Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Víkingur Ó.
0
1
ÍR
0-1 Heba Björg Þórhallsdóttir '43
23.06.2017  -  19:15
Ólafsvíkurvöllur
1. deild kvenna
Dómari: Sveinn Þór Þorvaldsson
Maður leiksins: Heba Björg Þórhallsdóttir
Byrjunarlið:
1. Birta Guðlaugsdóttir (m)
2. Birgitta Sól Vilbergsdóttir ('77)
3. Irma Gunnþórsdóttir
4. Mary Essiful
7. Fehima Líf Purisevic (f)
8. Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir
10. Stine Lossius
15. María Ósk Heimisdóttir
18. Kolfinna Ólafsdóttir ('63)
19. Janet Egyr
21. Lísbet Stella Óskarsdóttir

Varamenn:
5. Regína Sigurjónsdóttir ('77)
14. Erika Rún Heiðarsdóttir ('63)
23. Samra Begic

Liðsstjórn:
Björn Sólmar Valgeirsson (Þ)
Sigrún Pálsdóttir
Harpa Finnsdóttir
Þorsteinn Haukur Harðarson
Einar Magnús Gunnlaugsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Hörkuleik lokið. 1-0 fyrir ÍR

Skýsla og viðtöl við leikmenn og þjálfara koma inn á morgun

Leik lokið!
Það er vel við hæfi að Heba dúndri þessu burt en hún skoraði einmitt sigurmarkið í fyrri hálfleik!
90. mín
Ólafsvík á horn!
Þetta gæti verið þeirra síðasti séns! Boltinn skoppar í teignum.
90. mín
Inn:Sigríður Guðnadóttir (ÍR) Út:Klara Ívarsdóttir (ÍR)
Fleiri í vörnina!
90. mín
ÍR á aukaspyrnu. Þær eru ekkert að drífa sig. Það er smá darraðadans inná teig sem endar með skoti frá Guðrúnu Ósk. Birta ver vel!
89. mín
Inn:Ragna Björg Kristjánsdóttir (ÍR) Út:Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir (ÍR)
89. mín
Boltinn fer upp í stúku og það er hasar í mönnum hérna. Áhorfendur rökræða við boltastrákana hvort þeir eigi að drífa sig. Þeir sinna starfi sínu hinsvegar einsog þeir hafa aldrei gert annað og koma boltanum strax til leikmanna
87. mín
Önnur hornspyrna frá Ólafsvík. Það mætti halda að það væri segull á Evu þar sem boltinn þýtur í fangið á henni. Öruggt. Engin hætta
86. mín
Inn:Anna Bára Másdóttir (ÍR) Út:Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir (ÍR)
Það eru ekki hverfandi líkur að með þessari skipingu ætli ÍR að þétta varnarleikinn síðustu mínúturnar!
85. mín
Hér á Benedorm er fólk enn að renna á rassinn. Að þessu sinni er það Janet. Þetta bjargast samt og Ólafsvík keyrir upp og þær vinna hornspyrnu
84. mín
Þetta verða rosalega loka mínútur. Ólafsvík ætlar sér að jafna þennan leik!
80. mín
Ólafsvík á aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Lísbet tekur þetta. Hörkuskot en rétt framhjá !
77. mín
Inn:Regína Sigurjónsdóttir (Víkingur Ó.) Út:Birgitta Sól Vilbergsdóttir (Víkingur Ó.)
77. mín
Inn:Guðrún Ósk Tryggvadóttir (ÍR) Út:Rebekka Katrín Arnþórsdóttir (ÍR)
Fyrsta skipting ÍR
Sýnist þetta vera hrein skipting- beint á hægri kantinn hennar Rebekku
76. mín
María á góðan sprett upp vinstri kantinn eftir gott þríhyrningaspil. Sendingin hinsvegar ratar á ÍR konum
75. mín
ÍR er að sækja stíft þessa stundina. ÍR vinnur boltann af þeim og Klara liggur eftir. Dómarinn stöðvar leikinn. Klara hinsvegar staðinn upp og til í tuskið aftur
72. mín
Aftur rangstaða á ÍR stúlkur.
71. mín
Sonja á góðum spretti. Rennir honum inn fyrir á Ástrósu og hún sloppin ein í gegn en rangstaða dæmd.
70. mín
Dómarinn skammar aðeins Mary. Fyrir hvað veit ég nú ekki.
69. mín
Heba reynir stungusendingu inn fyrir á Dagmar. Aðeins of föst.
66. mín
Núna eru María og Birgitta á köntunum. Erika kemur þá niður í hægri bakvörðin og Irma fer yfir á vinstri. Við gætum jafnvel kallað þetta 4-3-3 ef við erum í stuði. Sýnist Birgitta og María ætla að vera vel framarlega.
63. mín
Inn:Erika Rún Heiðarsdóttir (Víkingur Ó.) Út:Kolfinna Ólafsdóttir (Víkingur Ó.)
Fyrsta skipting leiksins
59. mín
Ástrós á sendingu á Hebu upp hægra megin. Geggjuð sending inn í en Dagmar nær ekki til hans
58. mín
Dagmar brýtur á Janet. Það er nokkuð ljós að Ástrós og Dagmar eru ekki að fara bjóða Janet næst í afmælið sitt.
57. mín
Dómarinn stoppar leikinn.ÍR sendir boltann til baka á Birtu í marki Ólafsvíkur. Það er verið að hlúa að Stine þarna hinu megin.
52. mín
Þetta var efnilegt hjá ÍR. Mónika með sendingu upp til vinstri, nú rennur Janet og Ástrós þakkar fyrir það. Keyrir með boltann inn í teig en þetta fjarar út í sandinn.
50. mín
Bæði lið mæta mjög ákveðin til leiks. Þetta er stál í stál þessar mínútur.
Leikmenn eru enn að renna á rassinn í þessari bleytu. Einsog ég sagði í byrjun, þetta er langt frá því að vera Benedorm veður.
47. mín
Birta markmaður á misheppnaða sendingu núna í byrjun leiks, á eftir að reikna út vindstigin. Hörku mótvindur. Monika hirðir seinni sendinguna og reynir skot fyrir utan teig! RÉTT FRAMHJÁ.
46. mín
Leikur hafinn
Ólafsvík byrjar með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Það er komin hálfleikur.

Þetta var kjaftshögg fyrir Ólafsvík að fá á sig mark í andlitið þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik. Þær mættu miklu tilbúnari til leiks. Hér heyri ég eina ósátta gangi útaf "þetta var eina færið þeirra".

Hún hefur eitthvað til síns máls, Ólafsvík búin að eiga hættulegri færi.

En það eru mörkin sem telja og ÍR stelpur vöknuðu og bitu frá sér síðustu mínúturnar.



Það verður áhugavert að fylgjast með seinni hálfleik þar sem ÍR sækir með vindinum.
45. mín
Dagmar snýr á Janet og á skot en það er framhjá
43. mín MARK!
Heba Björg Þórhallsdóttir (ÍR)
Stoðsending: Rebekka Katrín Arnþórsdóttir
Heyrðu ÞÆR HEYRÐU Í MÉR, Í RANNSÓKN MEÐ ÞESSI EYRU! ÞETTA VAR ÓTRÚLEGT!

Rebekka með háa sendingu frá hægri. Heba tekur hann á lofti og smellhittir hann við D-boga hægra megin. Boltinn þeytist meðfram jörðinni alveg út við stöng í hægra hornið! Þetta var fallegt

41. mín
ÍR stelpur halda boltanum ágætlega í öftustu línu en það hefur lítið gengið hjá þeim á síðasta þriðjung.
40. mín
Ólafsvík reynir að prjóna sig í gegn en Mykaylin kemst inn í síðustu sendingu. Þetta endar svo á skoti hjá Birgittu í fyrstu snertingu fyrir utan teig. Rétt yfir markið!
38. mín
Mætti halda að Bryndís María væri búin að ljósrita sig. Hún á sprett upp vinstri kantinn út að hornfána en sendingin misheppnuð og 30 sekúndum seinna er hún mætt að stöðva enn eina sókn Ólafsvíkur
36. mín
Dómarinn stöðvar leikinn og Lísbet er borin útaf. Hristir þetta af sér og mætt aftur eftir aðhlynningu frá sjúkraþjálfara.
32. mín
ÍR spilar ágætlega upp völlinn og stungusending hjá Dagmar á Ástrósu en sem fyrr er Janet á réttum stað
29. mín
Bryndís María virðist vera fyrst fyrir hönd sinna kvenna að reikna út vindstigin og kallar á sínar konur að koma að sækja boltann. Þessir háu boltar fram hafa ekki verið að gera neitt fyrir þær.
27. mín
Aukaspyrna enn og aftur úti hægra megin. Nákvæmlega einsog hér fyrir tveimur mínútum. Kolfinna tekur hann aftur og aftur er það rétt framhjá! Þetta er stórhættulegt hjá Ólafsvík.
26. mín
Jesús. Þetta var ekki fyrir hjartveika!! Kolfinna tekur spyrnuna og Ólafsvík nær að setja tána í boltann. RÉTT FRAMHJÁ!!
25. mín
Innkast sem Irma tekur beint á kassann á Fehimu og Klara mætir ekki mjög vinalega í bakið á henni. Aukaspyrna úti hægra megin sem Ólafsvík á
20. mín
ÍR að reyna vinna sig inn í leikinn. Fá innkast úti vinstra megin. Dagmar með hættulega sendingu inn í en Ástrós í baráttu við Janet og ekkert verður úr þessu
19. mín
ÍR stelpur vilja eflaust róa þetta niður og eru núna að byggja upp spil. Ólafsvík hefur bara mætt grjóthart til leiks og ætlar að nýta sér vindinn.
18. mín
Naunau! Stórhættuleg sókn hjá Ólafsvík. Kolfinna með sendingu frá hægri beint á kollinn á Stine sem er aaaaalein. Hittir hann illa með kollinum en samt sem áður rétt fram hjá
17. mín
Lísbet tekur þessa aukaspyrnu. Enginn hætta. Eva grípur þetta auðveldlega
15. mín
Kolfinna á sendingu upp miðjuna á Unnbjörgu. Vinnur aukaspyrnu á hættulegum stað, miða við öll þessi vindstig
13. mín
Þetta var stórskemmtilegt !
Unnbjörg fær sendingu og reynir sirkustilþrif. Hittir hann þó ekki rétt fyrir utan teig. Boltinn berst til Fehimu rétt fyrir utan teig. Þarna vill allur bærinn fá aukaspyrnu. Held að þau hafi eitthvað haft til síns máls
12. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ VÍKING Ó.

Fehima fær stungusendingu og er alein en skýtur rétt framhjá!
9. mín
ÍR reynir sendingu upp kantinn. Janet hinsvegar grjöthörð og vinnur af Ástrósu boltann.
8. mín
Ástrós sloppin ein í gegn en missir boltann of langt frá sér og boltinn berst til Rebekku út á hægri kant sem á skot yfir
6. mín
Leikurinn byrjar rólega. Bæði lið að þreifa sig áfram.
3. mín
Ólafsvík ætlar að spila 4-5-1

Birta
Irma-Janet-Lísbet-María
Kolfinna-Mary-Birgitta-Stine
Fehima
Unnbjörg
2. mín
Byrjunarliðin eru klár

ÍR spilar ætlar að spila 3-5-2

Eva
Selma-Makaylin-Bryndís
Rebekka-Sonja-Klara- Mónika
Heba
Dagmar-Ástrós
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað!
ÍR byrjar með boltann.
Ólafsvík leikur með vindi ef mér skjátlast ekki veðurfræðin
Fyrir leik
Víkingur Ó. ætlar að halda liði sínu óbreyttu eftir síðasta sigurleik.

Hjá ÍR eru hinsvegar þrjár breytingar síðan í síðasta leik. Inn koma Sonja, Selma og Klara fyrir þær Andreu M, Andreu Katrínu og Önnu Báru.
Fyrir leik
Það er ekkert Benedorm veður hér í Ólafsvík en tónlistin sem ómar hér kemur manni að minnsta kosti hálfa leið.
Jæja jólin komu snemma í ár!!Byrjunarliðin klár og búið að rétta mér ískalda Pepsí

Fyrir leik
ÍR stelpur stilla upp aðeins eldra liði en Ólafsvík og hafa haldið sama kjarna í nokkur ár. En fengu til að mynda Mykaylin frá Svíþjóð fyrir þetta tímabil. Auk þess fengu þær hóptilboð frá Fram í þeim Bryndísi Maríu, Dagmar og Rebekkku og Sonja kom úr Haukum.
Fyrir leik
Í liði Víking. Ó er kjarninn uppaldar heimastúlkur fæddar um og eftir aldamótin.

Þess má geta að fyrirliði heimastúlkna Fehima, fæddist uþb þegar ég var að fermast, árið 2001. Pabbi hennar er einmitt herra Ólafsvík Ejub.

Auk þess spila með liðinu þrjár stelpur frá Ghana, þær Janet, Mary og Samira. En einsog komið hefur fram hér á fótbolti.net er Samira enn frá vegna veikinda.
Fyrir leik
Þar sem hárgreiðslustofan hér á Ólafsvík átti ekki lausan tíma fyrir undirritaða er um að gera að kynna aðeins betur liðin hér í dag.


Fyrir leik
ÍR situr sæti ofar, í 8.sæti, með 7 stig eftir 6 umferðir. Þær töpuðu síðasta leik sínum 3-0 á móti Þrótti. Þar fékk Andrea Magnúsdóttir að líta rauða spjaldið svo hún verður ekki með í kvöld.

Með sigri gæti ÍR hoppað upp í 5.sæti deildarinnar og ég ætla að leyfa mér að giska á að það sé planið!
Fyrir leik
Heimakonur í Ólafsvík sitja í 9.sæti með aðeins 4 stig eftir 6 umferðir. Þær hinsvegar unnu góðan 1-0 sigur í algjörum botnslag í síðustu umferð þegar þær sóttu Tindastól heim svo það er aldrei að vita hvað þeim dettur í hug í dag! Þær hljóta að vilja losa sig frá botninum.

Fyrir leik
Góða kvöldið

Velkomin í beina textalýsingu héðan frá Ólafsvík en Víkingur Ólafsvík tekur á móti ÍR í 7.umferð 1.deildar kvenna.
Byrjunarlið:
1. Eva Ýr Helgadóttir (m)
7. Selma Rut Gestsdóttir
9. Klara Ívarsdóttir ('90)
10. Ástrós Eiðsdóttir
13. Mykaylin Rosenquist
18. Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir ('86)
19. Rebekka Katrín Arnþórsdóttir ('77)
20. Heba Björg Þórhallsdóttir
23. Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir ('89)
24. Bryndís María Theodórsdóttir
24. Sonja Björk Guðmundsdóttir

Varamenn:
1. Auður Sólrún Ólafsdóttir (m)
12. Ingibjörg Fjóla Ástudóttir (m)
8. Hrafntinna M G Haraldsdóttir
11. Andrea Katrín Ólafsdóttir
14. Guðrún Ósk Tryggvadóttir ('77)
15. Sigríður Guðnadóttir ('90)
22. Ragna Björg Kristjánsdóttir ('89)
26. Anna Bára Másdóttir ('86)

Liðsstjórn:
Guðmundur Guðjónsson (Þ)
Styrmir Örn Vilmundarson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: