Gaman Ferða völlurinn
föstudagur 16. júní 2017  kl. 19:15
Pepsi-deild kvenna 2017
Aðstæður: Það blæs, annars fínt
Dómari: Kristinn Friðrik Hrafnsson
Áhorfendur: 70
Maður leiksins: Ásdís Karen Halldórsdóttir (KR)
Haukar 0 - 2 KR
0-1 Hólmfríður Magnúsdóttir ('68)
0-2 Ásdís Karen Halldórsdóttir ('84)
Byrjunarlið:
22. Tori Ornela (m)
10. Heiða Rakel Guðmundsdóttir ('77)
11. Sara Rakel S. Hinriksdóttir (f) ('86)
12. Marjani Hing-Glover
13. Vienna Behnke
17. Sunna Líf Þorbjörnsdóttir
18. Alexandra Jóhannsdóttir
19. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
23. Sæunn Björnsdóttir ('73)
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir
27. Margrét Björg Ástvaldsdóttir

Varamenn:
3. Stefanía Ósk Þórisdóttir
8. Svava Björnsdóttir
19. Andrea Anna Ingimarsdóttir
21. Hanna María Jóhannsdóttir ('73)
24. Sólveig Halldóra Stefánsdóttir ('86)

Liðstjórn:
Tara Björk Gunnarsdóttir
Kjartan Stefánsson (Þ)
Jóhann Unnar Sigurðsson (Þ)
Helga Helgadóttir
Lárus Jón Björnsson
Árni Ásbjarnarson

Gul spjöld:
Sara Rakel S. Hinriksdóttir ('79)

Rauð spjöld:

@gummi_aa Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson


90. mín Leik lokið!
Sanngjarn sigur KR miðað við þenann seinni hálfleik.

Lokatölur 2-0 og KR fer upp úr fallsæti, Haukar aftur á móti í vondum málum.

Viðtöl og skýrsla koma inn bráðlega.
Eyða Breyta
88. mín
KR að landa flottum sigri.
Eyða Breyta
87. mín
Marjani með skot í slána! Haukar næstum því búnir að minnka muninn hérna.

Marjani á að vera búin að skora.
Eyða Breyta
86. mín Sólveig Halldóra Stefánsdóttir (Haukar) Sara Rakel S. Hinriksdóttir (Haukar)
Bæði lið gera breytingu á sínu liði.
Eyða Breyta
86. mín Sofía Elsie Guðmundsdóttir (KR) Guðrún Karítas Sigurðardóttir (KR)
Síðasta breyting KR.
Eyða Breyta
84. mín MARK! Ásdís Karen Halldórsdóttir (KR)
ÞVÍLÍKT MARK. Ásdís Karen með skot við miðjubogan og þessi endar í netinu!

Tori átti ekki séns í markinu, 2-0 fyrir KR!
Eyða Breyta
83. mín
Lítið að gerast. Hvorugt lið að skapa sér mikið þessar síðustu mínútur.
Eyða Breyta
79. mín Gult spjald: Sara Rakel S. Hinriksdóttir (Haukar)

Eyða Breyta
78. mín
Fín aukaspyrna inn á teiginn hjá KR. Þær ná skalla, en hann er beint á Tori.
Eyða Breyta
77. mín Tara Björk Gunnarsdóttir (Haukar) Heiða Rakel Guðmundsdóttir (Haukar)
Önnur breyting heimastúlkna.
Eyða Breyta
76. mín
Edda vill fá meiri hjálp frá Hólmfríði, sem er orðin þreytt.
Eyða Breyta
74. mín
Þórdís Elva tekur nokkur skæri og á svo slakt skot. Nánast það fyrsta sem Haukarnir gera í seinni hálfleiknum. Hann hefur verið eign KR.
Eyða Breyta
73. mín Hanna María Jóhannsdóttir (Haukar) Sæunn Björnsdóttir (Haukar)
Fyrsta breyting Hauka.
Eyða Breyta
69. mín
KR nálægt því að bæta við marki. Ásdís með skot, en Tori nær að setja hendurnar í þetta.
Eyða Breyta
68. mín MARK! Hólmfríður Magnúsdóttir (KR)
HVER ÖNNUR? Hún þarf ekki mikið.. Sending af hægri kantinum, varnarmaður Hauka missir af boltanum og Hólmfríður nýtir sér mistökin. Klárar þetta vel, 1-0 fyrir KR.

Þetta er sanngjarnt miðað við þessar síðustu mínútur.
Eyða Breyta
64. mín
KR að stjórna ferðinni.
Eyða Breyta
63. mín
Hólmfríður reynir skot með tánni af löngu færi. Það gengur ekki alveg hjá henni.
Eyða Breyta
60. mín
Þórunn Helga tekur aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Boltinn rétt fram hjá!
Eyða Breyta
59. mín Anna Birna Þorvarðardóttir (KR) Sara Lissy Chontosh (KR)
Önnur skipting KR.
Eyða Breyta
53. mín
Bæði lið mikið að skjóta yfir markið. Hér á KR eitt slíkt skot.
Eyða Breyta
51. mín Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir (KR) Guðrún Gyða Haralz (KR)
Fyrsta skipting leiksins. Fyrrum landsliðskona að koma inn á.
Eyða Breyta
47. mín
Ágætis tilraun hjá Söru, fyrirliða Hauka, en skot hennar er yfir markið.
Eyða Breyta
46. mín Gult spjald: Sara Lissy Chontosh (KR)
Var búin að brjóta nokkrum sinnum. Fyrsta gula spjaldið í leiknum.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Seinni hálfleikurinn er kominn af stað.
Eyða Breyta
45. mín
Þetta verður athyglisverður seinni hálfleikur. Fáum við ekki mörk?
Eyða Breyta
45. mín
Bæði lið hefðu getað skorað fleiri en eitt mark.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í þessu.
Eyða Breyta
42. mín
Marjani með skot úr aukaspyrnu en Ingibjörg í marki KR er vel á tánum og tekur þetta.
Eyða Breyta
36. mín
ÞARNA ÁTTI KR AÐ SKORA! Hólmfríður bjó til eitt gott færi og það endar með því að Guðrún Karítas á skot sem sleikir slána á leiðinni yfir markið. Staðan gæti verið 2-2 hérna.
Eyða Breyta
28. mín
Haukar að spila betur þessa stundina og síðustu mínútur. Alexandra með skot, en það fer beint á markmanninn. Engin sérstök hætta þarna.
Eyða Breyta
27. mín
Margrét Björg með ágætis sendingu fyrir, en það vantar Haukastelpu til að setja fótinn í þetta.
Eyða Breyta
26. mín
Ásdís Karen með fínt skot af löngu færi. Það endar ofan á sláni.
Eyða Breyta
22. mín
Haukarnir að fá annað mjög gott færi! Frábær stungusending og Marjani kemst í gott færi, en skot hennar endar í utanverðri stönginni.
Eyða Breyta
21. mín
Varnarmenn Hauka eru fljótir að tvöfalda og þrefalda á Hólmfríði. Þær hafa hingað til gert það vel og Hólmfríður kemst lítið áleiðis.
Eyða Breyta
17. mín
DAUÐAFÆRI!!! Haukar nálægt því að skora! Boltinn er settur fyrir markið frá vinstri og þar er Alexandra Jóhannsdóttir mætt, Ingibjörg sér hins vegar við henni.

Þarna átti Alexandra að gera betur!
Eyða Breyta
16. mín
Haukarnir að sækja í sig veðrið. Marjani kemst í skotfæri, en það fer yfir.
Eyða Breyta
12. mín
Fín sókn hjá KR-ingum. Hólmfríður ber boltann fram að miðju, kemur honum á Guðrúnu Gyðu á hægri kantinum. Hún á fína fyrirgjöf og KR nær skalla, en hann er laus og fram hjá.
Eyða Breyta
11. mín
Frekar rólegt eftir þetta fyrsta færi hjá Hólmfríði. KR er meira með boltann.
Eyða Breyta
7. mín
Henrik Bödker er á hliðarlínunni hjá KR og hann er duglegur að tala sínar stelpur áfram.
Eyða Breyta
3. mín
KR með fyrirgjöf frá vinstri og Tori misreiknar flugið á boltanum. Hún nær þó að bjaga sér.
Eyða Breyta
1. mín
KR byrjar af krafti! Hólmfríður strax komin í færi, en Tori í markinu sér við henni.

KR ætlar sér að skora strax.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er farið í gang! KR byrjar með boltann, sækja í átt að Vallarhverfinu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikmenn að ganga inn á völlinn. Þetta verður eitthvað, hér er mikið í húfi!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ég tel 10 í stúkunni og það eru fimm mínútur í leik. Koma svo!
Eyða Breyta
Fyrir leik
KR-stelpur mæta víst mjög sigurvissar hér til leiks. Hvernig fer þetta?
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ég hvet alla til þess að gera sér ferð á Gaman Ferða völlinn í kvöld og fylgjast með þessum fallbaráttuslag. Þessi leikur er mjög mikilvægur fyrir bæði lið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Edda Garðarsdóttir, þjálfari KR, með skemmtileg tilþrif á hliðarlínunni. Hún vill að stelpurnar sínar haldi á sér hita og mæti af miklum krafti inn í leikinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ég hvet alla til þess að tísta um þennan leik og aðra leik kvöldsins.

Notið kassamerkið #fotboltinet og það gæti birst í textalýsingunni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Valur - FH (bein textalýsing)

Breiðablik - Stjarnan (bein textalýsing)

Þessir leikir eru að hefjast, það er stórleikur í Kópavoginum!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er heil umerð spiluð í Pepsi-deild kvenna í kvöld og það eru tveir leikir í gangi.

Þór/KA er að bursta Grindavík, en norðankonur hafa hingað til unnið alla sína leiki í deildinni. Staðan á Akureyri er 3-0 fyrir Þór/KA og í Árbænum er ÍBV að vinna 2-0.

Það hefjast svo þrír leikir, þar á meðal þessi kl. 19:15.

Fylgstu með beinum textalýsingum á Fótbolta.net!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bæði lið hita upp á vellinum, en það eru núna rúmar 20 mínútur í upphafsflautið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Í báðum liðum fá ungar stelpur að spreyta sig. Stelpur fæddar 01, 00, 99 og 98.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Eins og áður segir þá vann KR sinn síðasta deildarleik gegn Fylki, 3-1. KR gerir fjórara breytingar á sínu liði frá sigurleiknum í Árbænum.

Ingibjörg Valgeirsdóttir er í markinu og ásamt henni koma Guðrún Karítas Sigurðardóttir, Sara Lissy Chontosh og Harpa Karen Antonsdóttir inn í liðið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Síðasti deildarleikur Hauka var hér á Gaman Ferða vellinum gegn Val. Sá leikur fór 4-1 fyrir Val, en frá þeim leik gera Haukar tvær breytingar á sínu byrjunarliði.

Sæunn Björnsdóttir, stelpa fædd árið 2001, er komin inn í liðið, en hún var lykilmaður hjá liðinu í fyrra. Margrét Björg Ástvaldsdóttir kemur einnig inn í liðið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér efst á síðunni til hliðar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Á dögunum lék Íslenska kvennalandsliðið tvo vináttulandsleiki í undirbúningi sínum fyrir EM. Ísland mætti Írlandi ytra og stórskotaliði Brasilíu hér á Laugardalsvelli.

Leikurinn á Írlandi endaði með 0-0 jafntefli og leikurinn á Laugardalsvellinum endaði með 1-0 sigri Brasilíu. Það var Marta, besta fótboltakona heims, sem skoraði sigurmarkið.

Enginn leikmaður úr þessum liðum var í íslenska hópnum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
KR styrkti sig verulega fyrir tímabilið. Hólmfríður Magnúsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Þórunn Helga Jónsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir sömdu allir við félagið.

Þetta eru allir leikmenn með landsleiki að baki.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Flautuleikari í kvöld er Kristinn Hrafn Friðriksson og honum til aðstoðar eru Skúli Freyr Brynjólfsson og Helgi Sigurðsson. Eftirlitsmaður er Bergur Þór Steingrímsson.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður, spáir í spilin fyrir leiki kvöldsins.

Hún telur að Hólmfríður verði of sterk fyrir Haukaliðið.

Haukar 0 - 2 KR
,,Hólmfríður mætir á Ásvelli og klárar Hauka með tveimur Solo mörkum ala Fríða."
Spáin í heild sinni

Eyða Breyta
Fyrir leik
Þetta eru leikirnir í kvöld:

18:00 Þór/KA - Grindavík (Þórsvöllur)
18:00 Fylkir - ÍBV (Floridana völlurinn)
19:15 Breiðablik - Stjarnan (Kópavogsvöllur)
19:15 Valur - FH (Valsvöllur)
19:15 Haukar - KR (Gaman Ferða völlurinn)
Eyða Breyta
Fyrir leik
Pepsi-deild kvenna er að fara af stað aftur í kvöld eftir landsleikjahlé.

Í kvöld fer fram heil umferð!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hólmfríður gekk í raðir KR í vetur, en í janúar kom í ljós að hún var ristarbrotin.

Hún var frá í byrjun móts, en kom inn á sem varamaður í sinn fyrsta leik um miðjan maí.

Hennar fyrsti byrjunarliðsleikur var svo í síðustu umferð þegar KR vann Fylki 3-1. Hún gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk í fyrsta byrjunarliðsleiknum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Gestirnir úr Vesturbænum hafa náð að vinna einn leik, en tapað rest. Þær eru í sætinu fyrir ofan Hauka með tveimur stigum meira. Þær fara á botninn með tapi í kvöld.

Síðasti leikur KR í deildinni var sigur gegn Fylki, 3-1. Það var þeirra fyrsti sigur í sumar.

Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði tvö mörk í þeim leik, en hún er að koma til baka eftir að hafa meiðst illa. Hún stefnir á að vinna sér sæti í landsliðshópnum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Haukar, sem spila á heimavelli hér Gaman Ferða vellinum í kvöld, eru í neðsta sætinu með aðeins eitt stig. Þær hafa gert eitt jafntefli og tapað öllum hinum leikjunum sínum.

Kemur fyrsti sigurinn í kvöld?

Haukar unnu sinn fyrsta sigur í sumar gegn Þrótti í bikarkeppninni í síðasta leik sínum, en þar urðu lokatölur 3-0. Ná Haukar að fylgja því á eftir?
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þetta verður mjög áhugaverður leikur!

Þetta eru tvö neðstu lið deildarinnar og það er mikið undir.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góða kvöldið!

Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Hauka og KR í Pepsi-deild kvenna.

Vonandi fáum við skemmtilegan fótboltaleik og einhver mörk.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
0. Ingibjörg Valgeirsdóttir
0. Harpa Karen Antonsdóttir
0. Hólmfríður Magnúsdóttir
3. Ingunn Haraldsdóttir
4. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('86)
5. Hugrún Lilja Ólafsdóttir
8. Sara Lissy Chontosh ('59)
10. Ásdís Karen Halldórsdóttir
18. Guðrún Gyða Haralz ('51)
20. Þórunn Helga Jónsdóttir (f)
21. Mist Þormóðsdóttir Grönvold

Varamenn:
1. Hrafnhildur Agnarsdóttir (m)
2. Gréta Stefánsdóttir
7. Elísabet Guðmundsdóttir
17. Jóhanna K Sigurþórsdóttir
19. Sofía Elsie Guðmundsdóttir ('86)
24. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir ('51)
25. Katrín Ómarsdóttir

Liðstjórn:
Sigríður María S Sigurðardóttir
Anna Birna Þorvarðardóttir
Guðlaug Jónsdóttir
Edda Garðarsdóttir (Þ)
Sædís Magnúsdóttir
Henrik Bödker

Gul spjöld:
Sara Lissy Chontosh ('46)

Rauð spjöld: