Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Fjölnir
1
1
Víkingur Ó.
0-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson '12
Ingimundur Níels Óskarsson '15 1-1
15.06.2017  -  19:15
Extra völlurinn
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Rennisléttur grasvöllur sem rignt hefur á í dag, logn, sólarlaust og 12 stiga hiti. Geggjaðar aðstæður.
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 514
Maður leiksins: Tomasz Luba
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
2. Mario Tadejevic
5. Ivica Dzolan
6. Igor Taskovic ('82)
7. Birnir Snær Ingason
8. Igor Jugovic
9. Þórir Guðjónsson
18. Marcus Solberg ('70)
20. Mees Junior Siers
27. Ingimundur Níels Óskarsson ('87)
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)

Varamenn:
1. Jökull Blængsson (m)
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
7. Ingibergur Kort Sigurðsson ('87)
7. Bojan Stefán Ljubicic
10. Ægir Jarl Jónasson ('70)
13. Anton Freyr Ársælsson

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Már Guðmundsson
Gestur Þór Arnarson
Kári Arnórsson
Hildur Lilja Ágústsdóttir
Guðmundur Steinarsson
Andri Roland Ford

Gul spjöld:
Hans Viktor Guðmundsson ('19)
Ivica Dzolan ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jafntefli staðreyndin, viðtöl á leiðinni.
90. mín
+4

Siers fær flott skotæri upp úr skyndisókn en neglir þennan yfir úr teignum.

Lokafærið?
90. mín
+2

Þórir rétt sloppinn í gegn en Heras nær að bjarga á síðustu stundu.
90. mín
+1

Fjölnismenn náðu að bjarga allnaumlega í horn og upp úr því er dæmt leikbrot gegn Þórði en boltinn lá í netinu...hárrétt.
90. mín
4 mínútur í uppbót hér.
90. mín
Inn:Hörður Ingi Gunnarsson (Víkingur Ó.) Út:Eric Kwakwa (Víkingur Ó.)
Enn á meiðslalistann!

Borinn útaf....
89. mín Gult spjald: Ivica Dzolan (Fjölnir)
Brýtur á Þorsteini í skyndisókn sem verður til þess að Víkingar fá hættulegt fast leikatriði.
88. mín
Bolti í hönd í teignum hjá Víkingum en ekki hönd í bolta...að mati dómaranna.

Heimamenn ekki sáttir.
87. mín
Inn:Ingibergur Kort Sigurðsson (Fjölnir) Út:Ingimundur Níels Óskarsson (Fjölnir)
87. mín Gult spjald: Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Víkingur Ó.)
Stoppar skyndisókn
84. mín
Skyndisókn Víkinga og Pape kemst í gott skotfæri en beint á Þórð sem slær út í teiginn og Fjölnir koma boltanum í burtu.
82. mín
Inn:Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir) Út:Igor Taskovic (Fjölnir)
Hlaut að koma að breytingu inni á miðjunni hjá Fjölni.
82. mín Gult spjald: Eric Kwakwa (Víkingur Ó.)
Skyldubrot og gult. Missti boltann frá sér og varð að stoppa sóknina.
78. mín
Taskovic með skot langt yfir utan teigs. Finnst lítil sannfæring í sóknarleik Fjölnis.
76. mín
Inn:Emir Dokara (Víkingur Ó.) Út:Alexis Egea (Víkingur Ó.)
Grave ekki náð að koma Egea í gír.
74. mín
Ja hérna hér...enn meiðsl hjá Víkingum.

Egea liggur og lemur í jörðina, Luba gefur merki um að hann vilji skiptingu. Skulum sjá. STÓRmeistarinn Antonio Grave er að skoða málið utan vallar.
72. mín
Víkingar að fá föst leikatriði hér nokkur, horn og aukaspyrnur.

Fjölnismenn ná þau að stanga frá.
70. mín
Inn:Ægir Jarl Jónasson (Fjölnir) Út:Marcus Solberg (Fjölnir)
Solberg einfaldlega átt arfaslakan dag.
68. mín
Spennustigið hérna er að aukast. Fjölnismenn vilja ná marki hérna. Gestirnir virka yfirvegaðir...en ansi þreyttir.
64. mín
Þórir fer illa með ágætis færi sem hann hefur búið sér til sjálfur, þegar hann er kominn í skotfærið rennur hann til á vellinum og boltinn fer í útspark.
61. mín
Víkingar eru enn þrælskeinuhættir í skyndisóknum, hér á Gunnlaugur fínt skot rétt utan teigs upp úr einni slíkri en rétt yfir.
56. mín
Pressa Fjölnismanna virðist vera að þyngjast, virkar aðeins dregið af gestunum sem standa þó vörnina afbragðs vel.
54. mín Gult spjald: Kenan Turudija (Víkingur Ó.)
Hraustleg tækling á Siers...
53. mín
Birnir gerir vel að koma sér í skotfæri en lítil snerting Heras bjargaði í horn...sem ekkert varð úr.
52. mín
Víkingar fá horn og ágætis færi upp úr því en skalli Egea úr teignum fer langt yfir.
50. mín
Fjölnismenn virðast komnir ofar á völlinn í pressunni þessar fyrstu mínútur.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni byrjaður.

Engar breytingar á liðunum.
45. mín
Hálfleikur
Staðan jöfn í hálfleik.

Fjölnir meira með boltann en Víkingar fengið miklu fleiri og betri færi. Fjör framundan.
43. mín
Þung pressa Fjölnis, nokkrir krossar sem Víkingar koma hálfpartinn frá uns í eitt skiptið kemur að því að Cristian tekur hörku úthlaup og slær boltann langt út úr teignum.

Lendir í Solberg sem liggur eftir og Fjölnisstúkan heimtar víti...en Gunnar Jarl alls ekki á því.
40. mín
Jugovic tekur skot duglega utan teigsins en þessi er hátt yfir.
37. mín
DAUÐAFÆRI!

Fjölnismenn tapa boltanum enn og aftur á miðsvæðinu, Þorsteinn er snöggur að hugsa og sendir í gegn. Guðmundur Steinn er aleinn í gegn og fær frið alveg inn í teig en skýtur þá beint á Þórð sem ver í horn...sem ekkert verður úr.
34. mín
Flott Fjölnissókn, Siers nær valdi á erfiðum bolta á vængnum og í leiðinni kemst hann framhjá Kenan, leggur boltann út í teiginn en fast skot Ingimundar fer beint á Cristian.
31. mín
Skrýtinn leikur hingað til.

Slakur varnarleikur en frekar tilviljanakenndur bolti hjá báðum. Víkingar eru þó fljótir að þétta niður ef fyrsta pressan gengur ekki.
28. mín Gult spjald: Pape Mamadou Faye (Víkingur Ó.)
Tók "senteratæklingu" á Siers úti á vængnum.
26. mín
Menn renna hér töluvert og detta á vellinum.

Vantar sennilega gömlu góðu grastakkaskóna!
25. mín
Pape kemst í skotfæri utan teigs...en þessi fer langt framhjá.
19. mín Gult spjald: Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir)
Braut hressilega á Pape á miðjum vellinum.
18. mín
Það má segja að í báðum þessum mörkum hafi varnarleikur liðanna verið ansi hreint grautlinur...sem er kannski það sem hefur stundum verið raunin í leikjum liðanna hingað til.

15. mín MARK!
Ingimundur Níels Óskarsson (Fjölnir)
Stoðsending: Birnir Snær Ingason
Stutt á milli marka. Birnir sendir á fjærstöngina, Egea er allt of langt frá Ingimundi sem á skot sem Christian ver vel en boltinn hrekkur aftur til Ingimundar sem setur hann í markið.
12. mín MARK!
Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Kenan Turudija
Fjölnismenn hreinsuðu hættuna upp úr skotfærinu en boltinn fór á vinstri vænginn þar sem Kenan fékk ansi mikinn tíma til að senda boltann inní.

Það eru bara ekki miklu betri skallamenn í deildinni en Guðmundur Steinn og hann stangaði þennan fast í markið af markteignum.
12. mín
Fyrsta alvöru færið er gestanna!

Þorsteinn stingur í gegnum vörnina á Pape sem fær gott skotfæri sem fer beint á Þórð!
7. mín
Fjölnir eru með 4-2-3-1

Þóruður

Siers - Hans - Dzolan - Tadejevic

Taskovic - Jugovic

Ingimundur - Þórir - Birnir

Solberg.

Örar stöðuskiptingar á milli framherjanna samt, allra fjögurra synist mér.
7. mín
5. mín
Fyrsta skotið kemur frá Solgberg. Ingimundur á sendingu inn í teiginn, Egea rennur og Solberg á því nokkuð greiða leið að skoti, en það fer hátt yfir.
4. mín
Strax gaman að greina frá því að Víkingar stilla hér upp í 5-3-2 eða 3-5-2 eftir því hvað við köllum það.

Cristian

Alfreð - Heras - Luba - Egea - Kenan

Kwakwa - Þorsteinn - Gunnlaugur

Pape - Guðmundur Steinn
1. mín
Leikur hafinn
Lagt af stað í Voginum.
Fyrir leik
Jónsi að syngja áfram Fjölnir í græjunum.

Þetta er að detta á.
Fyrir leik
Styttist í leikinn....það eru hreinlega sorglega fáir á vellinum hér í kvöld.

Mikið vildi ég nú að einhver hundruð eigi eftir að mæta á næstu mínútum.
Fyrir leik
Eins og áður fylgjum við hér tístslóðum yfir leiknum...þeir sem vilja koma með innlegg endilega henda inn myllumerkinu #fotboltinet og hvur veit nema það birtist í þessari mögnuðu lýsingu okkar hér!

Fyrir leik
Eilitlar aukaútskýringar á leikmannafæð Víkinga.

Alonso Gonzales veiktist í dag og Kvame Quee er ekki kominn til baka eftir að hafa tekið þátt í landsliðsverkefni með Sierra Leone.

Auk meiðsla i hópnum auðvitað...en þessar tvær fjarverur komu óvænt upp.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin...

Bæði lið gera þrjár breytingar frá síðasta leik.

Fjölnismenn gera þrjár breytingar á liðinu sem tapaði fyrir Víkingum, Tadejevic, Dszolan og Birnir Snær koma í liðið í stað Bojan, Gunnars Más og Torfa Tímóteusar.

Hjá Víkingum koma Alfreð Már, Pape og Gunnlaugur Hlynur inn fyrir Hörð, Alonso Gonzalez og Kwame Quee.

Athygli vekur að einungis fimm leikmenn verma varamannabekk gestanna í dag, enda meiðsli að hrjá liðið!
Fyrir leik
Sólarljósið verður væntanlega ekki að trufla og hæfilega hefur rignt.

Erum við ekki bara að fara að horfa á dúndrandi skemmtun út í gegn...eins og þegar kusum er hleypt út á vorin!!!
Fyrir leik
Fyrir leikinn í kvöld sitja Víkingar á botni deildarinnar með 3 stig úr 6 leikjum en Fjölnismenn eru í níunda sætinu með 7 stig. Það má kannski lýsa þessu sem fallbaráttuslag...en þó er að muna það að einungis um 30% eru liðin af mótinu og fullt af stigum í pottinum!
Fyrir leik
Skemmst er frá því að segja að í hvorugu þessara liða er leikmaður sem er að kljást við fyrrum liðsfélaga.

Vantar alltaf pínu krydd finnst mér þear svoleiðis er ekki uppi á teningi!
Fyrir leik
Gunnar Jarl Jónsson er flautuleikari kvöldsins, á flöggunum honum til aðstoðar eru þeir Birkir Sigurðsson og Smári Stefánsson. Fjórði dómarinn er Tómas Orri Hreinsson.

Það er nú eins gott að menn misstígi sig ekki í störfum kvöldsins þar sem að við eftirlit er maður kenndur við Árneshrepp á Ströndum og alla þá fjölkynngi sem þar finnst. Viðar Helgason rýnir í dómarastörf kvöldsins sem eftirlitsmaður KSÍ!
Fyrir leik
Víkingar voru í miklum meiðslavandræðum fyrir landsleikjahlé en ekkert hefur enn spurst til þess hvernig staðan er á nokkrum leikmönnum þeirra fyrir kvöldið. Það ríkir því töluverður spenningur á þeim bænum fyrir liðsvalinu.

Fjölnismenn hafa líka saknað lykilmanna en upplýsingar eru um það að betur horfi hjá þeim.
Fyrir leik
Fjölnismenn hafa nokkuð grimmt tak á Víkingum í Grafarvoginum. Í þessum leik í fyrra urðu þeir fyrsta liðið til að sigra Víkinga í deildinni þegar þeir skelltu gestunum 5-1.

Leikinn þar á undan unnu svo Víkingar, það var árið 2012 sem var jú árið þar sem þeir fóru upp í Pepsi-deild í fyrsta sinn.
Fyrir leik
Fjölnismenn koma úr fríinu eftir tvo tapleiki í röð í deildinni, gegn Stjörnunni og Víkingi.

Mótherjarnir að vestan töpuðu síðustu þrem leikjum fyrir landsleikjahléð...svo að ljóst má vera að bæði lið koma til leiks í kvöld hungruð í sigur.
Fyrir leik
Liðin snúa nú aftur til leiks í Pepsi-deildinni eftir 10 daga hlé í tengslum við landsleik Íslands og Króatíu.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn og hjartanlega velkominn í beina textalýsingu úr Grafarvoginum þar sem að heimamenn í Fjölni taka á móti Víkingum úr Ólafsvík.
Byrjunarlið:
30. Cristian Martínez (m)
Alfreð Már Hjaltalín
2. Alexis Egea ('76)
2. Ignacio Heras Anglada
6. Pape Mamadou Faye
7. Tomasz Luba
9. Guðmundur Steinn Hafsteinsson
23. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
24. Kenan Turudija
25. Þorsteinn Már Ragnarsson
32. Eric Kwakwa ('90)

Varamenn:
12. Konráð Ragnarsson (m)
5. Hörður Ingi Gunnarsson ('90)
6. Óttar Ásbjörnsson
13. Emir Dokara ('76)
22. Vignir Snær Stefánsson

Liðsstjórn:
Ejub Purisevic (Þ)
Gunnsteinn Sigurðsson
Antonio Maria Ferrao Grave
Suad Begic
Þorsteinn Haukur Harðarson

Gul spjöld:
Pape Mamadou Faye ('28)
Kenan Turudija ('54)
Eric Kwakwa ('82)
Gunnlaugur Hlynur Birgisson ('87)

Rauð spjöld: