Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
ÍR
1
3
Selfoss
Óskar Jónsson '8 1-0
1-1 Elvar Ingi Vignisson '66
1-2 Svavar Berg Jóhannsson '90
1-3 Ivan Martinez Gutierrez '90
15.07.2017  -  14:00
Hertz völlurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Aðstæður: Úði og skýjað blautur völlur góðar aðstæður
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Óskar Jónsson
Byrjunarlið:
1. Steinar Örn Gunnarsson (m)
Hilmar Þór Kárason ('69)
4. Már Viðarsson (f)
10. Viktor Örn Guðmundsson
13. Andri Jónasson
14. Óskar Jónsson
18. Jón Arnar Barðdal ('76)
21. Jordian Farahani
22. Axel Kári Vignisson
27. Sergine Fall
29. Stefán Þór Pálsson

Varamenn:
3. Reynir Haraldsson
6. Brynjar Steinþórsson
7. Jón Gísli Ström ('69)
7. Jónatan Hróbjartsson
11. Guðfinnur Þórir Ómarsson

Liðsstjórn:
Arnar Þór Valsson (Þ)
Ásgeir Aron Ásgeirsson (Þ)
Halldór Arnarsson
Helgi Freyr Þorsteinsson
Styrmir Erlendsson
Sævar Ómarsson
Eyjólfur Þórður Þórðarson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Selfoss vinnur 3-1 í leik þar sem ÍR var allan tíman líklegri en ná ekki að klára leikinn og gestirnir refsa fyrir það !

90. mín MARK!
Ivan Martinez Gutierrez (Selfoss)
Hvað er að gerast hérna ! ÍR-ingar nálagt því að jafna fá horn og það fara allir fram þar á meðal Steinar markmaður Selfoss nær að hreinsa boltan og Ivan er einn á auðum sjó hleypur með boltan nánast í markið 1-3 Selfoss
90. mín MARK!
Svavar Berg Jóhannsson (Selfoss)
Stoðsending: Andy Pew
Það er rán um hábjartan dag í Breiðholtinu það er brotið á Steinari í markinu þegar hann kýlir boltan frá Helgi dæmir ekkert boltinn fellur fyrir Andy Pew sem að bombar honum í átt að marki í Svavar Berg og þaðan í netið ! 1-2 Selfoss
90. mín
Eftirlits dómarinn segir 4 viðbótar mínútur
89. mín
Svo nálagt ! Jón Gísli reynir fyrirgjöf sem fer í varnarmann yfir Gaua í markinu og í þverslánna ÍR fá horn !
88. mín
88 mínútur á klukkunni og bæði lið sækja á lokakaflanum og ætla sér sigur
86. mín
ÚFF Selfoss við það að komast í færi en Axel Kári rétt nær að hreinsa boltanum áður en þeir komast í skotið inn í teig ! Horn Selfoss
84. mín
Frábær skyndisókn hjá ÍR en og aftur Viktor með snuddu bolta á Strömvélina sem fer illa með pew og leggur hann út á Styrmir Erlends en hann skýtur yfir úr góðu færi
83. mín
Fall með fínt skot en Gaui er búin vera örruggur í markinu í dag og gripur það
82. mín
3 rangstæður á 2 mínútum á heimamenn þeir ætla sér að sækja sigur
80. mín
Tíu mínútur eftir og Selfoss fá horn nær annað hvort liðið að bæta við marki
76. mín
Inn:Styrmir Erlendsson (ÍR) Út:Jón Arnar Barðdal (ÍR)
Jón Arnar fer útaf búin að vera góður og inn á kemur Kvennagullið Styrmir Erlendsson
75. mín
Inn:Óttar Guðlaugsson (Selfoss) Út:Þorsteinn Daníel Þorsteinsson (Selfoss)
Þorsteinn virðist vera meiddur fer hér útaf eftir högg
74. mín
Fall en og aftur að ógna vörn gestanna keyrir upp vinstri kantinn leggur hann inn í teig á Jón Arnar sem nær ekki skotinu laumar honum á Stefán Þór sem á skot af stuttu færi en yfir markið
73. mín
Fín hugmynd hjá Viktori ætlaði setja spyrnuna eftir jörðinni í markmannshornið en varnarmenn Selfoss lásu hann og komast fyrir
72. mín Gult spjald: Gylfi Dagur Leifsson (Selfoss)
Helgi Mikael gerir rétt hérna Fall er að sleppa í gegn Gylfi setur löppinna í hann og í engu jafnvægi tekur Fall skotið en yfir . Helgi dæmir og ÍR fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað
70. mín
Meira líf í Selfoss í síðari hálfleik og þeir uppskera mark ná ÍR-ingar að svara þessu marki ?
69. mín
Inn:Jón Gísli Ström (ÍR) Út:Hilmar Þór Kárason (ÍR)
Fyrsta skipting heimamanna Hilmar Þór út og Strömvélinn inn
66. mín MARK!
Elvar Ingi Vignisson (Selfoss)
Uxinn hefur jafnað metinn ! Smá kraðak í teig ÍR-inga og boltinn fellur fyrir Elvar sem nær skotinu´í varnarmann og lekur í hornið 1-1 !
65. mín
Inn:Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss) Út:Kristinn Sölvi Sigurgeirsson (Selfoss)
Fyrsta skipting gestanna eins og ég spáði Ingi Rafn fyrsti maður inn
65. mín
Mikið líf þessa stundina Selfoss fær hornspyrnu
63. mín
Flott skyndisókn hjá ÍR. Jón Arnar Barðdal með eina snuddusendingu milli hafsentar og bakvarðar á Sergine Fall sem kemst í gott skotfæri en Gaui gerir mjög vel að verja og halda boltanum
62. mín
James Mack núna með skot en boltinn langt yfir . Miklu meira sóknarlíf í gestunum í síðari
60. mín
Svavar Berg með lúmskt skot sem fer í varnarmann og rétt yfir markið !
58. mín
Selfoss með flotta sókn spila sig vel í gegn og boltinn endar hjá Uxanum sem lætur verja frá sér í góðu færi en línuvörðurinn var búinn að flagga flott sókn hjá gestunum
54. mín
Óskar fær aðeins að finna fyrir því hérna Selfoss mæta mun grimmari í sínar tæklingar í síðari hálfleik Gunnar greinilega tekið létta hárþurrku í hálfleik
52. mín
ÍR halda áfram frá því sem af var horfið og halda bolta vel innan liðsins og spila aggresívt á leikmenn Selfossar
48. mín
Selfoss koma grimmari til síðari hálfleiks ! En fyrsta skotið er ÍR-inga Viktor Örn með laflaust skot beint á Gaua Carra
45. mín
Síðari hálfleikur er kominn af stað
45. mín
Hálfleikur
Það er komin hálfleikur í Breiðholtinu staðan er 1-0 fyrir ÍR sem hafa verið mun baráttuglaðari og ákveðnari í fyrri hálfleiknum kæmi mér ekki á óvart ef að Gunnar Borgþórs myndi taka skiptingu í hálfleik !
Það mígrignir sem gerir leikinn en skemmtilegri í seinni hálfleik
43. mín
Ingó minn farðu nú að ákveða þig ætlaru að hafa sólskin eða rigningu ?
41. mín
Uxinn straujaður ! Elvar vinnur boltann af Sergine Fall keyrir af stað en Óskar Jónsson sem hefur átt frábæran fyrri hálfleik tekur frábæra tæklingu og bjargar því að Elvar komist í skotfæri
38. mín
Selfoss ógnar flott fyrirsending á Elvar Ingi sem leggur hann út í teig en Már viðarsson réttur maður á réttum stað bombar boltanum upp í loft sem endar á því að Steinar grípur hann og Elvar brýtur á honum í loftinu
36. mín
En ein góð skyndisókn hjá ÍR Jón Arnar Barðdal sem hefur verið góður í dag á langa sendingu á Hilmar Þór sem leggur hann frá vinstri yfir á hægri á Stefán Þór en hann nær ekki alveg nógu góðu skoti og Gaui ver
33. mín
Selfoss eru ekki að ná að ógna heimamönnum nóg kæmi mér ekki á óvart ef að Ingi Rafn kæmi inn í hálfleik til að fríska upp á þetta
30. mín
Það er smá harka hérna á Hertz vellinum enda bjóða aðstæður upp á tæklingar Helgi Mikael er hinsvegar með alla stjórn og hleypir þessu ekki upp í neina vitleysu
27. mín
ÍR-ingar eru áskrifendur af hornum í dag . Gestirnir ráða illa við hraða Sergine Fall sem að keyrir trekk í trekk á vörnina og ógnar
25. mín
Selfyssingar eru einstaklega vel klipptir í dag greinilegt að Kjartan rakari hefur verið upptekinn í vikunni
22. mín
Selfoss með færi Elvar Ingi með fínt skot fyrir utan teig en boltinn svífur framhjá markinu
22. mín
Lítið af marktækifærum þessa stundina ágætis mæting á völlinn þrátt fyrir veðurtilburðið veðurguðsins
17. mín
Andri Jónasson með góðan skalla yfir markið eftir hornspyrnu Viktors
16. mín
Gaui Carra í vandræðum Axel tekur langan bolta inn í teig sem hann hittir illa en endar sem skot upp í samskeytinn og Gaui slær hann í horn
15. mín
Frábær skyndisókn hjá ÍR-ingum langur bolti á Fall sem notar allan hraðann sinn og keyrir á vörn gestanna nær fínni fyrir sendingu en Selfoss hreinsar í horn
14. mín
Selfyssingar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað
11. mín
ÍR hafa byrjað fyrstu mínúturnar betur og virðast ákveðnir í að sækja þrjú stig , Selfyssingar verða að vakna ef þeir ætla ekki fá á sig annað mark hérna
8. mín MARK!
Óskar Jónsson (ÍR)
ÞVÍLIKT MARK ! ÍR taka hornspyrnu sem Selfoss skallar frá boltinn endar hjá Óskari fyrir utan teig sirkað 30 metra færi hann hamrar hann í fyrsta heldur honum niður á jörðinni og óverjandi í fjærhornið ! Óskar Sleggja heyrist í stúkunni
8. mín
ÍR fá fyrstu hornspyrnu leiksins
6. mín
Hvaða mataræði er Elvar Ingi Vignisson á ætti að vera ólöglegt að vera í svona geggjuðu formi
5. mín
Selfoss ná fínni sókn en skotið er yfir
4. mín
Leikmenn eiga erfitt með að fóta sig og taka við boltanum í bleytunni þetta gæti boðið upp á skemmtilegan leik mistök og mörk !
2. mín
ÍR eiga fyrstu alvöru sóknina Hilmar Þór kemst inn í teig gestanna á skot í varnarmann fær frákastið en hittir hann illa og skýtur framhjá
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað ÍR byrjar með boltan og sækja í átt að Kópavogi
Fyrir leik
"Hard in the paint" er sett á fóninn þegar leikmenn ganga inn á völlinn alvöru músík í Breiðholtinu
Fyrir leik
Ingó , það er byrjað að rigna þú lofaðir sólskini laga þetta takk
Fyrir leik
Leikmenn hafa lokið upphitun það styttist í leik
Fyrir leik
Ungstirnið og Stjörnudómarinn Helgi Mikael verður með flautuna í dag ! Góður dómari sem er búin að sanna sig á efstu stigum knattspyrnunar
Fyrir leik
ÍR-ingar gera 5 breytingar á byrjunarliðinu sínu frá því í síðasta leik Addó er að dreifa álaginu. Inn í liðið koma menn eins og Stefán Þór og Sergine Mdou Fall en þeir lífguðu mikið upp á leik liðsins gegn Fylkir þegar þeir komu inná Jón Gísli Ström , Styrmir Erlendsson , Jónatan Hróbjartsson eru allir bekkjaðir í dag

Selfoss gerir 3 breytingar frá tapinu gegn Haukum í síðustu umferð Inn koma Gylfi Dagur , Svavar Berg og Kristinn Sölvi á bekkinn setjast Ingi Rafn , Giordano Pantano og Sindri Pálmarsn er ekki í hóp
Fyrir leik
Veðurguðinn var að hringja í mig hann ætlar að skella sólskini á stúkuna og vill sjá sem flesta mæta !
Fyrir leik
Það verður gaman að sjá einvígið milli stuðningsmanna í stúkunni í dag þar sem Goðsögnin Halli Reynis (ÍR skorar mörkin) og Selfoss hnakkinn Ingó Veðurguð gætu mæst til að styðja sín lið .

Það má samt benda Ingó á að það er Júlí mánuður og laugardagur þetta veður undanfarið er ekki boðlegt , kippa þessu í lag Ingó minn.

Fyrir leik
Eftir síðasta leik heimamanna var Addó spurður út í sóknarleik ÍR og hvort það væru nýjir leikmenn að koma inn í glugganum þá sagði Addó
"Ég ætla bara sækja trú leikmanna á því að þeir geti skorað við erum með fullt af mönnum sem geta skorað "
Fyrir leik
ÍR-ingar sitja í 10 sæti með 11 stig eftir fyrri umferð Inkasso deildarinnar. Þeir hafa verið spila vel í sumar en en það vantar helsumuninn upp á og þeir þurfa að gera Hertz völlinn að virki og sæki stigín sín á heimavelli ef þeir ætla ekki vera í fallbaráttu í lok tímabils.

Selfoss situr í 6 sæti með 15 stig og eru að taka ná fínum úrslitum og ná í góð stig hér og þar . Þeir hafa verið að spila flottan varnarleik en það vantar aðeins upp á sóknina líkt og hjá ÍR-ingum.
Fyrir leik
Hér mun fara fram bein textalýsing frá leik ÍR og Selfoss í Inkasso Deildinni
Byrjunarlið:
1. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson ('75)
3. Gylfi Dagur Leifsson
4. Andy Pew (f)
7. Svavar Berg Jóhannsson
8. Ivan Martinez Gutierrez
13. Kristinn Sölvi Sigurgeirsson ('65)
14. Hafþór Þrastarson
15. Elvar Ingi Vignisson
16. James Mack
18. Arnar Logi Sveinsson

Varamenn:
1. Pétur Logi Pétursson (m)
9. Alfi Conteh Lacalle
12. Giordano Pantano
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson
23. Arnór Ingi Gíslason

Liðsstjórn:
Gunnar Borgþórsson (Þ)
Ingi Rafn Ingibergsson
Óttar Guðlaugsson
Jóhann Bjarnason
Hafþór Sævarsson
Jóhann Árnason
Baldur Rúnarsson

Gul spjöld:
Gylfi Dagur Leifsson ('72)

Rauð spjöld: