ÍR
1
2
Fylkir
0-1 Emil Ásmundsson '5
Viktor Örn Guðmundsson '20 1-1
Jónatan Hróbjartsson '40 , sjálfsmark 1-2
11.07.2017  -  19:15
Hertz völlurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Aðstæður: Eins góðar og þær verða
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Ásgeir Eyþórsson
Byrjunarlið:
1. Steinar Örn Gunnarsson (m)
Styrmir Erlendsson
4. Már Viðarsson (f)
7. Jón Gísli Ström
7. Jónatan Hróbjartsson ('62)
10. Viktor Örn Guðmundsson
11. Guðfinnur Þórir Ómarsson ('62)
18. Jón Arnar Barðdal
21. Jordian Farahani
22. Axel Kári Vignisson
23. Þorsteinn Jóhannsson ('85)

Varamenn:
3. Reynir Haraldsson
6. Brynjar Steinþórsson
13. Andri Jónasson
27. Sergine Fall ('62)
29. Stefán Þór Pálsson ('62)

Liðsstjórn:
Arnar Þór Valsson (Þ)
Ásgeir Aron Ásgeirsson (Þ)
Helgi Freyr Þorsteinsson
Hilmar Þór Kárason
Magnús Þór Jónsson
Sævar Ómarsson
Eyjólfur Þórður Þórðarson

Gul spjöld:
Jordian Farahani ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Dómarinn hefur flautað af Fylkir sigrar 2-1 í ágætis knattspyrnu leik þeir áttu ekki sinn besta leik en reynslan skilar þessum sigri .

ÍR-ingar spiluðu vel í þessum leik og það kom líf í þá með þessum skiptingum sem Addó gerir en allt kom fyrir ekki og þeir fara heim með súrt ennið .

90. mín Gult spjald: Jordian Farahani (ÍR)
90. mín
Fylkir er við það sleppa í gegn í skyndisókn en Már Viðarsson er með geggjaða tæklingu og bjargar því að þeir kæmust 2 á móti markmanni
90. mín
Ásgeir Eyþórsson hefur átt virkilega góðan leik í kvöld algjör hershöfðingi í þessu Fylkis liði stjórnar og skipar mönnum fyrir og étur alla bolta sem koma í átt að honum
89. mín
Þetta fer að verða of seint fyrir ÍR-inga Addó setur í loka atlögu og allt í sókn
85. mín
Inn:Hilmar Þór Kárason (ÍR) Út:Þorsteinn Jóhannsson (ÍR)
Lokaskipting heimamanna ! Varnarmaður út sóknarmaður inn Addó ætlar sér að jafna
85. mín
ÍR eru að ógna mikið núna sterk innkoma hjá Fall vægast sagt en þeir ná ekki að klára með almennilegum skotum
84. mín
Inn:Elís Rafn Björnsson (Fylkir) Út:Arnar Már Björgvinsson (Fylkir)
Loka skipting gestanna
83. mín
FLott sókn hjá heimamönnum Styrmir á góðan bolta upp í hægra hornið á Fall sem að leggur hann fyrir markið en Jón Arnar barðdal hittir boltan bara ekki almennilega og hann skoppar í hendurnar á Aroni Snæ
81. mín
ÍR á aukaspyrnu á hættulegum stað Viktor Örn tekur hana laflaus spyrnan eftir jörðinni og Aron Snær grípur hann auðveldlega
80. mín
10 mínútur eftir af þessum leik hafa ÍR-ingar orkuna til þess að jafna ?
78. mín
Aron Snær markmaður Fylkirs virðist hafa fengið smá tak í mjöðmina og kveinkar sér en virðist samt vera í lagi
76. mín Gult spjald: Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir)
Fyrir brot á miðjunni of seinn
74. mín
Styrmir Erlendsson með gott skot fyrir utan teig en Aron Snær er vandanum vaxinn í markinu og ver þetta skot
72. mín
Svo nálagt ! Jón Gísli með góða aukaspyrnu en skot hans fer rétt framhjá markinu !
71. mín Gult spjald: Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir)
Togar í Jón Gísla sem er að taka hlaupið í gegn
67. mín
Er Pétur Guðmundsson ekki í formi ? Hákon ingi og Jordian berjast og rífa i hvorn annan á fullu hérna við teig ÍR-inga á meðan skokkar og nánast labbar Pétur Guðmundsson á miðjunni þarna átti hann að dæma engan vegin í sama hraða og leikurinn
65. mín
Stefán Þór byrjar af krafti hérna en hann á skot langt yfir
65. mín
Stefan og Fall skapa strax hættu fyrir ÍR-inga en Fylkis menn ná að hreinsa
62. mín
Inn:Sergine Fall (ÍR) Út:Jónatan Hróbjartsson (ÍR)
Maraþon skiptingar hérna ! Addó með tvöfalda
62. mín
Inn:Stefán Þór Pálsson (ÍR) Út:Guðfinnur Þórir Ómarsson (ÍR)
62. mín
Inn:Hákon Ingi Jónsson (Fylkir) Út:Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir)
Vélin kemur inná
60. mín
Þetta er fremur hættulítið hjá heimamönnum Addó hlýtur að fara íhuga að skiptingum
57. mín
Jón Arnar Barðdal við það að komast í gott færi en reynir of mikið á endanum er dæmt á hann brot
55. mín
Guðfinnur með gott skot en Aron ver boltann í horn
54. mín
Fylkir ógnar aftur fá aukaspyrnu út á hægri kanti sem að Steinar Örn kýlir út úr tegignum en beint í lappirnar á Andrési Má sem tekur skotið en boltinn smellur í þverslánni
50. mín
Fylkirs menn ógna og boltinn endar hjá Alberti Brynjari sem setur hann snyrtilega í stöngina en er dæmdur rangstæður
46. mín
Stullu Maggi er í liðstjórn ÍR-inga í dag skartar fögrum svörtum hnésíðum buxum fyrir áhugasama hann kann á tískuna þessi maður
45. mín
Siðari halfleikur er hafinn
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í Breiðholti staðan er 2-1 fyrir Fylkir sem hafa í raun ekki skapað sér nein alvöru færi en hafa samt spilað vel í fyrri hálfleik

ÍR-ingar hafa einnig verið að spila vel og ógnað en það vantar smá upp á hjá þeim upp á seinasta þriðjungnum .

Ég ætla út fyrir að tana sjáumst í seinni !
40. mín SJÁLFSMARK!
Jónatan Hróbjartsson (ÍR)
Var þetta ekki sjálfsmark ! Fylkirs menn skora eftir hornspyrnuna ég sá þetta ekki almennilega en mér sýndist boltinn fara í ÍR-ing og í netið alla vega virtist enginn Fylkirs maður fagna markinu sem sínu 1-2 !
40. mín
Heimamenn eru að spila vel og er að reyna skapa sér færi en vantar smá upp á gestirnir fá en eina hornspyrnuna
37. mín
King Bóas aðal stuðningsmaður KR er mættur á Hertz völlinn til að styðja góðvin sinn Eyjólf Þórðarsson liðstjóra ÍR hvet fólk til að fylgja þeim báðum á Feisbókinni þvílikir eðalmenn
35. mín
Ágætis flautu konsert síðustu mínútur leikmenn að láta finna fyrir sér
32. mín
Orri á hér skalla að marki en hann er máttulaus
29. mín
Ásgeir Eyþórsson á hér skall yfir markið eftir horn
27. mín
Inn:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir) Út:Emil Ásmundsson (Fylkir)
Emil virðíst fá högg og þarf að fara útaf inná kemur Andrés Már Jóhannesson
25. mín
Það eru engar smá Pepsi kannonur mættar í stúkuna Eyjapeyjinn Þórarinn Ingi er mættur vel dressaður og Eyjólfur Héðinsson lætur sig að sjálfsögðu ekki vanta.
20. mín MARK!
Viktor Örn Guðmundsson (ÍR)
ÍR er búið að jafna og aftur á markmaðurínn að gera betur ! En Viktor Erni Guðmundssyni gæti ekki verið meira sama hann hamrar boltan fyrir utan teig og Aron Snær misreiknar hann og boltinn endar í netinu ! 1-1 svona viljum við hafa þetta
19. mín
Jón Gísli ström slapp einn í gegn og átti gera miklu betur en Aron gerði vel í markinu og varði
17. mín
Jæja smá færi þarna hjá Ström vélinni en hann er dæmdur rangstæður
15. mín
Ekki mikið um færi liðinn samt er staðan 0-1 en bæði lið vilja sækja og ég býst við opnum leik þegar á líður
11. mín
ÍR-ingar byrja þennan leik af miklum krafti fyrir utan þetta mark Fylkirs hafa ÍR-ingar ógnað meira fyrstu 10 mínúturnar
9. mín
Flott mæting hjá báðum stuðningsmönnum liðanna mikið hrós til þeirra Ghetto Hooligans eru mættir í brekkuna!
5. mín MARK!
Emil Ásmundsson (Fylkir)
Stoðsending: Arnar Már Björgvinsson
Hrikalega klaufalegt hjá Steinari Erni í markinu ! Arnar Már tekur góðan 20 metra sprett leggur boltan aftur fyrir sig þar sem Emil Ásmundsson reynir að tjippa yfir Steinar sem gat gripið boltan auðveldlega en reynir að slá hann yfir og slær hann inn. 1-0 Fylkir
4. mín
Ágætis kraftur hér í byrjun liðin nota kantanna og krossa mikið
2. mín
Ír fá horn Jón Gísli Ström vinnur boltan af Ásgeiri berki og setur hann fyrir en gestirnir komast í boltann
1. mín
Leikur hafinn
Kick Off ! Það eru gestirnir sem að byrja með boltann
Fyrir leik
Vallarþulurinn þylur upp liðin og menn peppa hvorn annan þetta er að skella á !
Fyrir leik
Leikmenn hafa klárað upphitun og halda inn í klefa það styttist í leik.

Það eru miklar líkur á að menn rífi sig úr treyjum í hita leiksins og í þessum geggjaða hita. Ef ég myndi kasta nokkrum þússurum á það þá hljóta líklegust menn vallarins að vera þeir Ásgeir "The Viking" Börkur og Kvennagullið Styrmir Erlendsson
Fyrir leik
Það getur ekki verið mikið eftir af sólarvörn í helstu búðum og apótekum !
Veðrið í dag er upp á 10 ! Glampandi sólskin vel heitt
(vonandi ekki of heitt fyrir leikmenn og blankalogn ! Ég hvet stuðningsmenn til að fylla stúkuna í kvöld .
Fyrir leik
ÍR-ingar gera sex skiptingar á sínu liði frá sigrinum gegn Leiknir F úti .
Leikmenn eins og Styrmir Erlendsson , Jón Gísli Ström og Guðfinnur Þórir koma inn og á bekkinn setjast menn eins og Reynir Haraldsson , Stefán Þór Pálsson og Sergine Modou Fall

Fylkirs menn gera hinsvega fjórar skiptingar frá góðum sigri á Haukum í síðustu umferð inn koma Andri Þór , Arnar Már , Valdimar Þór og Ásgeir Örn á bekkinn setjast Daði Ólafsson , Hákon Ingi , Andrés Már og Elís Rafn

Miklar breytingar hjá báðum liðum .
Fyrir leik
Eyjólfur Héðinsson leikmaður Stjörnunar og fyrrverandi leikmaður ÍR og Fylkirs spáir hörku leik í kvöld " Þetta fer 2-2 Jón Gísli og Styrmir skora fyrir ÍR, en Albert Brynjar og Arnar Már fyrir Fylki"

Sagði Eyjólfur léttur í lund
Fyrir leik
Ég ætla auglýsa eftir Ström vélinni( Jón gísli Ström ) ÍR-ingum sárvantar nokkur mörk frá honum og ég held að hann stígi upp í kvöld hann er leikmaður sem hefur mikinn hraða og klárar færin sín vel en það er stórt stökk á milli Inkasso og 2.deildar .

Hinn hárfagri og facebook legendið Albert Brynjar Ingason er markhæstur Árbæinga í sumar og kemur það engum á óvart Albert hefur skorað 5 mörk þar sem af er sumri varnarmenn ÍR þurfa að hafa góðar gætur á honum á honum í kvöld
Fyrir leik
Breiðhyltingar hafa ekki náð að komast á flug þar sem af er sumri en þeir sitja í 10 sæti með 11 stig og hafa einungis skorað 11 mörk í fyrstu 10 umferðunum ÍR-ingar gerðu þó góða ferð austur í síðustu umferð þar sem þeir unnu Leiknir F 0-2 .

Árbæingar hafa hinsvegar verið á eldi og virðast ætla stoppa stutt í Inkasso ástríðunni þeir sitja á toppnum með 22 stig þetta lið er stútfullt af gæða leikmönnum sem margir hverjir eiga geta spilað í Pepsi þeir unnu Hauka í síðustu umferð 2-0
Fyrir leik
Hér mun fara fram bein textalýsing frá leik ÍR og Fylkir í Inkasso deildinni
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Oddur Ingi Guðmundsson
2. Ásgeir Eyþórsson
4. Andri Þór Jónsson
5. Orri Sveinn Stefánsson
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
11. Valdimar Þór Ingimundarson ('62)
11. Arnar Már Björgvinsson ('84)
14. Albert Brynjar Ingason (f)
16. Emil Ásmundsson ('27)
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Varamenn:
9. Hákon Ingi Jónsson ('62)
10. Andrés Már Jóhannesson ('27)
23. Ari Leifsson
24. Elís Rafn Björnsson ('84)
29. Axel Andri Antonsson

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Daði Ólafsson
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Magnús Gísli Guðfinnsson

Gul spjöld:
Orri Sveinn Stefánsson ('71)
Oddur Ingi Guðmundsson ('76)

Rauð spjöld: