Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Shamrock Rovers
1
0
Stjarnan
Graham Burke '20 1-0
06.07.2017  -  19:00
Tallaght
Evrópudeildin
Aðstæður: 19 gráður. Völlurinn geggjaður.
Dómari: Glenn Nyberg (Svíþjóð)
Maður leiksins: Graham Burke (Shamrock Rovers)
Byrjunarlið:
1. Tomer Chencinski (m)
3. Luke Byrne
4. David Webster
4. Roberto Lopes
7. Ryan Connolly ('87)
8. Ronan Finn (f)
10. Graham Burke ('78)
10. Brandon Miele
14. Gary Shaw ('69)
17. Simon Madden
20. Trevor Clarke

Varamenn:
25. Kevin Horgan (m)
9. Michael O'Connor ('69)
16. David Mcallister ('78)
19. Sean Boyd
21. Aaron Bolger ('87)
22. James Doona
29. Samuel Bone

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stjarnan er því miður úr leik í Evrópudeildinni.

Garðbæingar spiluðu vel í kvöld, sérstaklega í seinni hálfleiknum, en það vantaði bara að setja boltann í netið.

Valur spilar þessa stundina við lettneska liðið Ventspils.
Smelltu hér til að fara í textalýsingu úr þeim leik


94. mín Gult spjald: Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
92. mín
Inn:Máni Austmann Hilmarsson (Stjarnan) Út:Hólmbert Aron Friðjónsson (Stjarnan)
Máni fær Evrópumínútur.
90. mín
Fimm mínútum bætt við.
89. mín
Eyjólfur Héðinsson með fínan bolta inn á teiginn, en Brynjar skallar fram hjá.
87. mín
Inn:Aaron Bolger (Shamrock Rovers) Út:Ryan Connolly (Shamrock Rovers)
86. mín
Það er lítill tími eftir fyrir Stjörnuna til að gera eitthvað úr þessu.
85. mín
Írarnir geysast í sókn og varamaðurinn O'Connor kemst í gott færi, en Haraldur sér við honum.
84. mín
Gott færi! Guðjón Baldvins kemur sér í fína stöðu, nær skoti, en það fer af varnarmanni og fram hjá. Ekkert verður úr hornspyrnunni.
83. mín
Nærmynd af Sigga Dúllu. Lýsendurnir fara fögrum orðum um hann.
81. mín
Cork City var að tryggja sig áfram í næstu umferð. Það verða tvö írsk lið í næstu umferð ef Shamrock nær að klára Stjörnuna.
80. mín
Stuðningsmenn Íranna syngja og tralla. Þeir eru glaðir með stöðuna.
78. mín
Inn:David Mcallister (Shamrock Rovers) Út:Graham Burke (Shamrock Rovers)
77. mín
Inn:Heiðar Ægisson (Stjarnan) Út:Baldur Sigurðsson (Stjarnan)
Önnur breyting Garðbæinga.
76. mín
Þarna var Baldur heppinn að fjúka ekki út af! Fór í hættulega tæklingu á gulu spjaldi, en dómarinn sleppur honum í þetta sinn.
74. mín
Hornspyrnur Stjörnunnar ekki að skila miklu. Guðjón Baldvins skallar þennan aftur fyrir.
74. mín
Aftur hætta eftir langt innast. Boltinn berst og fjærstöngina og Guðjón Baldvins er nálægt því að komast í boltinn. Stjarnan fær hornspyrnu.
72. mín
ÞARNA MUNAÐI LITLU! Ólafur Karl Finsen tekur hann á lofti eftir langt innkast. Óli Kalli fær hann fyrir utan teig og lætur vaða í fyrsta, en skot hans fer rétt fram hjá.

Staðan gæti alveg verið 2-1 fyrir Stjörnuna.
71. mín
Aukaspyrna langt utan af velli eftir brot hjá Baldri. Írarnir láta vaða, en Haraldur er mættur og nær að verja aftur fyrir.
70. mín Gult spjald: Baldur Sigurðsson (Stjarnan)
69. mín
Inn:Michael O'Connor (Shamrock Rovers) Út:Gary Shaw (Shamrock Rovers)
Markaskorarinn úr síðasta leik er farinn út af. Fær standandi lófaklapp.
68. mín
Leikmaður Shamrock liggur eftir og leikurinn er stopp. Stjörnuliðið nýtir sér það, leikmenn fá sér vatn og ræða málin.
66. mín
Eyjólfur Héðins með skot utan af velli, en það fer fram hjá.
63. mín
Það er að færast meira líf í þetta!
63. mín
Hólmbert með fínt skot fyrir utan teig, en enn ver markvörður Shamrock.
61. mín
DAUÐAFÆRI! Jósef Kristinn með magnaða sendingu á Hólmbert, skiptir boltanum fallega, og Hólmbert leggur hann út á Hilmar Árna sem nær góðu skoti, en markvörður Shamrock ver þetta meistaralega. Þarna voru Stjörnumenn nálægt því að jafna!
60. mín
Clarke er hættulegur. Keyrir frá hægri inn á teiginn, en að lokum bjargar Daníel Laxdal.
56. mín
Loksins gera Stjörnumenn sig álitlega. Guðjón Baldvinsson á skot sem fer af varnarmanni. Boltinn fer til Eyjólfs sem reynir skot, en það er yfir markið.
53. mín
Þetta er frekar rólegt... Stjörnumenn halda boltanum, Shamrock liggur til baka
48. mín
Inn:Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) Út:Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
Sóknarskipting. Alex Þór var mættur aftur inn á völlinn, en hann kemur hér út. Ólafur Karl er kominn inn á, nær hann að láta til sín taka?
47. mín
Ólafur Karl Finsen er að koma inn á. Máni fær ósk sína uppfyllta.
46. mín
Alex Þór liggur eftir tæklingu. Þetta lítur ekki vel út.
46. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað að nýju. Nær Stjarnan að breyta stöðunni?


45. mín

45. mín

45. mín
Tölfræði (Úrslit.net):
Marktilraunir: 6 - 5
Á rammann: 3 - 4
Hornspyrnur: 2 - 3
Brot: 2 - 7
45. mín
Shamrock Rovers er í býsna góðum málum, 2-0 yfir. Stjarnan þarf að skapa sér betri færi í seinni hálfleiknum og vera beittari fram á við. Stjörnumenn hafa haldið boltanum vel á köflum, en það vantar að gera meira á síðustu þriðjungnum.
45. mín
Hálfleikur
Dómarinn flautar þetta strax af!
40. mín

38. mín
Boltinn endar í netinu eftir hornspyrnu Hilmars Árna, en hann hafði farið út af áður. Írsku lýsendurnir ekki hrifnir af þessari hornspyrnu hjá Hilmari.
37. mín
Fín sókn hjá Stjörnunni. Boltinn berst út á Hólmbert sem kemur boltanum á nærstöngina, þar lúrir Guðjón Baldvins, en varnarmaður Shamrock er á undan í boltann.

Stjarnan fær horn.
36. mín
Stjarnan heldur boltanum þessa stundina. Guðjón Baldvins veldur usla.
35. mín

31. mín
Hilmar Árni með spyrnuna sem fer í gegnum allan pakkann.
31. mín
Nú fær Stjarnan hornspyrnu. ,,Inn með boltann" heyrist í stúkunni.
29. mín
Shamrock er að stjórna þessum leik!

Þeir fá hér færi. Madden fær boltann hægra megin og hleypur upp. Hann nær sendingu fyrir og finnur Clarke, en Haraldur gerir vel og sér við honum.
22. mín
Burke næstum því búinn að skora aftur! Á fast skot sem Haraldur ver vel.
21. mín
Svekkjandi fyrir Stjörnuna að fá á sig mark eftir ágætis byrjun á leiknum.
20. mín MARK!
Graham Burke (Shamrock Rovers)
Stoðsending: Trevor Clarke
Boltinn fór frá vinstri til hægri og þaðan inn í teig þar sem Graham Burke var mættur til að skila boltanum í netið.

1-0 fyrir Shamrock Rovers! Nú þarf Stjarnan að skora tvö mörk, þeir þurftu reyndar alltaf að skora tvö mörk, en nú er lífsnauðsynlegt fyrir Garðbæinga að skora tvö. Það verður engin framlenging á Írlandi í kvöld.
13. mín
Nú sækja heimamenn! Clarke sendir boltann fyrir frá hægri, hann finnur Ronan Finn, en skot hans fer í varnarmann Stjörnunnar.
11. mín
Stjörnumenn fá fyrsta alvöru færi leiksins! Alex Þór á fínt skot sem markvörður Shamrock ver, í kjölfarið fær Hilmar Árni tilraun, en markvörður Shamrock ver aftur!
8. mín
Graham Burke með skot utan af velli, en það fer yfir markið!
6. mín
Stuðningsmenn írska liðsins eru bjartsýnir.

2. mín
Shamrock byrjar leikinn vel. Þeir sækja upp hægra megin og fá hornspyrnu, en það verður ekkert úr henni.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Heimamenn byrja með boltann.
Fyrir leik
Viðtal við Rúnar fyrir leikinn.

Fyrir leik
Liðin eru að koma inn á völlinn.
Fyrir leik

Fyrir leik

Fyrir leik

Fyrir leik
Þeirra Höddi Magg, Hjörvar, Óskar Hrafn og Grétar Sigfinnur.

Fyrir leik

Fyrir leik
Þjálfarar liðanna hafa opinberað byrjunarlið sín í kvöld.

Þeir halda í sömu byrjunarlið og úr fyrri leiknum, báðir tveir.

Byrjunarliðsfrétt
Fyrir leik
Við hvetjum alla til þess að tísta um leikinn og nota kassamerkið #fotboltinet.
Fyrir leik
Sigur Shamrock í Garðabænum var frekar sanngjarn. Þeir skoruðu eina mark sitt í fyrri hálfleiknum og í seinni hálfleiknum var aðalmálið að halda út. Þeim tókst það.

Hvernig spilast leikurinn í kvöld?
Fyrir leik
Flautuleikari í dag er Glenn Nyberg. Hann og hans aðstoðarmenn koma frá Svíþjóð.
Fyrir leik
Síðasti mánuður var skelfilegur fyrir Stjörnuna. Liðið tapaði fjórum leikjum af fimm, þar á meðal leiknum á heimavelli gegn Shamrock Rovers.

Stjörnumenn byrjuðu þennan mánuð með sigri á KR í Borgunarbikarnum, geta þeir fylgt þeim sigri í kvöld? Við sjáum til.
Fyrir leik
Stephen Bradley, þjálfari Shamrock Rovers
Þetta er gríðarlega stórt fyrir okkur. Við erum með ungan hóp og að vinna Evrópuleik fyrir þá er gríðarlega stórt. Þetta er líka stórt fyrir félagið og myndi hjálpa fjárhagslega.
Fyrir leik
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar
Það er hálfleikur núna, við verðum að skora. Við verðum að vinna þennan leik svo við hugsum út í eitt mark í einu. Við erum mjög bjartsýnir.

Fyrir leik
Leikurinn í kvöld fer fram á Tallaght-leikvanginum í Dublin, höfuðborg Írlands.

Íslenska kvennalandsliðið spilaði þar á dögunum vináttulandsleik gegn Írlandi við erfiðar aðstæður. Sá leikur endaði með markalausu jafntefli.

Smelltu hér til að lesa nánar um þann leik.
Fyrir leik
Textalýsingin verður með aðeins minna sniði í dag þar sem við erum ekki í beinu sambandi við völlinn í Írlandi. Ég mun þó reyna mitt besta við að greina frá öllu því helsta sem gerist.
Fyrir leik
Fyrri leikurinn endaði með 1-0 sigri Shamrock á gervigrasinu í Garðabænum.

Stjarnan verður því að eiga gríðarlega góðan leik í kvöld til þess að eiga möguleika á því að komast áfram í næstu umferð.

Sigurvegarinn úr þessu einvígi mætir Mladá Boleslav frá Tékklandi í næstu umferð.
Fyrir leik
Það er Evrópudagur!

Í þessari textalýsingu munum við fylgjast með leik seinni leik Shamrock Rovers og Stjörnunnar í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Leikurinn hefst á slaginu 19:00.
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson
4. Jóhann Laxdal
7. Guðjón Baldvinsson
8. Baldur Sigurðsson ('77)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
19. Hólmbert Aron Friðjónsson ('92)
20. Eyjólfur Héðinsson
29. Alex Þór Hauksson (f) ('48)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
2. Heiðar Ægisson ('77)
5. Óttar Bjarni Guðmundsson
14. Hörður Árnason
27. Máni Austmann Hilmarsson ('92)
77. Kristófer Konráðsson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)

Gul spjöld:
Baldur Sigurðsson ('70)
Guðjón Baldvinsson ('94)

Rauð spjöld: