Grindavíkurvöllur
miðvikudagur 14. júní 2017  kl. 20:00
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Frábærar aðstæður. Skýjað og logn
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Matthías Örn Friðriksson
Grindavík 1 - 1 FH
1-0 Andri Rúnar Bjarnason ('75)
1-1 Kristján Flóki Finnbogason ('77)
Myndir: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
6. Sam Hewson
7. Will Daniels ('81)
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
9. Matthías Örn Friðriksson
10. Alexander Veigar Þórarinsson
16. Milos Zeravica
18. Jón Ingason
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
25. Aron Freyr Róbertsson ('88)
99. Andri Rúnar Bjarnason

Varamenn:
1. Maciej Majewski (m)
2. Hákon Ívar Ólafsson ('81)
5. Adam Frank Grétarsson
10. Sigurður Bjartur Hallsson
15. Nemanja Latinovic
21. Marinó Axel Helgason ('88)
26. Sigurjón Rúnarsson

Liðstjórn:
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Milan Stefán Jankovic
Arnar Már Ólafsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Sigurvin Ingi Árnason
Eiríkur Leifsson
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Gunnar Þorsteinsson ('65)
Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('70)

Rauð spjöld:

@BjarniThorarinn Bjarni Þórarinn Hallfreðsson


94. mín Leik lokið!
Helgi Mikael flautar til leiksloka! Jafntefli staðreynd! Stuðningsmenn Grindavíkur eru ánægðir með þetta stig! Viðtöl og skýrsla á leiðinni
Eyða Breyta
94. mín
Ágætis skot hjá Andra en yfir!
Eyða Breyta
93. mín
Grindavík fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi FH. Doumbia keyrir inn í Andra. Andri ætlar að taka spyrnuna sjálfur
Eyða Breyta
93. mín
Kristján Flóki með góðan skalla en rétt yfir!
Eyða Breyta
91. mín
Grindvíkingar ná að hreinsa. FH mjög fjölmennir fram á við
Eyða Breyta
91. mín
Hornspyrna til FH!
Eyða Breyta
90. mín
Fjórum mínútum bætt við!
Eyða Breyta
90. mín
Marinó með fína fyrirgjöf á Andra sem skýtur í fyrsta. Boltinn lekur framhjá
Eyða Breyta
89. mín
Úff Milos NEGLIR boltanum í maga Doumbia af stuttu færi. Óviljaverk og harkar hann þetta af sér
Eyða Breyta
88. mín Marinó Axel Helgason (Grindavík) Aron Freyr Róbertsson (Grindavík)
Marinó kemur inná
Eyða Breyta
88. mín
Böðvar leikur illa á Aron og rennir honum út á Kristján Flóka en skot hans hátt yfir
Eyða Breyta
87. mín
Alexander með aukaspyrnu en hún er of utarlega en Gunnar reynir að skalla hann á markið. Æfingabolti fyrir Gunnar Nielsen
Eyða Breyta
86. mín Atli Viðar Björnsson (FH) Steven Lennon (FH)
Super-sub Íslands kemur inná
Eyða Breyta
85. mín
Emil Páls með góðan skalla en Hákon hendir sér í boltann
Eyða Breyta
85. mín
Emil Pálsson með skot sem á viðkomu í Matthíasi. Horn til FH
Eyða Breyta
83. mín
Stuðningsmenn Grindavíkur að henda í létt víkingaklapp
Eyða Breyta
81. mín
Bolvíkingurinn er sjóðandi og orðinn markahæstur í deildinniEyða Breyta
81. mín Hákon Ívar Ólafsson (Grindavík) Will Daniels (Grindavík)
Fyrsta skipting heimamanna
Eyða Breyta
80. mín
FH-ingar með tvö góð skot með stuttu millibili. Atli Guðna það fyrra og Lennon það síðara
Eyða Breyta
79. mín
Já þetta var ekki lengi að gerast! Var enn að skrifa færsluna í Grindavíkurmarkinu þegar markið hjá Kristjáni Flóka kom!
Eyða Breyta
77. mín MARK! Kristján Flóki Finnbogason (FH), Stoðsending: Steven Lennon
FH EKKI LENGI AÐ JAFNA! Kristján FLóki fékk sendingu inn fyrir vörn Grindavíkur og lét bara vaða á vítateigslínunni! Virkilega vel gert!
Eyða Breyta
76. mín Emil Pálsson (FH) Robbie Crawford (FH)

Eyða Breyta
75. mín MARK! Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík), Stoðsending: Milos Zeravica
JÁÁÁÁ ÉG SKAL SKO SEGJA YKKUR ÞAÐ! GRINDAVÍK ER KOMIÐ YFIR! OG HVER ANNAR EN ANDRI RÚNAR BJARNASON! HANS SJÖUNDA MARK Í SUMAR! Milos átti frábæra sendingu inn fyrir vörn FH og þar var Andri kominn einn á móti Gunnari. Kláraði örugglega. GRINDAVÍK KOMIÐ YFIR!
Eyða Breyta
74. mín
FH komust skyndilega tveir á móti tveimur en náðu ekki að gera eitthvað úr því
Eyða Breyta
73. mín
Alexander með lúmska sendingu inn fyrir vörn FH en Gunnar stóð framarlega og náði til boltans
Eyða Breyta
72. mín
Halldór Orri með skot utan af teigi en það fer yfir. Skömmu áður missti Alexander boltann enn og aftur. Lítið getað síðan frá tilþrifunum í fyrri hálfleik
Eyða Breyta
71. mín
Halldór dæmdur rangstæður í sinni fyrstu snertingu
Eyða Breyta
71. mín Halldór Orri Björnsson (FH) Guðmundur Karl Guðmundsson (FH)
Fyrsta skipting leiksins
Eyða Breyta
70. mín Gult spjald: Brynjar Ásgeir Guðmundsson (Grindavík)
Atli Guðna var kominn einn á Matthías en Brynjar var á hælunum hans með eitt markmið, stoppa Atla. Fær gult fyrir það.
Eyða Breyta
69. mín
Ágætis sókn hjá FH. Boltinn dettur fyrir Atla Guðna á vítateigslínunni og hann hamrar á markið. Crawford var hins vegar eitthvað að þvælast fyrir og boltinn í hann og yfir
Eyða Breyta
67. mín Gult spjald: Robbie Crawford (FH)
Crawford fær spjald fyrir að stoppa Alexander
Eyða Breyta
65. mín Gult spjald: Gunnar Þorsteinsson (Grindavík)
William tekur langt innkast sem FH hreinsar. Boltinn dettur til Atla Guðna en Gunnar var fljótur og hugsa og stoppaði þessa sókn við fæðingu. Fær gult spjald að launum
Eyða Breyta
65. mín
William með flottan sprett upp völlinn! Fyrirgjöf hans ágæt en FH hreinsar í innkast
Eyða Breyta
62. mín
Aron með flotta fyrirgjöf og boltinn endar hjá William sem skýtur á markið. Helgi Mikael dæmir óskiljanlega hornspyrnu sem FH skallar í burtu
Eyða Breyta
61. mín
Lennon með flottan skalla en Jajalo ver vel. Alexander missir svo boltann aftur á sínum eigin vallarhelmingi
Eyða Breyta
59. mín
Andri með skot! Boltinn hrekkur í lappirnar á Andra sem snýr á leikmenn FH og lætur vaða. Ekki mikill kraftur í skotinu hins vegar og auðvelt fyrir Gunnar
Eyða Breyta
57. mín
FH sterkari aðilinn í leiknum en þeir virðast hins vegar ekki nálægt því að brjóta upp vörn Grindavíkur
Eyða Breyta
56. mín
Crawford með ágætis skot utan af teigi en Jajalo átti ekki í miklum vandræðum með það
Eyða Breyta
55. mín
Atli Guðna liggur eftir. Aron Freyr stökk upp í skallabolta og fór líklega með lappirnar óvart í mjöðm Atla. Hann er hins vegar staðinn upp og virðist í lagi
Eyða Breyta
53. mín
Jón Ingason missir boltann klaufalega í innkast. Hefði átt að vera löngu búinn að spyrna boltanum fyrir markið
Eyða Breyta
53. mín
William brýtur klaufalega af sér. Verið slappur í þessum leik
Eyða Breyta
50. mín
Grindavík að missa boltann mikið á sínum eigin vallarhelmingi síðustu mínúturnar en FH ekki að ná að skapa sér úr því
Eyða Breyta
48. mín
Alexander missir boltann tvisvar sinnum á sínum eigin vallarhelming. Klaufalegt og hefði getað verið stórhættulegt
Eyða Breyta
47. mín
Böðvar með líklega sína fyrstu lélegu fyrirgjöf í leiknum í kvöld og er hann búinn að taka þær nokkrar!
Eyða Breyta
46. mín
Flott sending inn fyrir á Guðmund en Jón Ingason bjargar í innkast
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Andri Rúnar spyrnir boltanum og þetta er byrjað!
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Liðin eru komin út á völl og fer þetta því að hefjast aftur
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Helgi Mikael flautar til hálfleiks. Það var jafnræði með liðunum fyrsta korterið eða svo en síðan tók FH yfir leikinn. Þeir eiga hins vegar í miklum erfiðleikum með þétta vörn Grindavíkur
Eyða Breyta
45. mín
Andri nálægt því að stela boltanum af Bergsveini!
Eyða Breyta
44. mín
Fínasta færi hjá Grindavík! Alexander virtist vera kominn einn í gegn en skyndilega hægði hann ferðina þegar Bergsveinn nálgaðist og lét vaða. Ekki nægilega gott skot og Gunnar ekki í miklum vandræðum með það
Eyða Breyta
44. mín
Smá vandræði í vítateig Grindavíkur en Jajalo var á tánum og náði boltanum
Eyða Breyta
42. mín
Alexander aftur að leika sér að leikmönnum FH, nú á miðjum vellinum. Gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður
Eyða Breyta
41. mín
Grindavík að reyna mikið af löngum sendingum á Andra en það hefur lítið gengið upp
Eyða Breyta
40. mín
Guðmundur Karl með skalla yfir markið
Eyða Breyta
39. mín
Grindvíkingar brjálaðir! Vilja fá hendi á Doumbia rétt fyrir utan vítateig en ekkert dæmt! Verður fróðlegt að sjá þetta aftur!
Eyða Breyta
38. mín
Atli Guðna með glæsilega viðstöðulausa fyrirgjöf en Kristján Flóki var hársbreidd frá því að ná boltanum
Eyða Breyta
37. mín
VÁ MAÐUR! Alexander LÉK sér gjörsamlega að vörn FH og náði góðu skoti en Gunnar gerði vel og varði. Þetta hlýtur að verða sýnt í Pepsi-mörkunum
Eyða Breyta
35. mín
Frábærlega vel leist hjá Grindavík eftir pressu FH-inga. Sultuslakir á boltanum í vörninni og spiluðu sig í gegnum pressuna
Eyða Breyta
34. mín
Matthías með flotta vörn á Kristján Flóka. Hann var nálægt því að komast í gegn
Eyða Breyta
34. mín
Alexander með langa sendingu upp vinstri kantinn á Andra sem nær að halda boltanum inná. Ekkert verður hins vegar úr þessu.
Eyða Breyta
32. mín
Andri Rúnar verið í mikilli baráttu við Doumbia og Bergsvein en lítið hefur gengið hingað til
Eyða Breyta
31. mín
Böðvar að ógna aftur á vinstri kantinum
Eyða Breyta
29. mín
FH-ingar verið töluvert sterkari síðustu mínúturnar en þeim gengur erfiðlega að brjóta niður þétta vörn Grindavíkur
Eyða Breyta
29. mín
Enn ein hornspyrnan til FH
Eyða Breyta
27. mín
Böðvar með enn eina fyrirgjöfina, á kollinn á Lennonn en skalli hans langt framhjá. Böðvar verið flottur í upphafi leiks
Eyða Breyta
25. mín
FH vilja fá víti! Hewson virtist tosa Lennon niður en ekkert dæmt. Hefði líklega verið svolítið hart að dæma víti á þetta. Grindavík vildi fá gult spjald fyrir dýfu. Gömlu liðsfélagarnir ýta svo hvorum öðrum. Engin vinátta þarna!
Eyða Breyta
23. mín
Klafs á milli Lennon og Brynjars á miðjum vellinum sem endar með því að Atli Guðna fær boltann út á vinstri kanti. Fyrirgjöf hans hins vegar ekki góð
Eyða Breyta
22. mín
William reyndi skæri á Davíð. Fyrirliðinn lét hins vegar ekki gabba sig og náði boltanum auðveldlega
Eyða Breyta
20. mín
ÚFF! Hendrickx með aðra frábæra hornspyrnu og Kristján Flóki var einn og óvaldaður! Skalli hans hins vegar rétt framhjá
Eyða Breyta
19. mín
Önnur hornspyrna til FH. Lennon vann þessa
Eyða Breyta
19. mín
Brynjar fær tiltal frá Helga Mikael eftir að hafa ýtt Böðvari áðan
Eyða Breyta
17. mín
Matthías gerði virkilega vel í horninu og hreinlega tók Doumbia í bakaríið! Grindavík sótti svo hratt en Böðvar stóð vaktina vel gegn Brynjari
Eyða Breyta
16. mín
Guðmundur Karl vinnur hornspyrnu fyrir FH
Eyða Breyta
15. mín
Andri Rúnar fær flotta sendingu inn fyrir vörn FH en þeir gulu voru fáliðaðir inn í teig. Aron Freyr reyndi svo að spóla sig í gegnum vörn FH en missti boltann frá sér
Eyða Breyta
14. mín
Hættuleg hornspyrna hjá Hendrickx! Fer inn á markteig en enginn FH-ingur náði til boltans
Eyða Breyta
14. mín
Hornspyrna til FH. Atli reyndi að leika á Brynjar en hann komst ekki fram hjá honum. Vann þó horn
Eyða Breyta
13. mín
Milos er að byrja vel á miðju Grindavíkur. Er að halda boltanum virkilega vel
Eyða Breyta
12. mín
Doumbia með frábæra tæklingu! Gunnar með flotta sendingu á Aron Frey sem var nálægt því að ná boltanum en þá kom Belginn fljúgandi og náði boltanum og vann innkast að auki
Eyða Breyta
10. mín
Fínasta færi hjá Grindavík. William sendir á Hewson sem framlengir á Gunnar. Skot fyrirliðans var hins vegar kraftlaust og nafni hans í markinu átti ekki í miklum erfiðleikum
Eyða Breyta
9. mín
Crawford með frábæra sendingu yfir á Böðvar sem sendi hann á Atla Guðna. Fyrirgjöf Atla hins vegar ekki góð
Eyða Breyta
7. mín
Jajalo með mjög langa spyrnu fram og Andri Rúnar ógnar en Gunnar Nielsen var fyrri til
Eyða Breyta
6. mín
FH stillir upp fjögurra manna varnarlínu með Doumbia og Bergsvein í hjarta varnarinnar. Hendrickx og Böddi löpp í bakvörðunum.

Grindavík stillir upp sinni hefðbundni fimm manna vörn
Eyða Breyta
5. mín
Atli Guðna liggur eftir, en er staðinn upp. Aron Freyr fór eitthvað í bakið á honum. Brynjar Ásgeir spjallar létt við sinn fyrrum liðsfélaga í kjölfarið
Eyða Breyta
4. mín
FH er örlítið meira með boltann hér í upphafi, en það er ekki mikið.
Eyða Breyta
3. mín
Sam Hewson brýtur á fyrrum liðsfélaga sínum, Steven Lennon á miðjum vallarhelmingi Grindvíkinga. Brynjar Ásgeir er einnig að spila gegn sínum gömlu félögum.
Eyða Breyta
2. mín
Gunnar með fyrirgjöf á Will en hún var örlítið of löng. Markspyrna hjá FH
Eyða Breyta
1. mín
Aðstæður til knattspyrnuiðkunnar hér í Grindavík eru frábærar. Logn og skýjað.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
FH-ingar byrja með boltann og sækja að Atlantshafinu. Þetta er hafið!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn. Ég býst við hörkuleik!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Nýjar fréttir af Begga vallarstjóra: Hann kemur ekki á leikinn, heldur ætlar hann að horfa á leikinn í sjónvarpinu. Ótrúleg vondbrigði en hinir bestu menn eiga það til að veikjast. Persónulega finnst mér að það eigi ekki að vera spilaður fótboltaleikur hér í Grindavík nema Beggi vallarstjóri sé viðstaddur.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru að týnast inn í búningsklefa. Þetta styttist!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Andri Rúnar var að smella einum af þrjátíu metrunum framhjá Jajalo. Erum við að fara að sjá eitthvað svipað í kvöld?
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er mikið áfall fyrir Grindvíkinga í dag. Beggi vallarstjóri var veikur og mætti því ekki í vinnuna. Spurning hvort hann mæti á völlinn. Ég verð á vaktinni
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús en þau má sjá hér til hliðar! Aðeins ein breyting er á liðunum og á Grindavík þá breytingu. Alexander Veigar kemur inn í byrjunarliðið fyrir Björn Berg Bryde sem er ekki í hóp í kvöld.

FH-ingar stilla upp sama liði og í 3-0 sigrinum á Stjörnunni
Eyða Breyta
Fyrir leik
Í kvöld verður einvígi markahæstu leikmanna Pepsi-deildarinnar. Andri Rúnar Bjarnason hjá Grindavík og Steven Lennon hjá FH hafa báðir verið heitir á tímabilinu og eru komnir með 6 mörk, eða eitt mark í leik að meðaltali. Ekki amalegt!

Þá er Kristján Flóki einnig búinn að vera iðinn við kolann hjá FH en hann er kominn með fjögur mörk.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Grindavík og FH hafa alls 43 sinnum og hafa FH-ingar haft mikla yfirburði í viðureignum liðanna.

Fyrst mættust liðin í bikarkeppninni árið 1975 þar sem FH vann örugglega, 3-0. Tuttugu árum síðar voru liðin saman í deild í fyrsta skipti þar sem liðin skiptust á sigrum.

Alls hafa FH-ingar unnið 28 leiki af þessum 43 en Grindvíkingar hafa aðeins unnið 9 leiki. Markatalan í viðureignum liðanna er 103-51, FH í vil.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það eru komin fimm ár síðan liðin mættust síðast í Pepsi-deildinni. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í Kaplakrikanum árið 2012 en í síðari leiknum vann FH 1-0 í Grindavík.

FH varð Íslandsmeistari þetta sumar en Grindavík endaði í botnsætinu og féll því niður í Inkasso-deildina.

Liðin mættust hins vegar í Borgunarbikarnum árið 2015 þar sem FH vann 2-1 í hörkuleik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bæði lið koma á sigurbraut inn í þennann leik en Grindavík vann frækinn sigur á KR í Vesturbænum í síðustu umferð, 1-0 og var það Andri Rúnar Bjarnason sem skoraði markið úr vítaspyrnu.

FH sýndi meistaratakta í síðustu umferð þegar þeir rifu eitthvað heitasta lið landsins, Stjörnuna niður á jörðuna með 3-0 sigri. Mörkin skoruðu Steve Lennon, Kristján Flóki Finnbogason og Þórarinn Ingi Valdimarsson
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ef einhver hefði spáð því fyrir mót að eftir sex leiki væri Grindavík fyrir ofan FH, þá hefði sá hinn sami líklega verið litinn hornauga!

En raunin er hins vegar sú að Grindavík situr í toppsætinu með þrettán stig ásamt Val og Stjörnunni.

FH situr hins vegar í fimmta sæti Pepsi-deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliðunum þremur
Eyða Breyta
Fyrir leik
Komið sæl og verið velkomin á leik Grindavíkur og Íslandsmeistara FH í sjöundu umferð Pepsi-deildar karla!
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
5. Bergsveinn Ólafsson
6. Robbie Crawford ('76)
7. Steven Lennon ('86)
10. Davíð Þór Viðarsson (f)
11. Atli Guðnason
18. Kristján Flóki Finnbogason
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
26. Jonathan Hendrickx
29. Guðmundur Karl Guðmundsson ('71)

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
4. Pétur Viðarsson
8. Emil Pálsson ('76)
16. Jón Ragnar Jónsson
17. Atli Viðar Björnsson ('86)
22. Halldór Orri Björnsson ('71)
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson
23. Veigar Páll Gunnarsson

Liðstjórn:
Ólafur Páll Snorrason
Heimir Guðjónsson (Þ)
Eiríkur K Þorvarðsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Ólafur H Guðmundsson
Styrmir Örn Vilmundarson

Gul spjöld:
Robbie Crawford ('67)

Rauð spjöld: