Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
KA
0
0
ÍA
14.06.2017  -  19:15
Akureyrarvöllur
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: 10 stiga hiti og létt norðanátt
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 810
Maður leiksins: Ingvar Kale
Byrjunarlið:
Hallgrímur Mar Steingrímsson
Srdjan Rajkovic
Aleksandar Trninic
3. Callum Williams
4. Ólafur Aron Pétursson ('89)
7. Almarr Ormarsson (f)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f)
19. Darko Bulatovic
22. Hrannar Björn Steingrímsson
28. Emil Lyng

Varamenn:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
5. Ívar Örn Árnason
7. Daníel Hafsteinsson ('89)
30. Bjarki Þór Viðarsson
35. Frosti Brynjólfsson
77. Bjarni Aðalsteinsson

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Eggert Högni Sigmundsson
Baldvin Ólafsson
Óskar Bragason
Petar Ivancic
Anna Birna Sæmundsdóttir
Helgi Steinar Andrésson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Markalaust jafntefli staðreynd í bragðdaufum leik á Akureyrarvelli.
94. mín
Garðar skýtur himinhátt yfir úr spyrnunni
93. mín
Ásgeir tæklar Albert og Skagamenn fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig á síðustu mínútu leiksins!
90. mín
3 mínútum bætt við þennan leik. Kale er með boltann núna, hann er búinn að vera mjög flottur í dag.
90. mín
Rangstaða! Trninic skorar en Þóroddur dæmdi brot á Callum sem steig inní Kale. Hárréttur dómur sýnist mér
89. mín
Inn:Daníel Hafsteinsson (KA) Út:Ólafur Aron Pétursson (KA)
Frimmi kemur útaf, verið fínn í dag, Daníel Hafsteinsson fær örfáar mínútur til að setja mark sitt á leikinn.
88. mín
Tryggvi fer illa með Hrannar og kemst í dauðafæri en skýtur beint á Rajko.
86. mín
Garðar sér Rajko langt úti og reynir skotið af 40 metra færi en það er langt framhjá.
84. mín
Inn:Robert Menzel (ÍA) Út:Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA)
Varnarsinnuð skipting hjá Gulla, virðist ætla að sækja stigið.
80. mín
DAUÐAFÆRI! Darko með góðan bolta beint á hausinn á Elfari í dauðafæri en Kale ver meistaralega frá honum!
Fáum við kannski góðar lokamínútur í þessum leik?
77. mín
Langt innkast frá Darko beint á Emil sem skallar hann rétt yfir.
75. mín
Þessi seinni hálfleikur er búinn að vera steindauður hingað til, vonandi förum við að fara að sjá eitthvað gerast hérna!
73. mín
Inn:Garðar Gunnlaugsson (ÍA) Út:Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Garðar er mættur inná fyrir ÍA eftir veikindi.
68. mín
Hrannar kemur með góða fyrirgjöf sem ratar beint á kollinn á bróðir hans, Grímsa, en Kale grípur skallann frá honum.
62. mín
Mjög góð hornspyrna frá Grímsa og Callum skallar hann í slánna! KA eru með öll tök á þessum leik eins og er.
59. mín
Enn eitt hornið sem KA fær eftir góða sókn. En það kemur ekkert uppúr því frekar en í öðrum hornspyrnum leiksins.
56. mín
Ólafur Aron eða Frimmi eins og hann er kallaður með skot að utan en hann fer yfir enn og aftur. Trúi ekki öðru en að hann setji hann í dag, kann að slumma honum!
52. mín
Elfar er kominn aftur inná og virðist í fullkomnu lagi.
51. mín
Hafþór spyrnir boltanum beint í höfuðið á Elfari sem liggur eftir. Nokkuð viss um að hann haldi leik áfram samt.
47. mín
Ólafur Valur með góðan sprett upp vinstri kantinn og kemur með fastan bolta inní en það er enginn mættur til að ráðast á boltann.
46. mín
Leikur hafinn
Skagamenn byrja þennan seinni hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik. KA menn hafa sótt mun meira í þessum leik. Rashid Yussuff fékk boltann í höndina að mér sýndist og svo bjargaði ÞÞÞ á línu. Annars hefur lítið gerst seinni hluta hálfleiksins.
45. mín
Þremur mínútum er bætt við fyrri hálfleikinn. Það voru meiðsli og svo var Elfar alltof lengi að reima fyrir Kale!
45. mín Gult spjald: Hafþór Pétursson (ÍA)
Varamaðurinn Hafþór tekur Hallgrím niður og fær gult spjald að launum.
43. mín
KA að fá enn eina hornspyrnuna í leiknum. Boltinn er skallaður út á Ólaf Aron sem skýtur vel yfir.
41. mín
Tryggvi Hrafn með 2 mjög góð skot á stuttum tíma en í bæði skiptin sér Rajko við honum, ver seinna skotið í horn.
40. mín
Darko með góðan sprett upp völlinn, gefur hann á Grímsa sem kemur með fyrirgjöf inná teig en Skagamenn koma honum í horn. Uppúr horninu fær síðan Kale aukaspyrnu.
36. mín
Ólafur Aron á skot sem Stefán Teitur kemst fyrir og boltinn fer af honum í horn. Uppúr horninu komu 2 ný horn en Skagamenn eru búnir að koma hættunni frá í bili.
34. mín
Albert með fyrirgjöf inná teiginn sem Arnór Snær skallar yfir.
32. mín
Elfar setur boltann út á Grímsa með hælspyrnu en skotið fer framhjá markinu hjá honum.
30. mín
Lítið að gerast í leiknum núna, KA menn eru að spila boltanum á milli sín en eru ekki að skapa neitt eins og er.
23. mín
Inn:Hafþór Pétursson (ÍA) Út:Hilmar Halldórsson (ÍA)
Hilmar Halldórsson liggur meiddur eftir, ekki viss hvað gerðist en hann er borinn útaf og inná kemur Hafþór Pétursson.
20. mín
KA menn eru að ógna mun meira á þessum fyrstu 20 mínútum en staðan er enn markalaus.
19. mín
Hrannar með langan bolta uppá Ásgeir en Kale kemur útúr teig og nær að koma honum í innkast.
16. mín
Ólafur Aron vinnur boltann vel með tæklingu útá miðjum velli, kemur boltanum á Grímsa sem tekur laust en hnitmiðað skot sem Kale ver í horn. Þessi varsla var gerð fyrir myndavélarnar, alvöru sjónvarpsvarsla!
15. mín
Grímsi með hornspyrnu inná teiginn, Almarr nær að koma fætinum í boltann en ÞÞÞ bjargar á línu!
12. mín
Langt innkast frá Darko yfir á fjær og boltinn fer klárlega í höndina á Rashid Yussuff en dómarinn gefur bara horn sem kemur ekkert uppúr.
8. mín
Leikurinn er stopp núna þar sem Elfar Árni er að reima fyrir Ingvar Kale, stúkan klappar fyrir þessu hjá Ella!
5. mín
Skagamann með álitlega sókn, langur bolti innfyrir á Tryggva Hrafn, Tryggvi stakk Trninic af en Rajko náði að handsama boltann.
2. mín
Emil Lyng sækir hornspyrnu sem Darko tók, glæsilegur bolti sem enginn ræðst á og endar í markspyrnu. Þarna vantaði áræðni inní teignum hjá KA-mönnum!
1. mín
KA menn ógna með löngu innkasti frá Darko sem endar með skoti frá Emil Lyng í varnarmann.
1. mín
Leikur hafinn
KA byrja með boltann og sækja í átt að miðbænum.
Fyrir leik
Bjarki Þór Viðarsson er kominn aftur í liðið hjá KA eftir að hafa tekið út leikbann í síðustu umferð.
Bjarki, Ásgeir og Ívar Örn voru allir að spila með U-21 árs landsliðinu gegn Englandi á Laugardaginn og komu allir við sögu í leiknum.
Sömu sögu má segja um Skagamennina Tryggva Hrafn Haraldsson og Albert Hafsteinsson.
Fyrir leik
Bjarni Jó var að mæta á völlinn. Mætir ásamt Gunna Nella fyrrum Stjórnarformanni KA. Bjarni þjálfaði KA 2013-2015 og er núna mættur á völlinn með KA trefil um hálsinn!
Fyrir leik
Garðar Gunnlaugs er mættur aftur í hóp hjá ÍA eftir lungnabólgu. Það er mjög sterkt fyrir ÍA ef hann kemur inn af krafti og vonum að hann sé búinn að jafna sig á þessum veikindum.
Fyrir leik
Steinþór Freyr dettur úr hópnum hjá KA í dag, meiðslin aftaní læri sem hafa verið að hrjá hann tóku sig aftur upp á æfingu. Það er ljóst að KA mátti ekki við þessum meiðslum og vonum að þetta sé ekki alvarlegt hjá Steinþóri.
Meiðslalistinn hjá KA verður lengri og lengri en nú þegar eru: Archange Nkumu, Davið Rúnar Bjarnason, Halldór Hermann Jónsson og Guðmann Þórisson allir frá vegna meiðsla
Fyrir leik
Liðin eru komin inn.

KA teflir fram óbreyttu byrjunarliði frá 4-1 útisigrinum gegn Víkingi Ólafsvík í síðustu umferð. Skagamenn töpuðu 2-3 fyrir Blikum og gera eina breytingu. Stefán Teitur Þórðarson kemur inn.

Varnarmaðurinn Robert Menzel fer á varamannabekkinn en hann hefur fengið mikla gagnrýni fyrir slaka frammistöðu í byrjun móts.

Fyrir leik
Þóroddur Hjaltalín dæmir leikinn í dag. Honum til aðstoðar eru Frosti Viðar Gunnarsson og Eðvarð Eðvarðsson. Grétar Guðmundsson er eftirlitsdómari í dag og Sigurður Hjörtur Þrastarson er varadómari.
Fyrir leik
Þess má til gamans geta að Gunnlaugur Jónsson þjálfaði KA liðið árin 2011 og 2012 og var í baráttu um að komast upp seinna árið sitt.
Arnar Már Guðjónsson leikmaður ÍA spilaði einnig með KA árin 2008 og 2009 og var fyrirliði liðsins seinna árið eftir að Almarr Ormarsson, sem er í KA liðinu í dag fór í Fram.
Arnar fór sínar eigin leiðir og spilaði í treyju nr. 1 sem útileikmaður!
Fyrir leik
ÍA eru komnir í 8 liða úrslitin í Borgunarbikarnum eftir 2-1 sigur á Gróttu og mæta Leikni Reykjavík þar.
KA datt hinsvegar býsna óvænt útúr bikarnum í 32 liða úrslitum gegn ÍR í framlengdum leik.
Fyrir leik
KA vann sterkan 4-1 sigur í Ólafsvík í síðustu umferð eftir að hafa tapað dýrmætum stigum í uppbótartíma gegn bæði Víkingi Reykjavík og Stjörnunni í umferðunum þar á undan.
ÍA tapaði 3-2 á Skaganum gegn Blikum í síðustu umferð þar sem liðið lenti 3-0 undir. Þeir fengu sín einu stig í umferðinni á undan með öflugum 4-1 sigri í Eyjum.
Fyrir leik
KA og ÍA léku síðast í sömu deild árið 2014 í 1.deild. KA vann fyrri leikinn á Skaganum 2-4 og seinni leiknum lauk með 2-2 jafntefli á þessum velli sem liðin spila á í kvöld.
Hallgrímur Mar skoraði 3 mörk gegn ÍA þetta sumar og hann er í KA liðinu í kvöld, gaman að sjá hvort hann haldi uppteknum hætti gegn Skagamönnum.
Fyrir leik
Fyrir þennan leik situr KA í fjórða sætinu með 11 stig en ÍA eru í 11.sæti með aðeins 3 stig og þurfa þeir nauðsynlega að fara safna stigum ef þeir ætla að forðast falldrauginn í sumar.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá Akureyrarvelli þar sem KA fær ÍA í heimsókn í 7. Umferð Pepsí-deildar karla.
Byrjunarlið:
33. Ingvar Þór Kale (m)
Arnar Már Guðjónsson
Arnór Snær Guðmundsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson ('84)
8. Albert Hafsteinsson
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Ólafur Valur Valdimarsson
18. Stefán Teitur Þórðarson ('73)
18. Rashid Yussuff
20. Gylfi Veigar Gylfason
26. Hilmar Halldórsson ('23)

Varamenn:
3. Aron Ingi Kristinsson
5. Robert Menzel ('84)
10. Steinar Þorsteinsson
15. Hafþór Pétursson ('23)
17. Ragnar Már Lárusson
19. Patryk Stefanski
29. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
32. Garðar Gunnlaugsson ('73)

Liðsstjórn:
Gunnlaugur Jónsson (Þ)
Jón Þór Hauksson (Þ)
Guðmundur Sigurbjörnsson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson

Gul spjöld:
Hafþór Pétursson ('45)

Rauð spjöld: