Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍR
3
2
KA
0-1 Bjarki Baldvinsson '38
Jón Gísli Ström '47 1-1
Nigel Quashie '65 2-1
2-2 Jóhann Helgason '81 , víti
Elvar Páll Sigurðsson '90 3-2
12.05.2012  -  14:00
Hertz-völlurinn
1. deild karla
Aðstæður: Blautur völlur og logn
Dómari: Pétur Guðmundssson
Maður leiksins: Nigel Quashie (ÍR)
Byrjunarlið:
25. Þórir Guðnason (m)
Halldór Arnarsson
Trausti Björn Ríkharðsson
7. Jón Gísli Ström ('90)
7. Elvar Páll Sigurðsson
9. Andri Björn Sigurðsson
10. Nigel Quashie
11. Hafliði Hafliðason
14. Reynir Magnússon
17. Guðjón Gunnarsson
22. Axel Kári Vignisson ('78)

Varamenn:
25. Brynjar Örn Sigurðsson (m)
2. Steinar Haraldsson
7. Jónatan Hróbjartsson ('90)
14. Marteinn Gauti Andrason
18. Aleksandar Kostic

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Guðjón Gunnarsson ('85)
Hafliði Hafliðason ('76)
Andri Björn Sigurðsson ('61)
Nigel Quashie ('27)
Reynir Magnússon ('8)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan og margblessaðan. Boltinn byrjar að rúlla í fyrstu deild karla í dag og hér verður bein textalýsing frá leik ÍR og KA á Hertz vellinum í Breiðholti.
Fyrir leik
Það styttist í leik hér á ÍR-velli, byrjunarliðin munu birtast hér til hliðar innan skamms. Stuðningsmannalag ÍR-inga hljómar í hátalarakerfinu. Textinn í því lagi er auðveldur en ,,ÍR skorar mörkin" er aðalsetningin sem hljómar út lagið.
Fyrir leik
Pétur Guðmundsson, lögreglumaður, hefur flautað leikinn á, fyrsti heimaleikur ÍR síðan nafninu á heimavelli félagsins var breytt í Hertz-völlinn!
3. mín Gult spjald: Atli Sveinn Þórarinsson (KA)
Srdjan Tufegdzic, Túfa, er baráttujaxl og hann fær fyrsta gula spjald tímabilsins í fyrstu deildinni.
5. mín
Ungverski framherjinn David Disztl gekk aftur í raðir KA fyrir helgi. Hann er hins vegar ekki kominn með leikheimild og því situr hann borgaralega klæddur í stúkunni í dag.
8. mín Gult spjald: Reynir Magnússon (ÍR)
Pétur er búinn að lyfta gula spjaldinu í annað skipti. Reynir Magnússon fer í bókina fyrir að brjóta á Guðmundi Óla Steingrímssyni.
10. mín
KA-menn eru mun sterkari í byrjun og þeir hafa átt allar marktilraunir leiksins til þessa.
10. mín
Elmar Dan Sigþórsson, fyrirliði KA-manna, leikur í fremstu víglínu í dag og hann fær hér dauðafæri. Elmar vippar boltanum skemmtilega framhjá Halldóri Arnarssyni og kemst í dauðafæri en skot hans fer yfir markið.
14. mín
Nigel Quashie er að leika sinn fyrsta mótsleik með ÍR í dag en hann er í treyju númer 10 á miðjunni. Quashie lék með West Ham í ensku úrvalsdeildinni vorið 2007 en nú fimm árum síðar er hann að leika í með ÍR í íslensku 1. deildinni.
15. mín
Elmar Dan er ágengur í upphafi og hann á hér skalla rétt yfir markið.
20. mín
ÍR-ingar eru búnir að vinna sig inn í leikinn og hafa verið meira með boltann undanfarnar mínútur.
25. mín
Fyrsta markið í 1. deildinni í ár er komið. Nýliðarnir í Hetti eru 1-0 yfir gegn Þrótti í Laugardal, Högni Helgason skoraði markið.
27. mín Gult spjald: Nigel Quashie (ÍR)
Nigel Quashie er búinn að stimpla sig inn en Pétur sýnir honum gula spjaldið fyrir tæklingu.
33. mín
KA-menn vilja fá vítaspyrnu þegar boltinn fer í hendina á Reyni Magnússyni. Boltinn fór í hendina á Reyni af stuttu færi og hann fer með hendina alveg upp við líkamann. Pétur dæmir ekkert.
36. mín
Jón Gísli Ström á hættulegasta færi ÍR hingað til en Sandor Matus ver hörkuskot hans til hliðar. Andri Björn Sigurðsson nær frákastinu en skot hans fer yfir markið.
38. mín MARK!
Bjarki Baldvinsson (KA)
Fyrsta markið er komið og það eru gestirnir sem komast yfir. Eftir mikinn atgang í teignum eftir hornspyrnu berst boltinn út á Guðmund Óla Steingrímsson sem skorar með þrumuskoti frá vítateigslínu. Glæsilegt mark og fagnið er viðeigandi þar sem varnarmaðurinn Gunnar Valur Gunnarsson pússar skóna hjá Guðmundi.
45. mín
Fyrri hálfleik er lokið og KA-menn leiða verðskuldað 1-0 eftir frábært mark hjá Guðmundi Óla Steingrímssyni.
45. mín
Hálfleikstölur í 1. deildinni:

BÍ/Bolungarvík 0 - 0 Víkingur R.

Haukar 1 - 0 Tindastóll
1-0 Hilmar Trausti Arnarsson ('38)

ÍR 0 - 1 KA
0-1 Guðmundur Óli Steingrímsson ('38)

Víkingur Ó. 1 - 0 Fjölnir
1-0 Edin Beslija ('40)

Þróttur 0 - 1 Höttur
0-1 Högni Helgason ('13)

Þór 0 - 0 Leiknir R.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn!
47. mín MARK!
Jón Gísli Ström (ÍR)
ÍR-ingar jafna strax í upphafi síðari hálfleiks. Hafliði Hafliðason á sendingu inn á Jón Gísla Ström sem sleppur í gegn og skorar með þrumuskoti.
54. mín
Ómar Hákonarson er búinn að jafna fyrir Fjölni gegn Víkingi Ólafsvík.
56. mín
Elvar Þór Ægisson er búinn að koma nýliðum Hattar í 2-0 gegn Þrótti á útivelli!
59. mín
Það er lítið um færi hér í Breiðholtinu en ÍR-ingar hafa þó verið ákveðnari það sem af er í síðari hálfleik. Þá er byrjað að hellirigna, áhorfendum til mikilla ama.
61. mín Gult spjald: Andri Björn Sigurðsson (ÍR)
Andri Björn fær gula spjaldið fyrir að brjóta á Gunnari Val.
63. mín
Guðjón Gunnarsson, fyrirliði ÍR, á þrumuskot fyrir utan teig en boltinn fer framhjá.
65. mín MARK!
Nigel Quashie (ÍR)
Nigel Quashie er heldur betur að stimpla sig inn í fyrstu deildina af krafti. Hann kemur ÍR-ingum yfir með skoti fyrir utan vítateig en boltinn hafði viðkomu í varnarmanni áður en hann fór niður í bláhornið. Quashie hefur verið öflugur á miðjunni í dag og stjórnað spili ÍR-inga.
68. mín
Inn:Orri Gústafsson (KA) Út:Elmar Dan Sigþórsson (KA)
70. mín
Elvar Páll Sigurðsson er nálægt því að skora gegn sínum gömlu félögum í KA en hinn ungverski Sandor Matus ver í horn.
72. mín Gult spjald: Darren Lough (KA)
75. mín
Inn:Ívar Guðlaugur Ívarsson (KA) Út:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Húsvísk skipting!
76. mín Gult spjald: Hafliði Hafliðason (ÍR)
Sjötta gula spjaldið hjá Pétri í dag.
78. mín
Inn:Atli Guðjónsson (ÍR) Út:Axel Kári Vignisson (ÍR)
80. mín
KA-menn fá vítaspyrnu. Gunnar Valur á háa sendingu inn á teig og Jóhann Helgason er að taka boltann á "kassann" þegar Reynir Magnússon fer aftan í hann.
81. mín Mark úr víti!
Jóhann Helgason (KA)
Jóhann sendir Þóri Guðnason í rangt horn.
82. mín
KA-menn vilja fá aðra vítaspyrnu þegar Bjarki Baldvinsson fellur við í teignum eftir góða skyndisókn. Gunnar Örvar Stefánsson á síðan skalla rétt framhjá markinu fyrir KA.
85. mín Gult spjald: Guðjón Gunnarsson (ÍR)
90. mín MARK!
Elvar Páll Sigurðsson (ÍR)
Elvar Páll er að skora sigurmarkið gegn sínum gömlu félögum í KA og markið er af dýrari gerðinni. Elvar Páll lék varnarmenn ÍR grátt og skoraði síðan með skoti upp í bláhornið, frábærlega gert!
90. mín
Inn:Jónatan Hróbjartsson (ÍR) Út:Jón Gísli Ström (ÍR)
Leik lokið!
ÍR-ingar fara með 3-2 sigur af hólmi í hörkuleik. Nánar verður fjallað um leikinn hér á Fótbolta.net innan tíðar.
Byrjunarlið:
29. Sandor Matus (m)
Elmar Dan Sigþórsson ('68)
2. Gunnar Valur Gunnarsson
6. Atli Sveinn Þórarinsson
7. Bjarki Baldvinsson
8. Brian Gilmour
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('75)
11. Jóhann Helgason
27. Darren Lough
28. Jakob Hafsteinsson

Varamenn:
18. Fannar Hafsteinsson (m)
5. Ómar Friðriksson
14. Ívar Guðlaugur Ívarsson ('75)
21. Kristján Freyr Óðinsson
25. Carsten Faarbech Pedersen

Liðsstjórn:
Davíð Rúnar Bjarnason

Gul spjöld:
Darren Lough ('72)
Atli Sveinn Þórarinsson ('3)

Rauð spjöld: