Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Víkingur R.
1
2
ÍBV
Ivica Jovanovic '24 1-0
1-1 Alvaro Montejo '36
1-2 Arnór Gauti Ragnarsson '87
02.07.2017  -  17:00
Víkingsvöllur
Borgunarbikar karla
Aðstæður: Afar góðar. Lúxus veður.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 749
Maður leiksins: Pablo Punyed - ÍBV
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
5. Milos Ozegovic
7. Alex Freyr Hilmarsson
9. Ragnar Bragi Sveinsson ('73)
11. Dofri Snorrason
12. Halldór Smári Sigurðsson
21. Arnþór Ingi Kristinsson ('63)
22. Alan Lowing
23. Ivica Jovanovic ('85)
25. Vladimir Tufegdzic

Varamenn:
7. Erlingur Agnarsson ('73)
8. Viktor Bjarki Arnarsson ('85)
12. Kristófer Karl Jensson
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
18. Örvar Eggertsson
24. Davíð Örn Atlason
27. Geoffrey Castillion ('63)

Liðsstjórn:
Logi Ólafsson (Þ)
Bjarni Eggerts Guðjónsson (Þ)
Einar Ásgeirsson
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija

Gul spjöld:
Milos Ozegovic ('19)
Alan Lowing ('30)
Dofri Snorrason ('52)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Víkingar eru úr leik. Eyjamenn verða í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitin!

Viðtöl og skýrsla á leiðinni von bráðar. Góðar stundir.
95. mín
Halldór Páll kýlir boltann frá og Dofri á svo skot vel yfir markið. Útlit fyrir fyrsta tap Víkinga undir stjórn Loga.
94. mín
ÍBV kemur knettinum í netið en búið að flagga rangstöðu. Víkingur fer upp hinumegin og krækir í horn... spenna maður lifandi.
93. mín
Víkingar leita að flautumarki en fá næstum því mark í andlitið eftir misskilning. Kaj Leo skaut yfir.
91. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti 5 mínútur. 5 mínútur.
90. mín
"Bikarinn til Eyja!" syngja stuðningsmenn ÍBV. Er löngu orðið klassískt stuðningsmannahróp.
89. mín
Hafsteinn Briem að fá aðhlynningu. Eyjamenn búnir með skiptingar sínar.
87. mín MARK!
Arnór Gauti Ragnarsson (ÍBV)
Stoðsending: Gunnar Heiðar Þorvaldsson
ARNÓR GAUTI! Varamennirnir bjuggu þetta til. Gunnar Heiðar sýndi klókindi með því að lauma boltanum með frábærri sendingu á Arnór Gauta sem kláraði stórkostlega, smurði boltann upp.

Erum við kannski ekki að fara í framlengingu? Var kaffi-áfyllingin til einskis?
87. mín
Menn eru farnir að fylla á kaffikönnurnar og gera sig klára fyrir framlengingu. Ansi líklegt að hún sé í vændum. Það er auðvitað leikið til þrautar í kvöld.
86. mín
Castillion með skottilraun. Halldór ver. Castillion náði ekki nægilega miklum krafti í skotið.
85. mín
Inn:Viktor Bjarki Arnarsson (Víkingur R.) Út:Ivica Jovanovic (Víkingur R.)
Síðasta skipting leiksins.

Rétt fyrir skiptinguna fékk Erlingur Agnarsson þrusufæri en varnarmaður ÍBV náði að komast fyrir skotið.
82. mín
Túfa með skot eftir frábæra spilamennsku Víkinga. Halldór Páll nær að verja mjög vel.
81. mín
Arnór Gauti Ragnarsson flaggaður rangstæður. Stuðningsmenn ÍBV sem eru í línu láta í sér heyra. Sérfræðingarnir í stúkunni. Andri Vigfússon aðstoðardómari er ekki vanur því að flagga rangt svo ég legg traust mitt á hann.
79. mín
Inn:Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV) Út:Pablo Punyed (ÍBV)
Pablo var búinn að brjóta af sér á gulu spjaldi þar sem Víkingar heimtuðu spjald. Kristján Guðmundsson ætlar ekki að leika sér að eldinum í kvöld.
78. mín
Sindri Snær með skottilraun en boltinn í varnarmann.
76. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (ÍBV) Út:Alvaro Montejo (ÍBV)
Inn kemur hinn stórskemmtilegi sóknarmaður Arnór Gauti. Fagna því.
75. mín
Selebb vaktin heldur áfram. Hjörtur Hjartarson og Akraborgin sigla hér um stúkuna og svo má ekki gleyma að minnast á Pál Magnússon sem er með ÍBV treyju vafða um hálsinn á skemmtilegan hátt. 749 áhorfendur á leiknum.
73. mín
Inn:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.) Út:Ragnar Bragi Sveinsson (Víkingur R.)
Erlingur á að sprengja þetta upp og skapa eitthvað með hraða sínum og leikni.
70. mín
Hornspyrnu-Ívar með stórhættulega hornspyrnu! Munaði litlu að Víkingar næðu að reka tá í knöttinn og þá hefði orðið til mark.
63. mín
Inn:Geoffrey Castillion (Víkingur R.) Út:Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
Castillion var sjóðheitur í byrjun sumars en meiddist í þriðju umferð. Snýr nú aftur úr meiðslum.

Vonandi fyrir Víkinga kemur hann með meira bit fram á við.
62. mín
Eyjamenn hafa einfaldlega verið betri í seinni hálfleiknum.
59. mín
Felix Örn heldur áfram að gera gott mót! Fer illa með Dofra en nær ekki að finna samherja. Svo á Kaj Leo í Bartalsstovu skot en vel yfir markið.
57. mín
Inn:Sindri Snær Magnússon (ÍBV) Út:Mikkel Maigaard (ÍBV)
Mikkel getur ekki haldið leik áfram.
57. mín
Felix ógnandi! Frábærlega gert hjá honum en Víkingar bjarga í hornspyrnu. Stórskemmtilegur bakvörður Felix.
54. mín
Mikkel Maigaard þurfti aðhlynningu en er staðinn upp. Vonandi heldur hann leik áfram.
52. mín Gult spjald: Dofri Snorrason (Víkingur R.)
Stöðvaði Pablo með því að toga í treyju hans. Pablo mjög pirraður yfir þessu en Dofri fær áminningu.
51. mín
Þá lætur Túfa að sér kveða. Fer framhjá Felix að þessu sinni og lætur "vaða" fyrir utan teig. Ákaflega laust skot. Auðvelt fyrir Halldór í markinu.
49. mín
Túfa hefur oft verið meira áberandi. Felix Örn var að stöðva hann rétt í þessu.
48. mín
Montejo of seinn í tæklingu eftir að hafa tapað boltanum. Stálheppinn að fá ekki gult.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Mikkel Maigaard komst í gott færi rétt fyrir hálfleik en skallaði beint á Róló. Verið flottur leikur.
44. mín
Styttist í hálfleikinn. Eyjamenn að halda boltanum vel þessar mínútur.
38. mín
Líflegur leikur heldur áfram! Ragnar Bragi að komast í dauðafæri en Eyjamenn koma boltanum frá á síðustu stundu!
36. mín MARK!
Alvaro Montejo (ÍBV)
Stoðsending: Pablo Punyed
Pablo með baneitraða stungu sem svínvirkar!

Kemur Montejo í dauðafæri og hann þakkar fyrir sig með því að klára snyrtilega undir Róló. Frábær sókn Eyjamanna.

35. mín
Montejo skýtur boltanum yfir, var ekki í miklu jafnvægi þegar hann skaut.
33. mín
Kaj Leó í frábærri stöðu en sending hans á Alvaro Montejo ekki nægilega góð. Róló í marki Víkinga kom út og skallaði boltann frá rétt fyrir utan teig. Skemmtilega gert!
32. mín
VÍKINGAR NÁLÆGT ÞVÍ AÐ BÆTA VIÐ!

Stórhættuleg sending á Dofra sem komst í flott færi en Halldór Páll gerði virkilega vel og lokaði. Boltinn barst á Alex Frey sem átti skot úr erfiðri stöðu en aftur varði Halldór vel.
30. mín Gult spjald: Alan Lowing (Víkingur R.)
Fyrir brot.
28. mín
Meðan leikurinn er rólegur heldur maður bara áfram að telja upp fræga í stúkunni. Silfurrefurinn Viðar Helgason, einn ástsælasti aðstoðardómari landsins til margra áratuga, er hér. Svo er Hallur Hallsson, maðurinn sem færði þjóðinni Keikó-ævintýrið, að sjálfsögðu á vellinum.

Sigurbjörn Hreiðarsson fær sérstakt hrós. Hann er með svakalegan hatt! 10/10.
24. mín MARK!
Ivica Jovanovic (Víkingur R.)
Stoðsending: Ragnar Bragi Sveinsson
MAAAAAAARK!!!! Frábær sending á Ivica sem er réttstæður og kemst einn í gegn. Klárar færið ansi smekklega.

Ísinn er brotinn hér í dag.
19. mín Gult spjald: Milos Ozegovic (Víkingur R.)
Milos sparkar andstæðing niður á miðjum velli. Hárrétt spjald.
18. mín Gult spjald: Pablo Punyed (ÍBV)
Pablo fer í svörtu bókina fyrir brot.
17. mín
SVAKALEGT FÆRI!!! Halldór Smári skallar boltann framhjá eftir hornspyrnu. "Hvernig fór þessi ekki inn!" hrópar kollegi minn í fréttamannaboxinu. Munaði litlu að Víkingar kæmust yfir.
14. mín
Ivica Jovanovic fellur rétt fyrir utan teiginn. Víkingur fær aukaspyrnu á vítateigsboganum. Aukaspyrnu-Ívar tekur spyrnuna, fer í varnarvegginn og í hornspyrnu.

Heimamenn ná ekki að gera sér mat úr horninu.
11. mín
Alan Lowing með lúxus tæklingu, hirðir boltann af Alvaro Montejo sem var kominn á góða siglingu.
9. mín
Það eru selebb um alla stúku. Formaðurinn Guðni Bergsson mættur. Sýnist Þórir Hákonarson þó ekki vera hérna. Hefði verið kjörinn staður og stund til að ræða um þjóðarleikvanginn og framtíð hans.
6. mín
Felix Örn með góðan sprett upp vinstra megin, fer auðveldlega framhjá Dofra og lætur vaða en í varnarmann.
3. mín
Eyjamenn fá aukaspyrnu á fínum stað fyrir utan annað vítateigshornið. Kaj Leó í Bartalsstovu með spyrnuna en skaut framhjá. Kaj Leó verið heitur í bikarnum í sumar.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!

Eyjamenn í stúkunni háværir. Tóku með sér trommur af eyjunni fögru.
Fyrir leik
Þorvaldur Örlygsson og Óli Jó mættir saman á völlinn. Viktor Jónsson mættur að horfa á sína fyrrum félaga og einnig Eyjamaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson.

Svo er enginn annar en Zoran Miljkovic einnig mættur. Hann er hér á landinu til að reyna að veiða þjálfarastarf.

Liðin er komin út á völl. Nú fer þetta að hefjast!

Vallarþulurinn er búinn að panta borð á veitingastað eftir leikinn svo hann vonast eftir því að ekki verði framlenging í kvöld.


Fyrir leik
Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamaðurinn geðþekki, er mættur í sumarskapi með sólgleraugu í stúkunni. Frídagur hjá Tómasi og hann nýtir hann að sjálfsögðu í að fara á völlinn og sjá sína menn í Víkingi.
Fyrir leik
Gárungarnir í stúkunni tala um að þetta sé fjórði leikur Víkinga í röð með þetta byrjunarlið. Það hefur gengið fantavel svo það hefur verið algjör óþarfi að breyta.
Fyrir leik
Það er kominn ágætis fjöldi stuðningsmanna ÍBV í stúkuna. Það var rútuferð og allur pakkinn. Liðin eru að hita upp undir taktfastri tónlist. Nokkrir áhorfendur að gæða sér á hamborgurum. Fallegur sunnudagur í Fossvogi.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn
Logi Ólafsson stillir upp sama byrjunarliði og vann Víking Ólafsvík 2-0. Sóknarmaðurinn Geoffrey Castillion er á bekknum en hann hefur ekkert leikið síðan hann meiddist í 3. umferð Pepsi-deildarinnar.

Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, gerir tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá 0-1 tapi gegn FH. Kaj Leo í Bartalsstovu kemur úr leikbanni og Alvaro Montejo kemur inn. Arnór Gauti Ragnarsson og Sigurður Grétar Benónýsson fara á bekkinn.
Fyrir leik
Frá aldamótum hafa þessi lið mæst 21 sinni. ÍBV hefur fagnað 12 sigrum, Víkingar 8 og aðeins einu sinni hefur verið jafntefli.

Liðin hafa mæst í deildinni í sumar. Alvaro Montejo skoraði eina markið á Hásteinsvelli í sigri ÍBV.
Fyrir leik
Eyjamenn hafa verið sveiflukenndir en uppskeran rýr úr síðustu leikjum og þeir hafa sogast niður í fallbaráttu Pepsi-deildarinnar.

ÍBV vann Fjölni 5-0 í 16-liða úrslitum þar sem Kaj Leo í Bartalsstovu, Arnór Gauti Ragnarsso, Mikkel Maigaard, Pablo Punyed og Sigurður Grétar Benónýsson skoruðu mörkin.

Eyjamenn hafa fjórum sinnum orðið bikarmeistarar en þeir töpuðu í úrslitaleiknum gegn Val í fyrra.

Víkingur Reykjavík hefur einu sinni hampað bikarnum.
Fyrir leik
Víkingar eru á gríðarlegu flugi í Pepsi-deildinni eftir að Logi Ólafsson tók við stjórnartaumunum. Liðið hefur sótt 11 stig undir stjórn Loga og ekki tapað undir hans stjórn. Þá stýrði Logi Víkingum til sigurs gegn Ægi Þorlákshöfn í síðustu umferð bikarsins.
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan sunnudag.

Það er komið að bikarslag Víkings R. og ÍBV í 8-liða úrslitum. Málarameistarinn Erlendur Eiríksson flautar til leiks klukkan 17:00.

FH-ingar verða í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitin eftir sigur á Fylki í liðinnu viku. Í kvöld mætast Stjarnan og KR og þá eigast við Leiknir R. og ÍA á morgun.
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
Matt Garner
3. Felix Örn Friðriksson
4. Hafsteinn Briem
5. Avni Pepa
6. Pablo Punyed ('79)
7. Kaj Leo í Bartalsstovu
9. Mikkel Maigaard ('57)
12. Jónas Þór Næs
18. Alvaro Montejo ('76)
30. Atli Arnarson

Varamenn:
11. Sindri Snær Magnússon ('57)
16. Viktor Adebahr
17. Sigurður Grétar Benónýsson
19. Arnór Gauti Ragnarsson ('76)
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Kristján Yngvi Karlsson
Jóhann Sveinn Sveinsson
Magnús Birkir Hilmarsson

Gul spjöld:
Pablo Punyed ('18)

Rauð spjöld: