Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Lengjubikar kvenna - A-deild úrslit
Valur
13:00 0
0
Breiðablik
ÍR
0
3
Þróttur R.
0-1 Diljá Ólafsdóttir '19
0-2 Michaela Mansfield '35
0-3 Hafrún Sigurðardóttir '55
Andrea Magnúsdóttir '90
15.06.2017  -  19:15
Hertz völlurinn
1. deild kvenna
Aðstæður: FLott gras Logn , skýjað og 12 stiga hiti
Dómari: Helgi Ólafsson
Maður leiksins: Michaela Mansfield
Byrjunarlið:
1. Eva Ýr Helgadóttir (m)
3. Andrea Magnúsdóttir
10. Ástrós Eiðsdóttir ('64)
11. Andrea Katrín Ólafsdóttir (f) ('81)
13. Mykaylin Rosenquist
18. Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir
19. Rebekka Katrín Arnþórsdóttir ('45)
20. Heba Björg Þórhallsdóttir
23. Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir
24. Bryndís María Theodórsdóttir
26. Anna Bára Másdóttir ('45)

Varamenn:
1. Auður Sólrún Ólafsdóttir (m)
12. Ingibjörg Fjóla Ástudóttir (m)
7. Selma Rut Gestsdóttir
9. Klara Ívarsdóttir ('45)
14. Guðrún Ósk Tryggvadóttir ('68)
15. Sigríður Guðnadóttir
20. Sandra Dögg Bjarnadóttir ('45) ('68)
22. Ragna Björg Kristjánsdóttir ('81)
24. Hafdís Erla Valdimarsdóttir ('64)

Liðsstjórn:
Guðmundur Guðjónsson (Þ)
Gunnlaugur Jónasson
Dagbjört Sól Guðlaugsdóttir

Gul spjöld:
Heba Björg Þórhallsdóttir ('39)
Klara Ívarsdóttir ('83)

Rauð spjöld:
Andrea Magnúsdóttir ('90)
Leik lokið!
Leik lokið ! Hrikalega sannfærandi 3-0 sigur Þróttara hér í dag og fyllilega verðskuldað í alla staði

Ég þakka fyrir mig skýrsla og viðtöl koma seinna í kvöld
90. mín Rautt spjald: Andrea Magnúsdóttir (ÍR)
HVað gerðist þarna !! Andrea Magnúsdóttir fær Rautt spjald fyrir hvað veit ég ekki ? Mögulega kjaftbrúk
90. mín
Úff ljótur árekstur hérna hjá Klöru og Hafdísi þetta leit ekki vel út en þær standa báðar upp ólaskaðar
90. mín
Komnar 90 mínútur á klukkuna 4 mín í uppbótartíma
86. mín
Jæja Skot frá ÍR en það fer hátt yfir markið
84. mín
Inn:Kristín Eva Gunnarsdóttir (Þróttur R.) Út:Sierra Marie Lelii (Þróttur R.)
En ein skiptinginn þetta fer að nálgast fjölda þáttaraða Nágranna í FJölda
83. mín Gult spjald: Klara Ívarsdóttir (ÍR)
Klara Ívars lætur finna fyrir sér , hörð tækling að hætti hennar kemur of seint í hana verðskuldað spjald
81. mín
Inn:Ragna Björg Kristjánsdóttir (ÍR) Út:Andrea Katrín Ólafsdóttir (ÍR)
80. mín
Þegar ÍR stúlkur hafa sótt hafa þær sótt mest upp hægri kantinn í þessum leik en flugfreyjan Sigurrós Eir hefur tök á allri þeirr ókyrrð sem að myndast .
79. mín
Inn:Halla María Hjartardóttir (Þróttur R.) Út:Rún Friðriksdóttir (Þróttur R.)
74. mín
Inn:Þórkatla María Halldórsdóttir (Þróttur R.) Út:Michaela Mansfield (Þróttur R.)
Michaela er búin að vera frábær í þessum leik fær hérna hálfgerða heiðurskiptingu
70. mín
Þróttur skot Þróttur skot Þróttur skot þessi leikur er einstefna ÍR - stelpur eru ekki einu sinni líklegar á meðan Þróttur spilar sig trekk í trekk í góða stöðu
68. mín
Inn:Guðrún Ósk Tryggvadóttir (ÍR) Út:Sandra Dögg Bjarnadóttir (ÍR)
66. mín
RANGT ! Þróttur skorar aftur en línuvörðurinn flaggar Michaela rangstæða , þetta var rangur dómur og markið átti að standa
65. mín
Inn:Guðfinna Kristín Björnsdóttir (Þróttur R.) Út:Kristín Sverrisdóttir (Þróttur R.)
Það er skiptingar maraþon hérna
64. mín
Inn:Hafdís Erla Valdimarsdóttir (ÍR) Út:Ástrós Eiðsdóttir (ÍR)
64. mín
Inn:Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (Þróttur R.) Út:Hafrún Sigurðardóttir (Þróttur R.)
Fyrsta skipting gestanna
60. mín
Nik Chamberlain kallar hér leiðbeiningar og skipanir inn á völlinn bæði á Íslensku og Ensku með frábærum hreim.
Hann fær stórt prik fyrir Íslenskuna
57. mín
ÍR reyna að svara en þær virðast bara ekki vera á tánum þegar kemur að markteig andstæðinganna
55. mín MARK!
Hafrún Sigurðardóttir (Þróttur R.)
Hvað er að gerast hérna á Hertz vellinum ! Þróttur hafði skorað 4 mörk eftir 6 umferðir en hafa skorað þrjú hérna !

Eftir mikin darraðardans inn í teig ÍR-inga fellur boltin fyrir Hafrúnu Sigurðardóttir sem leggur hann í netið 3-0 Þróttur
52. mín
Síðari hálfleikur byrjaði vel tvo skot strax en aðeins búið að fjara undan þessu liðin í mikilli stöðubaráttu
46. mín
Skot á báða bófa hérna í byrjun seinni hálfleiks . ÍR stúlkur virðast ætla pressa ofarlega á Þróttara í seinni hálfleik
45. mín
Inn:Klara Ívarsdóttir (ÍR) Út:Anna Bára Másdóttir (ÍR)
ÍR-ingar gera tvöfalda skiptingu í hálfleik.

Það á greinilega þétta miðjuna því Klara Ívarsdóttir tæklari og vinnsluhestur með meiru er mætt á ný eftir meiðsli
45. mín
Inn:Sandra Dögg Bjarnadóttir (ÍR) Út:Rebekka Katrín Arnþórsdóttir (ÍR)
45. mín
Síðari hálfleikur er hafinn ÍR-stelpur byrja með boltan
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur á Hertz vellinum , Guðmundur Guðjónsson getur ekki verið sátur með sitt lið ÍR-þarf að rífa sig í gang í seinni hálfleik .

Þróttarar hafa hinsvegar verið sterkar og gætu verið þremur mörkum yfir hér eftir fyrri hálfleik .

Vallarþulurinn býður mér í kaffi á 2 hæð í ÍR húsinu ég ætla þiggja það boð !

Sjáumst í seinni hálfleik
43. mín
RANGSTÆÐA ! Þróttur skorar þriðja markið en sierra er réttilega dæmt rangstæð .
Þetta mark hefði drepið leikinn , ÍR stelpur verða að taka sig á ef ekki á illa að fara .
39. mín Gult spjald: Heba Björg Þórhallsdóttir (ÍR)
Fyrirliðin Heba Björg fær fyrsta spjald leiksins
38. mín
ÞVÍLIKT FÆRI ! Michaela labbar framhjá bakverði ÍR-inga leggur boltan inn í teig þar sem Sierra kemur og tekur skotið en Eva Ýr ver þetta mjög vel !
35. mín MARK!
Michaela Mansfield (Þróttur R.)
MARK !! Þróttur skorar aftur , þetta er alltof auðvelt spil í gegnum miðjuna sem endar á því að Michaela fær boltan fyrir utan teig labbar framhjá varnamanni ÍR og setur boltan með vinstri fæti fallega í netið 2-0 Þróttur
34. mín
Fyrsta skot í í leiknm á Andrea Magnúsdóttir eftir 34 minútur hinsvegar laflaust skot af 30 metrum og aldrei hætta á ferðum .
30. mín
Þó að aðrir leikmenn hafi strögglað þá hafa þær Bryndís María og Mykaylin verið flottar í hafsentaparinu hjá ÍR-ingum í fyrri hálfleik .
27. mín
Guðmundur Guðjónsson þjálfari ÍR getur ekki verið ánægður með fyrstu 28 mínúturnar hjá sínu liði , virðast lenda undir í allri baráttu og hafa elt boltan mikið í þessum leik.
25. mín
Þróttarinn Sóley María ( Fædd 2000 ) er með áætlunar ferðir upp hægri vænginn , kæmi mér ekki á óvart ef hún væri nýkominn með bílprófið svo mikill keyrsla á henni
21. mín
Mér sýnist Þróttur vera spila tígulmiðju í þessum leik og ÍR stelpurnar virðast ekki átta sig á kerfinu og ráða mjög illa við það .
Þær þurfa að rífa sig í gang því Þróttur er að spila af krafti og alveg líklegar til að setja annað mark hérna .
19. mín MARK!
Diljá Ólafsdóttir (Þróttur R.)
Stoðsending: Kristín Sverrisdóttir
MARK !! FYrsta mark leiksins kemur eftir hornspyrnu , frábært spyrna frá Kristínu Sverrisdóttir greinilega búin að æfa þær í Ameríku beint á kollinn á fyrirliðanum Dilja Ólafsdóttir sem að getur ekki annað en skorað 1-0 fyrir Þrótti
16. mín
Frábær sprettur hjá hinni bráð efnilegu Sóley Maríu hún rýkur upp hægri kantinn leggur boltan út í teig þar sem Michaela nær skotinu en ÍR vörnin kemst en og aftur fyrir
13. mín
ÍR fá aukaspyrnu á hættulegum stað rétt fyrir utan vinstra teighornið , Andrea Magnúsdóttir tekur spyrnuna en Agnes Þóra grípur hana auðveldlega í markinu þarna átti Andrea að gera betur .
10. mín
Það er ágætis mæting á Hertz völlinn í kvöld.
Það mættu samt vera fleiri á vellinum það er mikilvægt að styðja almennilega við Íslenska kvennaknattspyrnu
7. mín
Sierra er að leika sér að vörn ÍR-inga , leggur boltan á Kristínu Sverris sem tekur skot en ÍR-ingar komast fyrir .

Þróttarar að pressa vel í upphafi leiks
5. mín
Þróttur byrjar af meiri krafti fá aukaspyrnu við miðlínu Agnes Þóra tekur hana og endar með hættulegu færi en skotið er yfir .
3. mín
Fyrsta færi leiksins ! Sierra Marie kemst ein í gegn en Eva Ýr ver frá henni Sierra nær frákastinu en Eva grípur boltan .
Fyrir leik
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn það eru Þróttarar sem byrja með boltan.
Fyrir leik
Vallarþulurinn á ÍR Velli er að sjálfsögðu mættur og í stuði blastar alvöru rappi og rappar með.

Hann segist en bíða eftir sponsi frá Prinsinum í mjóddinni enda nefnir hann og verslar hjá þeim duglega 2 fyrir 1 af Mountain Dew.
Fyrir leik
Leikmenn eru mættir út á völl til þess að hita upp.
Það eru frábærar aðstæður til knattspyrnu iðkunar í dag skýjað , logn og 2 stafa hitatala .

Það styttist í leik
Fyrir leik
ÍR-stúlkur byrjuðu mótið illa með tveimur töpum en hafa stigið upp í síðustu 3 leikjum og ná í 7 stig af 9 mögulegum gegnum sterkum liðum líkt og Hömrunum , Keflavík og Selfoss.
Þær sitja í 8 sæti með 7 stig.

Þróttur er í hálf ótrúlegri stöðu þær eru jú búnar að sigra 3 leiki í ár en hafa einungis skorað 4 mörk og sitja í 4 sæti deildarinnar með 9 stig .
Fyrir leik
Góðan dag kæri lesandi , hér mun fara fram bein textalýsing á leik ÍR og Þróttar í 1. deild kvenna
Byrjunarlið:
31. Agnes Þóra Árnadóttir (m)
Sóley María Steinarsdóttir
4. Diljá Ólafsdóttir (f)
6. Gabríela Jónsdóttir
11. Kristín Sverrisdóttir ('65)
14. Sierra Marie Lelii ('84)
20. Michaela Mansfield ('74)
22. Sigurrós Eir Guðmundsdóttir
25. Hafrún Sigurðardóttir ('64)
26. Rún Friðriksdóttir ('79)
32. Bergrós Lilja Jónsdóttir

Varamenn:
5. Halla María Hjartardóttir ('79)
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir ('64)
10. Guðfinna Kristín Björnsdóttir ('65)
10. Kristín Eva Gunnarsdóttir ('84)
12. Hrefna Guðrún Pétursdóttir
20. Friðrika Arnardóttir

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Eva Þóra Hartmannsdóttir
Þórkatla María Halldórsdóttir
Rakel Logadóttir
Þórunn Gísladóttir Roth
Jamie Brassington

Gul spjöld:

Rauð spjöld: