Laugardalsvöllur
þriðjudagur 13. júní 2017  kl. 18:30
Vináttulandsleikur kvenna
Aðstæður: Skýjað og smá gola
Dómari: Tess Olofsson
Áhorfendur: 7521
Maður leiksins: Sara Björk Gunnarsdóttir
Ísland 0 - 1 Brasilía
0-1 Marta ('67)
Sigríður Lára Garðarsdóttir, Ísland ('90)
Myndir: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Byrjunarlið:
1. Guðbjörg Gunnarsdóttir (m)
2. Sif Atladóttir ('72)
3. Ingibjörg Sigurðardóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir
5. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('78)
7. Sara Björk Gunnarsdóttir
8. Sigríður Lára Garðarsdóttir
9. Katrín Ásbjörnsdóttir ('63)
11. Hallbera Guðný Gísladóttir ('53)
17. Agla María Albertsdóttir ('85)
23. Fanndís Friðriksdóttir ('85)

Varamenn:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
13. Sonný Lára Þráinsdóttir (m)
3. Lára Kristín Pedersen
14. Málfríður Erna Sigurðardóttir ('72)
15. Elín Metta Jensen ('85)
17. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
18. Anna María Baldursdóttir ('78)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
20. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('63)
21. Svava Guðmundsdóttir ('85)
22. Rakel Hönnudóttir ('53)

Liðstjórn:

Gul spjöld:
Sigríður Lára Garðarsdóttir ('45)

Rauð spjöld:
Sigríður Lára Garðarsdóttir ('90)

@LiljaValthors Lilja Dögg Valþórsdóttir


90. mín Leik lokið!
Þessum leik er lokið með sigri Brasilíu.

Ísland spilaði virkilega vel í fyrri hálfleiknum en náði aldrei sama dampi í þeim seinni. Það er í raun sorglegt að hafa ekki náð að setja mark í fyrri hálfleiknum og tapa á þessu eina marki sem Brasilía setti í seinni hálfleik.

Nýtt áhorfendamet í Laugardalnum sem er virkilega jákvætt!

Ég minni á viðtöl og skýrslu sem koma inn hér á eftir.
Eyða Breyta
90. mín Rautt spjald: Sigríður Lára Garðarsdóttir (Ísland)
Sísí fer hér í tæklingu sem er algjörlega óþarfi og fær réttilega sitt annað gula spjald.
Eyða Breyta
90. mín
Fjórum mínútum er bætt við. Það er enn tími til að jafna metin.
Eyða Breyta
85. mín Svava Guðmundsdóttir (Ísland) Agla María Albertsdóttir (Ísland)
Agla María hefur verið virkilega dugleg í þessum leik og föst fyrir. Hefði mátt skora samt.
Eyða Breyta
85. mín Elín Metta Jensen (Ísland) Fanndís Friðriksdóttir (Ísland)
Fanndís er búin að vera frísk í þessum leik.
Eyða Breyta
85. mín Jucinara (Brasilía) Tamires (Brasilía)

Eyða Breyta
85. mín Camila (Brasilía) Gabi Nunes (Brasilía)

Eyða Breyta
79. mín
Skalli í stöng!!!

Bia, sem er nýkomin inná í liði Brassanna á skalla á markið eftir sendingu Gabi, boltinn smellur í stönginni og fer svo í bakið á Guðbjörgu í markinu og þaðan í horn.
Eyða Breyta
78. mín Anna María Baldursdóttir (Ísland) Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland)
Gunnhildur hefur komist ágætlega frá sínu í kvöld. Hefði með smá heppni getað sett mark hérna í seinni hálfleiknum. Anna María tekur stöðu hennar í hægri vængbakverði.
Eyða Breyta
76. mín Bia Zaneratto (Brasilía) Darlene (Brasilía)

Eyða Breyta
76. mín Djenifer (Brasilía) Fran (Brasilía)

Eyða Breyta
74. mín
Rakel á fína sendingu útúr vörninni á Berglindi og Ísland er komið 3 á móti 3. Berglind setur boltann út á Fanndísi á vinstri vængnum sem hefði getað komið honum aftur yfir á Berglindi í hlaupinu en hún er aðeins of sein að losa boltann og þetta rennur útí sandinn.
Eyða Breyta
72. mín Málfríður Erna Sigurðardóttir (Ísland) Sif Atladóttir (Ísland)
Sif hefur skilað sínu hlutverki vel hér í kvöld. Fríða tekur stöðu Sifjar í miðri vörninni.
Eyða Breyta
70. mín
Þarna mátti litlu muna!

Rosana fær sendingu inní gegn og Guðbjörg ákveður að koma út á móti henni langt útí teiginn. Hún fer framhjá Guðbjörgu og rennir honum útí teiginn þar sem Gunnhildur nær að vera á undan sóknarmanni Brasilíu og bjargar þessu.
Eyða Breyta
69. mín
Agla María gerir vel í að koma sér upp að endamörkum en sending hennar útí teiginn er beint í hendurnar á Barböru í markinu.
Eyða Breyta
67. mín MARK! Marta (Brasilía)
Alltof auðvelt!! Miðjumaður Brasilíu ber upp boltann og Sísí nær ekki að halda í við hana á leiðinni til baka, hún setur boltann á Mörtu sem kemur sér inná milli varnarmanna Íslands vinstra megin í teignum og setur boltann á milli fóta Guðbjargar í markinu!
Eyða Breyta
66. mín
Rosana, sem er nýkomin inná í liði Brasilíu, kemst í hættulegt færi en skýtur yfir.
Eyða Breyta
65. mín
Brasilía í dauðafæri!!

Gabi Nunes lúrir hér inná markteignum en hreinlega nær ekki að stýra boltanum á markið og hann rúllar rétt framhjá. Hér mátti litlu muna.
Eyða Breyta
64. mín
Agla María!

Þarna hefði hún átt að gera betur! Gerir vel í að koma sér að bolta sem varnarmaður Brassanna misreiknaði eitthvað, en sending Öglu Maríu útí teiginn á Berglindi alls, alls ekki nógu góð!!
Eyða Breyta
64. mín Rosana (Brasilía) Debinha (Brasilía)

Eyða Breyta
63. mín Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland) Katrín Ásbjörnsdóttir (Ísland)
Katrín spilað ágætlega hér í dag en verið svolítið týnd á köflum.
Eyða Breyta
62. mín
Gunnhildur!!

Gunnhildur nálægt því að setja bolann í markið eftir hornspyrnu Fanndísar á fjærstöngina. En boltinn fer þvert yfir allt og framhjá nærstönginni!!
Eyða Breyta
61. mín
Boltinn berst á Rakel inná teignum sem tekur á móti honum og vippar honum yfir einn varnarmenn en nær ekki skoti á markið þar sem annar varnarmaður kemur og blokkar skotið.
Eyða Breyta
60. mín
Glódís tekur aukaspyrnu yfir varnarlínu Brasilíu sem berst á Gunnhildi á fjærstönginni en hún er dæmd rangstæð! Þarna hefði íslenska liðið getað komið marki í þennan leik.
Eyða Breyta
58. mín
Sara Björk á langa sendingu upp hægri kantinn þar sem Fanndís fer í kapphlaup við varnarmann sem hefur betur en Gunnhildur gerir vel í að setja pressu hátt og vinnur innkast.

Sif kemur til að taka langt innkast sem er flikkað áfram á Rakel sem á skot yfir markið!
Eyða Breyta
53. mín Rakel Hönnudóttir (Ísland) Hallbera Guðný Gísladóttir (Ísland)
Hallbera hefur átt betri daga og virtist ekki nægilega vel stemmd hérna í upphafi seinni hálfleiks.
Eyða Breyta
51. mín
Íslenska liðið er ekki að hefja þennan seinni hálfleik eins og maður hefði viljað sjá. Það er pínu klaufagangur á þeim hérna fyrstu mínúturnar og Brassarnir virðast vera að ganga á lagið. Vonum að þær íslensku fari að taka við sér sem fyrst.
Eyða Breyta
48. mín
Brasilía í dauðafæri!!

Hamagangur inná teignum, boltinn berst út á Tamires sem á skot að marki sem Glódís hendir sér fyrir og bjargar þessu í horn.
Eyða Breyta
47. mín
Leticia kemur framar á völlinn og nær skoti að marki Íslands rétt fyrir utan teig en það er ekki fast, fer frekar langt framhjá og það skapar ekki hættu.
Eyða Breyta
46. mín
Darlene sparkar seinni hálfleikinn í gang.
Eyða Breyta
45. mín
Bjarni Leó Sævarsson, 13 ára, hamrar hér boltann í slánna í sláarleik Icelandair í hálfleik og vinnur flugmiða!! Vel gert Bjarni!!
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur hér í Laugardalnum. Þessi hálfleikur hefur verið virkilega skemmtilegur og fjörugur. Vonandi fáum við jafn skemmtilegan seinni hálfleik og vonandi mörk!
Eyða Breyta
45. mín Gult spjald: Sigríður Lára Garðarsdóttir (Ísland)
Sísí stoppar álitlega sókn Brasilíu með tæklingu og fær gult spjald að launum. Sanngjarn spjald og skynsamlegt brot hjá Sísí.
Eyða Breyta
42. mín
Íslensku stuðningsmennirnir taka bara víkingaklappið á meðan Gunnhildur og Gabi fá aðhlynningu. Það er vel tekið undir.
Eyða Breyta
42. mín
Gunnhildur vinnur vel til baka og tæklar boltann af Gabi Nunes og þær liggja báðar eftir. Það virðist sem Gabi hafi lent ofan á höfði Gunnhildar. Vonandi er þetta ekki alvarlegt.
Eyða Breyta
39. mín
Úps!!

Guðbjörg með slæma sendingu út frá markinu upp miðjan völlinn beint á sóknarmann Brasilíu. Marta kemur svo boltanum á Debinha sem sýnir lipra takta með boltann og kemur skoti á markið en það fer þónokkuð framhjá.
Eyða Breyta
37. mín
Sif með langt innkast frá hægri kantinum og aftur skapast hætta inní teig Brasilíu en enginn sóknarmanna Íslands nær almennilegu skoti að marki og þetta rennur útí sandinn.
Eyða Breyta
35. mín
Brasilía í dauðafæri!! En þvílík markvarsla!!!

Marta á geggjaða sendingu á fjær þar sem Fran er komin ein gegn Guðbjörgu í markinu. En Guðbjörg ver skot hennar glæsilega!!
Eyða Breyta
33. mín
Fanndís á fína sendingu á Öglu Maríu sem er í kapphlaupi við varnarmann Brasilíu sem hefur betur í þetta skipti og kemur boltanum í innkast. Sif tekur langt innkast en það verður ekkert úr því.
Eyða Breyta
32. mín


Eyða Breyta
29. mín
SIF ATLA! VÁ!

Þvílík tækling! Sara Björk átti slaka sendingu til baka sem sóknarmenn Brasilíu komast inní en Sif Atla hleypur uppi sóknarmanninn og stungusendinguna og á stórkostlega tæklingu sem stöðvar þessa sókn.
Eyða Breyta
25. mín
Fanndís ein á móti markmanni!!

Sara Björk á flotta sendingu á Fanndísi sem virtist frekar saklaus en Fanndís nýtti hraðann sinn gríðarlega vel og kemur sér ein á móti markmanninum. En skotið hjá Fanndísi er alls ekki nógu gott og fer beint í hendurnar á markmanninum sem nær þó ekki að halda boltanum og hann skoppar aftur út en Fanndís gerði ekki ráð fyrir því og missir af kjörnu tækifæri til að koma honum í markið!!
Eyða Breyta
24. mín
Hér er hætta í vítateig Íslands! Marta komin í ákjósanlega stöðu utarlega í teignum, reynir fyrirgjöf en Ingibjörg gerir vel í að koma sér fyrir boltann.
Eyða Breyta
22. mín
Brasilía fær hornspyrnu. Tamires tekur hornið en íslenska vörnin skallar þetta frá.
Eyða Breyta
19. mín
FÆRI! ÍSLAND!

Sif kemur fram hægri kantinn og tekur langt innkast. Sara Björk flikkaði boltanum áfram og Katrín er í boltanum en nær ekki að koma sér í nægilega góða skotstöðu og Brassarnir ná að hreinsa frá.
Eyða Breyta
17. mín
Marta kemst upp að endamörkum og reynir sendingu út en hún er of nálægt Guðbjörgu í markinu og hún handsamar boltann örugglega.
Eyða Breyta
16. mín
Brasilísku stelpurnar fá aukaspyrnu útá hægri vængnum. Tamires tekur aukaspyrnuna en hún nær ekki yfir varnarlínu Íslands og Hallbera á ekki í vandræðum með að skalla þennan bolta frá.
Eyða Breyta
13. mín
Ísland er að byrja þennan leik virkilega vel og eru óhræddar við að pressa Brassana hátt á vellinum.
Eyða Breyta
11. mín
Ísland að komast í ákjósanlega stöðu. Katrín tók vel á móti boltanum á miðjunni, sneri á varnarmann og lagði boltann inn fyrir vörnina á Öglu Maríu. Fanndís var í góðu hlaupi á fjær en Agla María náði ekki að koma boltanum alla leið yfir á hana.

Þarna hefði Agla María getað gert betur en þetta byrjar vel hjá Íslandi.
Eyða Breyta
8. mín
Marta fer hér niður í návígi og Brassarnir fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Íslands.

Aukaspyrnan kemur í hálfgerðri vippu inná miðjan teiginn en Guðbjörg kemur útúr markinu og grípur þetta auðveldlega.
Eyða Breyta
3. mín
Íslenska liðið pressar hátt uppá vellinum og byrjar af krafti.
Eyða Breyta
1. mín
Dauðafæri!!!

Katrín Ásbjörns átti sendingu inn fyrir vörnina og Agla María var komin ein á móti markmanni en skotið ekki nógu gott og beint í hendurnar á Barböru.
Eyða Breyta
1. mín
Leikurinn er hafinn!!

Fanndís sparkar þessu af stað og Ísland sækir í átt að Laugadalslauginni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Við hlustum nú á þjóðsöngvana og það styttist í veisluna!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin ganga hér inná völlinn.

Engir lukkukrakkar fylgja liðunum út á völl í kvöld. Lukkukrakkar fylgja leikmönnum karla og kvennalandsliðsins út á völl í mótsleikjum en ekki í vináttuleikjum eins og í kvöld.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hræðilegar fréttir voru að berast en nú er ljóst að Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, er með slitið krossband og mun því ekki geta tekið þátt í Evrópumótinu. Óskum henni alls hins besta í sínu bataferli!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Brassarnir stilla upp sínu sterkasta liði hér í kvöld eins og við bjuggumst við en það er sem hér segir:

Barbara (m)

Tamires - Rafaelle - Monica - Leticia

Gabi Nunes - Andressinha - Fran - Debinha

Marta (f) - Darlene

Thaisa Moreno, leikmaður Grindavíkur, er ekki í leikmannahópi Brasilíu þar sem hún hefur greinilega ekki jafnað sig á sínum meiðslum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Freyr Alexandersson þjálfari Íslands hefur tilkynnt byrjunarliðið og hefur ákveðið að gera engar breytingar á liðinu frá leiknum í Dublin. Liðið er sem hér segir:

Guðbjörg Gunnarsdóttir

Glódís Perla Viggósdóttir - Sif Atladóttir - Ingibjörg Sigurðardóttir

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Sara Björk Gunnarsdóttir - Sigríður Lára Garðarsdóttir - Hallbera Guðný Gísladóttir

Agla María Albertsdóttir - Katrín Ásbjörnsdóttir - Fanndís Friðriksdóttir
Eyða Breyta
Fyrir leik
Íslenska liðið er hér að koma út í upphitun og fá mikið lófaklapp úr stúkunni þar sem fólk hefur nú þegar byrjað að safnast saman. Það er góð stemning á stuðningsmannasvæðinu og vonandi að sem flestir sjái sér fært að mæta snemma og kíkja þangað fyrir leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Glódís Perla, lykilmaður í vörn íslenska liðsins, er á kunnuglegum slóðum þegar kemur að þessu nýja leikkerfi, en hún hefur einmitt verið að spila þetta kerfi með sínu félagsliði, Eskilstuna. Hún telur að þetta leikkerfi henti liðinu vel og var ánægð með frammistöðuna í Írlandi þrátt fyrir jafnteflið. Í viðtalið við Fótbolta.net hafði Glódís þetta að segja um leikinn í kvöld:

"Við munum ekki vera eins mikið með boltann eins og við vorum með á móti Írlandi, en það mun reyna á varnarfærslurnar okkar og það sem við gerum þegar við erum með boltann." 

"Þetta er góð prófraun fyrir okkur."
Eyða Breyta
Fyrir leik
Einhverjir leikmenn íslenska liðsins hafa fengið ný hlutverk í þessu nýja 3-4-3 leikkerfi sem Freyr þjálfir hefur verið að prófa sig áfram með undanfarið. Í leiknum gegn Írlandi á fimmtudag fékk Gunnhildur Yrsa, sem venjulega hefur spilað á miðju, nýtt hlutverk í stöðu svokallaðs vængbakvarðar. Í viðtali við Fótbolta.net hafði Gunnhildur Yrsa þetta að segja um nýju stöðuna:

"Mér líkar mjög vel við hana. Þetta er mikið hlaup, ég fíla að hlaupa, þetta er varnarvinna og sóknarvinna, þannig að þetta hentar mér mjög vel."

Um leikinn í kvöld hafði hún svo þetta að segja:

"Þær eru mjög erfiðar, en ég held að þetta sé fullkominn leikur fyrir okkur til að undirbúa okkur fyrir EM. Ég er mjög spennt, við höfum aldrei spilað á móti þeim."
Eyða Breyta
Fyrir leik
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net byrjar Marta og Brassar með sitt sterkasta lið hér í kvöld!!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Eins og margir vita leikur ein allra besta knattspyrnukona heims, Marta, með liði gestanna. Knattspyrnugoðsögnin Pelé hefur einmitt sjálfur sagt að Marta sé 'Pelé with skirts'. Ekki slæm nafnbót það frá sjálfum Pelé. Marta er markahæsti leikmaður landsliðs Brasilíu með 107 mörk í 117 landsleikjum. Marta leikur nú með Orlando Pride en hún var útnefnd leikmaður ársins af FIFA fimm ár í röð (2006-2010) og hefur í raun verið í topp 3 allar götur síðan fyrir utan árið 2015. Marta var einmitt samherji Söru Bjarkar í Rosengård frá árinu 2014 og þangað til Sara yfirgaf félagið vorið 2016 til að leika með núverandi félagi sínu Wolfsburg.

Með liði gestanna leikur einnig Thaisa Moreno, sem kom til liðs Grindavíkur fyrir átökin í Pepsideildinni í ár. Hún spilaði fyrstu 3 leikina á tímabilinu en hefur svo ekki náð fleiri leikjum hingað til vegna meiðsla. En hún virðist vera búin að ná sér og er hluti af brasilíska hópnum hér í kvöld. Það eru vissulega góðar fréttir fyrir Grindvíkinga.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þá aðeins að gestum okkar hér í kvöld, brasilíska landsliðinu, en það er og hefur verið eitt það sterkasta í heimi undanfarin ár. Það situr nú í 9. sæti heimslistans á meðan Ísland situr í því 18. Þær eru að koma hingað frá Spáni þar sem þær lögðu heimastúlkur í vináttulandsleik 2-1. Spænska landsliðið er einmitt í 13. sæti heimslistans, eða mitt á milli liða Íslands og Brasilíu. Þetta er fyrst leikurinn sem íslenska kvennalandsliðið spilar gegn Brasilíu í sögunni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Staðfest er að Margrét Lára Viðarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir munu ekki taka þátt í leiknum í kvöld, frekar en leiknum gegn Írlandi, vegna meiðsla. Margrét Lára meiddist á hné í leik með Val í Pepsideildinni um daginn en telur þetta ekki meiðsli sem munu hafa áhrif á hennar þátttöku á EM í júlí. Dagný hefur verið frá mun lengur vegna meiðsla en er öll að koma til en þrátt fyrir það var tekin ákvörðun um að hún færi utan í gær til að spila með liði sínu Portland sem á leik á laugardaginn í stað þess að taka áhættu með hana hér í kvöld.

Aðspurður sagði Freyr að staðan á öðrum leikmönnum væri góð og því má gera ráð fyrir því að Sif Atladóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir séu báðar leikfærar í kvöld. Sú fyrrnefnda fór meidd af velli í Dublin en sú síðarnefnda meiddist á æfingu í aðdraganda leiksins og kom því ekki við sögu í leiknum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, sagði í viðtali við Fótbolta.net í gær að hann sæi ekki ástæðu til að breyta mikið byrjunarliðinu frá síðasta leik liðsins gegn Írlandi í Dublin síðastliðinn fimmtudag. Þar spilaði liðið nýja leikkerfið sem Freyr þjálfari hefur verið að gera tilraunir með, 3-4-3. Leikur liðsins gekk vel að mati þjálfarans en er kannski ekki nægilega marktækur vegna virkilega erfiðra aðstæðna þar sem rigndi mikið nánast linnulaust allan leikinn. Það verður því áhugavert að sjá liðið leika þetta leikkerfi hér í kvöld gegn virkilega sterku sóknarliði Brasilíu sem fyrirfram er reiknað með að haldi boltanum kannski heldur meira.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Komið öll margblessuð og sæl kæru lesendur Fótbolta.net.

Hér verður bein textalýsing frá vináttulandsleik Íslands og Brasilíu sem fram fer á Laugardalsvelli og hefst kl. 18:30.

Leikurinn í kvöld er sá síðasti sem íslenska liðið spilar saman fyrir átökin á EM í Hollandi sem hefjast 18. júlí í leik gegn Frakklandi. Það er því um að gera að nýta tækifærið, mæta í Laugardalinn og senda stelpurnar okkar vel stemmdar til Hollands. Við hvetjum fólk til að mæta snemma þar sem KSÍ hefur sett upp stuðningsmannasvæði á bílastæðinu fyrir framan völlinn. Svæðið opnar kl. 16:30.

Á stuðningsmannasvæðinu verða hoppukastalar fyrir börnin, andlitsmálun og veitingasala. Einnig verður boðið uppá afmælisköku í tilefni 70 ára afmælis KSÍ og Sammi í Jagúar mun mæta á svæðið ásamt félögum sínum í brasilíska brass bandinu Reykjavík Batucata til að koma fólki í almennilega sambastemningu.

Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Barbara (m)
2. Gabi Nunes ('85)
4. Rafaelle
6. Tamires ('85)
9. Debinha ('64)
10. Marta
14. Darlene ('76)
15. Leticia
17. Andressinha
18. Fran ('76)
21. Monica

Varamenn:
12. D. Neuhaus (m)
5. Djenifer ('76)
8. Maurine
13. Andreéia Rosa
16. Bia Zaneratto ('76)
20. Camila ('85)
22. Jucinara ('85)
23. Rosana ('64)

Liðstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: