Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Lengjubikar kvenna - A-deild úrslit
Valur
1' 0
0
Breiðablik
Stjarnan
5
0
Haukar
Harpa Þorsteinsdóttir '6 1-0
Harpa Þorsteinsdóttir '31 2-0
Guðmunda Brynja Óladóttir '44 3-0
Katrín Ásbjörnsdóttir '63 4-0
Guðmunda Brynja Óladóttir '90 5-0
27.06.2017  -  19:15
Samsung völlurinn
Pepsi-deild kvenna 2017
Aðstæður: Ágætis kraftur í golunni en þurrt samt. Ansi kalt í stúkunni.
Dómari: Andri Vigfússon
Áhorfendur: 124
Maður leiksins: Harpa Þorsteinsdóttir
Byrjunarlið:
Harpa Þorsteinsdóttir ('78)
Ana Victoria Cate
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
4. Kim Dolstra
6. Lára Kristín Pedersen
9. Kristrún Kristjánsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Guðmunda Brynja Óladóttir
17. Agla María Albertsdóttir ('70)
24. Bryndís Björnsdóttir
30. Katrín Ásbjörnsdóttir ('65)

Varamenn:
12. Gemma Fay (m)
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir
9. Sigrún Ella Einarsdóttir ('78)
14. Donna Key Henry ('70)
16. María Eva Eyjólfsdóttir
22. Nótt Jónsdóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Þór Guðbjörnsson (Þ)
Inga Birna Friðjónsdóttir
Þóra Björg Helgadóttir
Andrés Ellert Ólafsson
Eva Linda Annette Persson
Einar Páll Tamimi
Telma Hjaltalín Þrastardóttir
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Búið. Öruggur sigur Stjörnunnar.
90. mín MARK!
Guðmunda Brynja Óladóttir (Stjarnan)
Gumma klárar leikinn með stæl. Tók hreinsun Hauka á lofti og smellti honum í netið.
86. mín
Donna með fínasta einstaklingsframtak en rann í skotinu.
81. mín
Rétt eftir að ég sleppti orðinu átti Sigrún Ella hættulega fyrirgjöf en Donna náði ekki í boltann.
80. mín
Þetta er búið að vera heldur rólegt síðustu mínútur.
78. mín
Inn:Sigrún Ella Einarsdóttir (Stjarnan) Út:Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Afmælisbarninu er skipt út. Frábær leikur hjá henni í dag.
74. mín
Inn:Stefanía Ósk Þórisdóttir (Haukar) Út:Þórdís Elva Ágústsdóttir (Haukar)
Skipting í framlínunni hjá Haukum.
70. mín
Inn:Donna Key Henry (Stjarnan) Út:Agla María Albertsdóttir (Stjarnan)
Agla fer út. Ágætur leikur hjá henni og inn á kemur Donna Key.
69. mín
Haukar í dauðafæri. Alexandra sendi frábæra stungu inn á Heiðu sem setti hann lúmskt í stöngina. Frábærlega vel spilað fram að skoti.
66. mín
Harpa flakkar hér milli vallarhluta eins og enginn sé morgundagurinn. Var komin niður á vinstri kantinn og dúndraði boltanum yfir alla Hauka línuna þar sem Guðmunda var ein en náði ekki að stjórn á boltanum. Mér sýnist Harpa vera búin að átta sig á holunni sem ég nefndi í fyrri hálfleik.
65. mín
Inn:Tara Björk Gunnarsdóttir (Haukar) Út:Sara Rakel S. Hinriksdóttir (Haukar)
65. mín
Inn:Viktoría Valdís Guðrúnardóttir (Stjarnan) Út:Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
63. mín MARK!
Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Harpa Þorsteinsdóttir
Léleg hreinsun Hauka beint í lappirnar á Hörpu á sem var úti á kanti. Hún vippaði honum fyrir markið þar sem Katrín kláraði dæmið með frábærum skalla.
61. mín
Agla María átti gott hlaup inn í miðju, "Robben style", en þrusaði boltanum rétt framhjá markinu. Hún er búin að vera öflugri í seinni hálfleik.
58. mín
Marjani komst ein í gegn en átti lélegt skot sem Berglind varði vel. Besta færi Hauka í leiknum.
57. mín
Í stúkunni er mikið af fjörugum Haukastelpum sem styðja þétt við bakið á sínu liði. Frábært framtak.
52. mín
Agla María fékk stungusendingu inn fyrir vörnina sem var aðeins of föst. Agla splæsti í rosalegustu fótavinnu sem ég hef séð lengi til að stoppa boltann á línunni en missti hann frá sér í annarri snertingu. Hefði verið frábært móment ef það hefði heppnast.
46. mín
Við fengum skjámynd af þriðja markinu hingað upp í blaðamannastúku og af henni að dæma var þetta rangstaða. Það er rosalega áhugavert að dómarinn hafi ekki einusinni gert sért ferð til að ræða við línuvörðinn þegar hann tók þessa ákvörðun. Rosalega áhugavert.
45. mín
Leikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Hér er hart vegið að dómurunum þegar þeir ganga til hálfleiks. Dómarinn kveðst hafa séð þetta betur en aðstoðardómarinn. Ég vona hans vegna að hann hafi rétt fyrir sér.
44. mín MARK!
Guðmunda Brynja Óladóttir (Stjarnan)
Stórskrýtið mál. Gott samspil Stjörnukvenna á teigslínu sem hendaði á Guðmundu sem setti hann á lofti í markið. Viktor Pétur aðstoðardómari flaggaði rangstöðu sem og dómarinn dæmdi. En breytti dómnum í mark um það leyti sem hann hljóp að miðjunni aftur. Ég hef aldrei séð þetta gert.
43. mín
Katrín með frábært skot í utanverða stöngina. Hún fékk of mikinn tíma fyrir framan teiginn og lagði hann fyrir sig. Þarna voru Haukastúlkur heppnar.
38. mín
Stjarnan heldur áfram að sækja án þess að búa til góð færi. Enn aðeins of rangar ákvarðanir á þriðja hluta.
33. mín
Liðin eru stillt upp u.þ.b. svona:
Stjarnan
Berglind
Bryndís - Anna - Kim - Kristrún
Ana - Lára
Agla - Katrín - Guðmunda
Harpa

Haukar
Tori
Þórdís - Hanna - Sólveig - Margrét
Sara
Sæunn - Alexandra
Vienna - Marjani - Heiða
31. mín MARK!
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Guðmunda Brynja Óladóttir
Harpa fékk boltann utarlega í teignum og kláraði mjög auðveldlega. Tvö færi, tvö mörk. Hún kann þetta.
29. mín
Haukar í dauðafæri! Góð fyrirgjöf af vinstri kantinum og Heiða í dauðafæri en skallaði hann framhjá. Þarna á að skora.
26. mín
Stjörnustúlkur eru búnar að vera mjög æstar í leiknum. Skrýtnar ákvarðanir á köflum og aðeins of mikill æsingur. Ef þær pústa aðeins of róa spilið mun ekkert halda aftur af þeim.
24. mín
Kristrún Kristjánsdóttir tók hornspyrnu sem endaði í nærsamskeytinu. Hefði verið geggjað að fá mark svona beint úr hornspyrnu.
20. mín
Agla María dæmd rangstæð eftir laglega stungusendingu frá Katrínu. Það fyrsta sem sést frá henni í dag.
16. mín
Haukar eru að spila með mjög þétta varnalínu sem myndar mikið pláss á þeim kanti sem ekki er sótt á. Ef Stjörnukonur átta sig á þessu fljótlega og skilja kantmennina eftir út í línu verður allt opið hérna.
11. mín
Marjani með hörku skot rétt fyrir utan teig sem endaði í hliðarnetinu.
9. mín
Harpa fékk lagalega stungusendingu inn fyrir frá Láru Kristínu en átti fast skot í hliðarnetið. Mér sýnist hún vera í hörkustuði í dag.
6. mín MARK!
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Guðmunda Brynja Óladóttir
Guðmunda fékk boltann úti á hægri kanti og renndi honum laglega fyrir markið þar sem afmælisbarnið Harpa Þorsteinsdóttir kláraði boltann laglega í netið. Ekki flókið hjá Stjörnustúlkum.
3. mín
Bæði lið byrja af krafti. Heiða Rakel var að sleppa í gegn fyrir Hauka en átti slakt skot í Berglindi markvörð.
1. mín
Leikur hafinn
Partíið er byrjað!
Fyrir leik
Veðrið hér er ágætt. Það er ágætis strekkingur og kalt en fínt veður til að spila fótbolta engu að síður. Mér sýnist völlurinn vera þurr.
Það er eitthvað af fólki mætt í stúkuna.
Fyrir leik
Liðin eru farin inn í búningsklefa að leggja lokadrögin að leiknum. Þetta verður skemmtilegt.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.
Berglind Hrund er áfram í markinu hjá Stjörnunni en Gemma Fay hefur verið að glíma við meiðsli. Ana Cate er aftur komin inn í liðið sem og Guðmunda Brynja. Harpa Þorsteins byrjar einnig.

Hjá Haukum fer Sunna Líf Þorbjörnsdóttir á bekkinn og inn kemur Heiða Rakel Guðmundsdóttir. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir er ekki með en Sólveig Halldóra kemur inn. Þá er Tara Björk Gunnarsdóttir einnig mætt á bekkinn og inn í byrjunarliðið er mætt Hanna María Jóhannsdóttir.
Fyrir leik
Í síðustu umferð vann Stjarnan góðan 1-0 sigur á Fylki á meðan Haukar töpuðu 3-0 fyrir ÍBV.
Fyrir leik
Liðin mættust fyrr á tímabilinu þar sem Stjarnan vann 5-1. Í þeim leik skorðuðu Katrín Ásbjörnsdóttir og Guðmunda Brynja 2 mörk hvor og Írunn Þorbjörg gerði fimmta markið. Vienna Behnke skoraði mark Hauka.
Fyrir leik
Stjarnan er sem stendur í 3. sæti deildarinnar með 19 stig á meðan Haukar verma botnsætið með 1 stig.
Fyrir leik
Gott kvöld og verið velkomin í beina textalýsingu hér frá Samsungvellinum. Í kvöld mætast Stjarnan og Haukar í Pepsi-deild kvenna.
Byrjunarlið:
22. Tori Ornela (m)
Heiða Rakel Guðmundsdóttir
6. Vienna Behnke
11. Sara Rakel S. Hinriksdóttir (f) ('65)
12. Marjani Hing-Glover
18. Alexandra Jóhannsdóttir
18. Þórdís Elva Ágústsdóttir ('74)
21. Hanna María Jóhannsdóttir
23. Sæunn Björnsdóttir
24. Sólveig Halldóra Stefánsdóttir
27. Margrét Björg Ástvaldsdóttir

Varamenn:
3. Stefanía Ósk Þórisdóttir ('74)
8. Svava Björnsdóttir
17. Sunna Líf Þorbjörnsdóttir
19. Andrea Anna Ingimarsdóttir
30. Tara Björk Gunnarsdóttir ('65)

Liðsstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Jóhann Unnar Sigurðsson (Þ)
Helga Helgadóttir
Lárus Jón Björnsson
Árni Ásbjarnarson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: