Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Haukar
2
1
HK
Aron Jóhannsson '68 1-0
1-1 Ingiberg Ólafur Jónsson '77
Björgvin Stefánsson '80 , víti 2-1
15.06.2017  -  19:15
Gaman Ferða völlurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Aðstæður: Flottar. Gervisgrasið blautt
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Áhorfendur: Ekki nægilega margir
Maður leiksins: Aron Jóhannsson (Haukar)
Byrjunarlið:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
3. Sindri Scheving
6. Gunnar Gunnarsson (f)
7. Haukur Ásberg Hilmarsson ('45)
8. Þórhallur Kári Knútsson
17. Daníel Snorri Guðlaugsson
19. Baldvin Sturluson
21. Alexander Helgason ('81)
22. Aron Jóhannsson (f)
22. Alexander Freyr Sindrason (f)
33. Harrison Hanley ('45)

Varamenn:
7. Davíð Sigurðsson
8. Ísak Jónsson
11. Arnar Aðalgeirsson ('45)
12. Þórir Jóhann Helgason ('81)
22. Björgvin Stefánsson ('45)
28. Haukur Björnsson

Liðsstjórn:
Stefán Gíslason (Þ)
Hilmar Trausti Arnarsson
Árni Ásbjarnarson
Elís Fannar Hafsteinsson
Andri Fannar Helgason
Þórður Magnússon

Gul spjöld:
Haukur Ásberg Hilmarsson ('41)
Alexander Helgason ('57)
Daníel Snorri Guðlaugsson ('73)
Björgvin Stefánsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þessu lýkur með 2-1 sigri Hauka!

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín
Haukar ætlar að klára þetta, þeir tefja út í horni.
90. mín
Björgvin kemst í dauðafæri! Þarna verður hann að skora!
90. mín
Uppbótartími.
90. mín Gult spjald: Björgvin Stefánsson (Haukar)
Nælir sér í gult.
87. mín
Björgvin gerir þetta vel! Fer fram hjá nokkrum og nær skoti, en það er yfir.
85. mín
Fimm mínútur eftir. Fáum við jöfnunarmark?
81. mín
Inn:Þórir Jóhann Helgason (Haukar) Út:Alexander Helgason (Haukar)
Strákur fæddur 2000 að koma inn á.
80. mín Mark úr víti!
Björgvin Stefánsson (Haukar)
ÞETTA ER FLJÓTT AÐ GERAST! Haukar komnir aftur yfir! Björgvin skorar úr vítinu.

Þetta er allt annar leikur í seinni hálfleiknum.
79. mín
HVAÐ ER AÐ GERAST! Haukar fá víti, Arnar tekur Björgvin niður í teignum og dómarinn dæmir. Hann tekur þetta sjálfur.
77. mín MARK!
Ingiberg Ólafur Jónsson (HK)
OG ÞEIR GERA ÞAÐ BARA!!! Eftir hornspyrnu jafnar HK metin. Það var Ingiberg Ólafur sem kom boltanum í netið eftir klafs, 1-1! Þetta er leikur!
76. mín
Inn:Hákon Þór Sófusson (HK) Út:Ágúst Freyr Hallsson (HK)
Síðasta breyting HK. Þeir ætla að jafna!
75. mín
Stefán vill að sínir menn haldi áfram. ,,Lyftum þessu upp," kallar hann.
74. mín Gult spjald: Ágúst Freyr Hallsson (HK)
Aðalbjörn spjaldaglaður.
73. mín Gult spjald: Daníel Snorri Guðlaugsson (Haukar)
Tækling á miðju vallarins. Þjálfarateymi Hauka er allt annað en sátt með þetta!
72. mín
Inn:Ingimar Elí Hlynsson (HK) Út:Atli Fannar Jónsson (HK)
Önnur breyting HK.
69. mín
Inn:Arian Ari Morina (HK) Út:Jóhannes Karl Guðjónsson (HK)
Nú fer Jói Kalli í þjálfarahlutverkið.
68. mín MARK!
Aron Jóhannsson (Haukar)
ÞVÍLÍKT MARK OG UPP ÚR ENGU!! Aron Jóhannsson fær boltann fyrir utan teig og kemur Haukum yfir. Þvílíkt mark, smellir honum, óverjandi fyrir markvörð HK.
66. mín
Ungu strákarnir í HK halda áfram að eiga stúkuna. Syngja og styðja sína menn.

Á meðan heyrist ekki í stuðningsmönnum Hauka...
63. mín
Ásgeir Marteinsson kemur sér í álitlega stöðu, en skot hans fer í varnarmann.

Það hefur lítið reynt á markmennina í þessum leik.
61. mín
Það vantar gæði í þennan fótboltaleik. Bæði lið að gera urmul af mistökum.
60. mín
Haukarnir ná loksins upp ágætis spili. Arnar á fyrirgjöf, en Arnar grípur inn í.
57. mín Gult spjald: Alexander Helgason (Haukar)
Missir boltann á skelfilegum stað og brýtur í kjölfarið skynsamlega.
51. mín
Arnar Aðalgeirs með fínan sprett um vinstra megin og nær sendingu fyrir. Minnsti maðurinn á vellinum, Daníel Snorri, hendir sér fram fyrir varnarmann HK og nær skalla sem er fram hjá. Óheppinn þarna, hefði getað komið Haukunum þarna.
49. mín
Gunnar, varnarmaður Hauka, reynir skot frá miðju. Kemur næst!
46. mín
Björgvin strax byrjaður að athafna sig. Ekki fjarri því að koma skoti á markið úr hættulegu færi.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikurinn kominn af stað. Grétar, fyrrum Haukamaður, á fyrsta sparkið.
45. mín
Inn:Arnar Aðalgeirsson (Haukar) Út:Haukur Ásberg Hilmarsson (Haukar)
Haukur á gulu spjaldi og Arnar kemur inn fyrir hann.
45. mín
Inn:Björgvin Stefánsson (Haukar) Út:Harrison Hanley (Haukar)
Bjöggi smellir sér væntanlega í fremstu víglínu.
45. mín
Haukar að undirbúa tvöfalda breytingu.

Björgvin Stefánsson og Arnar Aðalgeirsson koma inn á. Hilmar Trausti ræðir við þá.
45. mín
Ég hvet alla þá sem eru ekki að gera neitt og hafa færi á, að skella sér á Gaman Ferða völlinn. Það er frábært veður, logn, en það er mjög sjaldgæft hérna á Ásvöllum.
45. mín
Það hefur lítið komið út úr Harrison Hanley og öðrum sóknarleikmönnum Hauka í þessum fyrri hálfleik. Fáum við að sjá Björgvin Stefánsson í seinni hálfleiknum?
45. mín
Það verður fróðlegt að sjá hvað Jói Kalli endist lengi inni á vellinum.

Hann er búinn að öskra úr sér lungun í þessum fyrri hálfleik, en hann hefur bæði verið að láta lærisveina/liðsfélaga sína og dómarann heyra það.
45. mín
Frekar gæðalaus fyrri hálfleikur, hjá báðum liðum.

Haukarnir voru betri til að byrja með, en undanfarnar mínútur hefur HK verið ívið betra.

Ég vil sjá mörk og heilt yfir betri fótbolta í seinni hálfleiknum.
45. mín
Hálfleikur
Aðalbjörn flautar þetta af.
45. mín
Fyrri hálfleikurinn að fjara út.
41. mín Gult spjald: Haukur Ásberg Hilmarsson (Haukar)
Tekur Jóa Kalla niður á miðjum vellinum.
40. mín
Það er að færast hiti í leikinn, bara gaman af því.
38. mín
Smá atvik hérna... Alexander með hörkutæklingu, sýndist þetta vera fínasta tækling og í kjölfarið er hann tekinn niður. Jói Kalli er brjálaður út í dómarann.

Jói Kalli er dálítið í því að láta dómarann heyra það.
37. mín
Gestirnir eru miklu hættulegri í augnablikinu!
35. mín
ÞVÍLÍKT DAUÐAFÆRI! HK fær besta færi leiksins. Jói Kalli með sendingu á fjærstöngina og þar lúrir einn HK-ingurinn. Hann nær skoti á markið, en Trausti blakar honum yfir.

Þarna hefði HK átt að komast yfir!
31. mín
Það verður ekkert úr þessari hornspyrnu.
31. mín
Atli Fannar með góðan sprett og HK nælir sér í hornspyrnu.
29. mín
Þetta er býsna rólegt, mikil stöðubarátta í gangi. Engin hættuleg færi komin í þennan leik.
28. mín
Vel útfærð aukaspyrna endar með marktækifæri, en þeim tekst ekki að nýta það.

Varnarmaður Hauka kemur sér fyrir skotið og það verður ekkert úr þessu.
23. mín
HK-menn eru pirraðir út í dómarann og Pétur segir mönnum að slaka á.

,,Það er ekki eins og heimurinn sé að farast, slakiði á," kallar Pétur til sinna manna.

Pétur kann vel til í faginu og hann veit að það þýðir ekkert að vera eitthvað að kveina í dómaranum.
19. mín
Jói Kalli er duglegur að segja sínum mönnum til á meðan Pétur er frekar hljóðlátur á hliðarlínunni.
15. mín
Stefán, þjálfari Hauka, ekki sáttur! Hann vill fá sína menn inn í box.

Haukar eru meira með boltann þessa stundina.
12. mín
Fyrsta hálffæri leiksins. Haukur Ásberg kemst upp að endamörkum og á sendingu út í teiginn á Daníel Snorra sem reynir skot, en það er slappt og fer í varnarmann.
11. mín
Þetta er frekar rólegt hérna fyrstu mínúturnar.
7. mín
Jói Kalli, sem hefur oftast spilað sem miðjumaður, spilar í dag sem hægri bakvörður.
6. mín
Það varð ekkert úr þessu horni. Haukur Ásberg reynir bakfallsspyrnu, en hann er rangstæður.
5. mín
Álitleg sókn Hauka endar með því að þeir fá horn.
3. mín
Litlir HK-strákar með trommur að yfirgnæfa stúkuna. Þetta er sorglegt að sjá fyrir Haukamenn sem eru býsna fámennir í stúkunni hérna í kvöld.
2. mín
Hjörvar, sem er markmannsþjálfari hjá HK, fékk á dögunum rautt spjald og þurfti að sitja af sér leikbann. Hann er hins vegar mættur aftur til starfa í kvöld.

Hjörvar hefur getið af sér gott orð sem helsti fótboltasérfræðingur landsins.
1. mín
Leikur hafinn
Haukar byrja með boltann!
Fyrir leik
Hjörvar Hafliðason er á bekknum hjá HK ásamt Pétri. Þetta er ekki amalegt teymi sem Jói Kalli hefur á bak við sig!
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á völlinn...
Fyrir leik
Leikurinn er líka sýndur beint á HaukarTV.

Nánar hérna: https://www.youtube.com/watch?v=UOKjNffzC5c
Fyrir leik
Það eru einnig leikir í Pepsi-deild karla, 1. deild kvenna og 4. deild karla, auk þess sem það eru aðrir leikir í Inkasso-ástríðunni.

Þór er að vinna Gróttu 1-0, en þar var seinni hálfleikur að hefjast og þá er leikur Fylkis og Fram að hefjast og sama tíma og þessi.

Fylgstu með textalýsingum Fótbolta.net!
Fyrir leik
Nú er verulega farið að styttast í þetta, kommon skellið ykkur á Gaman Ferða völlinn!

Það er búið að stytta upp, að mestu, hvað er betra en fótbolti á fimmtudagskvöldi?
Fyrir leik
Ég hvet alla til þess að tísta um leikinn og nota kassamerkið #fotboltinet.

Virkjum smá umræðu!
Fyrir leik
Athyglisvert er að Björgvin Stefánsson er á bekknum... hann er klárlega mesti markaskorarinn í þessu Haukaliði, hann hefur allavega verið það.

Þetta er athyglisvert, sérstaklega í ljósi þess að Fufura er ekki með, eins og ég bjóst við.
Fyrir leik
Pétur Pétursson, reynslubolti mikill, stýrir HK af hliðarlínunni í þessum leik, en hann er aðstoðarmaður Jóa Kalla. Gott að hafa einn þannig á kantninum.
Fyrir leik
Jóhannes Karl, þjálfari HK, byrjar eins og áður segir leikinn, en þetta er annar leikurinn sem hann spilar í sumar. Hinn leikurinn sem hann spilaði í sumar var gegn Fram í fyrstu umferð, en þar kom hann inn á sem varamaður í hálfleik.

Í viðtali fyrir mót sagði Jói þetta:

,,Ég á ennþá góða adidas takkaskó sem ég get notað. Þeir eru ekki komnir upp á hillu. Það verður að koma í ljós hversu mikið ég verð með."
Fyrir leik
Það styttist í leikinn og ég hvet fólk til þess að mæta hér á Gaman Ferða völlinn!

Leikurinn hefst 19:15.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn og þau má sjá efst á síðunni á hliðunum.

Haukar gera tvær breytingar á sínu liði frá 3-0 tapinu gegn Keflavík. Björgvin Stefánsson og Davíð Sigurðsson detta út úr liðinu og inn í þeirra stað koma Baldvin Sturluson og Alexander Helgason. Ég hélt að Davíð væri í banni, en svo er víst ekki.

HK gerir þrjár breytingar frá 1-0 tapi gegn Þrótti í síðasta leik. Þjálfarinn Jóhannes Karl Guðjónsson byrjar leikinn og sömuleiðis Ásgeir Marteinsson og Árni Arnason.
Fyrir leik
Á flautunni í dag er Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson, og honum til aðstoðar eru Bjarki Óskarsson og Ragnar Þór Bender.
Fyrir leik
Elton Renato Livramento Barros, gjarnan kallaður Fufura, er meiddur og spilar líklega ekki í kvöld. Við fáum staðfestingu á því hér seinna.

Óttast er að hann verði ekki meira með á tímabilinu.

Það yrði áfall fyrir Hauka, en Fufura er gríðarlega mikilvægur í sóknarleiknum.
Fyrir leik
Bæði lið eru með leikmenn í banni í dag.

Davíð Sigurðsson, varnarmaður Haukar, hefur fengið fjögur gul spjöld í fyrstu leikjunum og verður ekki með sínu liði í þessum mikilvæga leik. HK vantar lykilmann í sitt lið - Birkir Valur Jónsson fékk rautt í síðasta leik og er ekki með í kvöld.
Fyrir leik
Bæði lið hafa verið í veseni að undanförnu og ekki náð að vinna marga leiki.

Nær annað hvort liðið að komast á sigurbraut, eða sjáum við jafntefli?
Fyrir leik
Gestirnir úr Kópavogi, HK, hafa tapað þremur leikjum í röð eftir að hafa unnið tvö þar áður.

Þeir eru eins og áður segir með sex stig, líkt og Haukarnir.
Fyrir leik
Haukar hafa ekki unnið leik síðan í 1. umferð þegar þeir höfðu betur gegn Þrótti á útivelli.

Þeir töpuðu 3-0 gegn Keflavík í síðasta leik, en eru enn taplausir í deildinni á heimavelli.

Hvað gera þeir í dag?
Fyrir leik
Þetta verður án efa hörkuleikur!

Liðin eru með jöfn mörg stig, sex stig að sex leikjum loknum.
Fyrir leik
Halló halló!

Hér munum við fylgjast með leik Hauka og HK í Inkasso-deildinni.

Ég mun fara yfir allt það helsta sem gerist í leiknum og vonandi verður þetta fjör!
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
Jóhannes Karl Guðjónsson ('69)
Bjarni Gunnarsson
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
6. Ingiberg Ólafur Jónsson
9. Atli Fannar Jónsson ('72)
10. Ásgeir Marteinsson
14. Grétar Snær Gunnarsson
20. Árni Arnarson
23. Ágúst Freyr Hallsson ('76)

Varamenn:
1. Andri Þór Grétarsson (m)
8. Ingimar Elí Hlynsson ('72)
8. Viktor Helgi Benediktsson
11. Ólafur Örn Eyjólfsson
11. Ísak Óli Helgason
18. Hákon Þór Sófusson ('76)
19. Arian Ari Morina ('69)
29. Reynir Már Sveinsson

Liðsstjórn:
Oddur Hólm Haraldsson
Hjörvar Hafliðason
Gunnþór Hermannsson
Pétur Pétursson
Matthías Ragnarsson
Styrmir Örn Vilmundarson

Gul spjöld:
Ágúst Freyr Hallsson ('74)

Rauð spjöld: