Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍA
2
3
Breiðablik
0-1 Gísli Eyjólfsson '6
0-2 Arnþór Ari Atlason '9
0-3 Arnþór Ari Atlason '57
Þórður Þorsteinn Þórðarson '59 1-3
Arnar Már Guðjónsson '93 2-3
05.06.2017  -  19:15
Norðurálsvöllurinn
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Smá gola, sól og 12 stiga hiti.
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Maður leiksins: Arnþór Ari Atlason(Breiðablik)
Byrjunarlið:
33. Ingvar Þór Kale (m)
Arnar Már Guðjónsson
Arnór Snær Guðmundsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
5. Robert Menzel ('60)
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('60)
18. Albert Hafsteinsson
18. Rashid Yussuff
20. Gylfi Veigar Gylfason
26. Hilmar Halldórsson

Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
3. Aron Ingi Kristinsson
10. Steinar Þorsteinsson ('60)
15. Hafþór Pétursson
17. Ragnar Már Lárusson
18. Stefán Teitur Þórðarson ('60)
19. Patryk Stefanski
29. Guðmundur Böðvar Guðjónsson

Liðsstjórn:
Gunnlaugur Jónsson (Þ)
Jón Þór Hauksson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Hlini Baldursson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson

Gul spjöld:
Arnar Már Guðjónsson ('66)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið á Akranesi með sigri Blika. Sanngjarn sigur gestanna úr Kópavogi.
93. mín MARK!
Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
MAAAAAARK!!! Arnar Már skorar fyrir ÍA!! Stefán Teitur skallar í stöng og boltinn bersta á Arnar sem klárar vel. Þetta kemur bara of seint.
90. mín
90 mín komnar á klukkuna. Blikar að sigla þessu heim.
86. mín
Martin Lund við að prjóna sig í gegnum vörn ÍA en Gylfi Veigar stoppar hann á síðustu stundu.
84. mín Gult spjald: Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
83. mín
Arnþór Ari í þokkalegu færi í teignum eftir sendingu frá Gísla en skotið vel yfir markið.
81. mín
Inn:Ernir Bjarnason (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
79. mín
Tryggvi í hörkufæri. Albert með flotta sendingu inn fyrir og Tryggvi fer framhjá einum varnarmanni Blika og með skot en í næsta varnarmann.
74. mín Gult spjald: Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik)
73. mín
Enn er Aron Bjarna að koma sér í færi en nú skýtur hann framhjá. Gætir verið búinn að skora að minnsta kosti 2 mörk eftir að hann kom inná.
70. mín
Inn:Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik) Út:Hrvoje Tokic (Breiðablik)
69. mín
Enn eru Blikar að komast í gegnum vörn ÍA. Nú var það Aron Bjarna sem fékk geggjaða stundusendingu en missti boltann of langt frá sér og Kale greip inní.
67. mín
Lund með skemmtilega hornspyrnu sem stefnir í markið en Kale kýlir boltann yfir markið. Og Davíð tók næsta horn og það var bara copy/paste.
66. mín Gult spjald: Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Hárrétt hjá Gunnari dómara.
65. mín
DAUÐAFÆRI!! Aftur er Stefán Teitur með geggjaða sendingu inn fyrir á Tryggva en Tryggvi klaufi og Gulli grípur boltann.
63. mín
Skagamenn í færi. Stefán Teitur með frábæra sendinu frá eigin vallarhelmingi á Tryggva sem heldur boltanum í teignum og sendir aftur á Stefán sem er með slakt skot hátt yfir markið.
62. mín
Inn:Aron Bjarnason (Breiðablik) Út:Guðmundur Friðriksson (Breiðablik)
61. mín
Blikar í hörksókn sem endar með skoti sem Kale ver í horn. Eftir hornið fá þeir tvö hörkufæri en Skagamenn bjarga tvisvar á línu.
60. mín
Inn:Stefán Teitur Þórðarson (ÍA) Út:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
Tvöföld skipting hjá heimamönnum.
60. mín
Inn:Steinar Þorsteinsson (ÍA) Út:Robert Menzel (ÍA)
59. mín MARK!
Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA)
Stoðsending: Arnar Már Guðjónsson
MAAAAAAAARK!!!! Skagamenn að minnka muninn strax! Arnar Már fær boltann í teignum og heldur honum vel og leggur hann á ÞÞÞ sem leggur hann í fjær hornið. Hugguglega klárað.
57. mín MARK!
Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
MAAAAAAAARK!!!!! Blikar eru sennilega að klára þennan leik!!! Flott sókn og Tokic í dauðfæri en Skagmann bjarga á línu. Boltinn berst á Arnþór sem gerir mjög vel og snýr af sér varnarmenn ÍA og skorar.
52. mín
Robert Menzel í ruglinu hjá ÍA. Missir boltann klaufalega á eigin vallarhelmingi og Tokic kemst í gegn en er sjálfur klaufi og missir boltann. Skagamenn heppnir að lenda ekki 0-3 undir.
50. mín
Fyrstu fimm mínútur af seinni hafa nánast farið fram á vallarhelmingi ÍA.
49. mín
Ingvar Kale í veseni í markinu hjá ÍA. Nær ekki að grípa boltann eftir hornspyrnu Blika og Efete reynir hjólhest en yfir markið.
48. mín
Fyrsta skot seinni hálfleiks er Blika en varnarmenn henda sér fyrir.
46. mín
Það var smá töf á seinni hálfleikur hæfist þar sem netið í öðru markinu var eitthvað laust.
46. mín
Þá er seinni hálfleikur farinn af stað og nú sækja Blikar frá höllinni.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur á Akranesi. Blikar betri í þessum fyrri hálfleik en Skagamenn hafa fengið sín færi líka.
44. mín
Enn eru Blikar að ógna. Tokic í baráttu við Gylfa Veigar og hefur betur og kemur með sendingu útí teig þar sem Höskuldur kemur á ferðinni en Yussuff rétt á undan og hreinsar.
42. mín
Martin Lund með skot rétt utan teigs en vil yfir markið.
41. mín
Tokic með lúmskt skot úr aukaspyrnunni í markmannshornið en Kale vel vakandi og ver. Blika ná öðru skoti úr teignum en háááááátt yfir markið.
40. mín
Blikar að fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
38. mín
Flott sókn hjá Skagamönnum og boltinn berst á Tryggva sem er í þröngu færi en skotið ágætt sem Gulli ver í horn.
34. mín
Úfff þarna munaði engu að Blikar kæmust í 0-3. Sending frá vinstri og Tokic með skalla í slánna.
33. mín
SKAGAMENN Í DAUÐAFÆRI! Blikar með lélegt innkast og boltinn berst á Tryggva sem leggur hann fyrir Albert sem skýtur framhjá markinu. Átti að gera betur þarna.
31. mín
Skagamenn að sækja í sig veðrið hérna. Núna kom sending fyrir markið frá hægri og Albert aleinn í teignum en nær ekki gógu góðum skalla og framhjá markinu.
28. mín
Og aftur fínt færi hjá Skagamönnum. Tryggvi brunar upp vinstra megin og með fyrirgjöf og Arnar Már nær skotið á markið en beint á Gulla sem ver auðveldlega.
27. mín
Skagamenn ekki langt frá því að minnka muninn. Þórður Þorsteinn með aukaspyrnu af hægri kantinum og Menzel með skalla rétt yfir markið.
25. mín
Enn eitt færið hjá Blikum. Sending frá vinstri og Höskuldur með skot sem varnarmenn komast fyrir en boltinn berst á Gísla Eyjólfs sem er með hörkuskot en Kale ver frábærlega.
23. mín
Enn eru Blikar að spila sig í gegnum vörn ÍA og má engu muna að þeir bæti við þriðja markinu.
20. mín
Hugguleg útfærsla á hornspyrnu hjá Höskuldi og mátti engu muna að hann slyppi í gegn. Blikar mun hætturlegri fyrstu 20 í þessum leik.
17. mín
Blikar við að spila sig í gegnum vörn Skagamann en vörnin hreinar í horn.
11. mín
DAUÐAFÆRI!!!!!! Tryggvi Hrafn í dauðafæri, einn á móti Gulla en setur hann í stöninga og rúllar þaðan í fangið á Gulla. Verður að gera betur þarna Tryggvi. Fjör í þessu. hjá okkur!
9. mín MARK!
Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
Stoðsending: Martin Lund Pedersen
MAAAAAAAARK!!!!! Blikar eru komnir í 0-2. Ingvar Kale með skelfilega sendingu úr teignum og Blikar bruna inní teig og Arnþór Ari klárar huggulega.
6. mín MARK!
Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
MAAAAAAAAARK!!!!! Þetta var ekki lengi að gerast. Fín sókn hjá Blikum og boltinn berst á Höskuld sem hælar hann beint í lappirnar á Gísla sem klárar virkilega huggulega.
2. mín
Blikar eiga fyrsta skot leiksins og það er Arnþór Ari fyrir utan teig en vel framhjá. Engin hætta.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn hérna á Norðurálsvellinum og það eru heimamenn sem byrja með boltann og sækja í átt frá höllinni.
Fyrir leik
Fyrsta leik dagsins í Pepsideild karla er lokið. Það voru KA menn sem gerðu góða ferð til Ólafsvíkur og unnu 1-4 þar sem Emil Lyng skorðaði þrennu.
Fyrir leik
Tæpar tíu mínútur í lek og liðin farinn uppí klefa í loka pepp. Vonandi fáum við skemmtilegann leik með fullt af mörkum.
Fyrir leik
Tuttugu mínútur í leik og leikmenn og dómarar að hita upp. Létt stemmning yfir mannskapnum.
Fyrir leik
Fínar aðstæður á Akranesi í dag. Smá gola, sól og um 12 stiga hiti. Ekkert að því. Allir að skella sér á völlinn.
Fyrir leik
Byrjnarliðin eru dottinn inn hjá okkur og þau má sjá hér til hliðar. Enginn Garðar Gunnlaugs hjá ÍA og enginn Oliver Sigurjóns hjá Blikum.
Fyrir leik
Eins og fram hefur komið þá hófst fyrsti leikur dagsins núna kl 17:00 í Ólafsvík þar sem heimamenn taka á móti KA. Staðan þar í hálfleik er 0-2.
Fyrir leik
Nú fer að styttast í byrjunarliðin hjá okkkur en reglum samkvæmt detta þau inn ca klukkara fyrir leik. Ólíklegt er að Garðar Gunnlaugs verði með ÍA í dag en hann er búinn að vera að glíma við lungnabólgu. Svo er spurning hvort Oliver Sigurjóns verði í hóp hjá Blikum eftir meiðsli.
Fyrir leik
Umferðin hófst hins vegar í gær með tveimur leikjum. Á Hlíðarenda unnu heimamenn í Val 2-1 sigur á ÍBV og í Kaplakrika unnu FH-ingar öruggan sigur á Stjörnunnni 3-0.
Fyrir leik
Þetta er ekki eini leikur dagsins í Pepsideildinni. Klukkan 17:00 hófst leikur Víkings Ó og KA í Ólafsvík. Síðan mætast KR og Grindavík á sama tíma og leikurinn okkar er og svo kl 20:00 hefst leikur Víkings R og Fjölnis í Fossvoginum.
Fyrir leik
Flautuleikari dagsins er hinn eiturhressi Gunnar Jarl Jónsson og honum til aðstoðar eru Gylfi Már Sigurðsson og Adolf Þorberg Andersen. Varadómari er Sigurður Óli Þórleifsson og er eftirlitsmaður KSÍ er Sigurður Hannesson
Fyrir leik
Þessi lið hafa mæst 69 sinnum í keppnum á vegum KSÍ samkvæmt heimasíðu Knattspyrnusambandsins. ÍA hefur unnið 38 af þessum leikjum og Breiðablik 18. Sem þýðir að 13 sinnnum hafa liðin skilið jöfn. Markatalan er 138-91 ÍA í hag.
Fyrir leik
Skaginn vann sinn fyrsta leik í sumar í síðustu umferð þegar þeir unnu ÍBV í Eyjum 1-4 eftir að hafa tapað fyrstu fjórum leikjunum í deildinni.
Fyrir leik
Bæði lið hafa farið frekar brösulega af stað í deildinni í ár. ÍA er í næst neðsa sæti fyrir þessa umferð með 3 stig en Blikar eru í níunda sæti með 6 stig eftir að hafa unnið síðustu tvo leiki.
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð og velkomin í beina textalýsingu frá Norðurálsvellinum á Akranesi. Hér ætlum við að fylgjast með leik ÍA og Breiðabliks í 6.umferð Pepsideild karla.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
Höskuldur Gunnlaugsson
4. Damir Muminovic
8. Arnþór Ari Atlason
9. Hrvoje Tokic ('70)
10. Martin Lund Pedersen
11. Gísli Eyjólfsson
15. Davíð Kristján Ólafsson
21. Guðmundur Friðriksson ('62)
26. Michee Efete
30. Andri Rafn Yeoman ('81)

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
11. Aron Bjarnason ('62)
13. Sólon Breki Leifsson
16. Ernir Bjarnason ('81)
18. Willum Þór Willumsson
20. Kolbeinn Þórðarson
21. Viktor Örn Margeirsson ('70)

Liðsstjórn:
Milos Milojevic (Þ)
Olgeir Sigurgeirsson
Jón Magnússon
Aron Már Björnsson
Þorsteinn Máni Óskarsson

Gul spjöld:
Davíð Kristján Ólafsson ('74)
Gísli Eyjólfsson ('84)

Rauð spjöld: