Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
HK
3
0
BÍ/Bolungarvík
Eyþór Helgi Birgisson '41 , víti 1-0
Eyþór Helgi Birgisson '75 2-0
Stefán Jóhann Eggertsson '91 3-0
20.08.2011  -  14:00
Kópavogsvöllur
1. deild karla
Aðstæður: 13 stiga hiti, sól og blíða.
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Eyþór helgi Birgisson, HK.
Byrjunarlið:
Hafsteinn Briem
4. Leifur Andri Leifsson (f) ('87)
8. Stefán Jóhann Eggertsson
22. Ásgeir Aron Ásgeirsson
22. Jóhann Andri Kristjánsson ('69)

Varamenn:
2. Aron Bjarnason ('87)
6. Birgir Magnússon
10. Ásgeir Marteinsson
14. Friðrik Þór Gunnarsson ('69)
21. Ívar Örn Jónsson
23. Vigfús Geir Júlíusson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ásgeir Aron Ásgeirsson ('83)
Farid Abdel Zato-Arouna ('68)
Hafsteinn Briem ('50)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og velkomin í beina textalýsingu frá leik HK og BÍ/Bolungarvíkur í 1. deild karla. HK berst nú lífróður um sæti sitt í deildinni og sitja á botni deildarinnar á meðan BÍ/Bolungarvík á enn von um að komast upp úr deildinni gangi allt að óskum.

Við minnum fólk á að valdar færslur af samskiptavefnum Twitter koma hingað inn, notið #fotbolti í færslurnar svo eftir þeim sé tekið.
Fyrir leik
Leikmenn BÍ/Bolungarvíkur hittust á íþróttabarnum Players í hádeginu og horfðu á ensku úrvalsdeildina. Meiri hluti þeirra fylgdust með viðureign Arsenal og Liverpool en aðrir, þeirra á meðal Timo Ameobi, fylgdust með Newcastle-Sunderland en Shola bróðir hans leikur með Newcastle.
1. mín
Leikurinn er hafinn. BÍ/Bolungarvík byrjar með boltann.
11. mín
Leikurinn fer rólega af stað til að byrja með og engin færi litið dagsins ljós ennþá.
Runólfur Þórhallsson
Þvílík brunaútsala sem verður hjá HK ef þeir falla ! Haffi Briem fer í Pepsi og Orri Sigurður hlýtur að skipta um lið #fotbolti
21. mín
Eyþór Helgi Birgisson fékk fyrirgjöf inn í teiginn og var einn gegn Þórði Ingasyni en skallaði beint á hann.
34. mín
Það er enn nokkuð rólegt yfir þessu. Bæði lið hafa fengið hornspyrnur sem ekkert hefur komið spennandi úr. Vonandi fer að lifna yfir þessu.
40. mín
HK fær víti. Eyþór Helgi átti skot inn í teiginn sem fór í hönd Andra Rúnars Bjarnasonar og Vilhjálmur Alvar dómari dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu.
41. mín Mark úr víti!
Eyþór Helgi Birgisson (HK)
Eyþór Helgi skorar úr vítaspyrnunni.
44. mín
Guðjón Þórðarson og hans menn ósáttir eftir að Vilhjálmur Alvar dæmdi Tomi Ameobi brotlegan úti á miðjum velli.
45. mín
Atli Guðjónssonmiðvörður BÍ/Bolungarvíkur gerði sig sekan um hræðileg mistök og Stefán Jóhann Eggertsson nýtti sér það, og var að sleppa einn í gegn en missti boltann og langt framhjá sér. Hann náði honum þó upp við endamörk og sendi fyrir en þar var enginn til að taka á móti honum. Þarna skall hurð nærri hælum.
45. mín
Búið að flauta til hálfleiks hér í Kópavoginum og HK leiðir með einu marki gegn engu.
45. mín
Vilhjálmur Alvar dómari og þeir Eðvarð Eðvarðsson og Jóhann Óskar Þórólfsson línuverðir fá mikið baul stuðningsmanna gestanna þegar þeir ganga af velli.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn og engar breytingar á liðunum.
50. mín Gult spjald: Hafsteinn Briem (HK)
Hafsteinn Briem fær áminningu fyrir að brjóta á Nicholas Deverdics miðjumanni BÍ/Bolungarvíkur á miðjum vallarhelmingi gestanna.
56. mín
Loic Ondo í dauðafæri eftir hornspyrnu en náði ekki að koma boltanum á rammann. Gestirnir eru að komast meira inn í leikinn eftir að hafa ekki fengið færi í fyrri hálfleik.
57. mín
Guðjón Þórðarson stillti liði sínu upp í 5-3-2 leikkerfinu, með þrjá miðverði en var rétt í þessu að breyta því í 4-4-2. Sigurgeir Sveinn Gíslason sem var einn þriggja miðvarða er kominn upp á miðjuna. Bakverðirnir fara samt sem áður jafn hátt upp völlinn sem gæti boðið hættunni heim.
63. mín
Sigurgeir Sveinn fékk skurð á andlit eftir samstuð. Sjúkraþjálfarinn leit á sárið og fór með hann út að hliðarlínu til að gera að sárinu en þá tók Guðjón Þórðarson til hendinni lét Sigurgeir leggjast og lokaði sárinu sjálfur með þar til gerðum tólum úr sjúkraþjálfaratöskunni. Hann kann þetta allt kallinn.
65. mín
Nú átti Eyþór Helgi að koma HK í 2-0 en tókst ekki. Stefán Jóhann sendi góðan bolta fyrir markið og Eyþór Helgi var einn á auðum sjó en sendi boltann beint í hendur Þórðar Ingasonar. Mjög illa farið með gott færi.
66. mín
Inn:Matthías Kroknes Jóhannsson (BÍ/Bolungarvík) Út:Sölvi G Gylfason (BÍ/Bolungarvík)
Hólmbert Aron Friðjónsson - Fyrrverandi leikmaður HK:
HK að vinna, hef fulla trú á að strákarnir haldi hreinu og vinni þennan leik #komasvo #áframHK
68. mín Gult spjald: Farid Abdel Zato-Arouna (HK)
Farid fær áminningu fyrir að fara í fæturna á Sigurgeiri sem hafði boltann. Í kjölfarið var Sigurgeir sendur af velli, þar sem enn blæður úr sári hans. Gestirnir eru því manni færri í bili.
69. mín
Inn:Alexander Veigar Þórarinsson (BÍ/Bolungarvík) Út:Sigurgeir Sveinn Gíslason (BÍ/Bolungarvík)
Sigurgeir getur ekki haldið leik áfram svo Alexander Veigar kemur inn fyrir hann.
69. mín
Inn:Friðrik Þór Gunnarsson (HK) Út:Jóhann Andri Kristjánsson (HK)
HK skiptir hér um sóknarmann, engin breyting á leikkerfi en Jóhann Andri hafði fengið höfuðhögg og varð að fara af velli.
74. mín
Andri Rúnar Bjarnason í góðu skotfæri í teignum en skot hans yfir markið.
75. mín MARK!
Eyþór Helgi Birgisson (HK)
HK er komið í 2-0 og aftur skorar Eyþór Helgi sem nú fékk góða stungu inn fyirr vörnina BÍ/Bolungarvíkur og afgreiddi færið sitt vel einn gegn Þórði Ingasyni.
78. mín
Inn:Pétur Georg Markan (BÍ/Bolungarvík) Út:Andri Rúnar Bjarnason (BÍ/Bolungarvík)
Guðjón gerir hér sína síðustu skiptingu, nú er að sjá hvort Pétur Markan geti sett sitt mark á leikinn.
83. mín Gult spjald: Ásgeir Aron Ásgeirsson (HK)
Ásgeir Aron fær áminningu fyrir brot fyrir utan vítateig HK nærri hliðarlínu. Í kjölfarið kom aukaspyrna sem Ögmundur greip.
87. mín
Inn:Aron Bjarnason (HK) Út:Leifur Andri Leifsson (HK)
91. mín MARK!
Stefán Jóhann Eggertsson (HK)
Jæja, þá er fyrsti sigurinn staðreynd, HK komið í 3-0 og nú var það Stefán Jóhann Eggertsson sem skoraði. Hann fékk boltann vinstra megin í teignum, lék á Michael Abnett og setti framhjá Þórði í markinu. Vel afgreitt.
92. mín Gult spjald: Michael Abnett (BÍ/Bolungarvík)
Fyrir mótmæli.
93. mín
Leiknum er lokið og ljóst að það verður bið á því að HK falli úr deildinni því með sigrinum eiga þeir enn tölfræðilega möguleika á að bjarga sér. 10 stig í ÍR sem er í þriðja neðsta sæti og 12 stig í pottinum. Þar að auki mætast HK og ÍR í næsta leik í Breiðholtinu. Við komum með viðtöl og umfjöllun um leikinn hér á Fótbolta.net síðar í dag.
Byrjunarlið:
5. Loic Mbang Ondo
5. Michael Abnett
6. Gunnar Már Elíasson
7. Sigurgeir Sveinn Gíslason ('69)
9. Andri Rúnar Bjarnason ('78)

Varamenn:
12. Bjarki Pétursson (m)
10. Alexander Veigar Þórarinsson ('69)
13. Sigþór Snorrason
13. Pétur Georg Markan ('78)
15. Nikulás Jónsson
18. Matthías Kroknes Jóhannsson ('66)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Michael Abnett ('92)

Rauð spjöld: