Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Lengjubikar kvenna - A-deild úrslit
Valur
13:00 0
0
Breiðablik
Fjölnir
1
1
Valur
Birnir Snær Ingason '16 1-0
1-1 Sigurður Egill Lárusson '83 , víti
24.06.2017  -  14:00
Extra völlurinn
Pepsi-deild karla 2017
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 602
Maður leiksins: Þórður Ingason
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Gunnar Már Guðmundsson
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
5. Ivica Dzolan
7. Birnir Snær Ingason ('66)
7. Bojan Stefán Ljubicic ('83)
9. Þórir Guðjónsson
10. Ægir Jarl Jónasson
18. Marcus Solberg
20. Mees Junior Siers
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)

Varamenn:
1. Jökull Blængsson (m)
6. Igor Taskovic ('66)
7. Ingibergur Kort Sigurðsson ('83)
13. Anton Freyr Ársælsson
22. Kristjan Örn Marko Stosic
25. Þorgeir Ingvarsson
31. Kristall Máni Ingason

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Hildur Lilja Ágústsdóttir
Guðmundur Steinarsson
Andri Roland Ford

Gul spjöld:
Torfi Tímoteus Gunnarsson ('27)
Þórir Guðjónsson ('34)
Ivica Dzolan ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
1-1 jafntefli staðreynd.

Fjölnismenn geta prísað sig sæla að fá stig miðað við færin sem Valur fékk í leiknum þá sérstaklega í seinni hálfleik.

Það er samt alltaf fúlt að fá mark á sig úr víti svona stuttu fyrir leikslok en sigur Fjölnis hefði alltaf verið rán um hábjartan dag.
92. mín
Einar Karl með svakalegt skot utan teigs sem endar í stönginni fyrir aftan markið.

Síðasta spyrna leiksins.
90. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti þrjár mínútur.
90. mín
Sigurður Egill með sendingu inn í teiginn og þar nær Sveinn Aron til boltans. Boltinn er þó örlítið og hátt og Sveinn nær ekki krafti í skallann.
88. mín Gult spjald: Ivica Dzolan (Fjölnir)
Fyrir brot á Sveini Aroni.
86. mín
VÁÁÁ! Þvílíkt skot frá Sigurði Agli sem smellur í nærstönginni og markið hristist í kjölfarið!

Bogild keyrir upp hægra megin á vellinum, á síðan sendingu þvert yfir völlinn, ætlaða Einari Karli sem nær ekki til boltans.

Sigurður Egill fær hinsvegar boltann óvænt einn, vinstra megin rétt fyrir utan teig Fjölnis. Nær hörkuskot sem fer, eins og fyrr segir í nærstöngina.
84. mín
Inn:Sveinn Aron Guðjohnsen (Valur) Út:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
83. mín Mark úr víti!
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Með öryggið uppmálað! Þéttingsfast með fram jörðinni.

Þórður fer í rétt horn en nær ekki til boltans!

Staðan er orðin jöfn.
83. mín
Inn:Ingibergur Kort Sigurðsson (Fjölnir) Út:Bojan Stefán Ljubicic (Fjölnir)
82. mín
VALSMENN ERU AÐ FÁ VÍTI!

Marcus Solberg fer í bakið á Sigurði Agli innan teigs. Þetta var soft, en Sigurður Egill féll og Pétur dæmir víti.
79. mín
HVERNIG VAR ÞESSI EKKI INNI?

Haukur Páll með skalla sem Þórður Inga. ver, hann nær þó ekki að halda boltanum. Eiður Aron á skalla niður í teiginn og þar er barningur nánast við marklínu Fjölnis en á endanum ná Fjölnismenn að bjarga sér fyrir horn.

Þetta er ótrúlegt.
77. mín
Ivica Dzolan brjálaður yfir því að Valsmenn fá hornspyrnu en hann vildi fá brot!

Ausar gjörsamlega yfir aðstoðardómara 2. En atvikið átti sér stað meter fyrir framan aðstoðardómarann.
74. mín
Inn:Nicolas Bögild (Valur) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
Bogild kemur inn á miðjuna fyrir GPL.
72. mín
Inn:Andri Adolphsson (Valur) Út:Dion Acoff (Valur)
Fyrsta skipting Valsmanna.
71. mín
Einar Karl með hornspyrnu sem Fjölnismenn skalla aftur fyrir, önnur hornspyrna.

Eftir barning inn í teig, berst boltinn út á Guðjón Pétur sem á fyrirgjöf sem fer yfir allan pakkann og markspyrna.
71. mín
Marcus Solberg með glórulausa sendingu til baka, beint á Dion sem keyrir upp völlinn og á síðan skot úr þröngu færi beint á Þórð sem slær boltann aftur fyrir. Hornspyrna.
68. mín
Haukur Páll með skot utan teigs sem endar ofan á þaknetinu.

Tók hann á bringuna og lét síðan vaða með ristinni. Skemmtileg tilraun. Hefði verið ótrúlegt ef þetta hefði gengið upp. En Þórður með allt á hreinu í markinu.
66. mín
Inn:Igor Taskovic (Fjölnir) Út:Birnir Snær Ingason (Fjölnir)
Það á að þétta miðjuna.
65. mín
Sigurður Egill í glimrandi færi með skot á nærstöngina en enn og aftur. Þórður Ingason vel á verði og ver.
62. mín
Dion með sendingu inn í teig Fjölnis en Dzolan bægjar hættunni frá.
62. mín
Eiður Aron með góðan skalla eftir hornspyrnu Guðjóns Péturs en hárfínt yfir markið.
61. mín
Svaðalegt færi hjá Valsmönnum!

Guðjón Pétur með geðveika sendingu á Arnar Svein sem kom með sendingu fyrir markið innan teigs. Kristinn Ingi, hver annar í klafsi inn í markteig en á einhvern ótrúlegan hátt ná Fjölnismenn að bjarga á síðustu stundu og Valsmenn fá horn.

Menn hoppa og skoppa á varamannabekk Valsmanna. Þetta var ótrúlegt!
58. mín
Kristinn Ingi með fyrirgjöf frá hægri, Sigurður Egil nær til boltans en úr erfiðri stöðu endar boltinn framhjá markinu.

Sigurður Egill vildi fá horn og vildi meina að skot hans hafi farið í varnarmann Fjölnis en Pétur ekki á sama máli.
56. mín
Sókn Vals er farin að þyngjast en Fjölnismenn eru þéttir aftast í vörninni og gefa Valsmönnum lítinn tíma með boltann.
48. mín
Dion reynir að koma boltanum inn í teiginn en Torfi stendur vaktina vel, kemur sér fyrir sendinguna og boltinn aftur fyrir.

Einar Karl með hornspyrnuna sem Hans Viktor skallar frá.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er byrjaður.
45. mín
Hálfleikur
Hvernig Valsmenn skoruðu ekki í fyrri hálfleik er ágætis ráðgáta sem menn gætu velt fyrir sér.

Eitt gott og virt svar er til dæmis Þórður Ingason í marki Fjölnis.
45. mín
Hálfleikur
Pétur Guðmundsson flautar til hálfleiks.

Heimamenn leiða með einu marki, 1-0. Birnir Snær skoraði eina mark fyrri hálfleiksins á 16. mínútu eftir sendingu frá Þóri Guðjónssyni.
45. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti ein mínúta.
43. mín
Haukur Páll liggur og þarf aðhlynningu. Heldur um höfuðið.

Hann er kominn á ætur , fær klakapoka framan á ennið og er svo kominn aftur inná.
40. mín
Haukur Páll dæmdur brotlegur á miðjunni. Gunnar Már liggur eftir og þarf aðhlynningu.

Pétur Guðmundsson tók sinn tíma í að dæma aukaspyrnu þarna og Valsmenn ekki sáttir.
37. mín
Frábær vörn hjá Torfa Tímoteusi!

Dion reynir hlaup framhjá Torfa innan teigs en Torfi segir bara "hingað og alls ekki lengra" og heldur Acoff frá boltanum og boltinn rúllar aftur fyrir.

Geggjaður Torfi!
36. mín
Ná Valsmenn inn marki fyrir hálfleik? Það kæmi mér ekki á óvart í það minnsta.
35. mín
Arnar Sveinn þræðir boltann af metersfæri innfyrir vörn Fjölnis, þar tekur Kristinn Ingi hárrétt hlaup og á fínt skot í fjærhornið sem Þórður Ingason ver vel.
34. mín Gult spjald: Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Annað spjaldið á Fjölni í leiknum. Klaufalegt brot á Eiði Aroni á miðlínunni. Togaði aftan í hann.
31. mín
Einar Karl með skot innan teigs eftir laglegt spil, hann leikur sér aðeins með boltann innan teigs og á síðan máttlaust skot rétt framhjá fjærstönginni. Fín tilraun og Þórður annað hvort var með þetta allt á hreinu eða átti ekki möguleika og vonaði það besta.

Sigurður Egill alveg brjálaður hliðin á Einari Karli og vildi fá boltann frá honum í aðdraganda skotsins. Taldi sig vera í töluvert betra færi. "Lengra, lengra" öskraði Sigurður Egill.
27. mín Gult spjald: Torfi Tímoteus Gunnarsson (Fjölnir)
Fyrsta spjald leiksins.

Torfi stöðvar Arnar Svein sem var að keyra upp í skyndisókn.

Hárréttur dómur og hárrétt brot hjá Torfa.
26. mín
Haukur Páll brýtur á Ægi Jarli á miðju vallarhelmingi Valsmanna.

Þórir Guðjón tekur aspyrnuna sem fer beint í Hauk Páll og Valsarar keyra upp í skyndisókn.
22. mín
Guðjón Pétur með flotta aukaspyrnu af hægri kantinum. Eiður Aron hoppar manna hæst og stangar boltann að markinu, en rétt yfir markið fór boltinn.
20. mín
DAUÐAFÆRI!

Dion finnur Arnar Svein innan teigs sem leggur boltann fyrir markið úr góðu færi, og mér sýnist boltinn fara í Hans Viktor sem kom á fleygiferð og þaðan í þverslánna og niður á marklínuna.

Þvílíkt dauðafæri og þvílík heppni hjá heimamönnum. Kristinn Ingi var í baráttunni við Hans Viktor en mér sýnist Hans vera á undan í boltann og þaðan í þverslánna.
16. mín MARK!
Birnir Snær Ingason (Fjölnir)
Stoðsending: Þórir Guðjónsson
ÞAÐ HELD ÉG NÚ!

Þórir Guðjónsson leggur boltann til hægri inn í vítateig Vals og þar er Birnir Snær mættur á miklu hraða og lætur vaða í nærhornið framhjá Antoni í markinu og Fjölnsimenn eru komnir yfir!

Laglegt spil og fagmannalega klárað hjá Birni í færinu.
13. mín
Dýfa ?!?! Valsmenn eru brjálaðir!

Dion Acoff sleppur einn í gegn eftir sóðalegan sprett, Ivica sem hleypur hann uppi og Dion fellur innan teigs. Ivica kom aftan að Acoff í þann mund sem hann ætlaði að skjóta á markið. Hann féll heldur auðveldlega niður.

Mér sýndist ekkert vera á þetta. Rétt ákvörðun hjá Pétri að láta leikinn halda áfram.
12. mín
Valsmenn reyna að finna Kristin Inga bakvið vörn Fjölnis en enn sem komið er, er Dzolan með þetta allt á hreinu og hefur unnið baráttuna við Kristin Inga.

Kristinn Ingi náði hinsvegar rétt í þessu boltanum við endalínunni, gaf til baka á Sigurð Egil sem átti skot fyrir utan teig en yfir markið.
11. mín
Sigurður Egill og Dion hafa skipt um kanta. Nú er Sigurður kominn á þann hægri og Dion á þann vinstri.
10. mín
Leikurinn er í jafnvægi. Mikil harka og mikil barátta. Bæði lið að vinna 50/50 einvígin á miðjunni.

Fjölnismenn sækja meira upp vinstri kantinn í upphafi leiks með Bojan á vinstri kantinum.

Engin hætta skapast enn hjá báðum liðum.
4. mín
Vel spiluð sókn Vals allt frá aftasta manni, frá vinstri yfir á hægri, Dion fær boltann á hægri kantinum, leikur inn á miðju, rennir boltanum á Einar Karl sem á skot í varnarmann og aftur fyrir.

Guðjón Pétur síðan með fína aukaspyrnu og eftir klafs endar boltinn í fanginu á Þórði í marki Fjölnis.
2. mín
Bojan vinnur fyrsta horn leiksins, gerir vel reynir fyrirgjöf sem fer í varnarmann Vals og aftur fyrir.

Hornspyrnan slök frá Birni Snæ og Guðjón Pétur hreinsar frá.
1. mín
Liðsuppstilling Vals:

Anton Ari
Arnar Sveinn - Orri - Eiður - Rasmus
Guðjón - Haukur - Einar Karl
Dion - Kristinn Ingi - Sigurður Egil
1. mín
Liðsuppstilling Fjölnis:
Þórður
Siers - Hans Viktor - Ivica Dzolan- Torfi
Birnir Snær - Gunnar Már - Ægir Jarl - Bojan
Þórir Guðjóns - Solberg
1. mín
Leikur hafinn
Pétur Guðmundsson hefur flautað leikinn á.
Fyrir leik
11 mínútur í leik og leikmenn Fjölnis eru komnir inn í klefa.

Valsmenn halda þó áfram að hita upp og eru núna að láta Jón Frey varamarkvörð sinn hafa fyrir því í markinu. Hvert skotið á fætur öðru kemur á Jón Frey.

Og viti menn, mér sýndist Kristinn Ingi hafa skorað framhjá Jóni, einn á einn. Er Kristinn Ingi búinn að finna skotskóna?
Fyrir leik
Það er frábært veður í Grafarvoginum, gott sem logn og sólin er farin að láta sjá sig, örlítið að minnsta kosti. Nokkuð bjart yfir og það ætti að haldast þurrt á meðan leik stendur og gott betur en það.

Ég er þó enginn Siggi stormur og hef lítið vit af veðurspá. En það má þó reyna.
Fyrir leik
Hjá toppliði Vals er Bjarni Ólafur Eiríksson í leikbanni eftir að hafa fengið rautt spjald í 1-0 sigri gegn KA í síðustu umferð. Rasmus Christiansen kemur inn í vinstri bakvörðinn í hans stað.
Fyrir leik
Hjá Fjölni eru þeir Tadejevic og Igor Jugovic í leikbanni. Tadejevic fékk beint rautt spjald gegn ÍA í síðasta leik og þá er Igor Jugovic búinn að fá fjögur gul spjöld í sumar og þar með leiðandi í leikbanni í dag.

Bojan Stefán, Marcus Solberg og Torfi Tímoteus koma inn í byrjunarlið Fjölnis en Ingimundur Níels er ekki í hóp hjá Fjölni í dag.
Fyrir leik
Bjarni Ólafur Eiríksson verður ekki með í leiknum á laugardaginn vegna leikbanns eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn KA.

,,Bjarni er besti vinstri bakvörðurinn í þessari deild, það er bara þannig. Það myndu öll lið finna fyrir því að missa hann út úr leiknum. Við verðum með mann í þessari stöðu á laugardaginn," segir Sigurbjörn.
Fyrir leik
Leikurinn er á þessum sérstaka tíma vegna Evrópuverkefna framundan hjá Val. Ekki á hverjum degi sem leikið er í Pepsi-deildinni á laugardegi klukkan 14:00.

,,Tvö á laugardegi er leiktími sem maður er ekki vanur að eiga við. Það er Fjölnisvöllur sem er næsta verkefni. Það verður mjög erfitt. Það hefur ekki gengið allt of vel hjá okkur þegar við höfum farið þangað undandarin ár, það er alveg á hreinu. Við þurfum að eiga okkar allra besta leik til að vinna Fjölni," segir Sigurbjörn.

,,Maður hefur verið að skoða Fjölni undanfarið og það er fullt af flottum hlutum í gangi hjá liðinu. Á góðum degi er þetta hörkulið með hörkuleikmenn sem verður að taka mjög alvarlega."
Fyrir leik
Egill Ploder útvarpsmaður á Áttunni FM spáði í leiki 9. umferðar á Fótbolta.net í gær.

Fjölnir 1 - 2 Valur
Valsmenn á góðu róli og Fjölnir á slæmu. Verður samt einhvernveginn ekki auðvelt fyrir Val. Þeir halda áfram að vinna þessa meistarasigra með einu marki.
Fyrir leik
Heimamenn í Fjölni sitja í 10. sæti deildarinnar með átta stig. Liðið hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu þremur leikjum. Slök uppskera það.

Gestirnir eru hinsvegar á toppi deildarinnar með 19 stig og hafa nú sigrað þrjá leiki í röð í deildinni. Þeir eru með tveggja stiga forskot á Grindavík sem eru í 2. sæti.
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá Extra vellinum í Grafarvogi.

Hér í dag eigast við Fjölnir og Valur í 9. umferð Pepsi-deildar karla.
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
4. Einar Karl Ingvarsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('84)
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('74)
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Arnar Sveinn Geirsson
13. Rasmus Christiansen
16. Dion Acoff ('72)
20. Orri Sigurður Ómarsson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
25. Jón Freyr Eyþórsson (m)
5. Sindri Björnsson
9. Nicolas Bögild ('74)
12. Nikolaj Hansen
17. Andri Adolphsson ('72)
22. Sveinn Aron Guðjohnsen ('84)
23. Andri Fannar Stefánsson

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: