Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Höttur
0
0
Haukar
Stefán Þór Eyjólfsson '68
19.05.2012  -  14:00
Fellavöllur
1. deild karla
Aðstæður: Frábærar. Gola og glampandi sólskin
Dómari: Magnús Þórisson
Áhorfendur: 300
Maður leiksins: Birkir Pálsson
Byrjunarlið:
12. Ryan Allsop (m)
Garðar Már Grétarsson ('77)
Þórarinn Máni Borgþórsson
2. Birkir Pálsson
4. Óttar Steinn Magnússon
7. Ragnar Pétursson
8. Stefán Þór Eyjólfsson
10. Högni Helgason ('86)
20. Bjartmar Þorri Hafliðason
23. Elmar Bragi Einarsson
23. Elvar Þór Ægisson

Varamenn:
1. Veljko Bajkovic (m)
6. Davíð Einarsson
7. Jóhann Valur Clausen ('77)
8. Friðrik Ingi Þráinsson ('86)
11. Jónas Ástþór Hafsteinsson
16. Óttar Guðlaugsson
19. Bjarni Þór Harðarson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Bjartmar Þorri Hafliðason ('38)
Stefán Þór Eyjólfsson ('32)

Rauð spjöld:
Stefán Þór Eyjólfsson ('68)
Fyrir leik
Frábært veður á Héraði og leikurinn hefst eftir 29 mín. Óli Jó ekki mættur en Guðmundur Mete stjórnar Haukum í dag.
Nýliðar Hattar með mun yngra lið í dag. Meðalaldur þeirra er 23,7 ár á meðan meðaldur Hauka er 29,4 ár.
Fyrir leik
Ef menn vilja twitta um leikinn þá biðjum við ykkur að gera #hottur og við fylgjumst með
Fyrir leik
Dómaratríóið er mætt til að hita upp, þeir eru í svörum stuttbuxum og sokkum í stíl!
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn, það hátíð í bæ! Fyrsti heimaleikur Hattar í 1. deild og fólk streymir á völlinn úr öllum áttum
@DagsiOdins
Af hverju er Kembe Jones ekki a skyrslu #hottur
1. mín
Leikurinn er hafinn! Upp með sokkana.
6. mín
Þetta fer rólega af stað, liðin eru að þreyfa fyrir sér. Höttur hefur fengið tvær aukaspyrnur sem hafa farið forgörðum.
10. mín
Höttur pressar stíft þessa stundina án þess að skapa sér afgerandi færi
14. mín
Fyrsta alvöru færi Hauka, það var fyrirliðinn Hilmar Trausti sem átti skot rétt framhjá.
17. mín
Flott spil heimamanna sem endaði með slöku skoti Fossárdalsbóndans. Haukar fóru beint í sókn og komust upp að endamörkum en sendingin fyrir endaði í höndum Ryan í markinu.
22. mín
Nettur pirringur í Haukaliðinu, þeim finnst dómarinn ekki vera á sínu bandi
27. mín
Elvar Ægisson komst næstum því inn í sendingu aftur á markvörð en Daði bjargaði á síðustu stundu. Bjarni Fel hefði sagt að þarna hefði hurð skollið nærri hælum.
32. mín Gult spjald: Stefán Þór Eyjólfsson (Höttur)
Heimskulegt brot, boltinn var ekki nálægt þegar Stefán sparkaði í Hilmar Trausta
32. mín
Ragnar Pétursson átti gott skot af 20 metrum rétt yfir mark Haukaliðsins
37. mín
Aukaspyrna á hættulegum stað. Stefán Þór mundaði vinstri fótinn en skotið fór rétt yfir
38. mín Gult spjald: Bjartmar Þorri Hafliðason (Höttur)
Klaufalegt brot hjá bóndanum
45. mín
Magnús Þórisson flautar til hálfleiks, staðan er 0-0 og hafa heimamenn verið sterkari aðilinn án þess að skapa sér hættuleg færi. Fólk streymir í sjoppuna, það er ekki kreppa á Héraði.
@DagsiOdins
Vonandi eru gaedi hattar a sama leveli og textalysingin fra leiknum #hottur #fossardalsbondinn
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn. Nú gerast hlutirnir.
48. mín
DAUÐAFÆRI Óttar Steinn átti skalla eftir hornspyrnu og Kristján Ómar bjargar á línu.
51. mín Gult spjald: Viktor Smári Segatta (Haukar)
Viktor fær gult fyrir brot á Fossárdalsbóndanum (Bjartmari). Viktor er ekki líklegur til að setja 10 mörk í dag
53. mín
Hattarmenn mun sterkari í byrjun síðari hálfleiks. Haukarnir pirraðir og kraftlausir.
54. mín
Inn:Aron Freyr Eiríksson (Haukar) Út:Anton Bjarnason (Haukar)
Haukarnir reyna að hrista upp í þessu. Þeir sakna greinilega Óla Jó.
61. mín
Meira jafnræði með liðunum núna. Höttur var að fá eitt hálffæri þar sem hægri fótur Stefáns sveik hann og skotið framhjá.
63. mín
Óttar Steinn með skalla rétt yfir eftir góða aukaspyrnu Stefáns.
65. mín
Haukarnir færa sig uppá skaftið. Fá tvær hornspyrnur en ná ekki að nýta sér þær.
66. mín
Inn:Aron Jóhannsson (Haukar) Út:Enok Eiðsson (Haukar)
68. mín Rautt spjald: Stefán Þór Eyjólfsson (Höttur)
Stefán missir boltann of langt frá og brýtur svo klaufalega af sér í kjölfarið að mati dómarans.
73. mín Gult spjald: Magnús Páll Gunnarsson (Haukar)
Magnús gefur Óttari Stein olnbogaskot og hefði spjaldið getað verið rautt að mati fréttaritara. Eysteinn Húni er óður á hliðarlínunni.
74. mín
Haukarnir eru komnir framar á völlinn. Eru líklegri núna eftir að Stefán var rekinn af velli.
77. mín
Inn:Jóhann Valur Clausen (Höttur) Út:Garðar Már Grétarsson (Höttur)
Skipting hjá Hetti. Jóhann á líklega að koma inn með hraða og leikni.
78. mín
Færi hjá Haukum. Sverrir Garðars með skalla eftir hornspyrnu og Birkir Páls bjargar á línu.
82. mín
Þung pressa frá Haukum þessa stundina. Hilmar Trausti með skot sem fer himinhátt yfir. Gísli Bjarna gæti fundið boltann útá golfvelli.
85. mín
DAUÐAFÆRI. Magnús Páll með skalla sem fer í varnarmann og þaðan í þverslá, svo hreinsaði Birkir Pálsson á línu. Hjartað stoppaði í Héraðsbúum
86. mín
Inn:Friðrik Ingi Þráinsson (Höttur) Út:Högni Helgason (Höttur)
Friðrik kemur inná. Gullfóturinn úr Árbænum á mjög líklega eftir að setja mark sitt á leikinn
87. mín
Ryan Allsop ver einn á móti Magnúsi Páli sem slapp í gegn. Bjartmar bóndasonur bjargaði svo á línu. ALLT AÐ VERÐA VITLAUST á Fellavelli
88. mín
Inn:Björgvin Stefánsson (Haukar) Út:Viktor Smári Segatta (Haukar)
Haukar skipta og ætla sér greinilega 3 stig hér í dag
89. mín
Jóhann Klausen næstum sloppinn í gegn, hann var rifinn niður og ekkert dæmt. Hattarmenn mjög ósáttir við dómara leiksins
90. mín
90 mínútúr liðnar og líklegt að dómari leiksins bæti 4 mínútum við
91. mín
Hilmar Trausti með annað skot LANGT yfir. Nú fór skotið aftur til Gísla Bjarna sem er kominn á 9. holuna á Ekkjufelli
Leik lokið!
Jafntefli á Fellavelli í leik Hattar og Hauka. Hattarmenn betri framan af en áttu undir högg að sækja eftir að hafa misst mann útaf. Haukarnir pressuðu stíft í lokin. Bæði lið líklega sátt með stigið.
Byrjunarlið:
Hilmar Trausti Arnarsson
7. Sigurbjörn Hreiðarsson
11. Magnús Páll Gunnarsson

Varamenn:
1. Magnús Þór Gunnarsson (m)
16. Aron Freyr Eiríksson ('54)
17. Gunnlaugur F. Guðmundsson
22. Björgvin Stefánsson ('88)
22. Alexander Freyr Sindrason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Magnús Páll Gunnarsson ('73)
Viktor Smári Segatta ('51)

Rauð spjöld: