Kaplakrikavöllur
föstudagur 02. júní 2017  kl. 19:15
Borgunarbikar kvenna
Dómari: Bríet Bragadóttir
FH 0 - 4 Valur
0-1 Anisa Raquel Guajardo ('49)
0-2 Vesna Elísa Smiljkovic ('63)
0-3 Málfríður Erna Sigurðardóttir ('75)
0-4 Anisa Raquel Guajardo ('86)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
23. Lindsey Harris (m)
4. Guðný Árnadóttir
5. Victoria Frances Bruce ('65)
7. Erna Guðrún Magnúsdóttir (f)
8. Megan Dunnigan
10. Selma Dögg Björgvinsdóttir
14. Maria Selma Haseta ('80)
16. Diljá Ýr Zomers ('80)
18. Caroline Murray
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir
22. Bryndís Hrönn Kristinsdóttir

Varamenn:
1. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
12. Hafdís Erla Gunnarsdóttir (m)
3. Lilja Gunnarsdóttir ('80)
9. Rannveig Bjarnadóttir ('80)
11. Þorbjörg Lilja Sigmarsdóttir
17. Alda Ólafsdóttir ('65)
26. Nadía Atladóttir

Liðstjórn:
Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
Halla Marinósdóttir
Elva Björk Ástþórsdóttir
Orri Þórðarson (Þ)
Daði Lárusson (Þ)
Hákon Atli Hallfreðsson (Þ)
Þorsteinn Máni Óskarsson

Gul spjöld:
Victoria Frances Bruce ('27)

Rauð spjöld:

@valastella Valgerður Stella Kristjánsdóttir


90. mín Leik lokið!
Valskonur vinna öruggan 4-0 sigur á FH í Kaplakrika. Sanngjarn sigur í hörkuleik þar sem öll mörkin komu í seinni hálfleik.
Eyða Breyta
90. mín
FH-ingar fá aukaspyrnu inná vallarhelming Valskvenna. Guðný neglir boltanum á markið en skotið fer langt yfir.
Eyða Breyta
89. mín
FH-ingar freista þess að laga stöðuna. Megan á gott skot á markið sem Sandra má hafa sig alla við að verja. Alda nær frákastinu og aftur ver Sandra.
Eyða Breyta
86. mín MARK! Anisa Raquel Guajardo (Valur)
Anisa bætir við marki fyrir Valsara. Þetta er að verða algjört rúst.
Eyða Breyta
85. mín
Elín Metta pressar vel og vinnur boltann af Lilju en missir hann of langt frá sér.
Eyða Breyta
83. mín Nína Kolbrún Gylfadóttir (Valur) Laufey Björnsdóttir (Valur)

Eyða Breyta
82. mín
Valskonur eru síst hættar, tvö hættuleg færi í röð, Lindsey ver fast skot frá Elínu Mettu og svo á Thelma Björk skalla framhjá.
Eyða Breyta
80. mín Lilja Gunnarsdóttir (FH) Maria Selma Haseta (FH)

Eyða Breyta
80. mín Rannveig Bjarnadóttir (FH) Diljá Ýr Zomers (FH)
FH-ingar gera tvöfalda skiptingu
Eyða Breyta
76. mín Hrafnhildur Hauksdóttir (Valur) Stefanía Ragnarsdóttir (Valur)

Eyða Breyta
75. mín MARK! Málfríður Erna Sigurðardóttir (Valur)
Thelma Björk skrúfar boltann fast niðri með vinstri. Málfríður Erna er sterkust inni á teignum og leggur boltann sannfærandi í hægra hornið niðri.
Eyða Breyta
74. mín
Lindsey sendir hættulega sendingu sem Elín Metta kemst næstum því inní en það er brotið á henni og Valskonur fá aukaspyrnu við hægra teighornið.
Eyða Breyta
72. mín
Bryndís Hrönn á frábæra skiptingu yfir til vinstri á Caroline. Hún vinnur innkast sem berst út til Öldu sem á skot á mark sem Sandra ver.
Eyða Breyta
70. mín Thelma Björk Einarsdóttir (Valur) Vesna Elísa Smiljkovic (Valur)
Thelma Björk kemur inná í sínum fyrsta leik í sumar en hún hefur verið meidd frá því að tímabilið hófst. Markaskorarinn Vesna fer út af.
Eyða Breyta
69. mín
FH-stelpur stela boltanum á miðjunni og koma honum upp í horn vinstra megin á Diljá, hún reynir fyrirgjöf en Valskonur hreinsa frá.
Eyða Breyta
68. mín Gult spjald: Laufey Björnsdóttir (Valur)
Laufey stöðvar sókn FH, allt of sein í tæklinguna og fær gult spjald.
Eyða Breyta
67. mín Gult spjald: Stefanía Ragnarsdóttir (Valur)
Stefanía stöðvar skyndisókn FH-inga með broti og hlýtur gult spjald fyrir.
Eyða Breyta
65. mín Alda Ólafsdóttir (FH) Victoria Frances Bruce (FH)
Victoria fer útaf fyrir Öldu sem kemur inn á miðjuna.
Eyða Breyta
63. mín MARK! Vesna Elísa Smiljkovic (Valur)
Guðný fellur í teignum og missir af boltanum sem kemur inn úr hægra horninu frá Valskonum. Vesna kemst ein á móti markmanni og rennir boltanum í hægra hornið. Vel klárað.
Eyða Breyta
62. mín
Vallarþulur tilkynnir að 147.500kr. hafi safnast í styrktarsjóð Samiru Suleman með miðasölu kvöldsins.
Eyða Breyta
61. mín
Hlín tók innkast sem fór í varnarmann FH og aftur fyrir endamörk. Vesna tekur hornið. Arna Sif stekkur hæst í teignum og á skalla sem berst aftur út til Vesnu. Valskonur sækja stíft.
Eyða Breyta
59. mín
Hlín tekur innkast hægra megin og fær boltann aftur og sendir háan bolta á fjær þar sem Vesna skallar boltann niður í grasið og FH-stelpur ná svo að hreinsa.
Eyða Breyta
57. mín
Ekkert varð úr spyrnunni sem Vesna tók sjálf.
Eyða Breyta
56. mín
Megan brýtur á Vesnu við teighornið.
Eyða Breyta
52. mín
Elín Metta á fína skiptingu yfir á Hlín sem sendir fastan bolta niðri inná teiginn. Þar er Vesna, hún hittir boltann illa og skotið er laflaust beint á Lindsey.
Eyða Breyta
51. mín
Valskonur sækja áfram og Laufey á fína sendingu inní teiginn á Vesnu sem skallar boltann framhjá.
Eyða Breyta
49. mín MARK! Anisa Raquel Guajardo (Valur)
Valskonur byrja af krafti og komast í hættulega sókn sem endar með töluverðu klafsi inni á teignum og Anisa er þar sterkust og nær að pota boltanum inn.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Leikur er hafinn að nýju.
Eyða Breyta
45. mín
Margrét Lára situr í stúkunni ásamt Elísu systur sinni og Dóru Maríu en allar eru þær meiddar. Hún lætur ágætlega af sér og vonast til að vera tilbúin í landsleikina tvo sem eru framundan. Tíminn verður þó að leiða það í ljós segir hún.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Fyrri hálfleik lokið og enn markalaust þrátt fyrir ágætis færi. Valskonur voru sterkari aðilinn meirihluta hálfleiksins en FH-konur sóttu í sig veðrið þegar líða fór á og sóttu töluvert undir lok hálfleiksins.
Eyða Breyta
43. mín
FH-ingar eiga flotta sókn þar sem Helena Ósk prjónar sig inn að marki og sendir svo upp í horn hægra megin á Caroline. Hún kemur boltanum fyrir og þá er Helena komin inn í teig en skotið fer í varnarmann og aftur fyrir endamörk.
Eyða Breyta
41. mín
Illa farið með gott tækifæri hjá FH. Þær unnu boltann á miðjunni og komust í skyndisókn 5 á 3 en enn og aftur var Helena Ósk rangstæð, í líklega fimmta skipti í þessum leik.
Eyða Breyta
37. mín
FH-ingar vinna boltann á miðjunni og Victoria á flotta stungusendingu á Helenu Ósk sem er dæmd rangstæð. FH-ingar mótmæla, þetta var allavega mjög tæpt.
Eyða Breyta
36. mín
Elín Metta keyrir upp vinstri kantinn og kemur boltanum fyrir þar stökkva Anisa og Lindsey saman og FH-ingar vilja fá dæmda aukaspyrnu. Bríet dæmir ekki og Vesna skýtur á markið en boltinn fer framhjá.
Eyða Breyta
35. mín
FH-stelpur komast í sókn og vinna horn. Guðný Árnadóttir tekur hornið en aftur er hornið yfir allan teiginn og enginn að taka á móti hinum megin.
Eyða Breyta
31. mín
Stórhætta inn á teig FH-inga eftir hornið. Arna Sif á skot í slá og boltinn fellur svo aftur fyrir hana og hún skallar en rétt framhjá.
Eyða Breyta
30. mín
Vesna sækir boltann á miðjunni og kemur honum upp í hornið á Hlín. Hlín sendir fyrir og Ariana kemst í færi en vörn FH nær að bjarga í horn.
Eyða Breyta
27. mín Gult spjald: Victoria Frances Bruce (FH)
Þetta er ljótt! Victoria og Ariana Calderon eiga í einhverju orðaskaki sem endar með því að Victoria hrindir Ariönu og fær gult spjald fyrir vikið.
Eyða Breyta
24. mín
Valskonur hafa verið töluvert sterkari aðilinn það sem af er leiks og eru oftar en ekki að ná að slútta sóknunum sínum með því að koma sér í ágætis stöðu en engin dauðafæri enn sem komið er.
Eyða Breyta
19. mín
Valskonur komast enn einu sinni í sókn. Arna Sif er komin langt út úr stöðu en nær að koma boltanum á Hlín í hægra horninu, hún sendir fyrir og Lindsey á í vandræðum með að halda boltanum en nær valdi á honum að lokum.
Eyða Breyta
16. mín
Vesna tekur spyrnuna sjálf og sendir út á Málfríði Önnu sem skýtur yfir.
Eyða Breyta
15. mín
Valskonur fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað eftir að Selma Dögg brýtur á Vesnu við vítateigshornið hægra megin.
Eyða Breyta
14. mín
Stórhættuleg og vel útfærð sókn hjá Val. Laufey sendir boltann upp í hornið á Hlín sem kemur honum fyrir markið á Anisu sem tekur hann í fyrsta en skotið fer beint á Lindsey í marki FH.
Eyða Breyta
13. mín
Stefanía Ragnarsdóttir fær boltann til vinstri og á frábæra sendingu sem er ætluð Anisu sem liggur fremst. Vörn FH nær á síðustu stundu að bægja hættunni frá.
Eyða Breyta
11. mín
Hlín Eiríksdóttir kemst upp í hornið hægra megin og á fína fyrirgjöf sem fellur fyrir fætur Vesnu, hún nær ekki að taka nógu vel á móti boltanum og skotið lélegt.
Eyða Breyta
10. mín
Bæði lið liggja hátt boltalausar og það er töluverður hraði hér í upphafi leiks. Bæði lið ætla sér að ná fyrsta markinu.
Eyða Breyta
9. mín
Valsstelpur vinna boltann eftir horn FH-inga og keyra af stað í skyndisókn sem er stöðvuð af Ernu Guðrúnu.
Eyða Breyta
8. mín
Erna Guðrún fyrirliði FH tekur skot alveg upp úr þurru langt utan af velli og Sandra má hafa sig alla við í markinu. Hún gerir aftur á móti vel og blakar boltanum yfir markið.
Eyða Breyta
2. mín
FH-stelpur komast í fyrstu sóknina og Victoria á skot á markið sem fer í varnarmann og framhjá. Taka svo langt horn sem fer alla leið yfir teiginn en enginn er þar.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og Valskonur byrja með boltann.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Valskonur gera tvær breytingar á sínu liði frá leiknum gegn Haukum á mánudag. Stefanía Ragnarsdóttir og Anisa Raquel Guajardo koma inn í byrjunarliðið fyrir Hrafnhildi Hauksdóttur og Margréti Láru Viðarsdóttur. Margrét Lára fór meidd af velli í síðasta leik og er ekki á skýrslu í dag. Málfríður Erna tekur við fyrirliðabandinu.

FH gerir eina breytingu á liði sínu frá síðasta leik, skoski leikmaðurinn Victoria Fances Bruce kemur inn í byrjunarlið fyrir Nadíu Atladóttur.

Dómari leiksins er Bríet Bragadóttir, dómari ársins í Pepsi-deild kvenna 2014.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH og Valur hafa sammælst um það að allur ágóðinn af miðasölu vegna leiksins renni í styrktarsjóð Samiru Suleman, leikmanns Víkings Ólafsvíkur. Hún greindist nýverið með alvarlegan sjúkdóm og vilja bæði lið með þessu móti styðja við bakið á henni og Víkingi Ólafsvík í þessum erfiðu veikindum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Búast má við hörkuleik en bæði lið eru með 12 stig í Pepsi-deildinni og sitja í 5. og 6. sæti. Eins eru liðin að öllum líkindum með sjálfstraustið í lagi þar sem bæði lið unnu góða útisigra í síðustu leikjum sínum í Pepsi-deildinni á mánudaginn.

Það verður spennandi að sjá hvernig liðin stilla upp í kvöld en Margrét Lára Viðarsdóttir fór út af í síðasta leik Vals gegn Haukum á 30.mínútu. Úlfur þjálfari Vals var þó jákvæður í leikslok og bjóst við að hún yrði í lagi.

Eins verður gaman að sjá hvort FH-ingar tefla fram skosku stelpunni Victoriu Frances Bruce sem er nýgengin til liðs við FH og kom inná í fyrsta skipti í leik FH og Grindavíkur í deildinni á mánudaginn var.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan dag og velkomin í beina textalýsingu frá viðureign FH og Vals í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins.

Leikurinn fer fram í Kaplakrika og hefst kl.19:15. Aðrir leikir í 16-liða úrslitum eru þessir:

Í dag:
16:30 Þróttur R. - Haukar
18:00 Sindri - Grindavík
18:00 Selfoss - ÍBV
19:15 KR - Stjarnan
19:15 HK/Víkingur - Fjölnir
19:15 Tindastóll - Fylkir

Á morgun:
16:00 Breiðablik - Þór/KA
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
4. Málfríður Erna Sigurðardóttir (f)
5. Ariana Calderon
8. Laufey Björnsdóttir ('83)
10. Elín Metta Jensen (f)
10. Stefanía Ragnarsdóttir ('76)
11. Vesna Elísa Smiljkovic ('70)
13. Anisa Raquel Guajardo
14. Hlín Eiríksdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
28. Arna Sif Ásgrímsdóttir

Varamenn:
2. Þorgerður Einarsdóttir (m)
3. Pála Marie Einarsdóttir
8. Hrafnhildur Hauksdóttir ('76)
17. Thelma Björk Einarsdóttir ('70)
20. Hlíf Hauksdóttir
25. Nína Kolbrún Gylfadóttir ('83)
30. Katrín Gylfadóttir

Liðstjórn:
Ásta Árnadóttir
Kristín Ýr Bjarnadóttir
Rajko Stanisic
Thelma Guðrún Jónsdóttir
Úlfur Blandon (Þ)
Jón Stefán Jónsson

Gul spjöld:
Stefanía Ragnarsdóttir ('67)
Laufey Björnsdóttir ('68)

Rauð spjöld: