Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Selfoss
1
1
Þróttur R.
0-1 Vilhjálmur Pálmason '35
Ivan Martinez Gutierrez '44 1-1
Svavar Berg Jóhannsson '82
07.07.2017  -  19:15
JÁVERK-völlurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Aðstæður: Fullkomnar
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: Ekki vitað
Maður leiksins: Ivan ,,Pachu" Martinez - Selfoss
Byrjunarlið:
1. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Ingi Rafn Ingibergsson ('90)
4. Andy Pew (f)
7. Svavar Berg Jóhannsson
8. Ivan Martinez Gutierrez
9. Alfi Conteh Lacalle ('67)
12. Giordano Pantano
14. Hafþór Þrastarson
16. James Mack
20. Sindri Pálmason ('67)

Varamenn:
1. Pétur Logi Pétursson (m)
3. Gylfi Dagur Leifsson
13. Kristinn Sölvi Sigurgeirsson ('90)
15. Elvar Ingi Vignisson ('67)
17. Haukur Ingi Gunnarsson
18. Arnar Logi Sveinsson ('67)
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson

Liðsstjórn:
Gunnar Borgþórsson (Þ)
Sigurður Eyberg Guðlaugsson
Elías Örn Einarsson
Óttar Guðlaugsson
Jóhann Bjarnason
Hafþór Sævarsson
Jóhann Árnason
Baldur Rúnarsson

Gul spjöld:
Svavar Berg Jóhannsson ('47)
Sindri Pálmason ('62)

Rauð spjöld:
Svavar Berg Jóhannsson ('82)
Leik lokið!
Leik lokið! Jafntefli.
90. mín
Inn:Sveinbjörn Jónasson (Þróttur R.) Út:Viktor Jónsson (Þróttur R.)
90. mín
Inn:Kristinn Sölvi Sigurgeirsson (Selfoss) Út:Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss)
Gunnar Borgþórsson að veðja á hraða Kristins Sölva hér.
89. mín
Wow! Elfar Ingi með óvænta fyrirgjöf frá vinstri og Arnar Logi rétt missir af honum.
85. mín
Inn:Heiðar Geir Júlíusson (Þróttur R.) Út:Oddur Björnsson (Þróttur R.)
Getur Heiðar breytt leiknum?
84. mín Gult spjald: Birkir Þór Guðmundsson (Þróttur R.)
Birkir fær gult spjald fyrir að stimpla Ivan Pachu eftir að búið var að dæma var á Inga Rafn.
82. mín Rautt spjald: Svavar Berg Jóhannsson (Selfoss)
Svavar Berg fær að líta sitt annað gula og þar með rautt hér. Nokkuð soft en kannski skiljanlegt. Svavar segir hér við Sigurð Hjört að hann hafi einungis brotið af sér tvisvar sinnum í leiknum sem er rétt hjá honum en Sigurður Hjörtur hefur engan áhuga á því.
77. mín
Dauðafæri! Jesús, María og heilagur Jósef! Selfyssingar geysast í skyndisókn og eru allt í einu komnir 3 á 1. Pachu bar uppboltann og setti James Mack einan í gegn. James lætur hinsvegar Arnar Darra verja frá sér. Vel gert hjá Arnari Darra en James Mack verður hreinlega að gera betur.
73. mín
Arnar Logi ekki lengi að láta að sér kveða! Leikur á varnarmann Þróttara inní teig og finnur Pachu utarlega í teignum skot hans sem var mjög sennilega á leiðinni í markið er hins vegar blokkað af Hreini Inga Örnólfssyni.
70. mín Gult spjald: Oddur Björnsson (Þróttur R.)
Fyrir hvað veit ég ekki, maður er ekki fullkominn!
68. mín
Inn:Ólafur Hrannar Kristjánsson (Þróttur R.) Út:Víðir Þorvarðarson (Þróttur R.)
Brjálað að gera í skiptingunum. Jesús minn. Ólafur Hrannar kemur hér inn fyrir Víðir Þorvarðar.
67. mín
Inn:Arnar Logi Sveinsson (Selfoss) Út:Sindri Pálmason (Selfoss)
Gunni Borgþórs gerir tvöfalda skiptingu en Arnar Logi kemur líka inn.
67. mín
Inn:Elvar Ingi Vignisson (Selfoss) Út:Alfi Conteh Lacalle (Selfoss)
Uxinn er mættur á svæðið fyrir Alfi.
65. mín
Sefloss fær hér aukaspyrnu á álitlegum stað.
64. mín
Góð sókn Þróttar endar með að góður dómari leiksins Sigurður Hjörtur ver skot Odds Björnssonar á vítateigsboganum. Smá staðsetningarvesen á okkar manni. En við verðum að fyrirgefa það!
62. mín Gult spjald: Sindri Pálmason (Selfoss)
Sindri stoppar skyndisókn Þróttara.
59. mín
Pachu með annað skot af 25 metrum en Arnar Darri í markinu ekki í neinum vandræðum. Grípur þennan.
58. mín
Flott sókn Selfyssinga! Gio og James Mack leika vel saman hérna upp vinstri kantinn. Gio krossar á Inga sem að finnur Pachu. Skot Pachu yfir markið!
54. mín
Selfoss hættulegri þessa stundina, James Mack með góða tilraun af 25 metra færi en skotið yfir!
52. mín
DAUÐAFÆRI! Gio með aukaspyrnu frá miðjum velli. Svavar skallar boltann niður á Alfie sem að hamrar honum í stöngina. Boltinn barst á Inga Rafn sem að skaut honum yfir úr mjög góðu færi. Selfoss hefði átt að taka forystu hér!
47. mín Gult spjald: Svavar Berg Jóhannsson (Selfoss)
Selfoss með mjög álitlega skyndisókn eftir horn Þróttara. Pachu fann Svavar sem að fór framhjá einum og var nánast kominn einn í gegn. Hann átti hinsvegar heldur þunga snertinug og missti boltann frá sér. Arnar Darri kom út og Svavar renndi sér í hann þegar hann reyndi að ná boltanum. Óviljaverk hjá þessu ljúfmenni en sennilega réttur dómur.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
1-1 í hálfleik. Vallargestir streyma í Tíbrá og þar er allt til alls, kampavín og jarðaber. Ég ætla að fá mér kaffi samt. Sjáumst eftir 15 mín.
44. mín MARK!
Ivan Martinez Gutierrez (Selfoss)
Stoðsending: Ingi Rafn Ingibergsson
Ingi Rafn fær boltann vinstra meginn í teignum eftir góða sendingu frá Hafþóri. Ingi keyrði á Grétar Sigfinn og kom honum á fjær þar sem að varð úr smá klafs. Boltinn barst út á Ivan ,,Pachu" Martinez sem að hamraði honum á lofti upp í þaknetið á nærstöng.
40. mín
Þróttarar hóta hér að gera annað mark. Vilhjálmur Pálma sem er allt í einu mættur, á hægri kantinn með hnitmiðaða fyrirgjöf á Viktor sem að lætur vaða en Hafþór Þrastar komst fyrir skotið. Þarna skall hurð nærri hælum!
35. mín MARK!
Vilhjálmur Pálmason (Þróttur R.)
Stoðsending: Oddur Björnsson
Þróttarar með horn! Grétar Sigfinnur skallar í átt að marki en Hafþór Þrastarson bjargar á línu! Boltinn barst á Odd Björnsson sem að fann Vilhjálm úti í teignum. Vilhjálmur notar þennan líka ágæta vinstri fót sinn til þess að smassa honum niður í hornið fjær fram hjá Guðjóni Orra í marki Selfoss.
33. mín
Obbosis! Rafn Andri Haraldsson með frábæra fyrirgjöf á Odd Björnsson sem stóð í miðjum teig Selfyssinga en skalli Odds rétt framhjá!
30. mín
Vilhjálmur Pálmason með ágætis hlaup inná teig Selfyssinga , hann vinnur horn sem að reyndar ekkert varð úr.
29. mín
Köttarar mögulega skemmtilegustu stuðningsmenn landsins eru mættir fjölmargir og skemmta sér og öðrum konunglega hér.
23. mín
Úúúú Alfi Conteh hefur heyrt af þessu inná völlinn, því hann átti hér mjög gott skot rétt framhjá!
22. mín
Ætli ég hafi ,,jinxað" þetta með því að spá markaregni? Ekki komið skot á mark hér á JÁVERK-velli.
17. mín
Hætta! Víðir Þorvarðar geystist upp hægri og ætti mjög góða fyrirgjöf sem Hafþór Þrastarson bjargaði í horn, en Viktor Jónsson beið eins og hrægammur á fjær. Þróttur fær horn en ekkert verður úr.
10. mín
Selfoss hefur byrjað betur hér og fengið nokkrar álitlegar sóknir, þá án þess að skapa sér almennilegt færi.
4. mín
Liðin aðeins að þreifa fyrir sér. Birgir Þór Guðmundsson fær hér tiltal fyrir að stimpla Ivan ,,Pachu" Martinez
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn! Selfoss sækir í átt að hinum fræga ,,Stóra Hól" og Þróttur að hinni undurfögru Tíbrá.
Fyrir leik
Leikmenn liðanna eru farnir inní klefa, einungis varamenn eru hér að leika listir sínar, Sigurður Eyberg Guðlaugsson bakvörður Selfyssinga hefur leikið sér hér hvað eftir annað að smella honum í vinkilinn framhjá Pétri Loga varamarkmanni þeirra vínrauðu.
Fyrir leik
Á mánudaginn var vann Þróttur strákana hans Helga Sig í Fylki í miklum toppslag. Í sömu umferð gerði Selfoss jafntefli við þjálfaralausa Frammara 1-1. Það er mikið undir hér.
Fyrir leik
Veðrið hér á Selfossi er til fyrirmyndar, völlurinn nánast fullkominn. Ég ætla að spá 4-5 mörkum sem að er ekki vaninn hér á Selfossi. Enginn afsökun til að vera heima, allir á völlinn.
Fyrir leik
Leikurinn verður að teljast ansi mikilvægur fyrir lið Selfoss , en með tapi er ljóst að liðið á eftir að eiga ansi erfitt með að ná liðunum á toppnum.
Fyrir leik
Góða kvöldið!

Hér verður bein textalýsing frá leik Selfoss og Þróttar í 10. umferð Inkasso-deildarinnar.

Þróttur er með 19 stig í 3. sætinu fyrir leiki dagsins en Selfoss er með 14 stig í 6. sæti. Þróttur gæti skotist á toppinn með hagstæðum úrslitum í dag.
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið:
Arnar Darri Pétursson
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson (f)
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
6. Vilhjálmur Pálmason
6. Birkir Þór Guðmundsson
8. Aron Þórður Albertsson
9. Viktor Jónsson ('90)
10. Rafn Andri Haraldsson
14. Hlynur Hauksson
15. Víðir Þorvarðarson ('68)
27. Oddur Björnsson ('85)

Varamenn:
1. Sveinn Óli Guðnason (m)
3. Árni Þór Jakobsson
10. Ólafur Hrannar Kristjánsson ('68)
18. Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson
19. Karl Brynjar Björnsson
21. Sveinbjörn Jónasson ('90)
28. Heiðar Geir Júlíusson ('85)

Liðsstjórn:
Gregg Oliver Ryder (Þ)
Hallur Hallsson
Jóhann Gunnar Baldvinsson
Baldvin Már Baldvinsson
Valgeir Einarsson Mantyla
Jamie Brassington

Gul spjöld:
Oddur Björnsson ('70)
Birkir Þór Guðmundsson ('84)

Rauð spjöld: