Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Selfoss
0
1
FH
0-1 Björn Daníel Sverrisson '79
15.05.2012  -  19:15
Selfossvöllur
Pepsi deildin
Aðstæður: Fínar aðstæður, smá kuldi
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 917
Maður leiksins: Atli Guðnason
Byrjunarlið:
15. Vigfús Blær Ingason (m)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Sindri Rúnarsson ('67)
8. Ingvi Rafn Óskarsson
10. Ingólfur Þórarinsson
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson (f)
22. Andri Már Hermannsson

Varamenn:
12. Jóhann Ólafur Sigurðsson (m)
4. Andy Pew
9. Joseph David Yoffe ('67)
20. Sindri Pálmason

Liðsstjórn:
Sigurður Eyberg Guðlaugsson

Gul spjöld:
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson ('41)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Sæl og velkomin í beina textalýsingu frá Selfossvelli. Leikur Selfoss og FH hefst kl:19:15. Aðstæður eru fínar og allar líkur á leikurinn verði spilaður en eins og flestir vita er þetta frestaður leikur frá því í gærkvöldi er veður og veðurspá var öllu verri.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár, heimamenn gera eina breytingu á liði sínu, Andri Freyr kemur aftur inn eftir veikindi fyrir Robert Sandnes. Þetta er því sama lið og sigraði ÍBV í 1.umferð.
Fyrir leik
FH er með óbreytt lið frá sigurleiknum gegn Fram
Fyrir leik
Liðin eru að hita upp út á velli, hiti eru nokkrar gráður yfir frostmark og það er smá vindur í átt að frjálsíþróttavellinum.
Ingólfur Birgir
hljóta allir að vera sammála um að það sé mun skemmtilegra að fara á leiki í dag heldur en rokinu í gær
Fyrir leik
Þá er allt orðið klárt á Selfossvelli og liðin ganga út á völl í humátt á eftir Þorvaldi Árnasyni dómara.
1. mín
Gestirnir byrja með boltann og sækja í átt að Tíbrá (Félagsheimilinu)
5. mín
Leikurinn fer nokkuð rólega af stað, heimamenn spila undan smá vindi í fyrri hálfleik og eru núna búnir að fá stuðningssveitina Skjálfta til að styðija við bakið á sér.
6. mín
Atli Viðar komst óvænt í gegnum vörn Selfyssinga og var einn gegn markmanni en Ismet sá við honum og varði vel.
14. mín
Jafnræði með liðunum á upphafsmínútunum, FH-ingar eru öllu markvissari í sóknarleik sínum en hafa ekki náð að brjóta vörn heimamanna á bak aftur.
15. mín
Atli Guðna slapp upp kantinn og virtist vera að komast í gegn en sendi boltann fyrir markið og færið rann út í sandinn.
22. mín
Hörkuskot frá Brini Daníel fyrir utan að marki sem Ismet varði glæsilega í markinu. FH-ingar eru öllu líklegri
24. mín
Babacar Sarr skoraði með skalla eftir hornspyrnu en var dæmdur brotlegur og markið telur ekki. Heimamenn ekki sáttir við þennan dóm.
37. mín
Lítið markvert að gerast í þesum leik. Atli Guðna er frískastur í liði gestana en Selfyssingar eiga eina og eina sókn. Ólafur Karl setti m.a. aukaspyrnu af ágætu færi rétt framhjá.
41. mín Gult spjald: Viktor Örn Guðmundsson (FH)
Fyrir brot á Jóni Daða sem var á bullandi siglingu.
41. mín Gult spjald: Þorsteinn Daníel Þorsteinsson (Selfoss)
Fyrir brot
44. mín
Hættuleg sókn hjá FH-ingum, Atli Viðar komst upp kantinn og sendi fyrir á Atla Guðna sem skaut framhjá markinu.
45. mín
Hálfleikur á Selfossi. Ágætur leikur það sem af er og bæði lið reyna að sækja. Babacar skoraði mark sem var dæmt af en fjölmiðlastúkan sá brotið ekki nægjanlega vel.
46. mín
Leikurinn ef hafin að nýju og liðin eru óbreytt.
47. mín
Gott færi hjá FH-ingum enn á ný eftir samvinnu Atla Guðna og Atla Viðars en sá síðarnefndi skaut framhjá af markteig úr nokkuð þröngri stöðu.
60. mín
Áhorfendur í kvöld á Selfossvelli eru 917 og Skjálfti heldur uppi ágætri stemmingu.
67. mín
Inn:Joseph David Yoffe (Selfoss) Út:Sindri Rúnarsson (Selfoss)
72. mín
Inn:Tómas Leifsson (Selfoss) Út:Ólafur Karl Finsen (Selfoss)
Selfyssingar hressa aðeins upp á sóknarleikinn með tveimur skiptingum en lítið markvert að gerast á vellinum.
74. mín
Inn:Albert Brynjar Ingason (FH) Út:Atli Viðar Björnsson (FH)
79. mín MARK!
Björn Daníel Sverrisson (FH)
Björn Daníel komst einn á móti markmanni og slúttaði af öryggi í netið.
89. mín
Aukaspyrna á hættulegum stað eftir brot á Viðari Kjartans sem ekkert varð úr hjá heimamönnum.

Leik lokið - Það hefur gengið erfiðlega að uppfæra síðuna í seinni hálfleik og biðjumst við velvirðingar á því .
Byrjunarlið:
Ólafur Páll Snorrason
3. Guðjón Árni Antoníusson
4. Pétur Viðarsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
11. Atli Guðnason
17. Atli Viðar Björnsson ('74)
21. Guðmann Þórisson

Varamenn:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
8. Emil Pálsson
14. Albert Brynjar Ingason ('74)
16. Jón Ragnar Jónsson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
25. Hólmar Örn Rúnarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Viktor Örn Guðmundsson ('41)

Rauð spjöld: