ÍR
2
1
Þór
0-1 Sveinn Elías Jónsson '85
Viktor Örn Guðmundsson '89 1-1
Sergine Fall '90 2-1
03.06.2017  -  15:00
Hertz völlurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Aðstæður: Fínasta veður gola og létt skýjað
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Óskar Jónsson
Byrjunarlið:
1. Steinar Örn Gunnarsson (m) ('61)
4. Már Viðarsson (f)
6. Brynjar Steinþórsson ('55)
7. Jón Gísli Ström
7. Jónatan Hróbjartsson ('81)
10. Jóhann Arnar Sigurþórsson
10. Viktor Örn Guðmundsson
13. Andri Jónasson
14. Óskar Jónsson
18. Jón Arnar Barðdal
22. Axel Kári Vignisson

Varamenn:
3. Reynir Haraldsson
19. Eyþór Örn Þorvaldsson
23. Þorsteinn Jóhannsson
27. Sergine Fall ('55)

Liðsstjórn:
Arnar Þór Valsson (Þ)
Ásgeir Aron Ásgeirsson (Þ)
Helgi Freyr Þorsteinsson
Hilmar Þór Kárason
Magnús Þór Jónsson
Styrmir Erlendsson
Eyjólfur Þórður Þórðarson
Andri Helgason

Gul spjöld:
Óskar Jónsson ('54)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þvílikar Lokamínútur ! Eftir fremur bragðdaufan fyrri hálfleik þá var seinni hálfleiku mikil skemmtun !

ÍR-ingar fagna hér ákaft enda 3 mikilvæg stig í hús , Þórsarar hljóta að vera hundsvekktir enda með unnin leik í höndunum .


Ég þakka fyrir mig skýrsla og viðtöl koma innan skamms.
90. mín MARK!
Sergine Fall (ÍR)
MARRRKKKKK !! 5 mínútur búnar af viðbætum leiktima .
Styrmir Erlendsson með frábært touch á miðjunni sem skapar þessa sókn.
Það kemur sending á Sergine Modou sem klárar af yfirvegun í hægra hornið fjær.
90. mín Gult spjald: Gauti Gautason (Þór )
Gauti tekur Styrmi í sniðglímu
89. mín MARK!
Viktor Örn Guðmundsson (ÍR)
MARK !! VÁÁÁÁÁ Viktor Örn með stórfenglegt mark fyrir utan teig þvílik bomba
85. mín MARK!
Sveinn Elías Jónsson (Þór )
Stoðsending: Aron Kristófer Lárusson
MAARRRKKKKK Sveinn Elías hver annar en fyrirliðinn stígur upp!!! Þetta lá í loftinu , Aron Kristófer í sinni fyrstu snertingu tekur aukaspyrnu , Sveinn Elías nær skoti sem fer í Helga markmann nær frákastinu sjálfur og skorað .
84. mín
Inn:Aron Kristófer Lárusson (Þór ) Út:Orri Freyr Hjaltalín (Þór )
Tvöföld skipting hjá Þór ! Þeir ætla sækja 3 stig hér í dag
83. mín
Inn:Loftur Páll Eiríksson (Þór ) Út:Kristinn Þór Björnsson (Þór )
82. mín
AFTUR ! Þórsarar koma boltanum í netið í annað skiptið í dag en línuvörðurinn flaggar þá rangstæður .
Sýndist þetta vera rétt
81. mín
Inn:Styrmir Erlendsson (ÍR) Út:Jónatan Hróbjartsson (ÍR)
Síðasta skipting heimamanna Jónatan Hróbjartsson fer útaf og inná kemur kvennagullið Styrmir Erlendsson
80. mín
Stuðningsmenn heimamanna öskra eftir víti í teig gestanna en dómarinn er með allt á hreinu í dag
76. mín
Þór fær hér ódýra aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig ÍR-inga en spyrnan er arfaslök
73. mín
Þórsarar hafa pressað stíft síðustu mínuturnar.
72. mín
Inn:Númi Kárason (Þór ) Út:Gunnar Örvar Stefánsson (Þór )
Fyrsta skipting Gestanna Gunnar ÖRvar fer af velli og Númi Kárason kemur inn
67. mín
Þvílikur darraðardans inn í teig Þórsara eftir hornspyrnu frá ÍR-ingum þeir eiga tvö til þrjú skot sem eru varinn eða blokkuð á endanum ná Þórsarar að hreinsa .
61. mín
Inn:Helgi Freyr Þorsteinsson (ÍR) Út:Steinar Örn Gunnarsson (ÍR)
ÍR-ingar þurfa að gera markmanns skiptingu Steinar Örn virðist einfaldlega togna eða fá tak aftan í læri !
Inná í markið kemur hinn 22 ára uppaldi Helgi Freyr Þorsteinsson
60. mín
Það er fremur hljótt hér á Hertz velli og auglýsi ég eftir stuðningsmönnum ÍR og þá sérstaklega Ghetto Hooligans , sé að þeir sitja í brekkunni en það heyrist lítið sem ekkert í þeim .
57. mín
En ein sóknin hjá Þór í seinni hálfleik boltin kemur inn í teig Ármann Pétur með þrumuskot sem að Steinar Örn ver hann er að halda ÍR-ingum inn í þessum leik þessar mínúturnar
56. mín
RANGSTÆÐUR ! Þórsarar skora mark en línuvörðurinn var fljótur að flagga og Rangstæða dæmd , hárrétt frábær dómagæsla hjá línuverðinum
55. mín
Inn:Sergine Fall (ÍR) Út:Brynjar Steinþórsson (ÍR)
Fyrsta breyting heimamanna .

Brynjar Steinþórsson virðist fá högg og getur ekki haldið leik áfram. Inn á kemur hinn eitursnöggi Sergine Modou Fall
54. mín Gult spjald: Óskar Jónsson (ÍR)
Fyrsta Gula spjald leiksins
52. mín
Hvað er að gerast !! Allt annað líf í seinni hálfleik núna eru það Þórsarar sem eiga DAUÐA DAUÐA færi , fyrirsendinginn frá teignum hægra meginog Jóhann Helgi í algjör Dauðafæri en Steinar Örn með frábæra markvörslu !

Svona á þetta að vera , meira svona takk !
51. mín
ÍR-ingar aftur nálagt því að skora! Már viðarsson flikkar boltanum yfir og Jónatan Hróbjartsson er nálagt því að skora !
49. mín
Gott færi ÍR-ingar eru sterkari hér í byrjun seinni hálfleiks keyra grimmt upp vinstri kantinn þar sem Axel Kári kemst upp með boltan sendir hann fyrir og Vikor Örn á fínt skot sem endar rétt framhjá .
46. mín
Hinn Fjallmyndarlegi Eyjólfur Héðinsson leikmaður Stjörnunar er mættur í stúkuna að fylgjast með uppeldisfélaginu sínu .
Hann tekur sig alltaf vel út í Breiðholtinu.
45. mín
Síðari hálfleikur er hafinn ÍR-ingar byrja með boltan .
Við skulum vona að síðari hálfleikur verði meiri skemmtun en sú fyrri .
45. mín
Hálfleikur
Kominn Hálfleikur hér á Hertz Vellinum . Fyrri hálfleikur mikill vonbrigði hvorugt lið að skapa sér færi að viti.

Prinsinn í Mjóddinni ætti hinsvegar að kíkja á það að Sponsa Kristófer vallarþul Hertz Vallar , Hann auglýsir þá grimmt í hálfleik og hvetur fólk til að skella sér á 2 fyrir 1 Tilboð á Mountain Dew og Orku hjá Prinsinum.
45. mín
Þessi fyrri hálfleikur fer ekki í sögubækurnar fyrir skemmtilegheit hann einkennist af mikilli baráttu og orðaskiptum en hefur verið fremur bragðdaufur hingað .
43. mín
ÚFF Steinar Örn með hræðilegt útspark sem endar í góðri fjórir á tvo stöðu fyrir Þórsara en Már Viðarsson reddar Steinari þarna með frábærri tæklingu.
Þarna voru ÍR heppnir
38. mín
Þessi leikur er ekki mikið fyrir auga eða spennufíkla
Við blaðamenn gætum skipst á að taka kríu hérna í blaðamannastúkunni svo mikið af dauðum köflum í þessum leik.
33. mín
HÖRKUFÆRI ! Gauti Gautason með frábæra sendingu innfyrir á Gunnar Örvar sem að chippar boltanum yfir , hann átti að gera mun mun mun betur þarna .
30. mín
Jónas Björgvin með gott skot utan teigs en boltin fer rétt yfir.

Það er fátt um alvöru marktækifæri hérna en mikið um tæklingar og baráttu.
26. mín
Sigurður Marínó " Evrópu Siggi " í ákjósanlegu færi en ÍR-ingar ná að bjarga á síðustu stundu.
22. mín
ÍR-ingar taka hornspyrnu hinum megin Aron Birkir missir boltan en nær að bjarga sér fyrir horn með góðri markvörslu .
21. mín
Stórhættuleg sókn hjá Þórsörum , keyra upp hægri kantinn og það kemur stórhættuleg fyrirgjöf þar sem Jóhann helgi og GUnnar Örvar rétt misstu af boltanum .
Þórsarar að taka við sér
18. mín
ÍR-ingar auka pressuna voru nálagt því að sleppa í gegn og fá hér þrjár hornspyrnur í röð eru mun hættulegri þessa stundina.
15. mín
Fremur bragðdaufar fyrst 15 mínútur leiksins .
Það gleður hinsvegar krakkana hér í dag að sjá fyrrum 12:00 Stjörnuna Róbert Úlfarsson sem er mættur í stúkuna.
6. mín
Leikurinn fer jafnt af stað mikil stöðubarátta og bæði lið virðast ákveðinn í að sækja 3 stig hér í dag .
5. mín
ÍR- ingar fá aukaspyrnu á hættulegum stað rétt utan vítateigs en hún fer hátt yfir .
1. mín
Leikur hafinn
Þórsarar byrja með boltan í dag , Dómarinn er klár, leikmenn eru klárir, ég er klár! Þetta er komið af stað !
Fyrir leik
"Hard in the paint" með Waka Flocka Fame ómar hér um Breiðholtið er leikmenn rölta inn á völlinn.

Vallarþulurinn hér á Hertz vellinum fer á kostum þegar hann kynnir leikmenn til leiks fullur eldmóði.

Þetta er að bresta á
Fyrir leik
Það styttist í leik , leikmenn hafa lokið upphitun og rölta nú í átt að klefunum .

Vallar og leikaðstæður í dag eru til fyrirmyndar smá gjóla og skýjað 14 stiga hiti og slétt vel vökvað gras ÍR ingar eiga fullt hrós skilið fyrir vallaraðstæður hér í dag.
Fyrir leik
Ég hef miklar áhyggjur af því að þreyta gæti verið í ÍR-ingum. Þeir áttu hörkuleik gegn Pepsi-deildarliði KR í Borgunarbikarnum síðastliðinn miðvikudag og töpuðu þar með naumindum í vítaspyrnukeppni eftir 120 mínútur í framlengdum leik.

Þórsararnir duttu hinsvegar út í 32 liða úrslitum á móti Ægi eftir vítaspyrnukeppni og fengu því viku hvíld fyrir þennan leik.
Fyrir leik
Bæði lið hafa byrjað mótið fremur illa og sitja í 10 og 11 sæti Inkasso deildarinnar eftir að 4 umferðir hafa verið leiknar.

ÍR ingar hafa sýnt að þeir eigi fullt erindi í Inkasso deildina en þeir hafa verið að tapa dýrmætum stigum á lokamínútum leikja sem gætu reynst dýrkeypt þegar lengra er liðið á mótið.

Ég hef áhyggjur af varnarleik Þórs 10 mörk fengin á sig eftir 4 umferðir er ekki boðlegt fyrir norðan og þurfa þeir að finna leið til þess að laga hann og þétta hann sem fyrst.
Fyrir leik
Góðan dag og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik ÍR og Þór í Inkasso deild karla
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
Sveinn Elías Jónsson
Orri Freyr Hjaltalín ('84)
Orri Sigurjónsson
4. Gauti Gautason
6. Ármann Pétur Ævarsson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
11. Kristinn Þór Björnsson ('83)
99. Gunnar Örvar Stefánsson ('72)

Varamenn:
16. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Gísli Páll Helgason
4. Aron Kristófer Lárusson ('84)
5. Loftur Páll Eiríksson ('83)
14. Jakob Snær Árnason
18. Alexander Ívan Bjarnason
21. Kristján Örn Sigurðsson
25. Jón Björgvin Kristjánsson
26. Númi Kárason ('72)

Liðsstjórn:
Lárus Orri Sigurðsson (Þ)
Guðni Þór Ragnarsson
Særún Jónsdóttir
Atli Örn Gunnarsson

Gul spjöld:
Gauti Gautason ('90)

Rauð spjöld: