Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
66' 1
0
Valur
Selfoss
2
1
HK/Víkingur
0-1 Isabella Eva Aradóttir '14
Magdalena Anna Reimus '45 1-1
Kristrún Rut Antonsdóttir '67 2-1
16.07.2017  -  19:15
JÁVERK-völlurinn
1. deild kvenna
Aðstæður: Völlurinn góður. Rok en kalt.
Dómari: Ragnar Þór Bender
Áhorfendur: 300
Maður leiksins: Magdalena Anna Reimus
Byrjunarlið:
12. Chante Sherese Sandiford (m)
Anna María Friðgeirsdóttir ('55)
5. Brynja Valgeirsdóttir
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
8. Íris Sverrisdóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir ('90)
14. Karitas Tómasdóttir
16. Alexis C. Rossi
17. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir
18. Magdalena Anna Reimus
23. Kristrún Rut Antonsdóttir

Varamenn:
11. Karen Inga Bergsdóttir
15. Unnur Dóra Bergsdóttir ('90)
19. Alex Nicole Alugas ('55)
25. Eyrún Gautadóttir

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Katrín Ýr Friðgeirsdóttir
Erna Guðjónsdóttir
Arnheiður Helga Ingibergsdóttir
Svandís Bára Pálsdóttir
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Ísabella Sara Halldórsdóttir
Jóhann Ólafur Sigurðsson
Margrét Katrín Jónsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
GAME OVER!

Leiknum lokið með gríðarlega mikilvægum sigri Selfyssinga!

Takk fyrir mig í kvöld, skýrsla væntanlega innan tíðar.
90. mín
Erum komin í uppbótartíma.

Áhorfendur að láta í sér heyra!
90. mín
Inn:Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss) Út:Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss)
90. mín
Þarna héldu gestirnir að þær væru að fá hornspyrnu en dómarinn var búin að lyfta flagginu, Ísafold fyrir innan.
87. mín
Chanté virðist vera orðin eitthvað tæp því hún er farin að láta Brynju Valgeirsdóttur miðvörð taka markspyrnurnar fyrir sig.
86. mín
Athyglisverðar lokamínútur framundan!

Spurnig hvort við fáum einhverja dramatík.
85. mín
Inn:Brynhildur Vala Björnsdóttir (HK/Víkingur) Út:Laufey Elísa Hlynsdóttir (HK/Víkingur)
Síðasta skipting gestanna.
80. mín
Laufey Elísa tekur aukaspyrnuna en spyrnan ekkert sérstök og Chanté ver auðveldlega.
78. mín
Chante með skelfilega takta.

Kemur ansi laust skot/sending innfyrir frá leikmanni HK/Víkings og Chante gefur merki um að hún taki boltann, hún ákveður þó að fara útur teignum og sparka boltanum staðin fyrir að taka hann inn í teig og jafnvel taka hann upp með höndum. Endar á því að sparka boltanum beint í höndina á Alexis Rossi varnarmanni Selfyssinga og gestirnir fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað, á vítateigslínunni!
77. mín
Gestirnir að slaka á eftir að hafa tekið ágætis rispu eftir að Selfyssingar komust yfir. Selfyssingar hægt og rólega að taka völdin á ný.
74. mín
Inn:Ísafold Þórhallsdóttir (HK/Víkingur) Út:María Soffía Júlíusdóttir (HK/Víkingur)
73. mín
Það er aldeilis að gestirnir eru að sækja í sig veðrið!

Fín stungusending innfyrir á Eddu Mjöll sem sér ekki Maríu Soffíu sem er ein á auðum sjó vinstra megin við hana. Edda Mjöll tekur því skotið sem er slappt og Chanté ver auðveldlega.
71. mín
HK/Víkingur fá hér tvær hornspyrnur í röð en því miður fyrir þær ná þær ekkert að nýta sér þær.
70. mín
Gestirnir fá hér hornspyrnu og það verður spennandi að sjá hvernig þær bregðast við þessari stöðu!
67. mín MARK!
Kristrún Rut Antonsdóttir (Selfoss)
Stoðsending: Magdalena Anna Reimus
MAAAAARK!

Selfyssingar eru komnir yfir og þá hafa öll þrjú mörk leiksins komið útfrá hornspyrnu!

Frábær hornspyrna hjá Magdalenu Önnu á kollinn á Kristrúnu sem bætir upp fyrir dauðafærið áðan og skallar boltann í markið!
67. mín
SLÁIN!

Alex Nicole með frábært skot sem Björk ver i slá! HORNSPYRNA!
66. mín
Alex Nicole er að koma með gríðarlegan kraft inn í þennan leik og er búin að sprengja vörn gestanna upp trekk í trekk!
65. mín
DAAAAAAAUÐAFÆRI!!

Magdalena Anna með frábæra fyrirgjöf beint á kollinn á Kristrúnu Rut sem er svona MAX tveimur metrum alveg ein en skallar boltann yfir markið!

Ótrúlegt að þessi hafi ekki endað í netinu!
63. mín Gult spjald: Margrét Sif Magnúsdóttir (HK/Víkingur)
Fyrsta spjaldið lítur hér dagsins ljós. Sennilega uppsafnað því ekki var brotið gróft.
60. mín
Leikurinn er að verða opnari. Ég er alveg sannfærður um það að við eigum eftir að sjá að minnstka kosti eitt mark í viðbót.
56. mín
ÞAÐ ER ALDEILIS INNKOMA HJÁ ALEX!

Fær boltann á miðjum vellinum, setur í 6.gír, brunar upp völlinn, kemur sér í gott færi en því miður fyrir hana og Selfyssinga skotið máttlaust og Björk handsamar boltann.
55. mín
Inn:Alex Nicole Alugas (Selfoss) Út:Anna María Friðgeirsdóttir (Selfoss)
Alex Nicole í sínum fyrsta leik fyrir Selfoss.
55. mín
Inn:Edda Mjöll Karlsdóttir (HK/Víkingur) Út:Linda Líf Boama (HK/Víkingur)
53. mín
Hornspyrnan of innarlega og Björk Björnsdóttir grípur boltann nokkuð þæginlega.
52. mín
Frábær sókn hjá Selfyssingum sem endar með því að Anna María kemst í fínt færi inn í teig, fíflar varnarmann gestanna, nær skoti sem fer síðan af öðrum varnarmanni og þaðan í horn.
49. mín
Þess má til gamans geta að Jóhannes Karl þjálfari HK/Víkings er ekki á svæðinu í kvöld en hann er floginn til Hollands þar sem hann fylgir konu sinni Hörpu Þorsteinsdóttur á EM.

Egill Atlason stýrir liðinu í hans fjarveru með Andra Helgason og Þórhall Víkingsson sér til aðstoðar.
46. mín
Þá siglum við af stað inn í seinni hálfleikinn. Bæði lið óbreytt sýnist mér. Þá spennum við bara greipar og vonumst eftir líflegri seinni hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur á Selfossvelli!

Þrátt fyrir tvö mörk þá ætla ég rétt að vona að fjörið verði meira í síðari hálfleik!
45. mín MARK!
Magdalena Anna Reimus (Selfoss)
Stoðsending: Anna María Friðgeirsdóttir
MAAAAAAARK!

Selfyssingar eru að jafna leikinn og það á 45. mínútu leiksins!

Anna María með góða hornspyrnu utarlega í teiginn þar sem Magdalena Anna er ein á auðum sjó og tekur boltann í fyrsta og hamrar hann í netið!
44. mín
Selfyssingar fá hér hornspyrnu. Spurning hvort við fáum einhvern hasar hér í lok fyrri hálfleiks.
42. mín
Þess má geta að leikmenn Selfyssinga spila með sorgarbönd vegna hörmulegs slyss sem varð hér á Selfossi í síðastliðinni vikur þar sem ungur strákur lét lífið.
40. mín
Ég vildi svo sannarlega að ég gæti verið að færa ykkur einhver áhugaverð tíðindi en þetta er bara langt frá því að vera skemmtilegur fótboltaleikur.
35. mín
Selfyssingar fá sennilega sína þriðju hornspyrnu í leiknum hér. Anna María tekur hana, kemur með fína sendingu en leikmenn Selfyssinga inn í teignum ná ekki að gera sér mat úr henni.
31. mín
Ef við drögum saman þennan hálftíma sem liðinn er þá hefur þetta verið ansi tíðindalítill leikur og lítið um marktækifæri. Jafnræði með liðunum en frábær hornspyrna Isabellu skilur liðin að. Vil meina að Chanté hefði getað gert mun betur.
29. mín
Það er bara komin bullandi sól. Fólk flykkist í brekkuna, hinum megin við stúkuna og freistar þess að ná sér í einhvern lit.

Ekki verið mörg tækifæri til þess í sumar. Verðum að nýta allt.
26. mín
Ansi góð pressa hjá Selfyssingum sem skilar því að gestirnir lenda í vandræðum í vörninni og setja boltann í horn.
22. mín
Rólegt yfir þessu núna. Mikið miðjumoð og liðin skiptast á að missa boltann til hvors annars.

Farið að lægja líka. Ánægður með það.
19. mín
Mætingin á JÁVERK-völlinn í kvöld er stórglæsileg. Man ekki eftir svona góðri mætingu í 1.deildinni í langan tíma.

Til fyrirmyndar.
16. mín
Fín sókn hjá Selfyssingum sem endar með því að Anna María fær boltann úti á vinstri kanti og reynir skot við vítateigslínu en skotið vont og fer framhjá.
14. mín MARK!
Isabella Eva Aradóttir (HK/Víkingur)
MAAAAARK!

Gestirnir eru komnir yfir og aðdragandinn að þessu marki var nú ekki merkilegri en það en Isabella Eva tekur hornspyrnu sem endar í marki Selfyssinga! Rosalegur snúningur á boltanum en ekki veit ég í hvaða leiðangri Chanté var í því hún var kominn langt út í teig og leit vægast sagt ekki vel út í þessu marki!
13. mín
Karólína Jack með frábæra rispu, fer framhjá 2-3 varnarmönnum Selfyssinga og nær síðan skoti á markið sem Chanté ver afskaplega vel í horn.
11. mín
Aldeilis klafs í teig Selfyssinga eftir þessa hornspyrnu gestanna. Selfyssingar ná þó að lokum að koma boltanum í burtu.
9. mín
Chanté með eina vörslu fyrir TV-ið!

Leikmaður HK/Víkings með fínt skot utan af velli, greinilegt að vindurinn hefur einhver áhrif en Chanté með SVAKA skutlu, boltinn í horn.
8. mín
Úr hornspyrnunni verður eitthvað klafs sem gestirnir ná þó að leysa úr á síðustu stundu.
6. mín
FRÁBÆR VARSLA!

Barbára Sól með flottan bolta inní teig á Bergrósu sem er búin að staðsetja sig vel á nærstönginni og nær að pota í boltann en Björk Björnsdóttir markmaður HK/Víkings með frábær viðbrögð, hendir sér niður og kemur boltanum í horn!
5. mín
Nokkuð rólegar fyrstu mínútur. Alveg klárt að vindurnn ætlar að hafa einhver áhrif á sendingar og annað í leiknum.
3. mín
Nokkrar ungar Selfosstúlkur búnar að taka sig til og syngja hástöfum stuðningsmannalög. Ansi krúttlegt.
1. mín
Leikur hafinn
Legoooooo!

Leikurinn er hafinn og það heimamenn sem byrja með boltann og sækja í átt að Ingólfsfjalli.

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Liðin ganga hér út á völl.

Selfyssingar í sínum aðalbúningum, vínrauðar og gestirnir spila í hvítum treyjum.

Hinn síungi Ragnar Þór Bender dæmir leikinn í dag.
Fyrir leik
Þá fer þetta að hefjast hér á Selfossvelli. Allt að verða klárt.

Veðrið er svona, tja... Já, blæs nokkuð hressilega og eiginlega bara skítkalt. Völlurinn lítur þó mjög vel út, einn af flottari völlum landsins. Um það verður ekkert deilt.
Fyrir leik
Lið HK/Víkings stillir upp sama liði og vann ÍR í síðustu umferð 2-1. Engin ástæða til þess að breyta neinu á þeim bænum.
Fyrir leik
Hjá Selfyssingum er þetta með nokkru hefðbundnu sniði en athygli vekur að Alugas, framherjinn sem liðið fékk í vikunni byrjar á bekknum.

Hún var hjá FH síðasta sumar en spilaði síðan í Noregi í vetur. Ætti að styrkja lið Selfyssinga.
Fyrir leik
Jæja hér sjáum við byrjunarlið liðanna!
Fyrir leik
Síðast mættust þessi lið sumarið 2013, alls þrisvar sinnum yfir sumarið.

Selfyssingar höfðu betur í tvígang en einum leiknum lauk með markalausu jafntefli.
Fyrir leik
Selfyssingar, eins og sennilega mörg önnur lið deildarinnar að missa nokkra leikmenn út til Bandaríkjanna í háskóla núna í lok mánaðarins.

Ég veit það fyrir víst að það yfirgefa 5 gríðarlega sterkir leikmenn Selfyssinga núna á næstunni og það er alveg ljóst að liðið þarf að reyna að hala inn eins mörgum stigum og mögulegt er áður en þessar stelpur hverfa á braut.
Fyrir leik
Gestirnir, fyrir leikinn í dag aðeins með 1 sigur í síðustu 5 leikjum en þrátt fyrir það í 2. sæti deildarinnar og geta með sigri tyllt sér í toppsætið.

Liðið vann fínan 2-1 sigur á ÍR í síðustu umferð.
Fyrir leik
Fyrir leikinn sitja Selfyssingar í 3.sæti deildarinnar með 17 stig, 4 stigum á eftir HK/Víking.

Selfyssingar hafa verið að rétta úr kútnum eftir ansi brösulega byrjun og hafa ekki tapað í síðustu 6 leikjum sínum. Liðið gerði 0-0 jafntefli við topplið Þróttar í síðustu umferð.

Eins og fyrr segir komast Selfyssingar ekki upp í 2.sætið með sigri en þær þurfa nauðsynlega sigur hér í dag ætli þær sér að vera í baráttunni um að fara upp um deild.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá JÁVERK-vellinum á Selfossi þar sem toppslagur í 1.deild kvenna fer fram, Selfoss-HK/Víkingur.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 að staðartíma.
Byrjunarlið:
21. Björk Björnsdóttir (m)
Karólína Jack
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
5. Margrét Sif Magnúsdóttir
9. Margrét Eva Sigurðardóttir
10. Isabella Eva Aradóttir
13. Linda Líf Boama ('55)
14. Eyvör Halla Jónsdóttir
20. Maggý Lárentsínusdóttir
24. María Soffía Júlíusdóttir ('74)
26. Laufey Elísa Hlynsdóttir ('85)

Varamenn:
4. Brynhildur Vala Björnsdóttir ('85)
7. Ragnheiður Kara Hálfdánardóttir
11. Dagmar Pálsdóttir
19. Þórhanna Inga Ómarsdóttir
21. Edda Mjöll Karlsdóttir ('55)

Liðsstjórn:
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Stefanía Ásta Tryggvadóttir
Andri Helgason
Egill Atlason
Ísafold Þórhallsdóttir

Gul spjöld:
Margrét Sif Magnúsdóttir ('63)

Rauð spjöld: