Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Stjarnan
0
1
Shamrock Rovers
0-1 Gary Shaw '38
29.06.2017  -  19:15
Samsung völlurinn
Forkeppni Evrópudeildarinnar
Aðstæður: Gola. Völlurinn í toppstandi
Dómari: Tomasz Musia
Áhorfendur: 1020 - Uppselt
Maður leiksins: Ronan Finn
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson
4. Jóhann Laxdal ('87)
7. Guðjón Baldvinsson
8. Baldur Sigurðsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
19. Hólmbert Aron Friðjónsson ('82)
20. Eyjólfur Héðinsson
29. Alex Þór Hauksson (f)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
2. Heiðar Ægisson ('87)
5. Óttar Bjarni Guðmundsson
14. Hörður Árnason
27. Máni Austmann Hilmarsson
77. Kristófer Konráðsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Jósef Kristinn Jósefsson ('55)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Shamrock fer með sigur af hólmi. Stjarnan þarf núna að fara til Írlands og skora tvö mörk að minnsta kosti til að fara áfram. Skýrsla og viðtöl innan tíðar.
90. mín
Írarnir syngja hressir og kátir. Minna heyrist í Silfurskeiðinni. Shamrock að landa góðum úrslitum.
87. mín
Inn:Michael O'Connor (Shamrock Rovers) Út:Gary Shaw (Shamrock Rovers)
87. mín
Inn:Heiðar Ægisson (Stjarnan) Út:Jóhann Laxdal (Stjarnan)
82. mín
Inn:Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) Út:Hólmbert Aron Friðjónsson (Stjarnan)
Nær Óli Kalli að jafna?
82. mín
Inn:David Mcallister (Shamrock Rovers) Út:Graham Burke (Shamrock Rovers)
77. mín
Stjarnan sækir meira á meðan Írarnir eru sáttir með eins marks forskot sitt. Þeir ætla að verja það út leikinn.
74. mín
Inn:Samuel Bone (Shamrock Rovers) Út:Ryan Connolly (Shamrock Rovers)
Fyrsta skipting leiksins.
70. mín
Stjarnan nálægt því að jafna!! Guðjón Baldvins á fyrirgjöf sem fer í andlitið á Baldri Sigurðssyni með þeim afleiðingum að hann dettur. Boltinn dettur á Jósef Krisinn sem á skot með hægri en Tomer ver glæsilega í horn. Tomer verið öflugur í dag.
69. mín
Finn með gabbhreyfingu utarlega í teignum og þrumuskot en það fer talsvert framhjá.

67. mín
Minnum á #fotboltinet fyrir Twitter færslur af leiknum.
66. mín
Tomer fer í skógarhlaup í markinu eftir hornspyrnuna en Shamrock nær að koma boltanum í innkast.
66. mín
Hörkusókn Stjörnunnar. Sækja frá vinstri yfir til hægri og þaðan á Hólmbert skot fyrir utan teig sem Tomer ver í horn.
60. mín
Stjörnumenn reyna eins og oft áður að finna sendingar inn fyrir á Guðjón. Tomer er duglegur að "sweepa" í markinu auk þess sem varnarlínan hjá Shamrock hefur staðið vaktina vel hingað til.

Stjarnan öllu líklegri aðilinn í síðari hálfleiknum. Eru að gera betur núna en í lok fyrri hálfleiks.
55. mín Gult spjald: Jósef Kristinn Jósefsson (Stjarnan)
Jósef elti sendingu til baka á Tomer markvörð. Grindvíkingurinn fór af alltof miklum krafti í Tomer og tæklaði hann niður. Aukaspyrna og gult.
49. mín
Alex Þór Hauksson með skot af 25 metra færi en það er nokkuð hátt yfir markið.
46. mín
Tölfræðin eftir fyrri hálfleik
Skot á mark: 5-11
Horn: 1-6

Shamrock betri. Nú er það Stjörnunnar að snúa þessu við!
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur hafinn. Shamrock fær horn eftir 11 sekúndur

45. mín
Hálfleikur
Shamrock er yfir í hálfleik og það verður að segjast að það er verðskuldað. Stjarnan þarf að gera betur í seinni hálfleiknum.
45. mín
Haraldur aftur í miklu basli eftir hornspyrnu. Kýlir boltann út í teiginn. Á endanum á Ryan Connolly skot sem fer beint á Harald.
44. mín
Finn á skot af 35 metra færi sem Haraldur slær í horn.
41. mín
Stjarnan tekur við sér eftir markið. Garðbæingar þurfa að spila betur ef þeir ætla sér áfram úr þessu einvígi.
38. mín MARK!
Gary Shaw (Shamrock Rovers)
Þetta lá í loftinu. Shamrock hafði sótt stíft síðustu mínútur.

Brandon Miele átti hornspyrnu sem Haraldur lenti í vandræðum með. Haraldur sló boltann af línunni upp í loftið og eftir smá darraðadans náði Gary Shaw að skora við mikinn fögnuð Íranna.
35. mín
Þung pressa hjá Shamrock þessa stundina. Haraldur nær ekki að grípa fyrirgjöf í baráttu við Shamrock menn. Baldur hreinsar í kjölfarið. Haraldur vildi brot en ekkert dæmt.
33. mín
Halli Björns með tvær vörslur! Stjarnan nær ekki að hreinsa og boltinn fellur fyrir fætur Ronan Finn. Fyrirliðinn á þrumuskot af 20 metra færi sem Haraldur sælr í horn.

Eftir hornspyrnuna á Simon Madden skot af svipuðu færi en Haraldur ver aftur í horn!
31. mín
Jósef Kristinn með misheppnaða hreinsun sem rúllar eftir teignum. Sem betur fer fyrir Stjörnumenn þá náði Brynjar Gauti að hreinsa.
30. mín
Jói Lax með stungusendingu á Guðjón en Tomer er aftur vel á tánum. Hleypur út úr teignum og skallar boltann burt.
24. mín
Hættuleg sókn hjá Shamrock en Brynjar Gauti bjargar í horn.
23. mín
Guðjón Baldvins nálægt því að sleppa í gegn en Tomer Chenciski kemur út á móti og handsamar boltann.
22. mín
VÍKINGAKLAPP! Silfurskeiðin stjórnar Víkingaklappinu og öll stúkan er með. Írarnir líka. Að sjálfsögðu!
17. mín
Gary Shaw með skalla yfir eftir fyrirgjöf frá hægri.
15. mín
Daníel Laxdal með misheppnaða hreinsun eftir fyrirgjöf frá hægri. Boltinn dettur á Brandon Miele í teignum en Daníel nær að bjarga með því að komast fyrir skotið.
12. mín
Jósef Kristinn vinnur boltann á vinstri kantinum og geysist inn á teiginn. Þar nær hann ekki að finna samherja. Eftir darraðadans fer boltinn út af og Shamrock á markspyrnu.
10. mín
Aftur hætta eftir fast leikatriði. Þarna eru Stjörnumenn sterkir. Aukaspyrna á miðjum vallarhelmingi Shamrock, Hólmbert skallar boltann niður inni á teignum og Jóhann Laxdal er i fínu færi. Jóhann þrumar hins vegar hátt yfir með vinstri. Boltinn líklega farið í lækinn bakvið markið.
5. mín
Upp úr hornspyrnunni berst boltinn aftur út á Hilmar Árna á vinstri kantinum. Hann á flotta fyrirgjöf sem Baldur Sigurðsson skallar rétt yfir. Þarna munaði litlu!
4. mín
Snörp skyndisókn Stjörnumanna. Jósef Kristinn rýkur upp vinstri kantinn og sendir síðan þversendingu á Hólmber Aron. Hann tekur við boltanum og á skot fyrir utan teig en það fer í varnarmann og aftur fyrr endamörk. Hornspyrna!
3. mín
Shamrock byrjar af meiri krafti.
1. mín
Leikur hafinn
Búið að flauta til leiks!
Fyrir leik
Stjarnan leikur í sérstökum Evrópubúningi í dag. Stuðningsmenn kusu um það hvaða búningur yrði notaður í Evrópukeppni.
Fyrir leik
Bjarni Benediktsson er heiðursgestur og hann heilsar upp á liðin.

Liðin stilla sér upp í liðsmyndatöku. Þetta er að byrja.
Fyrir leik
Ronan Finn, fyrirliði Shamrock, sem á 30 Evrópuleiki að baki, lék með Dundalk gegn FH í fyrra. Hann fór með Dundalk alla leið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Finn ákvað að skipta um félag í vetur og ganga í raðir Shamrock. Hann fékk gott starf með fótboltanum og það var hluti af ástæðunni fyrir því að hann skipti um lið.

Dundalk hefur valdið vonbrigðum í írsku deildinni í ár eftir Evrópuævintýrið í fyrra en liðið mætir Rosenborg í Meistaradeildinni í næsta mánuði.
Fyrir leik
Silfurskeiðin syngur í stúkunni fyrir leik og pabbi Laxdal bræðranna dansar í ,,Papa Lax" treyjunni sinni. Líf og fjör.

Fyrir leik
Luke Byrne, vinstri bakvörður Shamrock, á ekki góðar minningar frá Íslandi. HAnn var í liði Bohemians sem tapaði 5-1 gegn Þór í Evrópudeildinni 2012. Þór var þá í 1. deildinni.
Fyrir leik
Einungis má selja í sæti á Evrópuleikjum. Stjörnuvöllur tekur 1040 manns í sæti og því er ljóst að það verður uppselt í kvöld.
Fyrir leik
Shamrock tók þátt í Evrópuævintýri árið 2011 en þá komst liðið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Shamrock mætti meðal annars Tottenham og komst 1-0 yfir á White Hart Lane. Lokatölur urðu 3-1.

Í Garðabæ muna menn vel eftir Evrópuævintýrinu 2014 þegar Inter kom í heimsókn. Hvað gerist í ár? Nær annað hvort liðið sem spilar hér í dag að komast áfram í stórleiki í Evrópudeildinni?
Fyrir leik
Búið að vökva völlinn og liðin mætt út í upphitun.
Fyrir leik
Ég kíkti við á Garðatorgi áðan og þar var rífandi stemning. Írarnir og Silfurskeiðin að syngjast á. Bjór fyrir fullorðna og hoppukastalar fyrir börnin. Allt gekk eins og í sögu. Hægt er að sjá það á Snapchati Fótbolta.net - fotboltinet

Fámennt ennþá í stúkunni, 45 mínútum fyrir leik, þar sem fjörið er á Garðatorgi. Síðan koma menn í skruðgöngu á völlinn.
Fyrir leik
Írsku blaðamennirnir segja mér að Trevor Clarke sé öflugasti leikmaðurinn hjá Shamrock. Spilar líklega úti vinstra megin en mögulega á miðjunni.

Ronan Finn, fyrirliði, er að fara að spila sinn 30. Evrópuleik! Hann er 29 ára gamall.
Fyrir leik
Shamrock spilar 4-2-3-1 samkvæmt vef UEFA. Þar er Stjörnunni stillt upp í 4-5-1.

Graham Burke og Gary Shaw eru markahæstir hjá Shamrock á tímabilinu. Burke ólst upp hjá Aston Villa en hann spilar framarlega á miðjunni. Shaw er framherji sem hefur alla tíð leikið á Írlandi.
Fyrir leik
Fyrir leik
Byrjunarlið Stjörnunnar er komið hér til hliðar. Haraldur Björnsson er mættur aftur í mark Stjörnunnar eftir að hafa verið frá keppni í mánuð vegna handarbrots.

Stjarnan virðist ætla að fara aftur í 4-3-3 eftir að hafa leikið 3-4-3 gegn ÍA í síðasta leik í Pepsi-deildinni.

Heiðar Ægisson og Hörður Árnason detta úr liðinu síðan í þeim leik en þeir Jóhann Laxdal og Eyjólfur Héðinsson koma inn. Eyjólfur kom inn á sem varamaður gegn ÍA eftir að hafa glímt við meiðsli en hann byrjar í dag.

Fyrir leik
Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar
Evrópukeppnin er alltaf skemmtileg og gefur sumrinu smá krydd, maður kúplar sig út úr deildinni. Þessi klúbbur þekkir það vel að ganga vel í Evrópukeppni og þetta getur verið mikið ævintýri.
Við ætlum að reyna að nýta okkur þetta vel og ná góðum úrslitum á móti þessu írska liði.
Fyrir leik
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar
Það er mikið tempó í þeirra leik og þeir fara svolítið geist af stað í góða hápressu og við þurfum að vera varkárir þar. Þeir beita löngum sendingum og vinna seinni boltann. Þeir setja mikinn þrýsting á andstæðingana, þannig hafa þeir spilað.
Fyrir leik
Brynjar Björn Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, sá Shamrock vinna Drogheda United 4-1 á föstudaginn.

Shamrock er í 4. sæti í írsku úrvalsdeildinni eftir 20 umferðir en liðið er 23 stigum á eftir toppliði Cork.
Fyrir leik
Stjörnumenn hafa blásið til veislu á Mathúsi Garðabæjar fyrir leik þar sem stuðningsmenn beggja liða eru að skemmta sér saman.

100 stuðningsmenn Shamrock eru mættir til Íslands til að fara á leikinn.

Fyrir leik
Inn með boltann!
Hér ætlum við að fylgjast með leik Stjörnunnar og Shamrock Rovers frá Írlandi í 1. umferð Evrópudeildarinnar.

Byrjunarlið:
1. Tomer Chencinski (m)
3. Luke Byrne
4. David Webster
4. Roberto Lopes
7. Ryan Connolly ('74)
8. Ronan Finn (f)
10. Graham Burke ('82)
10. Brandon Miele
14. Gary Shaw ('87)
17. Simon Madden
20. Trevor Clarke

Varamenn:
25. Kevin Horgan (m)
9. Michael O'Connor ('87)
16. David Mcallister ('82)
19. Sean Boyd
21. Aaron Bolger
22. James Doona
29. Samuel Bone ('74)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: