Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
ÍR
1
1
Leiknir R.
0-1 Kolbeinn Kárason '34
Hilmar Þór Kárason '84 1-1
29.06.2017  -  19:15
Hertz völlurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Aðstæður: Sól og blíða.
Dómari: Sigurður Óli Þórleifsson
Maður leiksins: Andri Jónasson (ÍR)
Byrjunarlið:
1. Steinar Örn Gunnarsson (m)
Björn Anton Guðmundsson ('38)
4. Már Viðarsson (f)
7. Jón Gísli Ström ('65)
7. Jónatan Hróbjartsson ('65)
10. Viktor Örn Guðmundsson
13. Andri Jónasson
14. Óskar Jónsson
22. Axel Kári Vignisson
27. Sergine Fall
29. Stefán Þór Pálsson

Varamenn:
3. Reynir Haraldsson ('38)
10. Jóhann Arnar Sigurþórsson
11. Guðfinnur Þórir Ómarsson
18. Jón Arnar Barðdal ('65)
21. Jordian Farahani

Liðsstjórn:
Arnar Þór Valsson (Þ)
Ásgeir Aron Ásgeirsson (Þ)
Helgi Freyr Þorsteinsson
Hilmar Þór Kárason
Magnús Þór Jónsson
Sævar Ómarsson
Eyjólfur Þórður Þórðarson

Gul spjöld:
Óskar Jónsson ('67)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
1-1 niðurstaðan. Bæði lið líklega ósátt. Leiknir að missa niður forystu og það ekki í fyrsta skipti í sumar. ÍR hins vegar betri aðilinn og klúðruðu urmul góðra færa.

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
90. mín
DAUÐAFÆRI! Hilmar fer upp hægra megin og gefur fyrir beint á Fall sem er laus á teignum en hann hittir ekki boltann! Þetta gæti reynst dýrkeypt!
84. mín MARK!
Hilmar Þór Kárason (ÍR)
Þetta var bara tímaspursmál! ÍR verið miklu betri í síðari hálfleik. Aukaspyrna fyrir markið frá hægri, skallað upp í loft og Hilmar klárar viðstöðulaust á lofti af stuttu færi.
82. mín
ÍR-ingar stýra leiknum sem stendur. Leiknismenn gera lítið fram á við og virðast vilja halda fengnum hlut.
81. mín
Inn:Ísak Atli Kristjánsson (Leiknir R.) Út:Skúli E. Kristjánsson Sigurz (Leiknir R.)
Skúli getur ekki haldið leik áfram. Hrein skipting, Ísak í miðvörðinn.
78. mín
Skúli liggur eftir á vellinum eftir að Stefán Þór fór illa í hann. Þetta leit ekki vel út. Vonum að það sé í lagi með hann.
76. mín
Inn:Ingvar Ásbjörn Ingvarsson (Leiknir R.) Út:Tómas Óli Garðarsson (Leiknir R.)
Önnur skipting Leiknismanna.
75. mín
Dauðafæri hjá ÍR! Stefán Þór er einn á auðum sjó eftir aukaspyrnu frá vinstri en á slakan skalla langt yfir úr algjöru dauðafæri!
74. mín Gult spjald: Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.)
Fyrir tos í Fall.
71. mín Gult spjald: Ósvald Jarl Traustason (Leiknir R.)
Braut á Fall og stöðvaði skyndisókn.
69. mín
HVERNIG FÓR BOLTINN EKKI INN? ÍR-ingar með tvö-þrjú dauðafæri eftir horn en Leiknismenn ná einhvern veginn að komast fyrir boltann áður en Eyjó handsamar boltann.
68. mín
Inn:Aron Fuego Daníelsson (Leiknir R.) Út:Kolbeinn Kárason (Leiknir R.)
Kemur með hraða í framlínu Leiknis. Elvar fer upp á topp.
67. mín Gult spjald: Óskar Jónsson (ÍR)
Jæja, kemur fyrsta spjaldið. Reif Tómas Óla niður. Hárrétt.
65. mín
Inn:Hilmar Þór Kárason (ÍR) Út:Jónatan Hróbjartsson (ÍR)
ÍR-ingar klára skiptingarnar sínar með þessari tvöföldu skiptingu. Allt lagt í sölurnar!
65. mín
Inn:Jón Arnar Barðdal (ÍR) Út:Jón Gísli Ström (ÍR)
63. mín
Fall með góðan sprett og á skot sem fer af varnarmanni rétt framhjá. Það er að æsast upp í þessu!
62. mín
ÍR-ingar bjarga á línu!! Eftir darraðadans í teignum skýtur Bjarki að marki á markteignum en því er bjargað á línu! Missti af því hver það var, þyrfti kannski að spyrja Tom aftur.
59. mín
Seinni hálfleikurinner litlu skárri en sá fyrri þessar fyrstu mínútur. Lítið að frétta.
52. mín
Stefán Þór með ágætis sprett en skot hans fer beint á Eyjó í marki Leiknis.
46. mín
Þökkum Tómasi Þór Þórðarssyni fyrir að gefa okkur réttan markaskorara. Mjög óljóst hver skoraði við fyrstu sýn og gæti vel hafa verið sjálfsmark.
46. mín
Þá er leikurinn kominn aftur af stað og ÍR-ingar hefja leik.

45. mín
Hálfleikur
Jæja, tíðindalítill fyrri hálfleikur að baki. 1-0 fyrir Leikni og engin spjöld! Við biðjum um hærra tempo og meiri hörku í síðari hálfleik. Sjáumst eftir korter.
45. mín
ÍR-ingar fá hornspyrnu hér undir lok hálfleiks. Ná þeir að koma inn einu?
40. mín
Reynir kemur í vinstri bakvörðinn og fyrirliðinn Axel Kári færir sig í miðvarðarstöðuna sem Björn Anton skildi eftir sig.
38. mín
Inn:Reynir Haraldsson (ÍR) Út:Björn Anton Guðmundsson (ÍR)
Fleiri slæmar fréttir fyrir ÍR. Björn Anton, miðvörður þeirra, er borinn af velli. Breiðhyltingurinn Reynir Haraldsson kemur inn í hans stað.
34. mín MARK!
Kolbeinn Kárason (Leiknir R.)
Stoðsending: Ragnar Leósson
Kolbeinn skorar! Ragnar tók frábæra in-swing hornspyrnu frá vinstri sem Bjarki, Brynjar og Kolbeinn gætu allir hafa skallað inn. Algjörlega gegn gangi leiksins síðustu mínútur og í raun fyrsta marktilraun Leiknis.
31. mín
Áfram ógna ÍR-ingar og fara nú upp vinstri kantinn þar sem Fall gefur boltann fyrir en þeir ná ekki að gera sér mat úr því. ÍR-ingar eru líklegri aðilinn þegar þeir fara fram völlinn.
30. mín
Jónataon í hörkufæri! Ósvald ætlaði að skýla boltanum útaf en mistókst hrapalega. Stefán vann einvígið við hann og kom boltanum fyrir á Jónatan en skot hans hefði þurft að fara aðeins lengra út við stöng. Eyjólfur ver.
23. mín
Mo Fall með skot sem fer beint á Eyjó í markinu.
21. mín
Fyrst lítið er að gerast í leiknum er ekki úr vegi að skoða hvernig liðin stilla upp. Þau eru svona:

ÍR:
Jón Gísli
Fall - Jónatan - Stefán Þór
Óskar - Viktor
Axel - Már - Björn- Andri
Steinar

Leiknir:
Kolbeinn
Ragnar - Tómas Óli - Elvar Páll
Daði - Brynjar
Ósvald - Bjarki - Skúli - Kristján Páll
Eyjólfur
15. mín
Kristján Páll brýtur klaufalega af sér á hættulegum stað við hlið vítateigsins. Tækifæri fyrir ÍR.
14. mín
Leiknismenn að sækja í sig veðrið og eru sterkari. Færin láta hins vegar á sér standa.
9. mín
Borderline tveggja fóta tækling frá Axel Kára í boltann þó. Sigurður Óli flautar ekkert.
8. mín
Ekki mikið að frétta þessar fyrstu mínútur. Liðin að koma sér í takt við leikinn.
2. mín
Hörkuskot frá Óskari Jónssyni strax í byrjun! Eyjólfur ver í horn.
1. mín
Leiknismenn hefja leik þremur mínútum á eftir áætlun og sækja í átt að ÍR-heimilinu.
Fyrir leik
Aftur er Fall að ógna. Hann hljóp í gegnum vörn Leiknis eins og að drekka vatn en náði ekki að koma boltanum frá sér, hvort sem var fyrir markið eða á það.
Fyrir leik
Nú rölta liðin inn á völl og spennan er rafmögnuð. Vallarþulurinn við hliðina á mér er á tauginni!
Fyrir leik
Nú eru liðin haldin til búningsherbergja og rúmar fimm mínútur í leik. Vonum að liðin komi vel gíruð til leiks!
Fyrir leik
Núna er sléttur hálftími í leik og liðin á fullu í upphitun. Það er ekki að búast við öðru en hörkuleik.

Eins og Halldór Kristinn og Addó sögðu í viðtali við Fótbolti.net fyrr í dag einkennast leikir þessara liða gjarnan frekar af mikilli baráttu fremur en fallegri knattspyrnu.

Það er því von á að það reyni mikið á Sigurð Óla, dómara, og aðstoðarmenn hans í dag.

Fyrir leik

Fyrir leik
Daði Bærings Halldórsson heldur sæti sínu í liði Leiknis og hefur verið fínn í sumar. Það verður gaman að sjá hvort hann sópi upp á miðjunni líkt og Leiknismenn veðjuðu á í tístinu sem birt var hér að neðan.
Fyrir leik
Leiknismenn hafa ekki enn unnið leik í júnímánuði. Þeir unnu síðast gegn Leikni Fáskrúðsfirði þann 29. maí sl. Síðan þá hafa þeir tapað gegn Fylki og gert jafntefli við Þrótt og Hauka.
Fyrir leik
ÍR-ingar koma inn í þennan leik með tvö töp á bakinu. Í upphafi mánaðar unnu þeir sterka sigra á Þór og Gróttu sem er jafnframt einu sigrar þeirra í sumar.

Í kjölfarið fylgdu svo töp gegn Keflavík og nú síðast HK fyrir sléttri viku síðan.
Fyrir leik
Þá liggja byrjunarliðin fyrir. Bæði lið gera tvær breytingar á liði sínu.

ÍR-ingar taka þá Jóhann Arnar Sigurþórsson og Jón Arnar Barðdal út úr liðinu og inn í þeirra stað koma Björn Anton Guðmundsson og Modou Fall.

Hjá Leikni detta Halldór Kristinn Halldórsson og Aron Fuego Daníelsson út úr liðinu og inn koma Kolbeinn Kárason og Bjarki Aðalsteinsson.
Fyrir leik
Nú er rúmur klukkutími og korter til stefnu og það styttist í að byrjunarliðin liggi fyrir. Þau koma hér inn um klukkustund áður en leikur hefst.

Fyrir leik
,,Til hamingju Breiðholt"
Mikil spenna ríkir fyrir þessum fyrsta nágrannaslag liðanna í deild í fimm ár. Halldór Kristinn og Addó eru spenntir fyrir leiknum.

,,Ég er búinn að sakna þess að spila Derby leikina. Þeir hafa ekki alltaf einkennst af glæsilegum fótbolta heldur dugnaði og vilja," segir Halldór Kristinn.

,,Jú ekki spurning þetta er leikurinn sem við höfum saknað mest síðustu ár í Íslandsmóti. Við drógumst gegn þeim í bikarnum 2014 og það var mjög skemmtilegur leikur. Ég segi bara til hamingju Breiðholt með að fá þennan leik," segir Addó.
Fyrir leik
Bæði lið óánægð með stigasöfnun
Arnar Þór Valsson, þjálfari ÍR-inga og Halldór Kristinn Halldórsson, spilandi aðstoðarþjálfari Leiknis, voru teknir tali fyrir leik og segja þeir báðir að sín lið ættu að vera ofar miðað við væntingar fyrir mót.

Leiknir er í sjötta sæti Inkasso-deildarinnar með 10 stig, þremur stigum á undan ÍR sem er í tíunda sæti.

,,Við erum hundfúlir með niðurstöður nokkurra leikja, en verðum að horfast i augu við það að við erum að fóta okkur í þessari deild og það tekur smá tíma,"

,,En við erum alveg meðvitaðir um það að við fáum ekki mikinn tíma. Auðvitað hefðum við viljað vera með fleiri stig en við breytum ekki því sem er búið, heldur lærum af því. Við höfum verið inni í öllum leikjum og það finnst mér gott og mikilvægt fyrir okkur, það sýnir okkur að við eigum erindi í þessa deild. Þrátt fyrir að leikir hafi farið upp og niður hjá okkur þá höfum við náð að halda klefanum ferskum og okkur þykir alltaf jafn gaman að mæta á æfingu og í leiki, enda einstakur hópur af leikmönnum sem við höfum hjá okkur í ÍR."
segir Arnar Þór, eða Addó þjálfari ÍR.

Halldór Kristinn talar á sömu nótum og segir:

,,10 stig eftir 8 leiki er ekki ákjósanlegt en spilamennskan hefur farið mikið batnandi. Það eru aðeins 3 stig í fallsæti og 6 stig í 2. sætið svo deildin hefur ekki enn tekið á sig mynd. Við erum að fara í krefjandi viku og ég vona að við verðum ánægðir með stöðu okkar í deildinni í lok næstu viku."
Fyrir leik
Gott kvöld og velkomin í textalýsingu frá Breiðholtsslag ÍR og Leiknis R. í 9. umferð Inkasso-deildarinnar.

Þetta er í fyrsta skipti sem að liðin mætast í deildarleik frá árinu 2012 en síðan þá hafa ÍR-ingar verið í 2. deild og Leiknismenn í 1. deild og Pepsi-deild.

Liðin mættust þó í bikarleik árið 2014 þar sem ÍR-ingar unnu frækinn 1-3 sigur á Leiknisvelli.
Byrjunarlið:
Eyjólfur Tómasson
Elvar Páll Sigurðsson
3. Ósvald Jarl Traustason
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
9. Kolbeinn Kárason ('68)
10. Ragnar Leósson
11. Brynjar Hlöðversson
15. Kristján Páll Jónsson (f)
16. Skúli E. Kristjánsson Sigurz ('81)
80. Tómas Óli Garðarsson ('76)

Varamenn:
1. Hrólfur Vilhjálmsson (m)
2. Ísak Atli Kristjánsson ('81)
7. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson ('76)
8. Árni Elvar Árnason
10. Sævar Atli Magnússon
13. Ísak Richards
17. Aron Fuego Daníelsson ('68)

Liðsstjórn:
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Halldór Kristinn Halldórsson
Ari Már Fritzson
Gísli Friðrik Hauksson
Garðar Gunnar Ásgeirsson
Gísli Þorkelsson

Gul spjöld:
Ósvald Jarl Traustason ('71)
Brynjar Hlöðversson ('74)

Rauð spjöld: