Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Leiknir R.
2
0
Selfoss
Tómas Óli Garðarsson '62 1-0
Ingvar Ásbjörn Ingvarsson '76 2-0
09.06.2017  -  19:15
Leiknisvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Aðstæður: Frábært veður og aðstæður par excellence
Dómari: Halldór Breiðfjörð Jóhannsson
Maður leiksins: Aron Fuego Daníelsson
Byrjunarlið:
Eyjólfur Tómasson
Halldór Kristinn Halldórsson
Elvar Páll Sigurðsson
2. Ísak Atli Kristjánsson ('22)
3. Ósvald Jarl Traustason
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
10. Ragnar Leósson
11. Brynjar Hlöðversson
17. Aron Fuego Daníelsson ('83)
80. Tómas Óli Garðarsson ('67)

Varamenn:
1. Hrólfur Vilhjálmsson (m)
7. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson ('67)
8. Árni Elvar Árnason
9. Kolbeinn Kárason
10. Sævar Atli Magnússon ('83)
15. Kristján Páll Jónsson ('22)
16. Skúli E. Kristjánsson Sigurz
24. Atli Dagur Ásmundsson

Liðsstjórn:
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Gísli Friðrik Hauksson
Gunnlaugur Jónasson
Garðar Gunnar Ásgeirsson
Gísli Þorkelsson

Gul spjöld:
Tómas Óli Garðarsson ('36)
Brynjar Hlöðversson ('58)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Halldór Breiðfjörð hefur blásið til leiksloka. Leiknismenn útnefna Aron Fuego Daníelsson mann leiksins. Ég held það sé bara hárrétt val.

Sterkur sigur hjá heimamönnum. Selfyssingar sennilega langt frá því sáttir við eigin frammistöðu.

Takk fyrir samveruna

Viðtöl og fleira hér að vörmu spori
93. mín
Selfyssingar með pressu hér í lokin. Tvær hornspyrnur í röð. Sú síðari endar í höndunum á Eyjólfi markmanni.
91. mín
Barningur um allan völl núna. Halldór brýnir raust og lætur Elvar Pál heyra það. Pirringur í mönnum. Skiljanlega.
90. mín
Dauðafæri! Sævar Atli hirðir upp boltann með Andy Pew á hælunum. Heldur hann vörninni í gíslingu þar sem Hafþór Þrastar verður að mæta - rennir hann þá boltanum á Ragnar Leós sem kemur á seinni bylgjunni en skot hans af teignum beint á Guðjón Orra. Þarna átti Ragnar að skora.
89. mín
Elvar Páll með hættulega fyrirgjöf frá hægri. Sveigir boltann inn á milli varnar og markmanns en enginn Leiknismaður nær að koma snertingu á boltann. Sem siglir aftur fyrir endamörk að lokum.
88. mín
Gutierrez með skot tilraun. Ætlar að leggja hann í markhornið með dass af snúning. Niðurstaðan sú að einhver úr Löngu vitleysunni var að græða bolta.
85. mín
Hætta upp við mark Leiknismanna. Selfyssingar að reyna og voru ansi nálægt því. Fyrirgjöf frá hægri og það stórhættulegur bolti en kemur í hælinn á aðvífandi James Mack og bægja Leiknismenn hættunni frá.
83. mín
Inn:Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.) Út:Aron Fuego Daníelsson (Leiknir R.)
Leiknismenn gera breytingu. Aron Fuego fer af velli undir dynjandi lófaklappi stuðningsmanna. Frábær frammistaða hér í kvöld. Stoðsending og lykilsending. Inn kemur hinn ungi Sævar Atli - ef vörn Selfyssinga ætlar sér að anda léttar núna þá eiga þeir ekki von á góðu.
81. mín
Inn:Kristinn Sölvi Sigurgeirsson (Selfoss) Út:Arnar Logi Sveinsson (Selfoss)
Selfyssingar gera sína síðustu skiptingu. Ná þeir að hleypa lífi í þetta?
80. mín
Bananaskot frá Elvar Páli - tekur boltann þarna á lofti. Minnti um margt á Papiss Cissé um árið. En Guðjón Orri nær að blaka boltanum yfir markið og í horn. Stórhættulegt
76. mín MARK!
Ingvar Ásbjörn Ingvarsson (Leiknir R.)
Stoðsending: Aron Fuego Daníelsson
Leiknismenn skora. Boltinn berst inn í teig frá hægri. Aron stekkur upp og skallar boltann af skurðlækna-nákvæmni í hlaupalínu Ingvars Ásbjarnar sem klárar færið.
75. mín
Vel varið Guðjóni. Ragnar Leós mundar fótinn. Boltinn tekur stefnubreytingu af varnarmanni en Guðjón með góða reflexa og ver
71. mín
Halldór Breiðfjörð lætur Ivan Gutierrez heyra enda hefur Selfyssingurinn verið vægast sagt illa fyrir kallaður hérna í dag.
69. mín
Þarna gerði Hafþór Þrastar vel. Undir pressu frá Ingvari Ásbirni sem var í kapphlaupi um boltann. Sneri laglega frá Ingvari sem greip í tómt
67. mín
Inn:Ingvar Ásbjörn Ingvarsson (Leiknir R.) Út:Tómas Óli Garðarsson (Leiknir R.)
Ingvar Ásbjörn kemur á vinstri kantinn fyrir Tómas Óla sem hefur verið iðinn í dag.
66. mín
Daði Bærings sem langskot sem Guðjón Orri á ekki í neinum vandræðum með.
65. mín
Það verður að segjast að Aron Fuego hefur verið hreint út sagt magnaður hérna í kvöld. Varnarmenn Selfyssinga hafa verið í bölvuðum vandræðum það sem af er leik og þá sérstaklega Hafþór Þrastar
64. mín
Jæja nú verða Selfyssingar að fara að brýna spjótin ef þeir ætla sér eitthvað úr þessum leik.
62. mín MARK!
Tómas Óli Garðarsson (Leiknir R.)
Stoðsending: Elvar Páll Sigurðsson
Mark! Aron fær langt útspark frá Eyjólfi - Hafþór Þrastar virðist með boltann en Aron hirðir hann af honum við endanlínuna. Dokar við. Dokar við. Vippar svo boltanum inn á teiginn þar sem Elvar Páll flikkar boltanum á Tómas sem lúrir á fjær. Tómas tekur boltann í skoppinu. Hrein og tær spyrna í stöng og inn. Verðskuldað verð ég að segja.
60. mín
Inn:Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss) Út:Elvar Ingi Vignisson (Selfoss)
Ingi Rafn kemur inn á hægri vænginn fyrir Elvar Inga sem var ekki mikið að sýna í dag
58. mín Gult spjald: Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.)
Halldór kallar Brynjar Hlöðversson til sín og bendir honum á brotstaði víðsvegar um völlinn. Það var kominn tími.
57. mín
Ivan Gutierrez þarna að láta skapið bera sig ofurliði. Sparkar niður Tómas Óla sem var nýbúinn að skila af sér boltanum.
53. mín
Hreinsað á línu þarna! Gott upphlaup hjá Leiknismönnum. Ragnar færir boltann yfir á Kristján Pál sem er með pláss - rennir boltanum þvert á Aron sem skýtur að marki. Guðjón nær ekki til boltans en varnarmaður Selfyssinga hreinsar á línu á ögurstundu
49. mín
Pantano þarna með þrjár fyrirgjafir á 15 sekúndum. Tvær fínar og eina slaka. 66% nýting þarna.
48. mín
Arnar Logi liggur nú í grasinu. Fékk boltann í hálsinn af miklum þunga. Þetta hefur ekki verið þægilegt og stöðvaði Halldór Breiðfjörð réttilega leikinn um leið. Arnar Logi staðinn upp og heldur áfram leik.
46. mín
Gutierrez féll þarna í grasið. Ekki í fyrsta skiptið í dag. Virtist fá hönd í andlitið. Þetta hefur ekki verið hans dagur hvað þetta varðar. Hefur mikið tekið af pústrum.
45. mín
Leikur hafinn
Leikurinn hafinn á ný
45. mín
Inn:Svavar Berg Jóhannsson (Selfoss) Út:Sindri Pálmason (Selfoss)
Selfyssingar hlaða í skiptingu í hálfleik
45. mín
Hálfleikur
Jafnt hér í hálfleik. Leiknisliðið búið að vera beittara. Selfyssingar hljóta að ráða ráðum sínum í hálfleik eftir frekar flata frammistöðu hér í fyrri
45. mín
Pew rís hæstur upp í boxinu og skallar þetta frá og í því flautar Halldór Breiðfjörð til hálfleiks. hálfleik.
45. mín
Leiknismenn vinna hornspyrnu. Sína fyrstu. Uppbótartími.
45. mín
Pantano þarna með ævintýralega slaka fyrirgjöf. Selfyssingar gera vel í aðdragandanum. Finna Pantano með pláss vinstra megin. Manna box 3v3 en fyrirgjöfin hleypir Leiknismönnum í upphlaup upp á hinum vængnum.
42. mín
Ragnar Leós með fast skot úr teignum en langt langt yfir. Þarna var alvöru hætta ef Ragnar hefði komið þessum á rammann.
42. mín
Hasar og læti. Halldór Breiðfjörð virðist ekki alveg halda tökunum hérna í dag. Brynjar brýtur á Selfyssingum þar sem þeir eru að fara upp í sókn. Bekkur gestana brjálaður - leikmenn gestana brjálaðir og Gunnar Borgþórs hleður í "hvaða trúðaskóli er þetta"
39. mín
Ivan Gutierrez þarna beinskeyttur. Enginn mætir honum honum á miðjunni og hann þiggur það, setur í gírinn og fleygir í skot sem er blokkerað.
37. mín
Aron Fuego líklegur. Fer þarna strandlengju í strandlengju. Hleypir af á vítateig Selfyssinga vinstra megin en boltinn siglir yfir markið. Kröftugur hann Aron það sem af er og Selfyssingar virðast ráða lítið við hraðann.
36. mín Gult spjald: Tómas Óli Garðarsson (Leiknir R.)
Þarna gerðist eitthvað fjarri boltanum. Arnar Logi liggur eftir. Tómas Óli brotlegur. Stuttu áður var Tómas og Gutierrez eitthvað að agnúast. Það er hiti í þessu.
34. mín
Alfie Conteh þarna lipur og nær að komast inn í teiginn. Aðþrengdur og undir áreiti nær Eyjólfur að handsama boltann. Þarna vantaði honum bara að koma tánni etv í boltann.
32. mín
Góður leikkafli hjá Selfyssingum sem ná þarna að tengja saman slatta af sendingum. Flytja boltann frá hægri og yfir á vinstri en þar lenda þeir á vegg. Besti spilkafli gestanna hingað til.
30. mín
Fín sókn frá heimamönnum sem endar á skottilraun frá fyrirliðanum Brynjari. Skotið fast en framhjá.
27. mín
Það verður að segjast að Leiknisliðið hefur byrjað þennan leik betur. Selfyssingar hafa ekki alveg náð takti. Gunnar Borgþórs vandar Halldór Breiðfjörð dómara ekki kveðjurnar.
25. mín Gult spjald: Sindri Pálmason (Selfoss)
Stöðva rAron Fuego sem hefur verið eldheitur hérna í byrjun leiks.
23. mín
Þarna bjargaði Guðjón Selfyssingum. Aron vinnur bardagann við Hafþór Þrástar eftir góða skiptingu Leiknismanna. Aron finnur Daða í 45° en skot hans er varið úr teignum.
22. mín
Inn:Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.) Út:Ísak Atli Kristjánsson (Leiknir R.)
Kristján Páll fer í bakvörðinn fyrir Ísak Atla. Áhugavert og i senn spennandi
21. mín
Ísak Atli virðiast vera á leið af velli vegna meiðsla. Kristján Páll Jónsson gerir sig kláran
17. mín
Hættulegt. Aron Fuego að valda vandræðum. Hirðir upp langan boltann sem hafsentar Selfyssinga virðast ekki ekki sýna mikinn áhuga á. Aron snýr á Hafþór Þrastar sem var snöggur að átta sig. Leggur boltann út á Ragnar Leós sem skýtur að marki en skotið deyr í þurru grasinu og ekki til neinna vandræða.
14. mín
Ragnar Leós mundar skotfótinn úr aukaspyrnunni. Boltinn í gegnum vegginn. Máttlaust.svo þrisvar áður en Guðjón Orri handsamar boltann. Máttlaust
14. mín Gult spjald: Andy Pew (Selfoss)
Efnilegt upphlaup hjá heimamönnum. Andy Pew fer aftaní Aron Fuego sem átti gott touch sem tók Andy úr leik. Rétt hjá dómaranum.
13. mín
Önnur hornspyrna Selfyssinga. Taka hana stutt út á Pantano sem sendir fyrir og mikill barningur í þessu en boltinn kemst frá
8. mín
Leiknisliðið stillir upp í 4-2-3-1

Eyjólfur (m)
Ísak - Bjarki - Halldór - Ósvald
Daði - Brynjar
Elvar Páll - Aron - Tómas Óli

Selfyssingar stilla upp í 4-3-3 / 4-2-3-1
Guðjón Orri (m)
Þorsteinn - Hafþór - Pew - Pantano
Sindri - Arnar Logi - Ivan Gutierrez
Elvar Ingi - Alfie - Mack
5. mín
Þetta leit ágætlega út. Ísak Atli hirðir upp hreinsun. Fer framhá einum og tveimur og skýtur svo að marki úr teignum en boltinn framhjá marki Selfoss.
2. mín
Fyrsta markspyrnan er Selfyssinga. Guðjón í markinu tekur hana stutt en hann hefur verið að glíma við meiðsl sem hafa hindrað hann í að spyrna langt frá marki
1. mín
Leikur hafinn
Jæja Halldór hefur blásið til leiks
Fyrir leik
Selfyssingar byrja með knöttinn
Fyrir leik
Liðin ganga nú inn á Leiknisvöllinn. Allt til reiður hér. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar verða vart betri svo það er eftir engu að bíða. Flottur fótboltaleikur hér í vændum!
Fyrir leik
Gestirnir í Selfoss stilla upp nákvæmlega sama liði og í 1-0 sigurleiknum gegn HK í síðustu umferð. "Þú breytir ekki sigurliði" sagði einhver mætur maður einu sinni og Gunni Borg virðist treysta á það sama í dag og skilaði honum sigri síðast.

Annars minni ég á Twitter @fotboltinet @saevarol ef menn vilja tjá sig um daginn, veginn eða jafnvel knattspyrnu og þá sérstaklega þennan tiltekna leik.
Fyrir leik
Leiknisliðið gerir nokkrar breytingar frá því í síðasta leik gegn Fylki.

Inn koma
Aron Fuego Daníelsson
Daði Bærings Halldórsson
Brynjar Hlöðversson

Út detta
Kolbeinn Kárason - meiddur
Kristján Páll Jónsson
Skúli E. Kristjánsson Sigurz
Fyrir leik
Hálftími til leiks. Liðin bæði komin út á völl að hita. Völlurinn hér í Breiðholti skartar svo sannarlega sínu fegursta.
Fyrir leik
Leiknisliðinu fór í misheppnaða lautarferð í Árbæinn í síðustu umferð. Heimamenn í Fylki stóðu uppi sem sigurvegar í þeim leik sem var sanngjörn niðurstaða í annars daufum fótboltaleik þar sem Leiknisliðið var langt frá sínu besta. Lokatölur 2-0 fyrir þá appelsínugulu.

Fyrir leik
Selfyssingar mættu HK á heimavelli í síðasta leik þar sem Alfie Conteh Lasalle skoraði eina mark leiksins og tryggði stigin þrjú.
Fyrir leik
Leiknisliðið hefur farið rólega afstað í Inkasso deildinni í sumar og sitja sem stendur í 10.sæti deildarinnar með 5 stig af þeim 15 sem þeir hafa keppt um.

Leiknisliðið hefur hinsvegar gert gott mót í Borgunarbikarnum þar sem næstu mótherjar eru ÍA í 8-liða úrslitum.

Fyrir tímabilið var Leiknisliðinu spáð 6.sæti

Kristófer Sigurgeirsson þjálfari Leiknis tók við liðinu á haustmánuðum eftir að ljóst var að Kristján Guðmundsson myndi ekki halda áfram með liðið. Nokkrar mannabreytingar hafa orðið í Breiðholtinu þar sem sterkir póstar hafa horfið á braut og ný og fersk andlit hafa gengið í raðir liðsins.

Leiknisliðið getur á góðum keppt við flest ef ekki öll lið deildarinnar en liðið leitar að stöðugleika þar sem frammistöður hafa verið æði misjafnar það sem af er sumri.

Á síðasta tímabili var markaskorun vandamál hjá liðinu þar sem liðið skoraði einvörðungu 21 mark í 22 leikjum.

Liðið hefur í ár skorað 7 mörk en á móti fengið á sig 8 mörk. Föst leikatriði verða að teljast styrkleiki hjá Leiknisliðinu með spyrnumann eins og Ragnar Leósson og góða hæð í teignum. Varnarlega hefur liðið hinsvegar ekki varist föstum leikatriðum vel sem hefur reynst liðinu dýrkeypt.

Lykilleikmenn Leiknisliðsins verða að teljast miðvörðurinn Halldór Kristinn Halldórsson og miðjumennirnir Brynjar Hlöðversson og Ragnar Leósson.
Fyrir leik
Selfoss liðinu hefur vegnað vel það sem af er tímabili og sitja sem stendur í 4.sæti Inkassó deildarinnar með 10 stig af 15.

Fyrir tímabil var Selfyssingum spáð 5.sæti

Gunnar Borgþórsson þjálfari liðsins tók við liðinu á miðju tímabili 2015 og er því á sínu öðru heila tímabili með liðið. Selfyssingar eru skipulagðir og eru þéttir varnarlega. Í fyrra fékk liðið aðeins á sig 25 mörk og það sem af er tímabili hefur liðið aðeins fengið á sig 4 mörk.

Markaskorun var ákveðið vandamál í fyrra en liðið virðist vera beittara fram á við í ár en á sama tíma í fyrra enda náði liðið að halda vel í sinn kjarna í vetur og byggja ofan á þann góða grunn sem lagður var á síðasta tímabili

Lykilleikmenn liðsins eru hinn 36 ára gamli Andy Pew - James Mack og svo hefur sóknarmaðurinn Alfie Conteh Lacalle verið sprækur. Annars eru fáir veikir hlekkir í Selfossliðinu.
Fyrir leik
Heilir og sælir landsmenn góðir

Verið velkomin í þessa lifandi textalýsingu héðan úr Efra-Breiðholtinu þar sem heimamenn úr Leikni R taka á móti Selfyssingum í sannkölluðum slag.
Byrjunarlið:
1. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
4. Andy Pew (f)
8. Ivan Martinez Gutierrez
9. Alfi Conteh Lacalle
12. Giordano Pantano
14. Hafþór Þrastarson
15. Elvar Ingi Vignisson ('60)
16. James Mack
18. Arnar Logi Sveinsson ('81)
20. Sindri Pálmason ('45)

Varamenn:
1. Pétur Logi Pétursson (m)
3. Gylfi Dagur Leifsson
7. Svavar Berg Jóhannsson ('45)
13. Kristinn Sölvi Sigurgeirsson ('81)
17. Haukur Ingi Gunnarsson
19. Unnar Magnússon
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson

Liðsstjórn:
Gunnar Borgþórsson (Þ)
Ingi Rafn Ingibergsson
Elías Örn Einarsson
Jóhann Bjarnason
Hafþór Sævarsson
Jóhann Árnason
Baldur Rúnarsson

Gul spjöld:
Andy Pew ('14)
Sindri Pálmason ('25)

Rauð spjöld: