Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Fjölnir
4
0
Grindavík
Linus Olsson '2 1-0
Gunnar Már Guðmundsson '32 2-0
Þórir Guðjónsson '48 3-0
Þórir Guðjónsson '66 4-0
4-0 Andri Rúnar Bjarnason '79 , misnotað víti
17.07.2017  -  19:15
Extra völlurinn
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Smá vindur en annars ljómandi góðar aðstæður
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 854
Maður leiksins: Þórir Guðjónsson
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Gunnar Már Guðmundsson ('84)
2. Mario Tadejevic
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
7. Birnir Snær Ingason ('67)
9. Þórir Guðjónsson
10. Ægir Jarl Jónasson
15. Linus Olsson ('75)
18. Marcus Solberg
20. Mees Junior Siers
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)

Varamenn:
1. Jökull Blængsson (m)
7. Ingibergur Kort Sigurðsson ('75)
7. Bojan Stefán Ljubicic ('84)
8. Igor Jugovic ('67)
13. Anton Freyr Ársælsson
26. Sigurjón Már Markússon
27. Ingimundur Níels Óskarsson

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Einar Hermannsson
Gestur Þór Arnarson
Kári Arnórsson
Guðmundur Steinarsson
Andri Roland Ford

Gul spjöld:
Þórir Guðjónsson ('81)
Hans Viktor Guðmundsson ('82)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Erlendur flautar leikinn af og endar leikurinn með stórsigri Fjölnismanna á Grindavík! Viðtöl og skýrsla á leiðinni
90. mín
Erum að detta í uppbótartíma
87. mín
Inn:Nemanja Latinovic (Grindavík) Út:Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
Alexander alls ekki átt góðan leik og kemur útaf. Nemanja kemur inn á í hans stað
86. mín
Igor Jugovic með aukaspyrnu frá miðju. Veit ekki hvort þetta var sending eða skot, en þetta var allavega beint á markið og Jajalo kýldi boltann í horn
85. mín Gult spjald: Jón Ingason (Grindavík)
Erum dottin í eitthvað spjaldapartý hér í boði Erlends. Nú er það Jón Ingason
84. mín
Inn:Bojan Stefán Ljubicic (Fjölnir) Út:Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir)
Herra Fjölnir, Gunnar Már kemur útaf eftir gott dagsverk. Bojan kemur inná
82. mín Gult spjald: Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir)
Hans Viktor að fá spjald fyrir brot á Marinó. Ekkert verið að spara spjöldin þessar mínúturnar
81. mín Gult spjald: Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Þórir fær fyrsta gula spjald leiksins eftir brot á Jóni Ingasyni. Jón lá sárkvalinn en stóð svo fljótlega upp og tók aukaspyrnuna sjálfur
79. mín Misnotað víti!
Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
ANDRI RÚNAR KLÚÐRAR! ÞÓRÐUR VER VIRKILEGA VEL! Þetta er algjörlega saga leiksins, gengur ekkert upp hjá Grindavík!
79. mín
VÍTI TIL GRINDAVÍKUR! Andri Rúnar kemst einn í gegn eftir frábæra sendingu Gunnars en Þórður ver frá honum. Andri náði frákastinu og lék á Þórð sem tók hann niður í leiðinni
78. mín
Mees Siers með frábæra tæklingu og stöðvar Andra Rúnar sem var að komast einn í gegn
76. mín
Andri Rúnar með aukaspyrnu af þrjátíu metrunum. Fast skot sem Þórður þarf að kýla í burt
75. mín
Inn:Ingibergur Kort Sigurðsson (Fjölnir) Út:Linus Olsson (Fjölnir)
Linus kemur útaf. Skoraði strax á annarri mínútu og var virkilega líflegur fyrstu 15-20 mínúturnar. Dalaði aðeins eftir það og sást lítið í seinni hálfleik
73. mín
SOLBERG MEÐ SKOT Í STÖNG! Fjölnismenn eru langt frá því að vera hættir! Það er alveg ljóst! Solberg með skot í stöngina! Vörn Grindvíkinga í stökustu vandræðum
69. mín
Ég veit í raun ekkert hvað er að gerast hérna á Extra-vellinum. Það gengur nákvæmlega ekkert upp hjá Grindavík á meðan Fjölnismenn eru brosandi allan hringinn og gott betur en það! Fjölnir verið geggjaðir í kvöld
67. mín
Inn:Igor Jugovic (Fjölnir) Út:Birnir Snær Ingason (Fjölnir)
Fyrsta skipting heimamanna
66. mín MARK!
Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Stoðsending: Marcus Solberg
JÁ ÞAÐ ER BARA SLÁTRUN HÉRNA Í BOÐI FJÖLNIS! Sýndist það vera Jón Ingason sem tapaði boltanum á vondum stað og ég sá ekki hver átti fyrirgöfina á Þóri, sýndist það vera Solberg sem renndi honum á Þóri sem kláraði listavel! 4-0 FYRIR FJÖLNI
64. mín
GEGGJAÐ SPIL HJÁ GRINDAVÍK! Sundurspiluðu vörn Fjölnis en þegar Hewson ætlaði að fara að hlaða í skot, þá rann hann náði að lyfta boltanum til Andra Rúnars sem klippti boltann en skotið í varnarmann
60. mín
Bæði lið hafa viljað fá aukaspyrnu með skömmu millibil en ekkert dæmt. Kominn smá hiti í menn hérna
58. mín
Inn:Aron Freyr Róbertsson (Grindavík) Út:Will Daniels (Grindavík)
William Daniels kemur útaf í stað Aron Freys
57. mín
Alexander Veigar með ágætis stungusendingu á Milos en hún var aðeins of löng
55. mín
Enn og aftur eiga liðin í vandræðum með að hreinsa boltann í burtu. Nú voru það Grindvíkingar og en Solberg náði ekki krafti í skotið sitt og auðvelt fyrir Jajalo
54. mín
Andri Rúnar nálægt því að skora! Klafs í teig Fjölnis og nær Andri að pota tánni í boltann en boltinn rétt yfir
53. mín
Aron Róberts að koma inn á hjá Grindavík innan skamms
50. mín
Grindavík nálægt því að jafna muninn! Langt innkast frá William sem Fjölnir nær ekki að hreinsa og ég sá ekki hver það var, sýndist það vera Hewson sem skóflaði boltanum í slánna þar sem hann skoppaði aftur á slánna og yfir!
48. mín MARK!
Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
AFTUR BYRJAR FJÖLNIR AF KRAFTI! Birnir tók hornspyrnu en Grindvíkingar vildu helst ekki hreinsa boltann í burtu og Þórir Guðjónsson nýtti sér það og smellti honum í netið! 3-0 fyrir Fjölni! Áttu í erfiðleikum með að skora fyrir þennan leik en núna eru þeir búnir að skora þrjú!
47. mín
Ágætis tækifæri hjá Fjölni. Kemur fyrirgjöf af vinstri kantinum en Solberg missir af boltanum og Jón Ingason neglir honum í horn
46. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta byrjað aftur!
45. mín
Hálfleikur
Erlendur flautar til hálfleiks. Verðskulduð forysta heimamanna eftir fyrri hálfleikinn, 2-0. Heilt yfir hafa Fjölnismenn verið með yfirhöndina en Grindavík hafa átt ágætar mínútur á köflum. Þær voru hins vegar ekki margar.

Furðulegt hvernig þessi leikur hefur spilast. Einhvernveginn eru liðin að spila líkt og búist var við af þeim í byrjun sumars finnst mér. Allir hafa verið að bíða eftir léttleikandi Fjölnisliði og fengum við svo sannarlega að sjá það hér. Spilamennska Grindavíkur er svipuð og maður hefði búist við þegar þeim var spáð falli fyrir tímabilið. Þeir eru í stökustu vandræðum í varnarlínunni og eru að missa boltann á hættulegum stöðum.

Eina "gameplan" Grindavíkur er að senda boltann inn fyrir vörn Fjölnis á Andra Rúnar. Það hefur ekki gengið upp einu sinni. Þá er lítið að gerast
45. mín
ÞVÍLÍKT SKOT FRÁ SAM HEWSON! Lætur vaða fyrir utan teig og boltinn smellur í stöngina! Gunnar Þorsteinss nær frákastinu en hann vissi nákvæmlega ekki neitt hvað hann ætlaði að gera við boltann og missti hann frá sér
45. mín
Fjórum mínútum bætt við
45. mín
Óli Stefán fær tiltal frá Erlendi. Sá ekki hvað gerðist en líklega var það eitthvað frá bekknum sýndist mér.
44. mín
Kraftlaust skot frá Alexanderi sem Þórður á í engum vandræðum með
43. mín
Hans Viktor reis hæst inn í vítateig Grindvíkinga en nær ekki að stýra boltanum að marki gestanna
42. mín
Jajalo fór í létt skógarhlaup og missir af boltanum. Sýndist það vera svo Matthías sem skallaði boltann aftur í horn
42. mín
Hornspyrna til Fjölnis
38. mín
Brynjar Ásgeir nálægt því að skora hjá Grindavík! Góð hornspyrna frá Alexanderi og Brynjar flikkar boltanum að marki Fjölnis og þarf Þórður að hafa sig allan við til þess að verja þetta
36. mín
Forysta Fjölnis í kvöld er svo sannarlega verðskulduð. Hafa verið mikið hættulegri en þessar hröðu sóknir eru að gera varnarmönnum Grindavíkur hrikalega erfitt fyrir. Þetta er skemmtilega Fjölnisliðið sem allir hafa beðið eftir í sumar
32. mín MARK!
Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir)
ÞVÍLÍKT MARK HJÁ HERRA FJÖLNI! VÁ MAÐUR! Eftir hraða sókn hjá Fjölnismönnum og fyrirgjöf inn í teig ná Grindvíkingar að hreinsa útúr teignum en þar var Gunnar Már og lét vaða í fyrsta og ÞVÍLÍKT SKOT! Smellti honum bara meint upp í hornið! 2-0 fyrir Fjölni!
31. mín
Alexander Veigar með flotta sendingu á William sem tekur fyrirgjöfina í fyrsta og inn í teig. Hans Viktor skallar boltann í horn en ekkert verður úr hornspyrnu Grindvíkinga
29. mín
Athygli vekur að Matthías Örn er í treyju númer fimm í kvöld en ekki níu líkt og venjulega. Andri Rúnar er í treyju númer 99 vegna þess að Matthías vildi ekki láta númerið sitt af hendi til hans
26. mín
Inn:Brynjar Ásgeir Guðmundsson (Grindavík) Út:Björn Berg Bryde (Grindavík)
Brynjar Ásgeir kemur inn í stað Björns
25. mín
Gunnar fyrirliði og Óli Stefán þjálfari ræða málin á meðan Björn fer útaf. Geta ekki verið nægilega sáttir með byrjunina
24. mín
Björn Berg liggur eftir á vellinum og biður um skiptingu. Fékk eitthvað tak aftan í lærið að því virðist
23. mín
Stuðningsmenn Grindavíkur syngja að markið liggi í loftinu. Veit ekki með það en Grindvíkingar eru hins vegar að sækja í sig veðrið
22. mín
Grindavík er ekki að komast í gegnum Hans Viktor. Búinn að lesa alla boltana sem koma í áttina að honum
21. mín
Grindavík hægt og rólega að komast inn í leikinn en eru lítið að ógna. Fjölnir ennþá hættulegri
20. mín
Hans Viktor með mikilvægt stopp. Grindavík komst tveir á móti tveimur og Alexander Veigar reyndi stungusendingu á Andra Rúnar en Hans Viktor las þennan bolta líka
19. mín
Björn Berg er ekki að byrja þennan leik vel, langt því frá
18. mín
Björn Berg með lélega sendingu á Gunnar og Fjölnir vinnur boltann. Birnir rekur boltann upp og skýtur en rennur til í skotinu og auðvelt fyrir Jajalo
17. mín
Milos með langt sko, af miðjum vallarhelmingi Fjölnis, ágætis tilraun en svosem engin hætta. Skotið framhjá
16. mín
Grindavík fær aðra hornspyrnu eftir að Björn Berg skýtur boltanum í varnarmann og yfir
16. mín
Andri Rúnr með fínasta skot fyrir utan teig. Fer í varnarmann og rétt framhjá. Hornspyrna til Grindavíkur
14. mín
ÞÓRIR MEÐ SKOT Í SLÁNNA! Ég veit ekki hvað er að gerast með Grindvíkinga. Það er eitt lið á vellinum og það er Fjölnir! Mikið betri hérna fyrstu mínúturnar. Éta boltann af Milosi á miðjunni og sækja fjórir á fjóra. Þórir ber upp boltann og lætur vaða og fer skot hans í slánna og yfir
12. mín
Hewson reynir stungusendingu á Andra Rúnar en Hans Viktor stóð sína plikt og las þennan bolta í gær
12. mín
Björn Berg á í miklum vandræðum með Linus. Hann er virkilega snöggur og hann er að byrja þennan leik afar vel!
10. mín
Mario með flotta fyrirgjöf á Solberg sem var einn og óvaldaður inn í teig en skalli hans fór beint á Jajalo. Fjölnir að byrja MIKIÐ betur hérna og Óli Stefán er ekki sáttur!
10. mín
Linus með skemmtileg tilþrif þar sem hann lyftir boltanum yfir Björn Berg sem er nú hávaxinn
9. mín
Alexander Veigar með misheppnaða sendingu ætlaða Andra Rúnari en hún fór beint á Þóri í marki Fjölnis
7. mín
Margir héldu að Linus yrði fremstur á vellinum en hann spilar á vinstri kantinum í kvöld. Þórir og Solberg eru fremstir
4. mín
Jajalo meiddist eitthvað á hendi eftir markið og er verið að teipa hann. En hann heldur áfram og hefst þá leikurinn á ný. Ótrúleg byrjun hjá Fjölnismönnum þar sem Linus stimplar sig heldur betur inn í Pepsi-deildina!
2. mín MARK!
Linus Olsson (Fjölnir)
LINUS OLSSON ER EKKI LENGI AÐ STIMPLA SIG INN! SKORAR STRAX Á 2. MÍNÚTU! Linus fékk góða sendingu inn fyrir vörn Grindavíkur og ætlaði að vippa yfir Jajalo en hann varði ákaflega vel en Linus var mættur í frákastið og kláraði vel!
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta byrjað! Það eru Grindvíkingar sem byrja með boltann og sækja að vallarklukkunni hérna í Grafarvoginum. Þeir eru með smá vind í bakið.
Fyrir leik
Liðin ganga hérna inn á völlinn. Fjölnir eru í sínum hefðbundnu gulu búningum en Grindavík er í bláum vararbúningum sínum. Þetta er að ég held fyrsti leikur Grindvíkinga í bláu í sumar. Guli liturinn hjá Fjölni er hins vegar alltaf flottur
Fyrir leik
Það eru ekkert margir stuðningsmenn Fjölnis mættir hingað á Extra völlinn en hins vegar eru þó nokkrir Grindvíkingar sem lögðu leið sína hingað
Fyrir leik
Það er allt að verða klárt hérna á Extra vellinum en leikurinn hefst innan skamms
Fyrir leik
Það eru margir þættir sem gera þennan leik virkilega áhugaverðan. Er Linus Olsson maðurinn sem Fjölnir þaf til þess að komast úr botnsætinu? Hvernig er leikform Fjölnis eftir að hafa ekki spilað fótboltaleik í 23 daga? Heldur Andri Rúnar áfram að skora í hverjum leik? Nær Grindavík að halda í við topplið Vals? Vonandi verður flestum þessum spurningum svarað í kvöld!
Fyrir leik
Beggi vallarstjóri hefur verið duglegur að mæta á útileiki Grindavíkur í sumar. Ég sé hann hins vegar ekki núna og er það ákveðinn skellur. Langt síðan ég sá manninn og ég held að hann yrði nokkuð sáttur með Extra-völlinn hérna í Grafarvogi. Ljómandi flottur völlur. Þetta er ofboðslega flott vallarstæði hérna. Beggi vallarstjóri var í sumarfríi síðast þegar ég vissi. Hann skellti sér í veiði og er ég ekki í nokkrum vafa að hann hafi veitt marga fiska
Fyrir leik
Byrjunarliðin má sjá hér til hliðar en bæði lið gera tvær breytingar á byrjunarliðunum sínum frá því í síðasta leik. Linus Olsson byrjar í framlínu Fjölnis en hann gekk til liðs við félagið á dögunum.
Fyrir leik
Leikurinn í kvöld er hvorki meira né minna en fyrsti leikur Fjölnis í 23 daga! Liðið féll út úr Borgunarbikarnum og þá var leik Fjölnis gegn KR frestað vegna leiks KR í Evrópudeildinni
Fyrir leik
Það er lítið um tengsl á milli Fjölnis og Grindavíkur. Ein helsta tenging liðanna er sú að Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur lék með báðum liðunum á löngum ferli sínum. Reyndar er Óli Stefán enn í gangi en hann hefur leikið þrjá leiki og skorað eitt mark fyrir 4. deildarlið GG í sumar.

Óli Stefán lék í 13 ár með Grindavík áður en hann skipti yfir í Fjölni þar sem hann lék í eitt tímabil í Landsbankadeildinni sálugu. Eftir það skipti hann aftur yfir í Grindavík þar sem hann lék í eitt tímabil áður en hann gerði sér ferð til Hornafjarðar þar sem hann eyddi fimm árum.
Fyrir leik
Liðin hafa ekkert mæst oft í gegnum tíðina en þetta er 14. leikur liðanna frá árinu 1993.

Fjölnir hefur yfirhöndina í innbyrðisviðureignum liðanna með sex sigurleiki á móti þremur sigurleikjum hjá Grindavík.

Síðast mættust liðin árið 2013 en þá voru bæði liðin í 1. deildinni. Fyrri leikur liðanna endaði í markalausu jafntefli en Fjölnir fór svo illa með Grindavík á útivelli í síðari leiknum og sigruðu 4-0.
Fyrir leik
Erlendur Eiríksson heldur um flautuna hérna í Grafavoginum og honum til aðstoðar eru Oddur Helgi Guðmundsson og Frosti Viðar Gunnarsson. Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson verður tilbúinn á bekknum ef eitthvað skyldi koma upp á og sér hann um þjálfarana á hliðarlínunni. Einar K. Guðmundsson sér svo um að allt fari eðlilega fram sem eftirlitsmaður
Fyrir leik
Vinni Grindavík í kvöld kemst liðið upp að hlið Vals á toppi deildarinnar. Vinni Grindavík með þriggja marka mun fer liðið uppfyrir Val á betri markatölu

Vinni Fjölnir í kvöld getur liðið lyft sér upp í 7-8 sæti. Ótrúlegt hvað það er stutt á milli í þessari deild. Aðeins þremur stigum munar á Breiðablik sem er í 7. sæti og Fjölni sem er í botnsætinu.
Fyrir leik
Fyrir tímabil var Fjölni spáð betra gengi en Grindavík í sumar og spáðu flestir að Grindavík myndi falla úr deildinni. Staðan er hins vegar allt, allt öðruvísi en spekingarnir spáðu því Grindavík situr í 2. sæti deildarinnar á meðan Fjölnir situr á botninum með jafn mörg stig og ÍA en lakari markatölu
Fyrir leik
Komið sæl og verið velkomin í textalýsingu á leik Fjölnis og Grindavíkur í 11. umferð Pepsi-deildar karla
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
Marinó Axel Helgason
6. Sam Hewson
7. Will Daniels ('58)
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
9. Matthías Örn Friðriksson
16. Milos Zeravica
18. Jón Ingason
24. Björn Berg Bryde ('26)
80. Alexander Veigar Þórarinsson ('87)
99. Andri Rúnar Bjarnason

Varamenn:
12. Ástþór Andri Valtýsson (m)
5. Nemanja Latinovic ('87)
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('26)
25. Aron Freyr Róbertsson ('58)
26. Sigurjón Rúnarsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson

Liðsstjórn:
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Milan Stefán Jankovic
Arnar Már Ólafsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Þorsteinn Magnússon
Einar Haraldsson

Gul spjöld:
Jón Ingason ('85)

Rauð spjöld: