Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
HK/Víkingur
2
1
Fjölnir
0-1 Lára Marý Lárusdóttir '11
Gígja Valgerður Harðardóttir '80 1-1
Margrét Eva Sigurðardóttir '90 2-1
02.06.2017  -  19:15
Kórinn
Borgunarbikar kvenna
Dómari: Bryngeir Valdimarsson
Byrjunarlið:
Milena Pesic ('62)
Karólína Jack
Hrafnhildur Hjaltalín
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
5. Margrét Sif Magnúsdóttir
9. Margrét Eva Sigurðardóttir
13. Linda Líf Boama ('76)
14. Eyvör Halla Jónsdóttir
20. Maggý Lárentsínusdóttir
21. Edda Mjöll Karlsdóttir ('45)
26. Laufey Elísa Hlynsdóttir

Varamenn:
21. Björk Björnsdóttir (m)
3. Anna María Pálsdóttir
7. Ragnheiður Kara Hálfdánardóttir ('62)
10. Isabella Eva Aradóttir
14. Ísabella Ösp Herbjörnsdóttir ('45)
15. Fjóla Sigurðardóttir
23. Ástrós Silja Luckas ('76)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Sigursteinsson (Þ)
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Stefanía Ásta Tryggvadóttir
Andri Helgason
Ögmundur Viðar Rúnarsson
Egill Atlason

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Alvöru bikardramatík!

Þetta er búið og það er lið HK/Víkings sem fer áfram í 8-liða úrslit Borgunarbikarsins eftir sigurmark á lokamínútu leiksins.

Minni á viðtöl og skýrslu síðar í kvöld og þakka fyrir mig.
91. mín
Inn:Hjördís Erla Björnsdóttir (Fjölnir) Út:Lára Marý Lárusdóttir (Fjölnir)
90. mín MARK!
Margrét Eva Sigurðardóttir (HK/Víkingur)
Ja hérna!

Þvílík dramatík. Berglind búin að redda Fjölni í tvígang en þarna varð hún að játa sig sigraða.

Mér sýndist það vera Margrét Eva sem kom boltanum yfir marklínuna eftir hornspyrnu og darraðadans í teignum.
89. mín
BERGLIND!

Hún er að halda Fjölni inni í leiknum. Varði fyrst langskot Laufeyjar og átti svo meistaralega vörslu frá Ástrós sem var komin ein gegn henni.
87. mín
Peysutog í vítateig Fjölnis. HK/Víkingar vilja víti en þetta lúkkaði soft héðan frá. Egill Atlason aðstoðarþjálfari er brjálaður við Bryngeir og fær tiltal.
84. mín
Aftur Laufey!

Fékk boltann út fyrir teig eftir hornspyrnu og neglir rétt yfir.
82. mín
Laufey Elísa með ágætis skot sem Berglind gerir vel í að verja.
80. mín MARK!
Gígja Valgerður Harðardóttir (HK/Víkingur)
Gígja er að jafna fyrir HK/Víking!

Klaufalegur varnarleikur hjá Fjölni og Kristjana nær ekki að hreinsa boltann úr teignum. Gígja er ákveðin og nær skoti sem dettur yfir Berglindi og í netið. 1-1!
76. mín
Inn:Ástrós Silja Luckas (HK/Víkingur) Út:Linda Líf Boama (HK/Víkingur)
Þriðja skipting HK/Víkings.
76. mín
Hætta í vítateig Fjölnis. Berglind virðist vera að missa fyrirgjöf fyrir fæturnar á Lindu Líf en nær að redda sér.

Sóknarþungi HK/Víkings töluverður um þessar mundir.
71. mín
Brotið á Sunnu á miðjum vallarhelmingi HK/Víkings. Aníta Björk tekur aukaspyrnuna og lyftir boltanum inná teig. Hrafnhildur slær boltann fyrir fæturnar á Rósu en hún hittir ekki boltann og heimakonur hreinsa.
70. mín
Tvö horn í röð hjá heimakonum. Ísabella setur boltann fyrir. Hann virðist skoppa í höndina á varnarmanni Fjölnis en enginn biður um neitt og ekkert dæmt. Mögulegar sjóntruflanir í blaðamannastúkunni.
68. mín
HK/Víkingur fær aukaspyrnu rétt utan teigs, hægra megin við D-bogann. Laufey tekur spyrnuna og rennir boltanum inn á teig í stað þess að skjóta. Ásta Sigrún er vel á verði og nær að bjarga í horn.
67. mín
Frábær sprettur hjá Gígju. Kemst framhjá þremur Fjölniskonum en stungusending hennar á Margréti ekki alveg nógu nákvæm.

HK/Víkingur fær horn í kjölfarið en ekkert verður úr því.
62. mín
Inn:Krista Björt Dagsdóttir (Fjölnir) Út:Linda Lárusdóttir (Fjölnir)
Linda búin að vera dugleg. Er væntanlega ekki alveg heil.
62. mín
Inn:Ragnheiður Kara Hálfdánardóttir (HK/Víkingur) Út:Milena Pesic (HK/Víkingur)
61. mín
DAUÐAFÆRI!

Aníta Björk missir boltann klaufalega til Margrétar Sifjar sem kemst inná teig vinstra megin. Setur boltann fyrir á Lindu Líf sem skýtur beint á Berglindi af markteig. Þarna átti Linda að jafna leikinn!
60. mín
Þriðja langskotið frá Ísabellu! Aftur yfir.
59. mín
Margrét Sif!

Margrét kemst í skotfæri í teignum en hægri fóturinn svíkur hana og skotið laflaust á Berglindi.

Í kjölfarið reynir Ísabella annað langskot en setur boltann aftur yfir.
56. mín
Ísabella reynir fínt skot utan af velli en boltinn aðeins yfir.
55. mín
Linda Líf nálægt því að sleppa í gegn en Ásta Sigrún nær að koma stóru tánni í boltann og bjarga í horn.

Milena smellir boltanum fyrir úr horninu. Frábær fyrirgjöf, beint á vítapunktinn en Fjölniskonur koma boltanum frá.
51. mín
Mikil barátta fyrstu mínútur síðari hálfleiks. Aukaspyrnur, tuð og köll úr stúkunni. Báðum liðum langar áfram!
45. mín
Leikur hafinn
Áfram með smjörið!
45. mín
Inn:Ísabella Ösp Herbjörnsdóttir (HK/Víkingur) Út:Edda Mjöll Karlsdóttir (HK/Víkingur)
Ein skipting í hálfleik. Ísabella fer á miðjuna. Margrét Sif út til vinstri.
45. mín
Það eru þrjú lið búin að tryggja sig áfram í 8-liða úrslitin.

Haukar fara áfram eftir 3-0 sigur á Þrótti. Grindavík vann Sindra 5-2 fyrir austan og þá þurfti ÍBV að hafa verulega fyrir 1-0 sigri á Selfossi.

Úrslitin eftir bókinni og Pepsi-deildarliðin að hafa betur gegn 1. deildar liðum.
45. mín
HK/Víkingar hafa verið meira með boltann en Fjölnisliðið varist vel og helsta hætta heimakvenna hefur skapast þegar þær hafa reynt fyrirgjafir eða langskot.

Eina mark leiksins kom hinsvegar eftir flotta skyndisókn hjá vel skipulögðu Fjölnisliðinu sem er með fljótar og flinkar stelpur fram á við sem eru tilbúnar að refsa þegar þær fá tækifæri til.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur og Fjölniskonur leiða með einu marki.
39. mín
HK/Víkingar leita að jöfnunarmarkinu en eru ekki að ná að opna Fjölnisvörnina. Eru búnar að eiga fjórar skottilraunir utan af velli síðustu mínútur. Þurfa meira hugmyndaflug.
36. mín
Káramenn eru mættir og lífga upp á stemmninguna með söng. Ágæt mæting hjá stuðningsfólki beggja liða.
34. mín
Geggjuð tilþrif hjá Hlín sem leikur sér skemmtilega að varnarmanni HK/Víkings áður en hún reynir að finna Rósu. Það tekst ekki en snúningurinn hennar Hlínar var mjög töff.
24. mín
Aftur séns hjá HK/Víking. Edda Mjöll vinnur boltann af varnarmönnum Fjölnis og reynir skot sem fer rétt framhjá nærstönginni.
23. mín
Þvílík varsla! Ég held að allir í Kórnum hafi séð þennan inni.

Margrét Sif með gott skot úr teignum. Boltinn á leiðinni í markið en Berglind nær að henda sér alveg út í stöng og redda málunum.
22. mín
Fín sókn hjá Fjölni. Endar á því að Sunna Rut fær boltann út í skot en gleymir að halla sér yfir hann og setur boltann hááátt yfir.
17. mín
Milena tekur hornspyrnu fyrir HK/Víking. Setur lágan bolta inn á teig. Linda Líf sýnir styrk sinn og skrokkar varnarmann Fjölnis í burtu og býr þannig til pláss fyrir liðsfélaga sinn til að munda skotfótinn. Sýndist það vera Laufey sem setti boltann framhjá.
11. mín MARK!
Lára Marý Lárusdóttir (Fjölnir)
Fyrsta markið er komið og það eru Fjölniskonur sem gera það!

Linda Lárusdóttir vann boltann af Margréti Sif á miðjunni og stakk honum inn fyrir í hlaupaleiðina hjá Rósu. Hrafnhildur var á undan Rósu í boltann og náði að hreinsa. Þó ekki lengra en fyrir fæturnar á Láru Marý sem var fljót að átta sig fyrir utan teiginn og skilaði boltanum í opið markið með föstu skoti. Virkilega vel klárað.
8. mín
Karólína Jack er spræk hér í byrjun. Var að reyna skot við hægra vítateigshornið en það var máttlaust og beint á Berglindi.
7. mín
Lið Fjölnis lítur svona út:

Berglind
Kristjana - Aníta - Ásta Sigrún - Oddný
Vala Kristín - Linda Lár.
Hlín - Sunna Rut - Lára Marý
Rósa
5. mín
Heimakonur eru hættulegri hér í byrjun. Rétt í þessu var Karólína Jack að reyna fyrirgjöf sem sleikti samskeytin fjær áður en boltinn datt aftur fyrir.
3. mín
Lið HK/Víkings lítur svona út:

Hrafnhildur
Gígja - Margrét Eva - Maggý - Eyvör
Margrét Sif - Laufey
Karólína - Milena - Edda
Linda Líf
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Fjölnir byrjar.
Fyrir leik
Það er korter í leik og byrjunarliðin eru klár.

Björk Björnsdóttir aðalmarkvörður HK/Víkings fékk heilahristing í deildarleik gegn ÍA fyrir tæpri viku og er ekki orðin leikfær ennþá. Hrafnhildur Hjaltalín, markvörður 2.flokks, stendur því á milli stanganna í dag. Að öðru leyti er allt eftir bókinni hjá heimaliðinu.

Hjá Fjölni er Sunna Rut Ragnarsdóttir í byrjunarliðinu í fyrsta sinn en hún kom til félagsins frá Þrótti í vor. Þá saknar liðið Hörpu Lindar Guðnadóttur og Evu Karenar Sigurdórsdóttur. Þær eru ekki á skýrslu í dag en hafa verið í lykilhlutverki í sóknarleik liðsins í sumar.
Fyrir leik
Gengi liðanna í bikarnum á síðustu leiktíð var ólíkt. Fjölnir féll út fyrir Grindavík í fyrstu umferð á meðan HK/Víkingar máttu sætta sig við 1-0 tap fyrir bikarmeisturum Breiðabliks í 8-liða úrslitum.
Fyrir leik
Á leið sinni í 16-liða úrslitin unnu HK/Víkingar fyrst 6-0 stórsigur á Álftanesi og lögðu svo ÍR með tveimur mörkum gegn einu í síðustu umferð.

Fjölnir vann einnig 6-0 stórsigur í fyrstu umferð en andstæðingar þeirra voru Hvíti riddarinn. Í síðustu umferð mætti liðið Keflavík en eftir markalausan leik þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar hafði Fjölnir betur og varð því eina liðið í 2. deild til að komast áfram í 16-liða úrslit.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig liðin standa í dag. HK/Víkingur er eins og fyrr segir á toppi 1. deildar og Fjölnisliðið ætti að vera í toppbaráttu 2. deildar í sumar.

Liðin gerðu 2-2 jafntefli þegar þau mættust í Reykjavíkurmótinu í janúar og þegar þau mættust í undanúrslitum C-deildar Lengjubikarsins fyrir rúmum mánuði unnu HK/Víkingar nauman eins marks sigur. Það er því allt útlit fyrir að við fáum jafnan og spennandi leik.
Fyrir leik
Leikur HK/Víkings og Fjölnis er eini leikurinn í 16-liða úrslitum þar sem Pepsi-deildar lið kemur ekki við sögu. Það er því öruggt að það verður að minnsta kosti eitt lið úr 1. eða 2.deild sem kemst í 8-liða úrslit.

HK/Víkingur er í efsta sæti 1.deildar með fullt hús stiga eftir þrjár efstu umferðir mótsins.

Fjölnir leikur í 2. deild og er þar í 2. sæti með 7 stig að loknum þremur umferðum. Liðin í deildinni hafa þó leikið mismarga leiki og ekki alveg að marka stöðutöfluna að svo stöddu.
Fyrir leik
Góðan dag og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá viðureign HK/Víkings og Fjölnis í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins.

Leikurinn fer fram í Kórnum og hefst kl.19:15. Aðrir leikir í 16-liða úrslitum eru þessir:

Í dag:
16:30 Þróttur R. 0 - 3 Haukar
18:00 Sindri - Grindavík
18:00 Selfoss - ÍBV
19:15 KR - Stjarnan
19:15 HK/Víkingur - Fjölnir
19:15 FH - Valur
19:15 Tindastóll - Fylkir

Á morgun:
16:00 Breiðablik - Þór/KA
Byrjunarlið:
12. Berglind Magnúsdóttir (m)
Oddný Karen Arnardóttir
Rósa Pálsdóttir
Hlín Heiðarsdóttir
Kristjana Ýr Þráinsdóttir
3. Ásta Sigrún Friðriksdóttir
8. Lára Marý Lárusdóttir ('91)
13. Vala Kristín Theódórsdóttir
20. Linda Lárusdóttir ('62)
21. Aníta Björk Bóasdóttir
25. Sunna Rut Ragnarsdóttir

Varamenn:
1. Guðný Ósk Friðriksdóttir (m)
5. Krista Björt Dagsdóttir ('62)
8. Karítas María Arnardóttir
14. Elvý Rut Búadóttir
16. Rakel Marín Jónsdóttir
19. Hjördís Erla Björnsdóttir ('91)
22. Guðrún Helga Guðfinnsdóttir
27. Katrín Elfa Arnardóttir

Liðsstjórn:
Gunnar Már Guðmundsson (Þ)
Gunnar Valur Gunnarsson (Þ)
Sólveig Daðadóttir
Íris Ósk Valmundsdóttir
Katerina Baumruk

Gul spjöld:

Rauð spjöld: