Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Mjólkurbikar karla
Augnablik
LL 1
2
Stjarnan
Mjólkurbikar karla
Þróttur R.
LL 1
2
HK
Mjólkurbikar karla
Valur
LL 3
0
FH
Mjólkurbikar karla
LL 2
9
KR
FH
1
1
Víkingur Götu
Emil Pálsson '50 1-0
1-1 Adeshina Lawal '73 , víti
12.07.2017  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Aðstæður: Skýjað. Völlurinn er blautur.
Dómari: Petr Ardeleanu (Tékklandi)
Maður leiksins: Steven Lennon
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson ('90)
5. Bergsveinn Ólafsson
7. Steven Lennon
8. Emil Pálsson
18. Kristján Flóki Finnbogason
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson (f)
22. Halldór Orri Björnsson ('76)
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('76)

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
6. Robbie Crawford
11. Atli Guðnason ('76)
17. Atli Viðar Björnsson ('90)
28. Teitur Magnússon
29. Guðmundur Karl Guðmundsson ('76)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Pétur Viðarsson ('72)
Emil Pálsson ('79)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið.

Ég leyfi mér að segja að þetta séu hræðileg úrslit fyrir FH. Að minnsta kosti eru þetta ekki góð úrslit miðað við gang leiksins, þá voru FH töluvert betri aðilinn í leiknum og betra knattspyrnulið.

Það er hinsvegar ekki spurt að því. Víkingur í Götu fara sáttir heim með eitt útivallarmark til Færeyja fyrir seinni leikinn.

0-0 jafntefli í seinni leiknum og FH eru úr leik. FH þurfa að vinna úti og/eða skora fleiri mörk.
93. mín
VÓ!!

Atli Viðar með skot innan teigs rétt yfir markið. Fast en hittir ekki á markið. Þarna fór síðasta tækifæri FH í leiknum.
90. mín
Uppbótartíminn: Þrjár mínútur
90. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Pétur Viðarsson (FH)
Sóknarmaður inn, varnarmaður út.
87. mín
Tíunda hornspyrnan frá Steven Lennon en Gunnar Vatnhamar skallar frá.
86. mín
Varamennirnir með fín tilþrif.

Hedin Hansen með fyrirgjöf frá vinstri þar sem Andreas Olsen kom á fleygiferð, og "bakaði" boltann rétt framhjá markinu.
84. mín
Inn:Hedin Hansen (Víkingur Götu) Út:Vasile Anghel (Víkingur Götu)
Anghel á gulu spjaldi. Hann fiskaði vítið og hefur átt fínan leik.

Inn kemur Hedin Hansen, fæddur árið 1993 og fyrrum unglingalandsliðsmaður Færeyja.
83. mín
Kristján Flóki með skot utan teigs en beint á Elias í markinu.
81. mín
Bergsveinn með fína fyrirgjöf á Steven Lennon, sem rennir boltanum út á Guðmund Karl sem á skot í Hanus og aftur fyrir.

FH fær horn.
79. mín Gult spjald: Emil Pálsson (FH)
Of seinn í boltann og rennir sér í Fróda Benjaminsen.
76. mín
Þetta jöfnunarmark er mikið reiðarslag fyrir Fimleikafélagið.

Það er algjör þögn í stúkunni og fólk er í sjokki. Þetta getur reynst FH dýrt þegar upp er staðið!
76. mín
Inn:Guðmundur Karl Guðmundsson (FH) Út:Halldór Orri Björnsson (FH)
Tvöföld skipting hjá Heimi.
76. mín
Inn:Atli Guðnason (FH) Út:Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH)
75. mín Gult spjald: Vasile Anghel (Víkingur Götu)
Fyrir brot á Kristjáni Flóka.
73. mín Mark úr víti!
Adeshina Lawal (Víkingur Götu)
Stoðsending: Vasile Anghel
Öruggur. Sendir Gunnar í vitlaust horn og skorar.

Staðan er orðin jöfn! Þvílíkur skellur fyrir FH sem hafa verið töluvert betri allan leikinn!
72. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
Víkingur fær víti!!!!

Brýtur á Vasile Anghel sem komst allt í einu einn innfyrir.

Lawal gerði vel og flikkaði boltanum yfir vörn FH og þar sem Anghel mættur inn í teig. Einn gegn Gunnari, var hann mættur en Pétur braut á honum og réttilega dæmd vítaspyrna.
71. mín
Kristján Flóki með skalla framhjá markinu af stuttu færi eftir fína aukaspyrnu frá Bödda löpp.

Flóki virtist vera aleinn á fjærstönginni en skallinn ekki nægilega góður.
69. mín
FH-ingar fengu aukaspyrnu rétt fyrir framan hornfánann vinstra megin, Lennon tók spyrnuna sem fór í átt að nærstönginni. Þar var varamaðurinn, Andreas Olsen mættur og hreinsaði frá.
68. mín
Enn ein hornspyrna FH í leiknum, Lennon hefur tekið þær allar.

Nú er hann nánast búinn að skora beint úr hornspyrnunni en Elias kýlir boltann frá af marklínunni. Hætta sem þarna skapaðist.
63. mín
Inn:Andreas Olsen (Víkingur Götu) Út:Gert Åge Hansen (Víkingur Götu)
Hægri bakvörðurinn út og Andreas Olsen inn, sem fer beint á hægri kantinn og Gunnar Vatnhamar niður í hægri bakvörðinn.
62. mín
Steven Lennon tekur spyrnuna sjálfur, engin hætta og boltinn vel yfir markið. Full mikil bjartsýni.
61. mín
Atli Gregersen brýtur á Steven Lennon sem gerði vel og hélt boltanum með þrjá Víkinga á bakinu.
59. mín
Halldór Orri rennir boltanum út á Kristján Flóka sem á skot við vítateigslínuna, en boltinn hárfínt yfir þverslánna.

Fín tilraun og fínt skot hjá Andy Carroll FH-inga, Kristjáni Flóka.
58. mín
Þórarinn Ingi reynir skot utan teigs en Hans Djurhuus gerir vel og rennir sér fyrir boltann.
56. mín
Enn ein hornspyrnan sem FH fær, núna er það Erling Jacobsen sem pikkar boltanum aftur fyrir eftir baráttu við Steven Lennon.
53. mín Gult spjald: Fródi Benjaminsen (Víkingur Götu)
Fyrir að fara í Gunnar eftir að hafa handsamað boltann.
52. mín
Gunnar ver skot frá Sölva Vatnhamar utan teigs eftir hornspyrnuna.

Boltinn fór framhjá mörgum leikmönnum beggja liða og Gunnar virtist sjá boltann seint, hann missti boltann frá sér en náði á síðustu stundu að kasta sér á boltann. Heppnin með Gunnari þarna.
51. mín Gult spjald: Atli Gregersen (Víkingur Götu)
Eftir atgang inn í vítateig FH áður en gestirnir ná að taka hornspyrnuna.
51. mín
Gunnar Vatnhamar með fyrirgjöf frá hægri sem fer í Halldór Orra og nú fá gestirnir hornspyrnu.
50. mín MARK!
Emil Pálsson (FH)
Stoðsending: Steven Lennon
FH-INGAR ERU KOMNIR YFIR!

Steven Lennon með frábæra hornspyrnu inn í markteig Víkings sem Emil stangar í netið. Stökk mannahæst og þetta var bara spurning um að hitta á rammann. Sem hann jú gerði og FH-ingar byrja seinni hálfleikinn af krafti!
50. mín
Kristján Flóki með fyrirgjöf en Erling Jacobsen kemst fyrir og boltinn aftur fyrir. Önnur hornspyrna.
46. mín
FH fær fyrsta hornið í seinni hálfleik eftir 38 sekúndur.

Steven Lennon með spyrnuna frá hægri og boltinn fer aftur fyrir áður en hann kemst inn í teig. Óheppilegt.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikurinn er byrjaður.
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik.

Það er ótrúlegt að staðan sé 0-0 í hálfleik miðað við færin sem hafa litið dagsins ljós hér í fyrri hálfleiknum. FH-ingar þurfa að halda áfram af sama krafti og þeir hljóta að ná að pota inn einu til tveimur mörkum fyrir leikslok. Annað yrðu vonbrigði.
45. mín
Böðvar með fyrirgjöfina sem Gert Åge skallar aftur fyrir.

Steven Lennton tekur spyrnuna stutt, sendir hann út á Böðvar sem kemur með góða spyrnu fyrir sem Kassim Doumbia skallar himinhátt yfir markið.
45. mín
Uppbótartíminn: 1 mínúta
43. mín
Eftir darraðadans í teignum kýlir Elias boltann langt út fyrir og alla leið í innkast.
42. mín
Fyrirliðinn, Atli Gregersen pikkar boltanum af Steven Lennon og aftur fyrir. FH fær horn.
41. mín
Þórarinn Ingi í heldur betur góðu færi eftir fyrirgjöf frá Böðvari, en skot hans í hliðarnetið.
38. mín
BOLTINN Í STÖNGINA!

Bergsveinn Ólafsson með þessa glimrandi fyrirgjöf frá hægri, enginn FH-ingur var reyndar nálægt en misskilningur í vörn Víkings sem endar með því að annað hvort Atli eða Gert Åge Hansen stýrir boltanum í stöngina og aftur út, og síðan nær sá síðarnefndi að hreinsa frá.

Þarna skall hurð nærri hælum!
31. mín Gult spjald: Adeshina Lawal (Víkingur Götu)
Þvílíka bullið í drengnum. Brýtur sakleysilega á Þórarni Inga á miðjum vallarhelmingi FH. Réttilega dæmd aukaspyrna og hann ákveður að sparka boltanum í burtu. Glórulaust hjá Nígeríumanninum.
28. mín
Sölvi Vatnhamar kemur með fyrgjöf frá hægri sem Gunnar grípur auðveldlega.
26. mín
Steven Lennon með aukaspyrnu fyrir FH sem Hans Djurhuus skallar frá, Lennon fær hinsvegar boltann aftur og reynir að taka tvo varnarmenn Víkings á, en Djurhuus nær boltanum af honum.
22. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ GESTUNUM!

Eftir fyrirgjöf frá Gert Hansen frá hægri, barst boltinn til vinstri þar sem Fródi Benjaminsen gaf fyrirgjöf á fjær og þar var Vasile Anghel í dauðafæri og átti skalla sem skoppaði framhjá fjærstönginni, frá markteig.

Þarna voru FH-ingar stálheppnir. Hér í Hafnarfirði er heldur betur líf og fjör.
19. mín
Böðvar með aukaspyrnu á fjærstöngina, Kassim í baráttunni og gestirnir skalla í horn. Það liggur vel á gestunum þessa stundina.

Lennon tók hornspyrnuna Vasile Anghel liggur eftir í teignum og Víkingur fær aukaspyrnu.
18. mín
ÞVÍLÍKA DAUÐAFÆRIÐ HJÁ FH!!!

Þórarinn Ingi gaf fyrir, boltinn barst á Steven Lennon sem stóð aftarlega í teignum, hann gaf þessa fínu fyrirgjöf á Halldór Orra sem skallar að marki af markteig, boltinn hreinlega fer í Elias í markinu og þaðan í þverslánna og í kjölfarið hreinsa Færeyingarnir frá!
17. mín
Gunnar Vatnhamar klobbar Böðvar Böðvarsson og kemur síðan með þessa fínu fyrirgjöf sem fer yfir allan pakkann. Gestirnir halda þó pressunni áfram, en að lokum er brotið á Bergsveini og aukaspyrna dæmd.
17. mín
Færeyingarnir liggja full aftarlega þegar FH-ingar leika með boltann á vallarhelmingi gestanna.
13. mín
Steven Lennon skorar stórkostlegt mark eftir sendingu frá Halldóri Orra. En hendi dæmt.

Hárréttur dómur. Þegar Steven tók við boltanum, þá skoppaði hann í hendina á honum áður en hann lét vaða, með þessu líka geggjuðu skoti sem Elias átti ekki möguleika í markinu.
8. mín
Kassim skallar frá, boltinn berst aftur til Sölva sem reynir fyrirgjöf sem fer í varnarmann FH og aftur horn.

Gunnar gerir vel og grípur boltann frá Sölva. Fín spyrna en Gunnar vel á verði inn í markteignum.
7. mín
Anghel með fyrirgjöf frá vinstri sem fer í Bergsvein og aftur fyrir.

Sölvi Vatnhamar tekur hornið.
7. mín
FH-ingar halda boltanum ágætlega fyrstu mínúturnar og eru að sækja á vallarhelmingi gestanna.

Allir leikmenn Víkings eru á sínum vallarhelmingi þessa stundina. Eins og við mátti búast, síðan sækja þeir með hröðum skyndisóknum. Sem við höfum reyndar ekki séð enn í kvöld. Bíðum og sjáum hvað setur.
5. mín
Halldór Orri með fyrirgjöf sem fer yfir Þórarin Inga og í varnarmenn Víkings.

FH-ingar heimta hendi en ekkert dæmt. Sá þetta ekki. Líklega rétt að láta þetta vera.
3. mín
Gert Hansen með langt innkast sem Doumbia skallar frá. Eftir klafs í teignum er Fródi Benjaminsen síðan dæmdur brotlegur, en hann fór í tæklingu við Doumbia og Kassim lá eftir. Réttilega dæmt.
1. mín
Liðsuppstilling FH 4-4-2:
Gunnar Nielsen
Bergsveinn - Kassim - Pétur - Böðvar
Þórarinn Ingi - Emil - Davíð Þór - Halldór Orri
Lennon - Kristján Flóki

Liðsuppstilling Víkings 4-2-3-1:
Elias Rasmussen
Gert Hansen - Atli Gregersen - Erling Jacobsen - Hanus
Fródi - Hans Djurhuus
Gunnar Vatnhamar - Sölvi Vatnhamar - Vasile Anghel
Adeshina Lawal
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er byrjaður. FH leikur í hvítum búningum og svörtum stuttbuxum.

Víkingur í ljósblárri treyju og hvítum stuttbuxum.
Fyrir leik
Fyrir leik
Það er kátt á hjalla hjá þeim Færeyingum sem mættir eru á leikinn. Þeir eru hoppandi og trallandi í stúkunni og syngjandi söngva eins og enginn sé morgundagurinn. Virðist vera fjölmennur hópur Færeyinga á leiknum sem er gaman að!
Fyrir leik
Fyrir þá sem ekki komast á leikinn í kvöld er hægt að horfa á leikinn á netinu með því að kaupa sér aðgang á: http://www.livesports.is/


Fyrir leik
,,Þeir eru vel skipulagðir. Allavegana í þessum tveimur leikjum gegn liðinu frá Kosovó, Trepca. Þá lágu þeir til baka og beittu skyndisóknum og þeir gerðu það mjög vel. Við megum eiga von á sama frá þeim á morgun," sagði fyrirliði FH, Davíð Þór Viðarsson á fréttamannafundi í gær í aðdraganda leiksins.
Fyrir leik
Atli Gregersen, fyrirliði Víkings, var í viðtali við Vísi.is fyrir leikinn, en þar sagðist hann ekki vita mikið um FH-liðið. Hann vissi þó um framherjann, Kristján Flóka Finnbogason.

Kristján Flóki hefur verið öflugur í sumar, en hinn færeyski Atli líkti honum við Andy Carroll, sóknarmann West Ham, í viðtalinu.

,,Þeir eru auðvitað með stóra Andy Carroll frammi sem er mjög góður," sagði Atli í viðtalinu.
Fyrir leik
Það er grenjandi rigning í Hafnarfirðinum akkúrat núna.
Fyrir leik
Í færeyska liðinu eru fjöldinn allur af núverandi og fyrrum landsliðsmönnum Færeyja. Einnig eru þeir með nokkra núverandi og fyrrverandi unglingalandsliðsmenn.

Númer 13 er Erling Dávidsson fyrrum landsliðsmaður, markvörðurinn Elias Rasmussen er fæddur árið 1996 og er unglingalandsliðsmaður og þá er Gunnar Vatnhamar leikmaður númer 24 einnig fyrrum unglingalandsliðsmaður fæddur árið 1995.

Leikreyndasti landsliðsmaðurinn er Fródi Benjaminsen þá eru þeir Atli Gregersen og Sølvi Vatnhamar fastamenn í færeyska landsliðinu.
Fyrir leik
Á leið minni á völlinn keyrði ég framhjá Ölhúsinu í Hafnarfirði. Heimavelli Mafíunnar Ultra þar var var ansi fjölmennt og glatt á hjalla. Stuðningsmenn beggja liða voru þar að hita upp fyrir leikinn og voru að mér sýndist á leiðinni á völlinn.
Fyrir leik
Bæði lið eru byrjuð að hita upp og fólk er farið að streyma í stúkuna.

Það er vonandi að Íslendingar fjölmenni í Kaplakrikann í kvöld og hvetji íslenska knattspyrnu áfram í Evrópu.

Við höfum verið að fá fyrirspurnir hvort leikurinn sé einhversstaðar sýndur. Svarið er: Já.
Fyrir leik
Byrjunarlið Víkings:
1. Elias Rasmussen (GK)
3. Hanus Jacobsen
4. Atli Gregersen (C)
7. Fródi Benjaminsen
10. Sølvi Vatnhamar
13. Erling Jacobsen
16. Hans Jørgen Djurhuus
19. Vasile Anghel
21. Gert Åge Hansen
24. Gunnar Vatnhamar
30. Adeshina Lawal
Fyrir leik
Heimir Guðjónsson þjálfari FH stillir upp sama byrjunarliði og tapaði gegn Víkingi Ólafsvík í Pepsi-deildinni á föstudaginn.

Byrjunarlið FH:
1. Gunnar Nielsen (GK)
4. Pétur Viðarsson
5. Bergsveinn Ólafsson
7. Steven Lennon
8. Emil Pálsson
9. Þórarinn Ingi Valdimarsson
10. Davíd Vidarsson
18. Kristján Flóki Finnbogason
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
22. Halldór Orri Björnsson
Fyrir leik
Miðjumaðurinn, Sølvi Vatnshamar er Víkingur í húð og hár. Hann er fæddur árið 1986 og er þetta áttunda tímabilið hans með Víking. Hann hefur skorað fimm mörk það sem af er þessu tímabili en í fyrra skoraði hann heil 14 mörk.

Hann er einn af landsliðsmönnum Víkings. Hann hefur leikið alla sex leiki Færeyja í undankeppni HM.
Fyrir leik
Adeshina Abayomi Lawal er markahæsti leikmaður Víkings á þessu tímabili. Hann gekk í raðir félagsins frá ÍF frá Fuglafirði fyrir tímabilið. Hann hefur skorað 9 mörk í 14 leikjum. Hann kemur frá Nígeríu en hann hefur spilað í Færeyjum frá árinu 2013.
Fyrir leik
Einn Færeyingur spilar með liði FH en það er landsliðsmarkvörður þjóðarinnar, Gunnar Nielsen.
Fyrir leik
Víkingur Göta er á toppi úrvalsdeildarinnar í Færeyjum en þeir slógu út lið frá Kosovó í síðustu umferð. FH sátu hjá í þeirri umferð.
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá Kaplakrikavelli.

Í kvöld eigast við FH og Víkingur Götu frá Færeyjum í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar.
Byrjunarlið:
1. Elias Rasmussen (m)
3. Hanus Jacobsen
4. Atli Gregersen
7. Fródi Benjaminsen
10. Sølvi Vatnhamar
13. Erling Jacobsen
16. Hans Jørgen Djurhuus
19. Vasile Anghel ('84)
21. Gert Åge Hansen ('63)
24. Gunnar Vatnhamar
30. Adeshina Lawal

Varamenn:
25. Barður Á Reynatrøð (m)
2. Andreas Olsen ('63)
8. Hedin Hansen ('84)
15. Jákup Olsen
18. Arnbjørn Svensson
20. Hans Jákup Lervig
22. Ási Dalheim Rasmussen

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Adeshina Lawal ('31)
Atli Gregersen ('51)
Fródi Benjaminsen ('53)
Vasile Anghel ('75)

Rauð spjöld: