Selfoss
0
1
ÍBV
0-1 Cloé Lacasse '73
02.06.2017  -  18:00
JÁVERK-völlurinn
Borgunarbikar kvenna
Aðstæður: Blautt, 14 stiga hiti, logn.
Dómari: Kristinn Friðrik Hrafnsson
Áhorfendur: 200
Maður leiksins: Cloe Lacasse
Byrjunarlið:
12. Chante Sherese Sandiford (m)
Anna María Friðgeirsdóttir ('79)
5. Brynja Valgeirsdóttir
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
8. Íris Sverrisdóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir ('79)
14. Karitas Tómasdóttir
16. Alexis C. Rossi
17. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir ('88)
18. Magdalena Anna Reimus
23. Kristrún Rut Antonsdóttir

Varamenn:
11. Karen Inga Bergsdóttir
15. Unnur Dóra Bergsdóttir
19. Eva Lind Elíasdóttir ('79)
20. Írena Björk Gestsdóttir ('88)
25. Eyrún Gautadóttir

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Erna Guðjónsdóttir
Svandís Bára Pálsdóttir
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Ísabella Sara Halldórsdóttir
Jóhann Ólafur Sigurðsson
Margrét Katrín Jónsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ekkert sem gerist í uppbótartíma og Kristinn flautar til leiksloka.

Baráttusigur hjá ÍBV, 0-1.

Skýrsla væntanleg.
90. mín
Við erum dottin í uppbótartíma.
90. mín
Inn:Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (ÍBV) Út:Katie Kraeutner (ÍBV)
89. mín
Selfyssingar að setja pressu á ÍBV þessar lokamínútur. Meira með boltann og dæla honum inn í teig.

Stuðningsmenn ÍBV orðnir stressaðir.
88. mín
Inn:Írena Björk Gestsdóttir (Selfoss) Út:Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir (Selfoss)
Síðasta skipting Selfyssinga.
87. mín
Cloe aðeins að ofmeta það sem hún átti eftir á tanknum.

Sprettur upp vinstri kantinn og kemst inní teig, eftir það er þetta bara svona "eitthvað" hjá henni og boltann endar í höndum Chanté
82. mín
Kristinn Friðrik dómari hefur lítið fengið að flauta í þessum leik, virðist vera eitthvað pirraður á því og flautar því hér brot á Sunnuevu alveg við hornfána þegar ÍBV var þegar búið að vinna hornspyrnu.

Alls ekki brot.

Chanté grípur þó fyrirgjöfina frá Cloe sjálfri.
80. mín
Inn:Clara Sigurðardóttir (ÍBV) Út:Kristín Erna Sigurlásdóttir (ÍBV)
79. mín
Inn:Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss) Út:Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss)
79. mín
Inn:Erna Guðjónsdóttir (Selfoss) Út:Anna María Friðgeirsdóttir (Selfoss)
77. mín
Þá er hann farinn að rigna helvískur...
75. mín
Selfyssingar bruna í sókn eftir markið og fá aukaspyrnu á góðum stað.

Magdalena tekur, spyrnan virðist fín en aðeins of lág og endar í varnarveggnum.
73. mín MARK!
Cloé Lacasse (ÍBV)
CLOEEEEEEE!

Ísinn er BROTINN!

Einstaklingsframtak af bestu gerð, spólar sig framhjá 2-3 Selfyssingum og setur boltann í fjærhornið. Chanté með fingurnar í boltanum en því miður fyrir hana dugði það ekki til. Stöngin inn!
70. mín
Aukaspyrna á hættulegum stað, Sóley heldur áfram að taka spyrnurnar.

Góð fyrirgjöf inn í box á kollinn á Sigríði Láru sem nær skallanum að marki en er dæmd rangstæð.
67. mín
ÍBV Í DAUÐAFÆRI!!!!!!!!

Algjört RUGL á varnarmönnum á Selfyssingum sem eru að bjóða hættunni heim með því að tala ekkert saman, Cloe, Kristín og Kraeutner fá allar frábært færi inní teig Selfyssinga og ég hreinlega veit ekki hvernig boltinn vildi ekki inn. Að lokum ná Selfyssingar að hreinsa!
64. mín
ÍBV í sókn. Selfoss í vörn.

Það er svolítið þemað þessar mínúturnar.
61. mín
Alveg skelfilega vond spyrna frá Sóleyju, hátt hátt yfir markið. Aldrei hætta.
60. mín
TEMPÓ!

ÍBV komnar í sókn og Cloe er felld rétt utan teigs og þær fá aukaspyrnu á HÆTTULEGUM stað!
58. mín
FRÁBÆR SÓKN HJÁ SELFYSSINGUM!!

Kristrún með frábæran bolta uppí hægra horn á Magdalenu sem sækir að teignum og virðist vera felld af varnarmanni ÍBV, hún stendur þó upp og heldur áfram, kemur boltanum inní teig ÞAR er Kristrún mætt sem skýtur en Gay ver í horn!
57. mín
Magdalena Anna kemst í fínt færi utan teigs ÍBV og reynir skotið, ekki fast og beint á Adelaide Gay sem er ekki í vandræðum með að handsama boltann.
55. mín
Sóley Guðmundsdóttir í ansi þröngu færi, skýtur í varnarmann og þaðan í stöngina. Enginn þannig hætta.

ÍBV fær hornspyrnu og sjálfsögðu er það CHANTÉ sem kýlir boltann burt.
54. mín
Hornspyrna sem ÍBV fær, Chanté heldur áfram að vera drottning í ríki sínu og slær alla þessa bolta burt.
52. mín
Gríðarlegt magn af misheppnuðum sendingum í þessu leik, spurning hvort blautur völlur hafi eitthvað að segja.
48. mín
Gestirnir fá hér tvær hornspyrnur fyrstu tvær mínúturnar í síðari hálfleik.

Fyrri slær Chanté frá og sú síðari er skölluð fyrir aftan endamörk.
46. mín
Þá siglir seinni hálfleikurinn af stað og núna eru það Selfyssingar sem hefja leik með boltann.

Liðin óbreytt.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur!

ÍBV betri fyrstu 30 en Selfyssingar tóku síðan völdin síðustu 15.

Áhugaverður seinni hálfleikur framundan.
45. mín
STÓRSKOTAHRÍÐ!

Klafs inní teig ÍBV og Selfyssingar ná einhverjum 4-5 skotum í sömu sókninni en alltaf ná gestirnir að kasta sér fyrir!
44. mín
Frábær sókn Selfyssinga.

Magdalena kemur upp hægri kantinn með boltann, lítur upp sér Önnu Maríu koma á fjær, lyftir boltanum til hennar, Anna María með skotið í fyrsta en varnarmaður ÍBV kastar sér fyrir og boltinn í horn.
42. mín
Anna María með gooooooottt skot, algjörann hammer, boltinn á leiðinni upp allann tímann en fer rétt yfir markið.

Selfyssingar betri aðilinn þessa stundina!
38. mín
Selfyssingar fá hér þrjár hornspyrnur í röð.

Sú síðasta frábærlega vel heppnuð.

Góð spyrna frá Önnu Maríu á kollinn á Kristrúnu Rut sem kemur sér út fyrir pakkann og skallar boltann rétt yfir.
37. mín
Selfyssingar að taka við sér hérna.

Barbára með góðan sprett upp hægri kantinn og Júlíana þarf að hafa sig alla við að koma boltanum í horn.
35. mín
Kristín Erna reynir skot fyrir utan teig. Langt framhjá, lítil hætta.
32. mín
Tempóið í þessum leik búið að vera mjög hátt, mikið fram og til baka. Hlaup barátta.

Rólegt yfir þessu núna, eins og liðin hafi tekið sig saman um að róa þetta aðeins og ná andanum.
27. mín
Talandi um tímaspursmál....

Gestirnir liggja svoleiðis á Selfyssingum en alltaf reddast þetta í vörninni hjá Selfyssingum, hingað til!
23. mín
Það vantar að reka enda naglann í þetta hjá Eyjastelpunum. Ná að byggja sér upp góðar sóknir en svo þegar komið er fyrir framan markið þá vantar herslumuninn.

Alfreð er farinn að láta sínar stelpur heyra það.
20. mín
Cloe í DAUÐAFÆRI!

Spólar sig í gegnum vörn Selfyssinga, fer framhjá þrem og er ein á móti Chante en Brynja gerir vel og nær að kasta sér fyrir skotið.
18. mín
Stuðningsmenn liðanna farnir að skipast á orðum hér í stúkunni. Kristín Erna fer í tæklingu á Magdalenu inná miðsvæðinu.

Stuðningsmenn Selfoss heimta gultspjald, íbúar Heimaeyjar ekki á sama máli.
16. mín
Dampurinn aðeins að detta úr þessu hjá ÍBV. Léleg sending trekk í trekk.

Selfyssingar að lifna við.
14. mín
Sóley Guðmundsdóttir fer bara í skotið og það er bara ansi gott!

Chanté þarf að hafa sig alla við og ver skotið í hornspyrnu. Góð tilraun.

Selfyssingarnir verjast hornspyrnunni.
14. mín
Aukaspyrna á STÓRHÆTTULEGUM stað!

Adrienne Jordan er stöðvuð rétt fyrir utan vítateig Selfyssinga. Sjáum hvað gerist.
12. mín
Selfyssingar með fína sókn.

Kristrún með stungusendingu inn fyrir á Magdalenu en aðeins of föst og Adelaide Gay er vel á verðinum og nær til boltans á undan Magdalenu.
11. mín
Gestirnir hægt og rólega að taka ÖLL völd á vellinum, þetta er bara tímaspursmál...
9. mín
Cloe með laglegan sprett upp hægri kantinn, kemur boltanum fyrir á Kristínu sem ætlar að reyna gamla góða hælinn en varnarmenn Selfyssina sjá við henni og koma boltanum burt.
7. mín
FÆRI!

Kristín Erna fær frábæra stungusendingu inn fyrir vörn Selfyssina og kemst ein í gegn en Alexis eltir hana uppi og sendir hana í þröngt færi og skotið því máttlaust og boltinn rúllar hægt og rólega útaf.
6. mín
Þetta er ansi mikil stöðubarátta hér í upphafi.

Ljóst að Alfreð hefur hamrað á það við sínar stelpur, nr 1, 2 og 3 að berjast.
3. mín
Byrjar nokkuð rólega.

ÍBV reyna langar sendingar inn fyrir vörn Selfoss en varnarnlína heimamanna verst vel.
1. mín
Leikur hafinn
Fulla ferð.

Selfyssingar sækja í átt að ströndinni.
Fyrir leik
Liðin ganga hér út á völlinn.

Kristinn Friðrik dómari fremstur í flokki ásamt sínum aðstoðarmönnum.

Selfyssingar rauðir, Eyjastúlkur hvítar. Allt eftir bókinni.
Fyrir leik
Ég velti því mikið fyrir mér afhverju Alfreð þjálfari Selfyssinga hefur ekki verið að starta Evu og Ernu síðan þær komu frá USA. Selfyssingar búnar að spila þrjá leiki síðan þær komu en þær hafa byrjað á bekknum í öllum þeirra.

Stelpur sem spiluðu mikið í Pepsi deildinni þegar Selfyssingar voru þar og ég er viss um að þær myndu bæta miklu við þetta lið Selfyssinga.

En það hlýtur að vera góð og gild ástæða fyrir þessu og ég treysti Alfreði 100% fyrir þessu.
Fyrir leik
Byrjunarlið ÍBV er komið inn.

Þær stilla upp sínu sterkasta liði en það vekur athygli að þær eru einungins með fjóra varamenn á bekknum.

Ansi athyglisvert.
Fyrir leik
Við bíðum enn eftir byrjunarliði ÍBV. Rúmur hálftími í leik og það er ekki komið inn.
Fyrir leik
Byrjunarlið Selfyssinga er komið inn.

Mjög svipað snið og hefur verið í síðustu leikjum. Erna og Eva Lind á bekknum en þær eru nýkomnar frá Bandaríkjunum þar sem þær voru í háskóla. Sjáum sennilega eitthvað af þeim í seinni hálfleik.
Fyrir leik
Í síðustu fimm leikjum þessara liða hefur ÍBV unnið þrisvar sinnum og Selfyssingar tvisvar.

Síðasti leikur á milli þessara liða fór einmitt fram hjá á JÁVERK-vellinum í júlí síðastliðnum en þann leik vann ÍBV, 3-5.
Fyrir leik
Selfyssingar alls ekki byrjað vel í 1.deildinni en liðið er með 3 stig eftir þrjár umferðir. Sumir hefðu kannski haldið að þær hefðu getað bókað 9 stig í þessum fyrstu þremur leikjum.

Liðið tapaði gegn Sindra á heimavelli í síðustu umferð 1-2.

Það er ansi ljóst að Selfyssingar þurfa að fara að sækja sér sigra ef þær ætla ekki að verða í basli í sumar.
Fyrir leik
Eyjastúlkur hafa verið sprækar í Pepsi deildinni í sumar og sitja í 4.sæti deildarinnar eftir 7 umferðir leiknar.

Liðið vann frábæran sigur í síðustu umferð þegar þær unnu Breiðablik 2-0 á Hásteinsvelli.

Verður spennandi að sjá hvernig ÍBV koma stemmdar inn í þennan leik, hvort þær stilli upp sínu allra sterkasta eða nái að hvíla einhverja leikmenn.
Fyrir leik
Gott kvöld verið velkominn á JÁVERK völlinn á Selfossi þar sem við ætlum að fylgjast með Suðurlandsslag af bestu gerð þegar Selfyssingar taka á móti ÍBV í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins.
Byrjunarlið:
1. Adelaide Anne Gay (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir (f)
3. Júlíana Sveinsdóttir
4. Caroline Van Slambrouck
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir
7. Rut Kristjánsdóttir
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir ('80)
11. Sigríður Lára Garðarsdóttir
15. Adrienne Jordan
20. Cloé Lacasse
22. Katie Kraeutner ('90)

Varamenn:
10. Clara Sigurðardóttir ('80)
16. Linda Björk Brynjarsdóttir
19. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('90)

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Sigríður Sæland Óðinsdóttir
Óskar Rúnarsson
Helgi Þór Arason
Dean Sibons

Gul spjöld:

Rauð spjöld: