Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
ÍA
1
1
Víkingur R.
Tryggvi Hrafn Haraldsson '25 1-0
1-1 Alex Freyr Hilmarsson '77
10.07.2017  -  20:00
Norðurálsvöllurinn
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Glampandi sól og smá gola.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Rashid Yssuff(ÍA)
Byrjunarlið:
33. Ingvar Þór Kale (m)
Arnar Már Guðjónsson
Arnór Snær Guðmundsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
8. Albert Hafsteinsson
10. Steinar Þorsteinsson ('92)
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson
15. Hafþór Pétursson
18. Rashid Yussuff
19. Patryk Stefanski ('86)
20. Gylfi Veigar Gylfason

Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
3. Aron Ingi Kristinsson
5. Robert Menzel
8. Hallur Flosason
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('86)
17. Ragnar Már Lárusson
18. Stefán Teitur Þórðarson ('92)
29. Guðmundur Böðvar Guðjónsson

Liðsstjórn:
Gunnlaugur Jónsson (Þ)
Jón Þór Hauksson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Hlini Baldursson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson

Gul spjöld:
Arnór Snær Guðmundsson ('75)
Arnar Már Guðjónsson ('79)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með jafntefli.
92. mín
Inn:Stefán Teitur Þórðarson (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
91. mín
Skyndisókn hjá Skaganum. Boltinn berst á Tryggva í teignum sem er að flýta sér of mikið og setur boltann aftur fyrir.
90. mín
VÁÁÁÁÁÁÁÁ! Róbert með svaklaga vörslu! ÞÞÞ með aukaspyrnu frá vinstir. Arnór Snær skall hann fyrir Arnar Má sem skýtur að marki en Róbert ver.
87. mín
ÞÞÞ!!! Fær flotta sendingu inní teig en er of lengi að þessu og endar á taka lélegt skot.
86. mín
Inn:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA) Út:Patryk Stefanski (ÍA)
84. mín
Þarna átti Tryggvi að gera mikið betur. Steinar leggur boltann á hann í teignum en hitti boltann illa og skotið framhjá.
83. mín
Víkingar með ágætlega útfærða aukaspyrnu vítateigslínunni vinstra megin. Renna boltanum útí teig en skotið ekki gott og í varnarmann og kom annað skot yfir markið
80. mín
Skagamenn með aukaspyrnu vel utan teigs. ÞÞÞ tekur skotið en auðvelt fyrir Róbert í markinu.
79. mín Gult spjald: Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
77. mín MARK!
Alex Freyr Hilmarsson (Víkingur R.)
MAAAAAAAARK!!!!!!!! Víkingar jafna leikinn! Vinna boltann á eigin vallarhelmingi og bruna upp. Leggur boltann í nær hornið. Skagamenn brjálaðir, viltu meina að brotið hafi verið á Stefanski þegar Víkingar unnu boltann.
75. mín Gult spjald: Alex Freyr Hilmarsson (Víkingur R.)
Bæði Alex og Arnór fá spjalt fyrir kjaft og æsing. Smá hiti í mannskapnum.
75. mín Gult spjald: Arnór Snær Guðmundsson (ÍA)
73. mín
Arnar Már með skot utna teigs en hitti boltann ekki vel og framhjá markinu.
67. mín
Dauðafæri!!! Steinar Þorsteins í dauðafæri. Hann og Tryggvi þjarma vel að varnarmönnum Víkings og vinna boltann en skotið hjá Steinari alveg skelfileg og framhjá. Þarna átti hann að skora.
65. mín
Inn:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.) Út:Ragnar Bragi Sveinsson (Víkingur R.)
65. mín
Halldór Smári með skot fyrir Víkinga en vel yfir.
62. mín
Alan Lowing tæpur þarna. Ætlar að leika á Tryggva en hann er við það ná boltanum sem fer útaf.
58. mín Gult spjald: Viktor Bjarki Arnarsson (Víkingur R.)
Fær þetta fyrir að rífa kjaft.
57. mín
Skagamenn með fína skyndisókn. ÞÞÞ með fyrirgjöf sem Víkingar hreinsa en hann fær boltann aftur og tekur skotið en í varnarmann.
56. mín
Albert Hafsteins í fínu skotfæri utan teigs en setur boltann framhjá.
54. mín Gult spjald: Ragnar Bragi Sveinsson (Víkingur R.)
Biðst forláts að hafa sett óvart rautt þarna. Fékk gult fyrir dýfu
53. mín
Inn:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.) Út:Vladimir Tufegdzic (Víkingur R.)
52. mín
Leikurinn hefur jafnast síðustu mínútur.
46. mín
Víkingar byrja seinni hálfleikinn með látum. Alex Freyr með með hörkuskot sem Kale ver út í teiginn og svo kom skot í hliðarnetið, sá ekki hver það var.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Skagamenn leiða í háfleik.
43. mín
Fyrsta gula spjald leikins. Hárrétt hjá Eiríki.
43. mín Gult spjald: Vladimir Tufegdzic (Víkingur R.)
42. mín
Skagamenn beint í sókn og Albert með hörkuskot sem Róbert ver vel.
42. mín
Tufegdzic með skot rétt framhjá marki ÍA
41. mín
Ívar Önr með skot/fyrirgjöf sem Kale þarf að slá yfir markið. Enn eitt hornið sem Víkingar fá.
39. mín
Víkingar að pressa þessa stundina. Fengu þrjú horn í röð og það endaði með skalla á markið frá Dofra en Kale grípur boltann.
33. mín
Skagamenn stórhættulegir í skyndisóknum. Yussuff með fínan bolta fyrir eftir eina slíka en bara enginn í teignum til klára.
29. mín
Castillion í hörkufæri! Fær boltann óvænt í teingum og með hörku skot sem Kale ver vel. Það er að lifna yfir þessu hjá okkur.
25. mín MARK!
Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
Stoðsending: Þórður Þorsteinn Þórðarson
MAAAAAAAAARK!!!!! Fyrsta mark leiksins er komið! Víkingar fengu hornspyrnu sem Skagamenn komu frá og boltinn berst á ÞÞÞ sem geysist fram hægri kantinn og kom með frábæra sendingu á Tryggva sem fór illa með Lowing og lagði boltann í nær hornið.
23. mín
Víkingar fengu aukaspyrnu á hættulegum stað en Ívar Örn með skot hátt yfir markið.
19. mín
Steinar Þorsteinsson með skot að marki Víkings en það er í varnarmann og Víkingar hreinsa í burtu. Tufegdzic var kominn í álitlega stöðu í framhaldinu en er klaufi að gera ekki betur.
13. mín
Það er ekki mikið að gerast. Mikið um langar sendingar.
8. mín
Og þarna kom fyrsta skot leikins og það átti Patryk Stefanski fyrir ÍA en í varnarmann og í horn.
4. mín
Ekki mikið gerst þessar fyrstu tæpu fjórar mínútur.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og það eru Skagamenn sem byrja með boltann og þeir sækja frá höllinni.
Fyrir leik
Liðin ganga inná völlin í fylgd ungra knattspyrnuiðkenda ÍA. Allt hefðbundið í búningamálum, Skaginn í gulu og svörtu og Víkingur í svart/rauð röndóttu og svörtu.
Fyrir leik
Styttist í að þessi veisla byrji hjá okkur, tæpar tíu mínútur í leik og liðin farin uppí klefa í loka pepp. Vonandi fáum við fjör og fullt af mörkum.

Fyrir leik
Rétt um hálftími í leik hjá okkur á Skaganum. Bæði lið og dómaratríóið mætt út á völl að hita upp í sólinni.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru dottin í hús hjá okkur en þau má sjá hér til hliðar. Garðar Gunnlaugs er meiddur hjá Skaganum en Arnþór Ingi er í banni hjá Víkingi R.
Fyrir leik
Nú fer að styttast í byrjunarliðin hjá okkur en þau ættu að birtast um klukkutíma fyrir leik. Samkvæmt minni bestu vitneskju er enginn leikmaður þessara liða í banni, þannig að það er bara spurning hvort einhverjir séu meiddir.
Minni fólka á nota kassamerkið #fotboltinet á twitter. Valdar færslur birtast í lýsingunni.
Fyrir leik
Fjórum leikjum er lokið í 10.umferðinni. Umferðin hófst á föstudaginn þegar FH tapaði óvænt á heimvelli fyrir Víking Ó 0-2. Í gær fóru svo fram fjórir leikir. ÍBV og Breiðablik gerðu þá 1-1 jafntefnli í Vestmannaeyjum, Grindavík vann nýliðaslaginn við KA í Grindavík 2-1 og á Hlíðarenda gerðu Valur og Stjarnan 1-1 jafntefli í stórleik umferðarinnar. Leik KR og Fjölnis sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað til 27.júlí vegna þátttöku KR í Evrópukepninni.
Fyrir leik
Kjartan Atli Kjartansson er spámaður umferðarinnar á Fótbolta.net

ÍA 2 - 1 Víkingur R.
Logi Ólafsson tapar á gamla heimavellinum. ÞÞÞ skorar bæði mörk ÍA í þessum leik, verið flottur í sumar. Skagamenn mæta grimmir til leiks.
Fyrir leik
Það eru geggjaðar aðstæður til að spila fótbolta á Skaganum í dag. Glampandi sól og smá gola.
Fyrir leik
Dómari leiksins í dag er Erlendur Eiríksson og honum til aðstoðar eru Gunnar Helgason og Smári Stefánsson. Varadómari er Gunnþór Steinar Jónsson og eftirlitsmaður KSÍ er Jóhann Gunnarsson.
Fyrir leik
Liðin hafa mæst 73 sinnum í keppnum á vegum KSÍ samkvæmt heimasíðu Knattspyrnusambandsins. Þar hafa Skagamenn vinninginn. Þeir hafa unnið 43 leiki á meðan Víkingur hefur unnið 14. 16 sinnum hafa liðin gert jafntefli og markatalan er 151-76 Skagamönnum í vil.
Fyrir leik
Bæði lið töpuðu síðasta leik en það var í bikarnaum. Þar tapaði ÍA fyrir Leiknir R í Breiðholtinu 2-1 á meðan Víkingur tapaði fyrir ÍVB í Fossvoginum 1-2. Síðustu leikir liðanna í deildinni fóru betur fyrir liðin en þá vann Víkingur nafnas sína úr Ólafsvík 2-0 á meðan ÍA gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna.
Fyrir leik
Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið. Víkingur getur komið sér í toppbaráttu með sigri í leiknum á meðan Skagamenn hreinlega verða að vinna en eins og staðan er fyrir leik eru þeir í neðsta sæti deildarinnar. Með sigri þá lyfta þeir upp úr fallsæti hins vegar.
Fyrir leik
Góða kvöldið og velkomin í beina textalýsingur frá Norðurálsvellinum á Akranesi. Við ætlum að fylgjast með leik ÍA og Víkings R í 10.umferð Pepsideild karla.
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
5. Milos Ozegovic
7. Alex Freyr Hilmarsson
8. Viktor Bjarki Arnarsson
9. Ragnar Bragi Sveinsson ('65)
11. Dofri Snorrason
12. Halldór Smári Sigurðsson
22. Alan Lowing
25. Vladimir Tufegdzic ('53)
27. Geoffrey Castillion

Varamenn:
7. Erlingur Agnarsson ('53)
8. Viktor Örlygur Andrason
12. Kristófer Karl Jensson
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
18. Örvar Eggertsson
24. Davíð Örn Atlason ('65)

Liðsstjórn:
Logi Ólafsson (Þ)
Bjarni Eggerts Guðjónsson (Þ)
Einar Ásgeirsson
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija

Gul spjöld:
Vladimir Tufegdzic ('43)
Ragnar Bragi Sveinsson ('54)
Viktor Bjarki Arnarsson ('58)
Alex Freyr Hilmarsson ('75)

Rauð spjöld: