Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
19:15 0
0
Valur
Stjarnan
2
0
KR
Hólmbert Aron Friðjónsson '35 1-0
Brynjar Gauti Guðjónsson '81 2-0
17.07.2017  -  20:00
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Vindur á hlið, 11 stiga hiti og gengur á með skúrum. Teppið í sínum skorðum.
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 1150
Maður leiksins: Guðjón Baldvinsson
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson
4. Jóhann Laxdal
7. Guðjón Baldvinsson
8. Baldur Sigurðsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
19. Hólmbert Aron Friðjónsson ('83)
20. Eyjólfur Héðinsson
29. Alex Þór Hauksson (f) ('73)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
2. Heiðar Ægisson ('73)
5. Óttar Bjarni Guðmundsson
6. Þorri Geir Rúnarsson
14. Hörður Árnason
16. Ævar Ingi Jóhannesson ('83)
77. Kristófer Konráðsson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Valgeir Einarsson Mantyla (Þ)
Brynjar Björn Gunnarsson
Sigurður Sveinn Þórðarson
Davíð Sævarsson
Valur Gunnarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stjarnan sigrar verðskuldað hér í kvöld og lyfta sér í þriðja sætið, KR eru komnir í sæti númer 10!
90. mín Gult spjald: Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
+1

Brýtur á Ævari úti á kantinum.
90. mín
Þrjár mínútur í uppbótartíma.
83. mín
Inn:Ævar Ingi Jóhannesson (Stjarnan) Út:Hólmbert Aron Friðjónsson (Stjarnan)
Ævar að koma inn í sinn fyrsta leik í sumar.
83. mín
Inn:Atli Sigurjónsson (KR) Út:Óskar Örn Hauksson (KR)
81. mín MARK!
Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjarnan)
Stoðsending: Jóhann Laxdal
Seinni bylgja upp úr innkasti, Jóhann fékk boltann aftur eftir sitt innkast, setti boltann á fjær og þar stökk Gauti langhæst og stangaði hann í netið af markteignum, óverjandi fyrir Stefán.
80. mín
KR að reyna að byggja upp pressu en lítið gengið þar ennþá.
78. mín
Haraldur grípur vel inní sendingu frá Arnóri Sveini.
75. mín
Jóhann Laxdal bjargar hér í horn flottri sendingu frá Óskari Erni og úr því verður svo ekkert.
73. mín
Inn:Heiðar Ægisson (Stjarnan) Út:Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
Heiðar fer á vænginn en Hilmar Árni inn á miðjuna.
72. mín
Guðjón Baldvins enn á ferð, skýtur hér yfir af vítateigslínunni.
69. mín
Bjargað á línu!

Guðjón og Hólmbert komast í gegn, Hólmbert leggur hann fast inn í teiginn en Beck kemst fyrir og bjargar í horn sem Brynjar Gauti skallar svo yfir.
68. mín
Guðmundur Andri fer hér framhjá Jóhanni Laxdal og á skot sem varnarmennirnir komast fyrir og bjarga í horn.

Sem svo ekkert verður úr.
67. mín
Haraldur misreiknar hér kross frá Óskari en varnarmennirnir koma honum til bjargar.
65. mín
Inn:Garðar Jóhannsson (KR) Út:Tobias Thomsen (KR)
Willum að gera aðra skiptingu sína...Garðar á toppinn, þekkir ansi vel til hér í Garðabænum.
65. mín
KR að hressast aðeins, hér bjargar Jói Lax vel í horn.
60. mín
Heilmikill darraðadans í teignum hjá KR en að lokum koma þeir honum í burtu.
57. mín
Inn:Guðmundur Andri Tryggvason (KR) Út:Finnur Orri Margeirsson (KR)
Pálmi fer neðar á völlinn og Guðmundur Andri út á kantinn, Chopart undir senterinn.
56. mín
Stjarnan að ná tökum á leiknum, hér er komið að Jóhanni Laxdal að skjóta en Skúli snerti þennan yfir og í horn.
54. mín
Alex hér í hálffæri en skotið hans fór hátt yfir.
52. mín
Hér var verið að bæta á okkur kaffi...með þeim orðum að með nýju kaffi þraukum við blaðamennirnir allavega leikinn.

Það er nú kannski eilítið gróft til orða tekið, en við værum til í meiri skemmtun vissulega.
49. mín
Hilmar Árni sleppur hér í gegn en Stefán Logi lokaði markinu vel og sló þennan alveg í innkast.
47. mín
KR hamast ljóngrimmt hér í tvær mínútur allavega.

Þrjár aukaspyrnur á tveim mínútum.
46. mín
Leikur hafinn
Aftur af stað á Samsung velli.

45. mín
Hálfleikur
Verulega bragðdaufur leikur hér í kvöld hingað til.

Mark Stjörnumanna það eina sem hefur glatt okkur hér í blaðamannastúkunni.
44. mín
Frábærlega gripið inní hjá Haraldi, Óskar Örn fékk annan séns upp úr horni og dúndursending hans inn í teiginn fór beint í hramma Haraldar.
42. mín
Guðjón Baldvins skallar aukaspyrnu Jóhanns Laxdal hátt yfir.
39. mín
Pálmi skallar hér aukaspyrnu Arnórs vel framhjá.

35. mín MARK!
Hólmbert Aron Friðjónsson (Stjarnan)
Stoðsending: Guðjón Baldvinsson
Og við fáum mark!

Stjarnan nær aftur nokkuð góðri pressu í kringum teiginn og þar lýkur nú með því að Guðjón sendir boltann á fjær þar sem Hólmbert kemur aðvífandi og skallar í markið, stöngin inn á fjær frá honum séð. Vel útfært mark.

Hlýtur að vekja þennan leik!
32. mín Gult spjald: Óskar Örn Hauksson (KR)
Slæm tækling á Guðjón hér á miðjum vellinum.
27. mín
Nokkuð stíf pressa Stjörnumanna hér, en KR henda sér fyrir skot og skalla frá.
25. mín
Óskar skýtur aftur hér yfir, nú upp úr aukaspyrnu sem hann og Pálmi útfærðu vel.

En skotið vel yfir.
22. mín
Óskar ákveður hér að skjóta af 40 metrunum en sá er langt yfir!
20. mín
Eitthvað að lifna, Thomsen fær skallafæri í teignum en þessi fer hátt yfir.
19. mín
Loksins færi, Guðjón fær boltann utarlega í teignum, kemst í skotfæri en neglir í hliðarnetið.
18. mín
Stefán Logi aðeins að leika sér að eldinum, kominn langt út úr teignum og tekur sér aðeins of mikinn tíma áður en hann sendir boltann útaf, Baldur rétt búinn að stela af honum.
12. mín
Fyrsta alvöru sókn leiksins kemur frá Stjörnunni, Baldur Sig kemst framhjá sínum manni og inn í teig en Gunnar Þór komst fyrir skot og bjargaði í horn.

Hornið fer inn á markteiginn og Stefán slær frá.
8. mín
Bæði lið eru mjög varkár hér í byrjun, skulum orða það þannig að það eru akkúrat alls engir sénsar teknir hér!
6. mín
Ég ætla að nefna leikkerfi KR 4-1-4-1

Stefán

Beck - Aron - Gunnar - Arnór

Skúli

Óskar - Finnur - Pálmi - Chopart

Thomsen.
5. mín
Stjarnan spilar 4-2-3-1

Haraldur

Jóhann - Brynjar - Daníel - Jósef

Eyjólfur - Alex

Hólmbert - Baldur - Hilmar

Guðjón.
4. mín
Einfaldlega ekkert enn í gangi.
1. mín
Leikur hafinn
Komið af stað i Garðabæ.

Stjarnan kannski eilítið á móti vindi...

Fyrir leik
Liðin komin út á völl og taka handtakið sívinsæla.

Hefðbundnir búningar hjá liðunum og dómararnir ljósbláir. Hefði viljað hafa þá gula, þessir drengir "púlla" gula litinn allan daginn, ólíkt sumum!
Fyrir leik
Allt að verða klárt. Töluverður hópur KR-inga mættur og í spjallinu fyrir leik er bikarleikurinn margnefndur.

Held við fáum flottan fótboltaleik í kvöld!
Fyrir leik
Gunnar Jarl flautar í kvöld.

Aðstoðardómararnir hans í kvöld eru Birkir Sigurðsson og Andri Vigfússon. Til vara er Ívar Orri Kristjánsson og eftirlitsmaður KSÍ er Viðar Helgason.

Allt klárt...
Fyrir leik
Liðin komin út í upphitunina.

Bóas er hins vegar í gírnum hérna og búinn að vera um stund, fílar vel músíkina sem verið er að spila!
Fyrir leik
Svona af því að ég henti inn tísti hérna þá skora ég á fólk að henda þeim inn yfir leiknum.

Eitthvað segir mér að margir horfi á þennan á sjónvarpsskjánum og fínt að fá mola úr endursýningum vélanna...svona til að maður standi ekki í einhverri tómri vitleysu.

Fyrir leik
Komin byrjunarlið í Garðabæ.

Stóra fréttin að Guðjón Baldvins byrjar...

Nánar hér:

http://www.fotbolti.net/news/17-07-2017/byrjunarlid-stjornunnar-og-kr-gudjon-baldvins-snyr-aftur
Fyrir leik
Stjörnumenn koma í leikinn eftir 8 daga hvíld eftir öflugt 1-1 jafntefli þeirra á Valsvellinum.

Í þeim leik höfðu þeir endurheimt menn úr meiðslum og spurningin fyrir leik verður hvort Guðjón Baldvins nær að vera í hóp í dag.
Fyrir leik
KR koma í Garðabæinn eftir að hafa ferðast til Ísrael þar sem þeir töpuðu fyrir Maccabi Tel Aviv 1-3 í fyrri leik þeirra í Evrópudeildinni.

Þeir sluppu hnjasklausir úr þeim leik og ættu að geta stillt upp sterku liði, þó er auðvitað Michael Præst Möller frá út tímabilið.
Fyrir leik
Liðin hafa mæst einu sinni á þessum velli í sumar, í ansi sögulegum leik í 8 liða úrslitum Borgunarbikarsins.

Stjarnan vann þá KR 3-2 í leik sem varð mikið umræðuefni sökum fyrsta marks heimaliðsins sem var á býsna gráu svæði.

Nú er að sjá hvort eitthvað eimi eftir af því ergelsi sem þá fauk í loftið!
Fyrir leik
KR vann viðureign þessara liða á Samsung vellinum í fyrra 3-1.

Chopart, Óskar Örn og sjálfsmark voru þeirra skorarar en Danni Lax setti fyrir Stjörnuna.

Á KR-vellinum endaði 1-1
Fyrir leik
KR sitja fyrir leikinn í 8.sæti en lyfta sér upp í það 7. með sigri í dag, eru nú með 11 stig.

Þeir hafa ekki leikið í Ðepsi deildinni síðan 24.júní þegar þeir unnu KA 3-2 á Akureyrarvelli en það var fyrsti sigur þeirra í 5 leikjum.

Svo tvö stórlið í töluverðu basli að leiða saman hesta sína í kvöld!
Fyrir leik
Fyrir leikinn sigja stjörnumenn í 5.sæti deildarinnar með 15 stig og lyfta sér í þriðja sætið með sigri.

Það hefur þó verið skelfilegt gengi hjá heimamönnum að undanförnu. 2 stig úr síðustu 5 leikjum og unnu síðast leik í deildinni 28.maí.

Fallnir úr Evrópukeppni en eru þó í undanúrslitum Borgunarbikarsins.
Fyrir leik
Leikurinn er lokaleikur í 11.umferð Pepsideildarinnar og að honum loknum er mótið hálfnað...en þó mínus einn leikur þar sem KR og Fjölnir eiga eftir að útkljá leik sem frestað var vegna þáttöku Vesturbæjarliðsins í Evrópukeppni.
Fyrir leik
Góðan daginn gott fólk og velkomin í beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og KR.
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
Pálmi Rafn Pálmason
2. Morten Beck
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Finnur Orri Margeirsson ('57)
11. Kennie Chopart (f)
11. Tobias Thomsen ('65)
18. Aron Bjarki Jósepsson
22. Óskar Örn Hauksson (f) ('83)

Varamenn:
1. Beitir Ólafsson (m)
3. Ástbjörn Þórðarson
9. Garðar Jóhannsson ('65)
15. André Bjerregaard
20. Robert Sandnes
23. Atli Sigurjónsson ('83)
23. Guðmundur Andri Tryggvason ('57)

Liðsstjórn:
Willum Þór Þórsson (Þ)
Arnar Gunnlaugsson
Magnús Máni Kjærnested
Henrik Bödker
Óðinn Svansson
Styrmir Örn Vilmundarson
Aron Kristinn Jónasson

Gul spjöld:
Óskar Örn Hauksson ('32)
Skúli Jón Friðgeirsson ('90)

Rauð spjöld: