Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
ÍR
1
3
Keflavík
0-1 Hólmar Örn Rúnarsson '25
Andri Jónasson '41 1-1
1-2 Frans Elvarsson '67
1-3 Jeppe Hansen '79
16.06.2017  -  19:15
Hertz völlurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Hólmar Örn Rúnarsson
Byrjunarlið:
Helgi Freyr Þorsteinsson
4. Már Viðarsson (f)
7. Jón Gísli Ström
7. Jónatan Hróbjartsson ('82)
10. Jóhann Arnar Sigurþórsson ('71)
10. Viktor Örn Guðmundsson
13. Andri Jónasson
14. Óskar Jónsson
18. Jón Arnar Barðdal ('86)
22. Axel Kári Vignisson
27. Sergine Fall

Varamenn:
1. Steinar Örn Gunnarsson (m)
3. Reynir Haraldsson
19. Eyþór Örn Þorvaldsson ('86)
23. Þorsteinn Jóhannsson
29. Stefán Þór Pálsson ('71)

Liðsstjórn:
Arnar Þór Valsson (Þ)
Ásgeir Aron Ásgeirsson (Þ)
Hilmar Þór Kárason
Magnús Þór Jónsson
Styrmir Erlendsson
Sævar Ómarsson
Eyjólfur Þórður Þórðarson

Gul spjöld:
Jóhann Arnar Sigurþórsson ('53)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið hérna á Hertz-vellinum í Breiðholti. Sanngjarn sigur Keflvíkinga staðreynd. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og kannski að ÍR hafi verið örlítið ofan á í fyrri. Seinni hálfleikurinn hins vegar eign Keflvíkinga sem rúlla heim með öll þrjú stigin.

Umfjöllun og viðtöl koma inn seinna í kvöld.
94. mín
Tómas Óskarsson fær hér dauðfæri á síðustu sekúndunum. Kemst einn í gegn, kemur boltanum fram hjá Helga en boltinn rúllar í stöngina.
92. mín
Inn:Leonard Sigurðsson (Keflavík) Út:Jeppe Hansen (Keflavík)
90. mín
Leikurinn að fjara út. Fátt sem kemur í veg fyrir að Keflavík klári þennan leik.
86. mín
Inn:Eyþór Örn Þorvaldsson (ÍR) Út:Jón Arnar Barðdal (ÍR)
Jón Arnar fer út, var sprækur í fyrri hálfleik en hefur lítið sést í seinni. Eyþór Örn Þorvaldsson, bróðir Gunnars Heiðars Þorvaldssonar, kemur inn.
83. mín
Inn:Tómas Óskarsson (Keflavík) Út:Juraj Grizelj (Keflavík)
Juraj hefur átt betri daga. Tómas kemur inn fyrir hann.
82. mín
Inn:Styrmir Erlendsson (ÍR) Út:Jónatan Hróbjartsson (ÍR)
Vítaskytta Íslands mætt.
79. mín MARK!
Jeppe Hansen (Keflavík)
Stoðsending: Sigurbergur Elísson
MAAAARK!!!! JEPPE HANSEN ER LÍKLEGA AÐ KLÁRA LEIKINN HÉRNA FYRIR KEFLVÍKINGA! Sigurbergur með skot fyrir utan teig sem Helgi Freyr nær ekki að halda og Jeppe er mættur í sníkjuna, tekur boltann fram hjá Helga og setur hann í autt markið. Klaufalegt hjá Helga en vel gert hjá Jeppe sem hefur lítið sést í leiknum en er kominn með mark. Alvöru senter!
75. mín
Heimamenn hafa fært sig framar á völlinn eftir markið frá Keflavík, eðlilega. Hafa korter til að fá eitthvað út úr þessum leik.
71. mín
Inn:Stefán Þór Pálsson (ÍR) Út:Jóhann Arnar Sigurþórsson (ÍR)
Fyrsta skipting ÍR-inga. Stefán kemur í holuna og Jón Arnar færist út á hægri kantinn.
70. mín
Mark dæmt af Keflavík. Hólmar Örn með sendingu inn á Jeppe sem klárar vel en er flaggaður rangstæður. Þetta var tæpt!
67. mín MARK!
Frans Elvarsson (Keflavík)
Stoðsending: Jóhann Birnir Guðmundsson
MAAAAAARK!!! FRANS ELVARSSON SKORAR ANNAN LEIKINN Í RÖÐ! Jóhann Birnir fær boltann út á hægri kantinum, Axel Kári bakkar af honum og hleypir honum inn í teig, Jói segir bara takk og leggur boltann þvert fyrir markið á Frans sem skorar af stuttu færi.
65. mín Gult spjald: Marc McAusland (Keflavík)
Fyrir kjaft.
64. mín
Keflvíkingar fá að halda boltanum mikið en skapa sér ekki mikið þessa stundina.
61. mín
Inn:Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík) Út:Adam Árni Róbertsson (Keflavík)
Fyrsta skiptingin og hún er frekar skrítin. Adam Árni fer út af og inn á kemur gamli refurinn Jóhann Birnir.
59. mín
Sindri aftur tæpur! Sending til baka á hann, boltinn skoppar og hann danglar löppinni í boltann sem fer upp í mjöðmina á honum og rétt fram hjá Jón Gísla Ström og þetta bjargast. Þarna mátti ekki miklu muna að úr yrði sprellimark.
57. mín
Adam Árni heldur áfram að valda usla. Á núna fyrirgjöf/skot sem endar fyrir aftan markið. Búinn að vera besti maður vallarins hingað til.
54. mín Gult spjald: Sigurbergur Elísson (Keflavík)
Vildi fá aukaspyrnu og reif aðeins kjaft. Sigurður gaf honum bara spjald í staðinn.
53. mín Gult spjald: Jóhann Arnar Sigurþórsson (ÍR)
Fyrsta gula spjaldið. Jóhann tekur Juraj niður og fær gult. Dálítið soft.
49. mín
VÁ! Þara var Sindri heppinn! Jónatan Hróbjartsson með skot töluvert fyrir utan teig sem er beint á Sindra, hann missir hins vegar boltann og boltinn er að skrúfast í átt að marki en Sindri nær að handsama boltann áður en hann fer inn fyrir línuna!
47. mín
Þessi hefði getað endað inni! Adam Árni með fyrirgjöf sem Viktor Örn ætlar að hreinsa en hann hittir boltann illa og boltinn svífur fram hjá og í horn.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er farinn af stað.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér í Breiðholtinu. 1-1 í stórskemmtilegum fyrri hálfleik, nóg af færum á báða bóga. Kaffipása á mig, sjáumst í seinni.
45. mín
Jón Arnar Barðdal við það að detta einn í gegn en Ísak Óli bjargar á síðustu stundu með frábærri tæklingu.

41. mín MARK!
Andri Jónasson (ÍR)
Stoðsending: Axel Kári Vignisson
MAAAARK!! HEIMAMENN HAFA JAFNAÐ METIN OG ÞAÐ SANNGJARNT. Hornspyrnan var tekin stutt, Axel Kári setti boltann fyrir markið þar sem boltinn fór í gegnum allan pakkann og beint í fæturnar á Andra Jónassyni. Gamli sóknarmaðurinn sem er orðinn bakvörður í dag var yfirvegaður og lagði boltann snyrtilega í nærhornið framhjá Sindra. 1-1! GAME ON!
40. mín
ENN OG AFTUR FÆRI HJÁ ÍR! Langt innkast frá Andra Jónassyni sem Strömvélin flikkar áfram á títt Jón Arnar Barðdal sem á skot sem Sindri Kristinn ver glæsilega í horn!
38. mín
Heimamenn hættulegri þessa stundina. Núna var það Fall sem átti fyrirgjöf á Jóhann Arnar á fjærstöng en fyrsta snertingin hjá Jóhanni var slæm og hann missti boltann aftur fyrir endamörk. Þarna vantaði gæði.
37. mín
Ágætis færi hjá ÍR-ingum. Fyrirgjöf frá Jóhanni Arnari sem Marko missir yfir sig á fjærstöng. Fall lúrir þar en á dapurt skot sem fer í innkast. Þarna hefði hann átt að gera betur!
35. mín
Adam Árni verið sprækur á kantinum hjá Keflavík í leiknum en hann er fæddur árið 1999. Efni þar á ferð.

29. mín
Leikurinn í jafnvægi eftir þetta svakalega mark.
25. mín MARK!
Hólmar Örn Rúnarsson (Keflavík)
Stoðsending: Adam Árni Róbertsson
MAAAAARK!!!! FRÁBÆRT MARK HJÁ HÓLMARI ERNI RÚNARSSYNI. Adam Árni lagði boltann á Bóa sem var með hann á hægri, tékkaði hann yfir á vinstri löppina og smellti honum upp í samskeytin. TAKE A BOW SON!
22. mín
DAUÐAFÆRI HINU MEGIN Á VELLINUM! Marko Nikolic kemur með fyrirgjöf á kollinn á Jeppe Hansen sem er nokkuð einn í teignum en Helgi Freyr ver frá honum. Boltinn dettur niður í teiginn og Frans Elvarsson er aðeins of seinn í boltann og ÍR-ingar koma boltanum í horn.
21. mín
TÆPT! Jón Arnar Barðdal enn og aftur að gera vel. Rennir boltanum á Jóhann Arnar sem stendur rétt fyrir innan vítateig og á skot sem siglir naumlega framhjá fjærstönginni.
18. mín
ÍR fær aukaspyrnu á góðum stað. Viktor Örn Guðmundsson lyftir boltanum inn í teiginn en boltinn er skallaður yfir og framhjá.
15. mín
Fínt færi hjá heimamönnum. Jón Arnar Barðdal með góða sendingu inn fyrir á Sergine Fall sem er aðeins of lengi að athafna sig og á skot sem Marko Nikolic kemst fyrir.
14. mín
Ekkert varð úr aukaspyrnunni og Marko er kominn inn á aftur en stingur aðeins við fæti.
13. mín
Keflavík á aukaspyrnu 30 metra frá marki, brotið á Marko Nikolic sem liggur eftir.
8. mín
Þarna munaði litlu!! Marko Nikolic með fyrirgjöf sem endar sem skot og er á leiðinni í fjærhornið en Helgi Freyr í marki ÍR er á tánum og blakar boltanum yfir.
5. mín
Þá auðvitað fá Keflavík frábært færi. Adam Árni með fyrirgjöf sem ÍR mistekst að hreinsa boltinn dettur til Juraj Grizelj sem á skot sem Óskar Jónsson kastar sér fyrir og bjargar hreinlega marki. Hugrakkur.
4. mín
ÍR-ingar hafa byrjað þetta af miklum krafti og virka mun tilbúnari en gestirnir í þennan leik.
1. mín
DAAAAAUÐAFÆRI!!! Strax á upphafsmínútunni. Jón Arnar Barðdal á flottan sprett upp vinstri kantinn, fer framhjá tveir varnarmönnum, leggur boltann út á Jón Gísla Ström sem skýtur rétt fyrir utan markteig en Sindri Kristinn ver stórkostlega í markinu áður en Keflvíkingar hreinsa í horn. Þetta var FÆRI!
1. mín
Leikur hafinn
Sigurður Hjörtur Þrastarson er búinn að flauta þetta í gang.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn og vallarþulurinn tilkynnir áhorfendum að um toppslag sér að ræða, það má deila um það.
Fyrir leik
Annars eru liðin gengin til búningsherbergja og styttist í að leikur hefjist. Þess má til gamans geta að Vítaskytta Íslands, Styrmir Erlendsson er á bekknum hjá ÍR í dag og er hann að leika sér úti á velli með öðrum varamönnum ÍR-inga.
Fyrir leik
Hvetjum fólk bæði á vellinum og heima í stofu að vera virk á Twitter og nota hastaggið eða myllumerkið #fotboltinet
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin í hús. Hjá ÍR eru tvær breytingar. Jónatan Hróbjartsson og Jóhann Arnar Sigurþórsson koma inn fyrir Jordan Farahani og Hilmar Þór Kárason. Hjá Keflavík kemur lítið á óvart, Jeppe Hansen kemur aftur inn í liðið eftir að hafa misst af leiknum á móti Haukum vegna meiðsla. Hörður Sveinsson meiddist í síðasta leik og dettur því út úr liðinu.
Fyrir leik
Bæði lið unnu leiki sína í síðustu umferð. Breiðhyltingar gerðu góða ferð út á Seltjarnarnes og unnu Gróttu, 2-1, þar sem Már Viðarsson gerði bæði mörk ÍR-inga. Keflvíkingar unnu svo Hauka mjög sannfærandi á Nettóvellinum í Keflavík, 3-0.
Fyrir leik
Þjálfari Keflavíkur er Guðlaugur Baldursson en hann er alls ekki ókunnugur hér í Breiðholtinu en hann þjálfaði ÍR liðið frá árunum 2008-2011.
Fyrir leik
Fyrir leikinn sitja heimamenn í 9.sæti deildarinnar með 7 stig. Keflavík er með 9 stig eftir fyrstu sex umferðirnar og eru í 5.sæti.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkominn í beina textalýsingu frá Hertz-vellinum í Breiðholti þar sem heimamenn í ÍR fá strákana frá Bítlabænum, Keflavík, í heimsókn.
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Sigurbergur Elísson
Marc McAusland
2. Ísak Óli Ólafsson
5. Juraj Grizelj ('83)
8. Hólmar Örn Rúnarsson (f)
9. Adam Árni Róbertsson ('61)
14. Jeppe Hansen ('92)
16. Sindri Þór Guðmundsson
18. Marko Nikolic
25. Frans Elvarsson

Varamenn:
8. Ari Steinn Guðmundsson
22. Leonard Sigurðsson ('92)
29. Fannar Orri Sævarsson
45. Tómas Óskarsson ('83)

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Guðlaugur Baldursson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Jóhann Birnir Guðmundsson
Aron Elís Árnason
Jónas Guðni Sævarsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson

Gul spjöld:
Sigurbergur Elísson ('54)
Marc McAusland ('65)

Rauð spjöld: