Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Þróttur R.
0
3
Haukar
0-1 Marjani Hing-Glover '43
0-2 Marjani Hing-Glover '44
0-3 Heiða Rakel Guðmundsdóttir '86
02.06.2017  -  16:30
Eimskipsvöllurinn
Borgunarbikar kvenna
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Byrjunarlið:
Eva Þóra Hartmannsdóttir
Sóley María Steinarsdóttir
5. Halla María Hjartardóttir ('46)
6. Gabríela Jónsdóttir ('70)
10. Kristín Eva Gunnarsdóttir
11. Kristín Sverrisdóttir ('46)
12. Hrefna Guðrún Pétursdóttir
14. Sierra Marie Lelii
20. Friðrika Arnardóttir
25. Hafrún Sigurðardóttir
32. Bergrós Lilja Jónsdóttir

Varamenn:
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir ('46)
10. Guðfinna Kristín Björnsdóttir ('70)
14. Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir
20. Michaela Mansfield ('46)
22. Sigurrós Eir Guðmundsdóttir

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Hrafnkatla Líf Gunnarsdóttir
Þórkatla María Halldórsdóttir
Rakel Logadóttir
Dagný Gunnarsdóttir

Gul spjöld:
Halla María Hjartardóttir ('40)
Bergrós Lilja Jónsdóttir ('60)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 0-3 sigri Hauka. Fyrsti sigur liðsins í sumar en þær hafa ekki enn náð að vinna í deildinni.
86. mín MARK!
Heiða Rakel Guðmundsdóttir (Haukar)
Stoðsending: Alexandra Jóhannsdóttir
Góð sending inn í teiginn frá Alexöndru á Heiðu Rakel sem hélt áfram þó það hafi verið rifið í treyjuna hennar og skoraði með góðu skoti á markið.
85. mín
Inn:Stefanía Ósk Þórisdóttir (Haukar) Út:Hildigunnur Ólafsdóttir (Haukar)
82. mín
Inn:Eva María Jónsdóttir (Haukar) Út:Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Haukar)
74. mín
Alexandra og Bergrós Lilja skullu saman og fengu höfuðhögg. Eftir smá aðhlynningu komu þær aftur inná.
73. mín
Hildigunnur enn einu sinni í fínu færi en skaut beint á Friðriku.
70. mín
Inn:Heiða Rakel Guðmundsdóttir (Haukar) Út:Konný Arna Hákonardóttir (Haukar)
70. mín
Inn:Guðfinna Kristín Björnsdóttir (Þróttur R.) Út:Gabríela Jónsdóttir (Þróttur R.)
66. mín
Vienna geysist upp vinstri kantinn og skaut að marki en beint á Friðriku.
65. mín
Hildigunnur komst ein gegn Friðriku sem varði vel frá henni.
65. mín
Marjani með þrumuskot í þverslána.
60. mín Gult spjald: Bergrós Lilja Jónsdóttir (Þróttur R.)
Braut á Vienna.
51. mín
Sierra Lelli sóknarmaður Þróttar með gott skot rétt yfir mark Hauka.
50. mín
Friðrika kom langt út úr teignum og Marjani gat sett boltann í tómt markið en skaut rétt framhjá.
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er hafinn. Þróttur gerði tvær breytingar á liði sínu í hálfleik sem má sjá hér að neðan.
46. mín
Inn:Michaela Mansfield (Þróttur R.) Út:Kristín Sverrisdóttir (Þróttur R.)
46. mín
Inn:Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (Þróttur R.) Út:Halla María Hjartardóttir (Þróttur R.)
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur hérna í Laugardalnum. Haukar komust í gang í lok hálfleiksins og skoruðu tvö mörk svo þær leiða með tveimur mörkum gegn engu.
45. mín
Marjani með skot að marki við enda vítateigsins en Friðrika varði.
45. mín
Haukar eru að komast á flug rétt í lok hálfleiksins. Nú átti Vienne Behnke flott skot að marki sem fór ofan á þaknetið.
44. mín MARK!
Marjani Hing-Glover (Haukar)
Stoðsending: Hildigunnur Ólafsdóttir
Geggjað mark hjá Haukum! Annað mark aðeins mínútu síðar. Hildigunnur sendi nú frá vinstri kanti á Marjani sem var fyrir utan teig og lét vaða á fjærstöngina og beint í samskeytin. Þær verja það ekki þarna.
43. mín MARK!
Marjani Hing-Glover (Haukar)
Stoðsending: Alexandra Jóhannsdóttir
Alexandra átti frábæra langa sendingu inn fyrir vörn Hauka á Marjani sem komst ein gegn Friðriku og afgreiddi færið mjög vel. Haukar komnar yfir.
41. mín
Margrét Björg á endalaust af tilraunum á markið, skot af löngu færi oft en hitta aldrei á rammann. Hún verður að fara að stila miðið, ef það tekst þá gætu mörkin farið að koma í þennan leik.
40. mín Gult spjald: Halla María Hjartardóttir (Þróttur R.)
Braut á Margréti við hornið á vítateignum. Aukaspyrna sem Haukar fá.
38. mín
Marjani með þrumuskot fyrir utan teig sem fór í þverslánna og niður. Friðrika náði svo að grípa boltann en missti hann aftur fyrir markið og í hornspyrnu.
33. mín
Gunnar Oddur dómari stoppar leikinn til að segja Höllu Maríu leikmanni Þróttar að hætta að tuða.
30. mín
Margrét Björg enn að skapa hættu við mark Þróttar. Hún tók rétt í þessu aukaspyrnu frá miðjum vallarhelmingi Þróttar en rétt framhjá markinu.
25. mín
Margrét Björg með skot af löngu færi að marki Þróttar sem Friðrika varði.
22. mín
Kristín Sverrisdóttir fékk sendingu út úr teignum í aukaspyrnunni og skaut að marki en framhjá.
21. mín
Þróttur fær óbeina aukaspyrnu innan vítateigs Hauka því Tori Ornela hélt of lengi á boltanum. Þetta er samt alveg á jaðrinum samt.
17. mín
Hildigunnur aftur í hættulegu færi. Nú eftir undirbúning Marjani sem sendi fyrir markið, Hildigunnur potaði í boltann með varnarmann í sér en setti framhjá.
16. mín
Hætta við mark Þróttar! Hildigunnur Ólafsdóttir stal boltanum af Höllu Maríu Hjartardóttur miðverði Þróttar og skaut að marki en rétt framhjá.
15. mín
Fyrsti stundarfjórðungurinn er liðinn. Eins og búast mátti við eru Haukar meira með boltann en það er ekki mikið um færi eins og er. Þróttur hefur verið að sækja meira í sig veðrið síðustu mínúturnar án þess að skapa neina hættu.
5. mín
Marjani Hing-Glover í fínu færi í teignum en Friðrika í marki Þróttar varði frá henni.
3. mín
Margrét Björg Ástvaldsdóttir á fyrsta skotið í leiknum en í hliðarnetið á marki Þróttar.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Haukar byrja með boltann og leika í átt að Húsdýragarðinum.
Fyrir leik
Leikurinn tefst eitthað því annar línuvörðurinn uppgötvaði gat á markinu sem Haukar sækja á. Dómarinn fann enga vallarstarfsmenn strax svo hann fór sjálfur í viðgerðir en nú með aðstoð vallarstarfsmanns.
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völlinn. Þróttur spilar í sínum hefðbundnu rauð/hvít röndóttu búningum en Haukar eru í varabúningum sínum. Þeir eru í bláum felulitum, mikill 80's bragur yfir þeim. Sjón er sögu ríkari.
Fyrir leik
Þetta er fyrsti leikurinn í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins, sex aðrir leikir fara fram í kvöld og svo einn á morgun.

Í kvöld:
16:30 Þróttur R. - Haukar
18:00 Sindri - Grindavík
18:00 Selfoss - ÍBV
19:15 KR - Stjarnan
19:15 HK/Víkingur - Fjölnir
19:15 FH - Valur
19:15 Tindastóll - Fylkir

Á morgun:
16:00 Breiðablik - Þór/KA
Fyrir leik
Heimakonur í Þrótti eru í 1. deild kvenna þar sem þær eru í 5. sæti deildarinnar eftir að hafa unnið tvo af þremur leikjum og tapað einum.

Gestirnir í Haukum eru í neðsta sæti Pepsi-deildarinnar með aðeins eitt stig.
Fyrir leik
Góðan daginn. Verið velkomin í beina texalýsingu frá viðureign kvennaliða Þróttar og Haukar í 16 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna.

Leikurinn hefst klukkan 16:30 en ástæða fyrir tímasetningunni er að karlalið Þróttar á líka leik hér í Laugardalnum í dag og mætir Keflavík klukkan 20:00.
Byrjunarlið:
22. Tori Ornela (m)
Hildigunnur Ólafsdóttir ('85)
6. Vienna Behnke
9. Konný Arna Hákonardóttir ('70)
12. Marjani Hing-Glover
17. Sunna Líf Þorbjörnsdóttir
18. Alexandra Jóhannsdóttir
18. Þórdís Elva Ágústsdóttir
19. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
27. Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('82)
30. Tara Björk Gunnarsdóttir

Varamenn:
3. Stefanía Ósk Þórisdóttir ('85)
8. Svava Björnsdóttir
11. Sara Rakel S. Hinriksdóttir
19. Eva María Jónsdóttir ('82)

Liðsstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Jóhann Unnar Sigurðsson (Þ)
Heiða Rakel Guðmundsdóttir
Helga Helgadóttir
Lárus Jón Björnsson
Árni Ásbjarnarson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: