með boltann núna.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Kominn hálfleikur á Akranesi. Skaginn heilt yfir betir aðilinn en ekki merkilegur leikur þannig lagað séð.
Eyða Breyta
42. mín
Skagamenn halda áfram að sækja. Nú er það Tryggvi Hrafn sem kemur með flotta fyrirgjöf en skallinn frá Ólafi Val er yfir markið.
Eyða Breyta
41. mín
Steinar Þorsteins með flottann sprett fyrir ÍA og fer fram hjá nokkrum varnarmönnum Gróttu og sendir boltann á Albert rétt utan teigs en skotið yfir markið
Eyða Breyta
40. mín
Fín sókn hjá ÍA og Aron Ingi í góðri fyrirgjafarstöðu en gerir ekki nógu vel og varnarmenn Gróttu hreinsa.
Eyða Breyta
37. mín
Skaginn beint í sókn og Tryggvi góðu skotfæri en varnarmaður Gróttu hendir sér fyrir skotið.
Eyða Breyta
36. mín
Grótta fékk aukaspynu á fínum í stað en Ingólfur ákveður að reyna skotið í stað þess að gefa fyrir og hátt yfir
Eyða Breyta
35. mín
Lítið að gerast í þessum leik akkúrat þessa stundina.
Eyða Breyta
30. mín Gult spjald: Bjarni Rögnvaldsson (Grótta)
Allt, alltof seinn í tæklingu og fær réttilega gult spjald .
Eyða Breyta
29. mín
Þarna munaði litlu að Grótta skorðai sjálfsmarki. Fyrirgjöf frá hægri og Bjarni Rögnvalds hitti boltann afar illa og hann er við að fara í bláhornið en Terrence vel á verði og nær til boltans.
Eyða Breyta
24. mín
Ingólfur Sigurðsson með skot að marki langt utan teigs en Páll Gísli er með þetta á hreinu og boltinn framhjá.
Eyða Breyta
22. mín
Og núna sluppu Gróttumenn með skrekkinn. Misskilningur á milli Terrence og varnarmanns og boltinn laus í teignum en sleppur til hjá þeim.
Eyða Breyta
21. mín
Þarna munaði litu að Grótta að kæmist yfir. Agnar Guðjónsson fíflar varnarmann ÍA og kemst í hörkufæri en skotið ekki nógu gott og Páll Gísli ver.
Eyða Breyta
19. mín
Grótta í hörkusókn og boltinn fyrir markið meðfram jörðinni en vörn ÍA hreinsar á síðustu stundu. Darri Steinn með fyrirgjöfina.
Eyða Breyta
17. mín
Ólafur Valur með skottilraun en hátt yfir markið.
Eyða Breyta
15. mín
Og enn halda Skagamenn áfram að sækja. Flott sending inn fyrir á Tryggva sem tekur boltann vel niður en Arnar Þór nær að stoppa hann á síðustu stundu.
Eyða Breyta
14. mín
Skagamann halda áfram að sækja. Nú kom Stefanski með fyrirgjöf frá hægri en Tryggvi nær ekki góðum skalla og langt framhjá.
Eyða Breyta
12. mín
Fín sókn hjá ÍA. Aron Ingi fær boltann á vinstri kantinum og fína fyrirgjöf en vantaði bara fleiri gular treyjur í teiginn. Strax önnur fyrirgjöf en Terrence gerir vel í að kýla boltann í burtu.
Eyða Breyta
11. mín
Færi hjá Skagamönnum. Stefanski fær boltann í teignum og skýtur á markið en varnarmenn Gróttu komast fyrir skotið.
Eyða Breyta
7. mín
Gróttumenn pressa ekkert alltof hátt þegar ÍA er með boltann og leyfa þeim bara að spila sín á milli á vallarhelmingi Skagamanna.
Eyða Breyta
5. mín
Byrjar rólega hjá okkur. Tryggvi Hrafn reynir að prjóna sig í gegnum vörn Gróttu en vörnin gerir vel og hreinsar í burtu.
Eyða Breyta
1. mín
Fyrsta sókn leiksins er Skagamanna. Tryggi Hrafn með fyrirgjöf en Stefanski nær ekki til boltans.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þá er þetta byrjað hjá okkur á Norðurálsvellinum og það eru heimamenn sem byrja með boltann og sækja í átt að höllinni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það styttist í leikinn hjá okkur og hvet ég fólk til að mæta á völlinn. Hvað er betra en að skella sér á fótboltaleik á þriðjudegi?
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það eru rétt um 25 mínútur í leik hérna hjá okkur á Akranesi og bæði lið og dómararar að hita upp. Það er létt yfir mannskapnum í rigningunni á Akranesi.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru dottin inn eins og sjá má hér til hliðar. Það er þó nokkuð um beytingar á báðum liðum frá því um helgina.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það eru fínar aðstæður á Akranesi í dag til að spila fótbolta. Smá gola og rigning en ekkert sem á að trufla menn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það styttist í að byrjunarliðin detti í hús en reglum samkvæmt á það að gerast klukkutíma fyrir leik. Ólíklegt verður að teljast að Garðar Gunnlaugs verði með í dag en mér skilst að hann sé með lungnabólgu. Þá verður Viktor Smári Segatta ekki með Gróttu vegna meiðsli.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómari leiksins í dag er Þorvaldur Árnason og honum til halds og trausts eru Jóhann Gunnar Guðmundsson og Arnar Þór Stefánsson. Jóhann Gunnarsson er svo eftirlistmaður KSÍ.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Besti árangur Gróttur í bikarkeppni karla er 8-liða úrslit árið 2013, þannig ef þeir vinna hér í kvöld þá jafna þeir sinn besta árangur í keppninni. Skagamenn hafa hins vegar unnið þessa keppni alls 9 sinnum, síðast árið 2003. Það eru bara KR(14) og Valur(10) sem hafa unnið bikarinn oftar. Skagamenn hafa hins vegar ekki komist í 8-liða úrslit frá árinu 2007.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þessi lið hafa ekki mæst oft í keppnum á vegum KSÍ eða samtals sex sinnum og hefur ÍA unnið alla þessa sex leiki og er markatalan úr þeim 19-4. En eins og við vitum getur allt gerst í fótbolta og ekki síst í bikarnum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin hafa bæði farið brösulega af stað í deildarkeppninni. Grótta situr í 9. sæti í Inkasso deildinni með 4 stig en ÍA er 11. sæti Pepsideildarinnar með 3 stig eftir að hafa unnið sinn fyrsta sigur um helgina.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikir liðanna í 32-liða úrslitum voru mjög ólíkir. Þar vann Grótta öruggan 1-4 útisigur á Berserkjum á meðan Skagamenn lentu í miklum vandræðum með Inkasso lið Fram á heimaveilli, en tókst á ótrúlegan hátt að vinna 4-3 sigur með 3 mörkum á síðustu fimm mínútum leiksins.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur og velkomin í beina textalýsingu frá Norðurálsvellinum á Akranesi. Hér ætlum við að fylgjast með leik ÍA og Gróttu í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Terrance William Dieterich (m)
0. Pétur Theódór Árnason
2. Arnar Þór Helgason
6. Darri Steinn Konráðsson ('52)
8. Aleksandar Alexander Kostic (f) ('66)
14. Ingólfur Sigurðsson ('88)
17. Agnar Guðjónsson
20. Bjarni Rögnvaldsson
23. Dagur Guðjónsson
25. Kristófer Scheving
27. Sigurvin Reynisson

Varamenn:
1. Stefán Ari Björnsson (m)
31. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
10. Enok Eiðsson ('66)
11. Andri Þór Magnússon
15. Halldór Kristján Baldursson ('88)
21. Ásgrímur Gunnarsson
24. Andri Már Hermannsson

Liðstjórn:
Bjarki Már Ólafsson
Guðmundur Marteinn Hannesson
Pétur Már Harðarson
Pétur Steinn Þorsteinsson
Björn Hákon Sveinsson
Þórhallur Dan Jóhannsson (Þ)
Sigurður Brynjólfsson

Gul spjöld:
Bjarni Rögnvaldsson ('30)
Aleksandar Alexander Kostic ('57)
Halldór Kristján Baldursson ('90)

Rauð spjöld:
Halldór Kristján Baldursson ('110)