Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Fylkir
0
5
ÍBV
0-1 Cloé Lacasse '23
0-2 Kristín Erna Sigurlásdóttir '36
0-3 Cloé Lacasse '57
0-4 Cloé Lacasse '71
0-5 Cloé Lacasse '86
16.06.2017  -  18:00
Floridana völlurinn
Pepsi-deild kvenna 2017
Aðstæður: Léttilega rakt, grátt og lítill vindur. Svokallað markaveður.
Dómari: Steinar Berg Sævarsson
Áhorfendur: Eitthvað í kringum 70
Maður leiksins: Cloé Lacasse, ÍBV.
Byrjunarlið:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
Tinna Björk Birgisdóttir
Rakel Leósdóttir ('62)
2. Jesse Shugg ('62)
10. Ragnheiður Erla Garðarsdóttir
15. Lovísa Sólveig Erlingsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir
20. Caragh Milligan
21. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir ('80)

Varamenn:
12. Þórdís Edda Hjartardóttir (m)
5. Ída Marín Hermannsdóttir ('62)
6. Hulda Sigurðardóttir
7. Thelma Lóa Hermannsdóttir ('62)
8. Hulda Hrund Arnarsdóttir ('80)
15. Ísold Kristín Rúnarsdóttir

Liðsstjórn:
Jón Aðalsteinn Kristjánsson (Þ)
Sæunn Rós Ríkharðsdóttir
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Vésteinn Kári Árnason
Kolbrún Arnardóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Góður sigur hjá ÍBV. Ég þakka fyrir mig.

Skýrsla og viðtöl á eftir.
89. mín
Hermannsdætur spila vel saman í framlínuninni en Thelma átti lélegt skot.
88. mín
ÍBV halda boltanum nokkuð þægilega. Fylkisstúlkur virðast vera hættar.
86. mín MARK!
Cloé Lacasse (ÍBV)
Cloé skoraði eftir hornspyrnu. Boltinn sveif hár inn í teig og Ásta kýldi hann beint á Cloé sem skoraði auðveldlega. Fjórða markið hennar í dag.
81. mín
Lítið að frétta síðustu mínútur.
80. mín
Inn:Hulda Hrund Arnarsdóttir (Fylkir) Út:Sigrún Salka Hermannsdóttir (Fylkir)
80. mín
Inn:Linda Björk Brynjarsdóttir (ÍBV) Út:Adrienne Jordan (ÍBV)
73. mín
Inn:Clara Sigurðardóttir (ÍBV) Út:Katie Kraeutner (ÍBV)
Clara kemur inn fyrir Katie. Klara er líka 15 ára. Mikið af efnilegum leikmönnum að spila þessa stundina.
71. mín MARK!
Cloé Lacasse (ÍBV)
Stoðsending: Kristín Erna Sigurlásdóttir
Kristín Erna með frábæra fyrirgjöf af vinstri kantinum sem Cloé skallaði laglega yfir Ástu í markinu. Glæsilega gert.
67. mín
Inn:Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV) Út:Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (ÍBV)
66. mín
Enn ein háa sendingin yfir vörn Fylkis og þær eiga bara ekki séns í Cloé sem kemst ítrekað í þessa bolta. Ásta bargaði þessu fyrir horn.
62. mín
Inn:Ída Marín Hermannsdóttir (Fylkir) Út:Rakel Leósdóttir (Fylkir)
Tvöföld skipting hjá Fylki. Út fara Jesse og Rakel Leós en inn koma systurnar Ída Marín, 15 ára og Thelma Lóa, 18 ára.
62. mín
Inn:Thelma Lóa Hermannsdóttir (Fylkir) Út:Jesse Shugg (Fylkir)
61. mín
Berlind reynir vonlaust skot af 35 metrum. Algjört vonleysi hjá Fylki.
57. mín MARK!
Cloé Lacasse (ÍBV)
Cloe fær háa sendingu yfir vörn Fylkis. Hún var á eigin vallarhelmingi og því ekki rangstæð. Hún stakk svo alla af og lék á Ástu í markinu. Kláraði svo þægilega í autt mark. Mjög vel gert hjá henni. Ég sá ekki hver átti sendinguna inn á hana.
54. mín
Fylkir taka stutt horn en fyrirgjöf Berlindar Rósar var léleg.
50. mín
Berglind Rós með góðan sprett upp völlinn sem endar með skoti hennar sem fór í varnarmann og ÍBV unnu boltann.
47. mín
Cloé komst í gegn eftir góða sendingu yfir vörn Fylkis. Átti síðan lélegt skot. Ef hún kemst af stað eiga Fylkiskonur ekkert í hana. Hún er amk helmingi hraðari á fyrstu metrunum.
45. mín
Leikur hafinn
Leikurinn hafinn aftur.
45. mín
Hálfleikur
ÍBV leiða sanngjarnt í hálfleik.
44. mín
Fylkisstelpur virðast vera búnar að gleyma hvað uppspil er. Þær gefa boltann á ÍBV við hvert tækifæri sem þær fá.
40. mín
Cloé er búin að setja í gang. Búinn að komast í gegnum vörn ÍBV tvisvar síðan markið kom.
36. mín MARK!
Kristín Erna Sigurlásdóttir (ÍBV)
Cloé stakk vörn Fylkis af. Átti skot sem Ásta varði út í teig þar sem Kristín Erna var mætt í seinni bylgjunni. Mikil grimmd hjá ÍBV þarna og þær voru komnar 5 á 3 inní seinni bylgjunni. Greinilegt að þær þekkja vel hinn gríðarlega mátt seinni bylgjunnar.
36. mín
Jasmín vippar inn fyrir vörnina hjá ÍBV sem Jesse sem tók hann á kassann og átti gott skot sem Adelaide varði vel.
35. mín
Cloé fellur við eftir harkalegan árekstur við Tinnu Björk í teginum. Hún vildi víti en ég held að það hefði verið mjög harkalegur dómur.
29. mín
Jasmín með lélegt skot úr aukaspyrnu 10 metrum fyrir utan teig.
28. mín
Sóley Guðmunds reynir skot af mjög löngu færi sem Ásta átti ekki í neinum vandræðum með.
27. mín
Cloé með hættulegt skot úr hægr teigshorninu en það endaði í hliðarnetinu. ÍBV mikið sterkari aðilinn eftir markið.
25. mín
ÍBV beita mikið föstum fyrirgjöfum út í teginn sem Fylkiskonur eiga í brasi við að hreinsa. Stórhættulegt.
23. mín MARK!
Cloé Lacasse (ÍBV)
Gríðarlega klaufalegt mark. ÍBV spiluðu vel upp kantinn og Cloé átti fyrirgjöf af endalínu hægra megin við markið sem fór í varnarmann Fylkis og inn. Óheppni hjá Fylkiskonum.
20. mín
Adrienne með frábæra fyrirgjöf á fjær sem Kristín Erna tekur í fyrsta út í teiginn og Cloé átti ágætis skot en Ásta Vigdís varði vel.
17. mín
Annars skiptast liðin á að reyna uppspil, myndi halda að hér væri 50/50% possession og frekar rólegt yfir öllu.
16. mín
Cloé sólar sig upp hægri kantinn og inn í teig, Ásta greip þó lélega fyrirgjöf hennar.
12. mín
Jesse Shugg kemst í gegn en Adelaide ver lélegt skot af teigslínunni.
7. mín
Berglind Rós stingur inn á Jesse Shugg sem er rangstæð. Góð sókn að öðru leyti, smá meiri klókindi og Jesse hefði komist í gegn.
4. mín
ÍBV virðast vera í einhversskonar formi af 4-3-3.
3. mín
Mér sýnist Fylkir spila með fimm í vörn hér á fyrstu mínútunum hið minnsta. Þær virðast svo vera með tígulmiðju og einn framherja.
1. mín
Rut Kristjánsdóttir fær aukaspyrnu á kantinum eftir klaufalega tæklingu. Gefur fyrir en boltinn skallaður frá.
Fyrir leik
Leikur hafinn
Boltinn rúllar! Fylkiskonur sækja í átt að lauginni.
Fyrir leik
Áhugavert að ÍBV eru einungis með fjóra varamenn. Spurning hvort þær nái ekki að manna fullan hóp.
Fyrir leik
Hér er allt að fara af stað. Liðin farin inn í klefa til að fínpússa leikplanið. Veðrið er ágætt, grátt og smá vindur.
Fyrir leik
Bæði liðin eru með spennandi leikmannahópa.

Fylkir teflir fram frekar ungum hóp og eru þónokkrar stelpur að stíga sín fyrstu skref í efstu deild. Það eru t.d. Thelma Lóa Hermannsdóttir, Rakel Leósdóttir og Ísold Kristín Rúnarsdóttir sem eru allar fæddar árið 1999.
Sá leikmaður sem ég mæli með að fylgjast sérstaklega með hjá Fylki er Jessie Shugg sem kom til Fylkis frá Tindastól fyrir tímabilið. Hún skoraði 9 mörk í 5 leikjum fyrir norðan síðasta sumar eftir að hafa gengið til liðs við Tindastól um mitt sumar.

Hjá ÍBV eru Kristín Erna Sigurlágsdóttir og Cloé Lacasse helsta uppspretta marka en Kristín Erna hefur skorað 4 mörk í 7 leikjum og Cloé hefur gert 2. Cloé skoraði 13 mörk í fyrra og er alveg ljóst að hún getur myndað hættu upp úr engu. Þá vek ég athygli á Clöru Sigurðardóttur sem er búin að spila alla leiki í sumar en hún er fædd 2002 og mikið efni.
Fyrir leik
Á síðasta tímabili mættust liðin tvisvar. Í bæði skiptin vann ÍBV. 1-3 í fyrra skiptið og 2-1 í því seinna.
Fyrir leik
Gestirnir frá Eyjum sitja í 4. sæti með 13 stig.

Þeirra síðasti leikur var einnig í bikarnum en þar unnu þær góðan 0-1 sigur á Selfossi.
Í deildinni kepptu þær síðast gegn Breiðabliki á heimavelli og unnu 2-0.

Þær eru líklegast æstar í að halda áfram þessu góða formi og munu koma af fullum krafti inn í þennan leik. Tap hér gæti komið þeim gríðarlega illa í toppbaráttunni.
Fyrir leik
Heimakonur eru sem stendur í 8. sæti með 4 stig.

Síðasti leikur þeirra var í bikarnum þar sem þær lágu 2-1 fyrir Tindastól á Sauðárkróksvelli.
Í deildinni var þeirra síðasti leikur gegn KR þar sem þær töpuðu 1-3 á heimavelli.

Það er því ljóst að þær koma snælduvitlausar til leiks og þyrstir í 3 stig.
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur. Hér í Lautinni eigast við Fylkir og ÍBV í Pepsi-deild kvenna. Leikurinn hefst klukkan 18.
Byrjunarlið:
1. Adelaide Anne Gay (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir (f)
4. Caroline Van Slambrouck
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir
7. Rut Kristjánsdóttir
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir
11. Sigríður Lára Garðarsdóttir
15. Adrienne Jordan ('80)
19. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('67)
20. Cloé Lacasse
22. Katie Kraeutner ('73)

Varamenn:
3. Júlíana Sveinsdóttir ('67)
10. Clara Sigurðardóttir ('73)
16. Linda Björk Brynjarsdóttir ('80)

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Sigríður Sæland Óðinsdóttir
Óskar Rúnarsson
Helgi Þór Arason
Dean Sibons
Berglind Sigmarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: