Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Mjólkurbikar karla
Þróttur R.
19:15 0
0
HK
Mjólkurbikar karla
Valur
19:15 0
0
FH
Mjólkurbikar karla
19:15 0
0
KR
Domzale
3
2
Valur
0-1 Guðjón Pétur Lýðsson '4 , víti
Ivan Firer '25 , víti 1-1
1-2 Nicolas Bögild '43
Jure Balkovec '69 2-2
Senijad Ibricic '71 3-2
20.07.2017  -  18:00
Evrópudeildin
Dómari: Dimitar Meckarovski (Makedóníu)
Byrjunarlið:
1. Dejan Milic (m)
4. Amedej Vetrih ('55)
7. Ivan Firer
8. Mateja Sirok
9. Lovro Bizjak ('64)
10. Jan Repas
11. Jure Matjasic ('82)
25. Miha Blazic
27. Gaber Dobrovoljc
29. Jure Balkovec
90. Zeni Husmani

Varamenn:
22. Ajdin Mulali (m)
5. Luka Volaric
6. Tilen Klemencic
13. Zan Zuzek ('82)
17. Senijad Ibricic ('55)
30. Petar Franjic ('64)
31. Alen Ozbolt

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Jan Repas ('56)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið. Valsmenn náðu að búa til hörkuleik en tvö mörk á stuttum kafla í síðari hálfleik kláruðu leikinn.

Domzale fer í 3. umferð þar sem liðið mætir Freiburg frá Þýskalandi.
Magnús Már Einarsson
90. mín
Fjórum mínútum bætt við.
Magnús Már Einarsson
89. mín
Einar Karl með þrumuskot í varnarmann. Valsmenn vilja hendi og víti en ekkert dæmt. Domzale kemst í skyndisókn en ekkert verður úr henni.
Magnús Már Einarsson
85. mín
Domzale virðist vera að sigla þessu heim. Þeir mæta þýska liðinu Freiburg þá í næstu umferð.
Magnús Már Einarsson
82. mín
Inn:Zan Zuzek (Domzale) Út:Jure Matjasic (Domzale)
Síðasta skipting heimamanna.
Magnús Már Einarsson
75. mín
Dejan Milic markvörður Domzale þarf að fá aðhlynningu. Hann kom út á móti og bjargaði þegar Dion var að sleppa í gegn.
Magnús Már Einarsson
75. mín
Inn:Sigurður Egill Lárusson (Valur) Út:Andri Adolphsson (Valur)
Magnús Már Einarsson
71. mín MARK!
Senijad Ibricic (Domzale)
Slóvenarnir eru að klára þetta einvígi hér á tveimur mínútum!

Ibricic sleppur í gegn eftir gott þríhyrningsspil við Firer og rennir boltanum í fjærhornið framhjá Antoni. Valsmenn þurfa tvö mörk núna!
Magnús Már Einarsson
69. mín MARK!
Jure Balkovec (Domzale)
Klaufalegt mark! Jure tekur fasta aukaspyrnu af hægri kantinum sem endar í markinu! Boltinn fór í gegnum klofið á Antoni í markinu. Mögulega hafði boltinn viðkomu í Sindra Björnssyni sem reyndi að hreinsa á nærsvæðinu.
Magnús Már Einarsson
69. mín
Inn:Dion Acoff (Valur) Út:Nicolas Bögild (Valur)
Magnús Már Einarsson
66. mín
Góð skyndisókn hjá Val. Andri áfram sprækur á vinstri kantinum. Hann sendir á fjærstöngina á Guðjón sem skallar þvert fyrir markið. Kristinn Ingi nær hins vegar ekki krafti í skalla sinn á markteig. Þurfti að teygja sig í boltann.
Magnús Már Einarsson
65. mín
Óli Jó er með gífurlega öflugan bekk í dag. Hlýtur að styttast í skiptingu hjá Val.
Magnús Már Einarsson
64. mín
Inn:Petar Franjic (Domzale) Út:Lovro Bizjak (Domzale)
Magnús Már Einarsson
60. mín
Allt í járnum ennþá. Framlenging í kortunum eins og staðan er núna.
Magnús Már Einarsson
56. mín Gult spjald: Jan Repas (Domzale)
Brýtur á Einari Karli.
Magnús Már Einarsson
55. mín
Inn:Senijad Ibricic (Domzale) Út:Amedej Vetrih (Domzale)
Magnús Már Einarsson
49. mín Gult spjald: Andri Fannar Stefánsson (Valur)
Tapar boltanum og brýtur síðan á Jure Matjasic.
Magnús Már Einarsson
48. mín
Domzale skorar en markið er dæmt af vegna rangstöðu. Þetta var ansi tæpt!
Magnús Már Einarsson
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn!
Magnús Már Einarsson
45. mín
Hálfleikur
Frábær fyrri hálfleikur hjá Valsmönnum!

Andri Adolphsson fær sérstakt hrós fyrir frammistöðu sína. Búinn að vera frábær.

Nú verður spennandi að sjá hvað gerist í seinni hálfleik.
43. mín
Nú er allt jafnt. Ef þetta endir svona fer leikurinn í framlengingu.
43. mín MARK!
Nicolas Bögild (Valur)
Stoðsending: Andri Adolphsson
MARK!!!!! ÞETTA ER JAFNT!

Andri Adolphsson fékk sendingu á vinstri kantinn. Andri gerir vel og kemur honum út í teiginn á hinn danska Nicholas sem kemur Val yfir.

Annar leikurinn í röð þar sem Bögild skorar.
42. mín
Nei, það varð ekkert úr hornspyrnunni.
41. mín
Guðjón Pétur með fína tilraun. Með skot úr aukaspyrnu sem markvörður Domzale þarf að verja í horn. Verður eitthvað úr þessari hornspyrnu?
36. mín
Andri vill fá aðra vítaspyrnu núna. Dómarinn dæmir ekki.
34. mín
Valsmenn komnir aðeins ofar á völlinn.
34. mín
Andri Adolphsson er hættulegur vinstra megin hjá Val. Valsmenn spila mikið á hann.
26. mín
Sturluð staðreynd! Ivan Firer sem var að skora fyrir Domzale lék með Grindavík árið 2007.
25. mín Mark úr víti!
Ivan Firer (Domzale)
Stoðsending: Lovro Bizjak
Anton Ari fór í rétt horn. Nálægt því að verja þetta.
24. mín Gult spjald: Rasmus Christiansen (Valur)
24. mín
NEI! Nú fær Domzale víti! Fyrirgjöf frá vinstri, Bizjak nær skalla sem Anton ver, Bizjak nær frákastinu og er togaður niður af Rasmus.

Dómarinn dæmir.
21. mín
Eiður Aron fellur í teignum eftir hornspyrnuna. Vill fá eitthvað fyrir sinn snúð, en dómarinn dæmir ekki. Sé þetta ekki nægilega vel.
20. mín
Valur fær hér hornspyrnu... Önnur hornspyrna þeirra í leiknum.
19. mín
Gleymum því ekki að Valur þarf aðeins eitt mark í viðbót til þess að komast yfir í þessu einvígi. Domzale leiðir sem stendur á útivallarmörkum.

16. mín
Lítið að gerast þessar síðustu mínútur. Domzale stjórnar ferðinni, án þess þó að ógna marki Valsmanna. Anton Ari hefur ekkert þurft að gera í þessum leik.
10. mín
Gaman að sjá hvernig Valsmenn koma til leiks. Þeir eru óhræddir að halda boltanum og eru hættulegir þegar þeir sækja. Markið kom leikmönnum Domzale í opna skjöldu.
9. mín
Domzale reynir að svara markinu. Þeir hafa nú átt tvö skot hátt yfir markið.
8. mín
Orri Sigurður Ómarsson er fyrirliði Vals í fjarveru Hauks Páls og Bjarna Ólafs.
4. mín Mark úr víti!
Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
Stoðsending: Andri Adolphsson
ÞETTA TÓK EKKI LANGAN TÍMA! 1-0 Guðjón Pétur skorar af miklu öryggi úr vítaspyrnunni. Sendi markvörðinn í vitlaust horn.

Þetta er leikur!
3. mín
Valur fær VÍTI! Frábær sóknaruppbyggin og Andri Adolphsson er felldur innan teigs. Að mínu mati réttur dómur. Guðjón Pétur stígur á punktinn...
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta farið af stað!
Fyrir leik
Bjarni Ólafur Eiríksson, vinstri bakvörður Vals, fær einnig hvíld hérna í Slóveníu í kvöld. Inn í hans stað kemur Rasmus Christiansen.
Fyrir leik
Domzale mætir með sama byrjunarlið og úr leiknum í síðustu viku.
Fyrir leik
Byrjunarlið Domzale:
1. Dejan Milic (m)
4. Amedej Vetrih
7. Ivan Firer
8. Mateja Sirok
9. Lovro Bizjak
10. Jan Repas
11. Jure Matjasic
25. Miha Blazic
27. Gaber Dobrovoljc
29. Jure Balkovec
90. Zeni Husmani
Fyrir leik
Mikið álag hefur verið á Valsmönnum að undanförnu og Ólafur Jóhannesson, þjálfari liðsins, gerir sex breytingar frá því í sigrinum á Víkingi R. á sunnudaginn.

Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, er á bekknum sem og hægri bakvörðurinn Arnar Sveinn Geirsson og kantmennirnir Dion Acoff og Sigurður Egill Lárusson.

Andri Adolphsson lagði upp sigurmarkið gegn Víkingi og hann byrjar á hægri kantinum. Nicolas Bögild byrjar á þeim vinstri og Kristinn Ingi Halldórsson er frammi. Patrick Pedersen er ekki löglegur í dag og því kemur Kristinn aftur inn í framlínuna.

Sindri Björnsson kemur inn á miðjuna fyrir Hauk Pál og Andri Fannar Stefánsson tekur stöðu Arnars Sveins í hægri bakverðinum.
Fyrir leik
Byrjunarlið Vals:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Einar Karl Ingvarsson
5. Sindri Björnsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson
9. Nicolas Bögild
10. Guðjón Pétur Lýðsson
13. Rasmus Christiansen
17. Andri Adolphsson
20. Orri Sigurður Ómarsson
23. Andri Fannar Stefánsson
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
Fyrir leik
Endilega tístið um leikinn með myllumerkinu #fotboltinet.
Virkjum umræðuna!
Fyrir leik

Fyrir leik
Dómarinn í dag heitir Dimitar Meckarovski og kemur frá Makedóníu.
Fyrir leik
Fyrri leikurinn endaði með 2-1 sigri Domzale.
Smelltu hér til að lesa nánar um þann leik.
Fyrir leik
Veðurspáin segir að 30 stiga hiti verði í Domzale á eftir.
Fyrir leik
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir síðasta leik:
,,Þetta verður erfitt verkefni. Við eigum alveg möguleika en við fáum allavega tan í hitanum, við græðum það allavega."
Fyrir leik
Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals
,,Ég tel möguleikana bara ágæta en þetta verður vissulega mjög erfitt. Fyrri leikurinn var mjög jafn svo það er ekkert sem segir að við getum ekki náð í góð úrslit hér."
Fyrir leik
Þetta er ekki eini leikurinn í dag. Síðar í kvöld, kl. 19:15, mætir KR ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv í Vesturbænum. Fyrri leikur KR tapaðist 3-1 í Ísrael.

Viðar Örn Kjartansson leikur með Maccabi Tel Aviv, en hann skoraði í fyrri leiknum. Hann kveðst spenntur fyrir leiknum í kvöld.

,,Það verður gaman að spila hér. Það verður erfitt að spila á þessum velli, en ég hlakka til," sagði Viðar við heimasíðu Maccabi í gær.
Fyrir leik
Sigurvegarinn úr þessu liði mætir Freiburg úr þýsku Bundesligunni.
Alvöru lið sem bíður!
Fyrir leik
Leikurinn hefst á slaginu 18:00, en hann fer fram á Sportni park í Domzale. Samkvæmt Wikipedia tekur völlurinn tæplega 3 þúsund manns í sæti.
Fyrir leik
Þetta er leikur í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

Fyrri leikurinn á Valsvellinum að Hlíðarenda endaði með 2-1 sigri Domzale. Það er því á brattann að sækja fyrir Valsmenn í kvöld. Þeir þurfa að minnsta kosti að skora tvö mörk.
Fyrir leik
Evrópufjör!
Hér munum við fylgjast með seinni leik Vals og slóvenska liðsins í Evrópudeildinni.
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
4. Einar Karl Ingvarsson
5. Sindri Björnsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson
9. Nicolas Bögild ('69)
10. Guðjón Pétur Lýðsson
13. Rasmus Christiansen
17. Andri Adolphsson ('75)
20. Orri Sigurður Ómarsson
23. Andri Fannar Stefánsson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
Ásgeir Þór Magnússon (m)
11. Sigurður Egill Lárusson ('75)
13. Arnar Sveinn Geirsson
16. Dion Acoff ('69)
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
22. Sveinn Aron Guðjohnsen

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson

Gul spjöld:
Rasmus Christiansen ('24)
Andri Fannar Stefánsson ('49)

Rauð spjöld: