Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Lengjubikar kvenna - A-deild úrslit
Valur
13:00 0
0
Breiðablik
Þróttur R.
0
0
Selfoss
10.07.2017  -  19:15
Eimskipsvöllurinn
1. deild kvenna
Dómari: Sævar Sigurðsson
Maður leiksins: Kristrún Rut Antonsdóttir
Byrjunarlið:
31. Agnes Þóra Árnadóttir (m)
Sóley María Steinarsdóttir
4. Diljá Ólafsdóttir (f)
6. Gabríela Jónsdóttir
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f) ('76)
11. Kristín Sverrisdóttir ('65)
12. Hrefna Guðrún Pétursdóttir
14. Sierra Marie Lelii
20. Michaela Mansfield
25. Hafrún Sigurðardóttir ('83)
26. Rún Friðriksdóttir

Varamenn:
5. Halla María Hjartardóttir
10. Guðfinna Kristín Björnsdóttir ('83)
20. Friðrika Arnardóttir
22. Sigurrós Eir Guðmundsdóttir ('76)

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Eva Þóra Hartmannsdóttir
Hrafnkatla Líf Gunnarsdóttir
Þórkatla María Halldórsdóttir
Rakel Logadóttir
Þórunn Gísladóttir Roth
Jamie Brassington

Gul spjöld:
Sóley María Steinarsdóttir ('33)
Sierra Marie Lelii ('54)
Hrefna Guðrún Pétursdóttir ('81)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Endar 0-0

Fengum ekki mark einsog við vildum en má hrósa því að það er stórgóð mæting hérna í kvöld!
90. mín
Þetta virðist bara vera að fjara út hérna án þess að við fáum mark
90. mín
Alfreð kallar varnamennina fram í aukaspyrnu. Þær vilja sigurmark.
89. mín
Þetta var nánast dauðafæri hjá Mögdu. En aukaspyrnan arfaslök!
88. mín
AUKASPYRNA Á STÓRHÆTTULEGUM STAÐ, ÉG ER ORÐIN SPENNT
87. mín
Einu sinni enn er Agnes dæmd fyrir að fara með boltann of langt fyrir utan teig. Hún er að leika sér að eldinum hvort sem þetta er rétt eða rangt. Þetta verður stórhættuleg aukaspyrna!
86. mín
Inn:Katrín Ýr Friðgeirsdóttir (Selfoss) Út:Anna María Friðgeirsdóttir (Selfoss)
Áframhald á ættarmótinu sem ég fór í um helgina í Varmalandi. Systraskipting hjá Selfoss, heimilislegt og gott
85. mín
Finnst einsog ég hafi séð þetta áður í leiknum. Selfoss spilar ágætlega og ná boltanum inn í. Agnes grípur þetta léttilega einsog oft áður
84. mín
Selfoss stillir öllu liðinu nánast á marklínu þegar þær eiga horn. Góður bolti. Karitas hoppar hæst en skallar hann rétt yfir!
83. mín
Inn:Guðfinna Kristín Björnsdóttir (Þróttur R.) Út:Hafrún Sigurðardóttir (Þróttur R.)
81. mín Gult spjald: Hrefna Guðrún Pétursdóttir (Þróttur R.)
Magda komin upp hægra megin og Hrefna rennir henni snyrtilega niður.
77. mín
Það verður bara að segjast að Selfoss eru líklegri til að bæta við marki ef eitthvað er
76. mín
Inn:Sigurrós Eir Guðmundsdóttir (Þróttur R.) Út:Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (Þróttur R.)
75. mín
vel gert Karitas aftur, gabbhreyfing og hún er komin ein að endamörkum og nær góðri fyrirgjöf fyrir en þar er enginn. Leiðinlegt fyrir Selfoss
73. mín
Vel gert Karitas. Kraftur í þessu. Æðir með boltann inn að teig og nær föstu skoti en yfir markið. Meira svona bæði lið takk fyrir
69. mín Gult spjald: Anna María Friðgeirsdóttir (Selfoss)
Kristrún togar í Sóley og hann spjaldar Önnu Maríu fyrir það. Það er klaufalegt í meira lagi en tökum því. Anna María reynir að útskýra það en held að þau nái ekki samkomulagi í kvöld
67. mín
Góður bolti hjá Sóley inn á teig, beint á kollinn á Evu en skallinn var ekki fastur og auðvelt fyrir Agnesi
67. mín Gult spjald: Íris Sverrisdóttir (Selfoss)
65. mín
Inn:Eva Þóra Hartmannsdóttir (Þróttur R.) Út:Kristín Sverrisdóttir (Þróttur R.)
Sierra fer niður í holuna býst ég við og Eva Þóra er uppi á topp með Michaelu
65. mín
Inn:Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss) Út:Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss)
Unnur Dóra fer fram og Magda á hægri kant
64. mín
Anna María vinnur hann af Sóley og á skot beint í bakið á Diljá
62. mín
Stelpurnar hafa greinilega ekki lesið textalýsinguna mína í hálfleik þar sem ég bað um mark. Ítrekun kemur þá hér með.
61. mín
Ég er enn á lífi. Hornspyrna fyrir Selfoss
56. mín
Þetta var skemmtileg útfærsla hjá hornspyrnu hjá Þrótti. Aftur hoppað yfir boltann og Sierra nær skoti í fyrsta og rétt yfir!
54. mín Gult spjald: Sierra Marie Lelii (Þróttur R.)
Veit ekki fyrir hvað en það læðist að mér sá grunur að þau hafi ekki skilið hvort annað og þetta hafi verið einhver misskilningur.
51. mín
Magda með góða sendingu inn á Barbáru. Þetta er færi!! Skot beint á Agnesi, þarna á Barbára að gera miklu miklu betur!
51. mín
Hér er fundur. Hann dæmir á Agnesi núna!! Þetta var ekki rétt hjá honum, hún var þarna inn í teignum. Hann er nokkrum mínútum of seinn. Þetta er aukaspyrna á stórhættulegum stað!! Anna María lúðrar þessu í 200 km hraða rétt framhjá fjærskeytunum. Vó!
50. mín
Hornspyrna hjá Selfoss, Agnes grípur þetta einsog hún hafi aldrei gert annað
49. mín
Nú óskum við héðan úr gámnum eftir marki
48. mín
Þjálfarateymið hjá Selfoss ekki sátt við þetta. Agnes fór í meters göngutúr út fyrir teig og dúndraði svo fram.
46. mín
Kristín með gott skot. Chante grípur þetta. Þetta hefði farið yfir mig og eflaust fleiri markmenn. Vel gert
46. mín
Leikur hafinn
Þróttarar byrja með boltann. Þetta er byrjað
45. mín
Hálfleikur
Selfoss byrjaði þetta af mun meiri krafti og áttu nokkur afskaplega hættuleg færi. Þróttur náði hinsvegar að vinna sig meira inn í leikinn þegar leið á hálfleikinn. Virðist hafa tekið þær sama tíma og það tók mig að að átta sig á leikkerfinu sem þær voru að spila og þá varð þetta mun betra.
Ég býst við hörkuleik í seinni hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
43. mín
Michaela með hornspyrnu. Skemmtilegt hjá Kristínu, hleypur yfir hann og Sierra nær skoti en það er varið af varnarmönnum Selfoss.
40. mín
Hornspyrna hægra megin hjá Þrótti. Sýnist þær ætla að taka stutt en hætta við. Chanté kýlir hann út en beint í lappirnar á Kristínu Sverris sem nær föstu skoti en Selfoss hreinsar burt.
39. mín
Þróttarar eru að hressast. Sierra með góðan bolta inn á teig en Chante grípur þennan vel
37. mín
Hörkusókn hjá Þrótti! Kristín með flotta sendingu inn fyrir á Michaelu en Chante nær að tækla þennan í burtu. Þetta mátti ekki tæpara vera!
34. mín
Barbára með fyrirgjöf frá hægri. Diljá skallar í horn
33. mín Gult spjald: Sóley María Steinarsdóttir (Þróttur R.)
Peysutog hjá Sóley hægra megin. Þá tekur hann upp spjaldið, hann er greinilega búin að fá nóg af þessum togum. Þetta var reyndar hennar fyrsta brot en hún verður að taka spjaldið á sig. Dómarinn er eflaust enn að hugsa um peysutogið áðan en þar var Sóley al saklaus
32. mín
Það varð ekkert úr þessu til að tala um.
31. mín
Barbára keyrir inn í teig hægra megin. Það er rifið í hana og aukaspyrna rétt fyrir utan teig hægra megin!
29. mín
Magda keyrir inn á völlinn, mætir henni enginn. Gjörðu svo vel skjóttu segir vörninn og það gerir hún. Rétt framhjá!
28. mín
Bergdós liggur enn fyrir utan völlinn. Sýnist hún ætla að harka þetta af sér og drífa sig inná aftur
27. mín
ÚFF. Þetta var tækling hjá Hafrúnu. Bergrós liggur eftir. Alfreð þjálfari selfoss ekki par sáttur við þessa dómgæslu, ekkert dæmt.
25. mín
Þróttur hefur vaknað til lífsins og gott betur. Hafa náð að halda boltanum miklu betur
21. mín
Gabríela með aukaspyrnu, góðan bolta inn á teig. Hann fær að skoppa einu sinni beint fyrir framan markið en þar er engum sem langar að taka hann sýnist mér og Chante grípur þetta örugglega
19. mín
Diljá með góða sendingu upp kantinn á Sierru. Hún nær hættulegum bolta fyrir en þar er enginn einasti vinnufélagi hennar mættur. Verra
18. mín
Kristín með aukaspyrnu á Michelu en hún er dæmd brotleg.
15. mín
Selfoss er að spila 4-5-1 en ég er enn að átta mig á kerfinu sem Þróttarar eru að spila. Sýnist þær vera að spila 4-4-2 með tígulmiðju og engum köntum. Áhugavert hjá Nik í dag.
11. mín
Enn eitt dauðafærið hjá Selfoss. Kristrún fær fasta sendingu frá Önnu Maríu. Dauðbregður eflaust að vera komin ein í gegn og skotið slefar framhjá millimetra.

Nú verða Þróttarar að fara að vakna ef þetta á ekki að enda illa.
9. mín
Skelfileg útfærsla á aukaspyrnu hjá Þrótti sem Selfoss kemst beint inn í. Kristrún og Magda taka sambaspil og DAUÐAFÆRI HJÁ SELFOSS. En þetta er beint í fangin á Agnesi. Takk takk segir hún örugglega.
8. mín
Það er hreinsað frá hjá Þrótti. Anna María nær honum hinsvegar og á hættulega sendingu fyrir en það er enginn á fjærstöng.
7. mín
Brotið á Mögdu úti hægra megin. Aukaspyrna á hættulegum stað
6. mín
Sierra á Kristínu sem stingur honum beint inná Michaelu. Varnarmaður Selfoss á undan og hreinsar útaf af.
4. mín
Selfoss byrjar leikinn af meiri krafti. Hörkuskot en Agnes ver vel í horn!
2. mín
Kristín með hornspyrnu fyrir Þrótt. Selfoss vinnur hann strax og þetta var þrælefnileg skyndisókn. Barbára einsog raketta upp og á Mögdu og Barbára svo alveg laus á fjær. Tvær á tvær en sendingin hjá Mögdu aðeins of löng, beint á Agnesi.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Eins getið þið þakkað fyrir að búið sé að koma mér fyrir í þessum lúxus gám annars væri ég örugglega fuðruð upp í þessari sól og enginn textalýsing.

En hér er allt klárt. Liðin komin inn í klefa og búin að hita upp og ég býst við hörkuleik.
Fyrir leik
Selfoss vann Hamrana 3-0 í síðasta leik og gera eina breytingu. Barbára Sól kemur inn fyrir Evu Lind. En Eva Lind er farin út til USA í skóla.
Fyrir leik
Þróttur gerir tvær breytingar frá 1-0 sigrinum á Keflavík í síðustu umferð.
Inn koma Rún Friðriksdóttir og Álfhildur Rósa fyrir þær Bergrósu Lilju og Darcey James
Bergrós ákvað að skella sér til Benedorm. Veit ekki hvort það hafi verið vinsæl ákvörðun en mér finnst hún sniðug!
Fyrir leik
Inná vellinum í kvöld verða líka margir góðir fótboltamenn. Má þar nefna að markmenn þessara liða þær Chante og Agnesi Þóru. Þær eru báðar A plús og hafa einungis fengið á sig 7 mörk hvor.
Chante hefur spilað 2 tímabil með Selfoss í Pepsideildinni og sannaði sig þar sem virkilegur góður markmaður. Agnes í liði Þróttar hefur spilað um 100 leiki í Pepsideildinni. Þá leiki spilaði hún hinsvegar sem útileikmaður. Nú er hún orðinn einn besti markmaður 1.deildarinnar. Þvílík töfrabrögð!

Verður gaman að fylgjast með þeim héðan frá Benedorm í kvöld
Fyrir leik
Þar sem Pepsideild kvenna er komin í EM pásu þá er um að gera að pakka sólarvörn 40 í bakpoka og skella sér á Þróttaravöllinn í kvöld.
Þessi deild er virkilega spennandi og það virðast allir geta unnið alla. Ég er allavegana spennt fyrir kvöldinu, svo mikið er víst.
Fyrir leik
Fyrri leikur þessara liði og fyrsti leikur þeirra í sumar fór 2-1 fyrir Þrótti. Núna er helmingurinn eftir sem þýðir að það er nóg eftir af þessu stórskemmtilega og spennandi móti í 1.deild. Round 2 að hefjast einsog þeir segja.

Selfoss geymir í sínu liði tvær þær markahæstu í deildinni. Þær Magdalena og Kristrún hafa verið sjóðandi og báðar sett 6 mörk í sumar.

Þróttur hefur hinsvegar skorað 10 mörkum minna en þær hafa hinsvegar þær Sierru og Michelu(miklu heimilislegra að beygja þetta svona, takk) sem hafa verið óstöðvandi í sóknarleik þeirra Þróttara. Þær hafa báðar skorað 3 mörk.
Fyrir leik
Gott kvöld!
Velkomin í beina textalýsingu héðan frá Þróttaravelli. Þróttarar sem eru í 2.sæti taka á móti Selfoss sem er í 3. sæti.

Þróttur er með 18 stig og Selfoss 16 stig.

Samkvæmt mínum útreikningum er um stórleik í 1.deildinni að ræða.
Byrjunarlið:
12. Chante Sherese Sandiford (m)
Anna María Friðgeirsdóttir ('86)
5. Brynja Valgeirsdóttir
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
8. Íris Sverrisdóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir ('65)
14. Karitas Tómasdóttir
16. Alexis C. Rossi
17. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir
18. Magdalena Anna Reimus
23. Kristrún Rut Antonsdóttir

Varamenn:
8. Ásta Sól Stefánsdóttir
11. Karen Inga Bergsdóttir
15. Unnur Dóra Bergsdóttir ('65)
26. Dagný Rún Gísladóttir

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Katrín Ýr Friðgeirsdóttir
Erna Guðjónsdóttir
Arnheiður Helga Ingibergsdóttir
Hildur Grímsdóttir
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Ísabella Sara Halldórsdóttir
Jóhann Ólafur Sigurðsson

Gul spjöld:
Íris Sverrisdóttir ('67)
Anna María Friðgeirsdóttir ('69)

Rauð spjöld: