Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Maribor
1
0
FH
Marcos Tavares '54 1-0
26.07.2017  -  18:20
Stadion Ljudski vrt
Forkeppni Meistaradeildar
Aðstæður: Flottur völlur. 20 stiga hiti
Dómari: Andris Treimanis (Lettlandi)
Maður leiksins: Marwan Kabha (Maribor)
Byrjunarlið:
33. Jasmin Handanovic (m)
4. Marko Suler
5. Blaz Vrhovec ('89)
7. Valon Ahmedi ('75)
8. Marwan Kabha
9. Marcos Tavares
20. Gregor Bajde
26. Aleksander Rajcevic
27. Jasmin Mesanovic ('78)
28. Mitja Viler
29. Matej Palcic

Varamenn:
69. Matko Obradovic (m)
2. Adis Hodzic
3. Jean Claude Billong
6. Aleks Pihler ('89)
10. Dino Hotic
11. Luka Zahovic ('78)
39. Damjan Bohar ('75)

Liðsstjórn:
Darko Milanic (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
FH-ingar geta verið ánægðir með frammistöðu sína í kvöld.

Þeir spiluðu vel varnarlega og gáfu fá færi á sér. Það vantar þó að skapa hættulegri færi á hinum endanum. Það reyndi ekki neitt á markvörð Maribor, ekki neitt!

Það er enn mikill möguleiki í þessu. Leikurinn í Kaplakrika eftir viku.
93. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Steven Lennon (FH)
Atli Viðar fær 40 sekúndur.
91. mín
Maribor er að sigla þessu heim. Fjórar mínútur í uppbótartíma.
89. mín
Inn:Aleks Pihler (Maribor) Út:Blaz Vrhovec (Maribor)
Síðasta breyting Maribor.
88. mín
FH hefur verið að reyna löng innköst í kvöld. Kristján Flóki kastar inn, en Maribor hefur alltaf náð að bægja hættunni frá, alla vega hingað til.
83. mín
Það eru sjö mínútur eftir af venjulegum leiktíma. Nær FH að búa til einhverja pressu?
78. mín
Inn:Luka Zahovic (Maribor) Út: Jasmin Mesanovic (Maribor)
78. mín
Inn:Robbie Crawford (FH) Út:Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH)
Þórarinn Ingi haltrar út af.
77. mín
Hætta skapast eftir fyrirgjöf. Mesanovic reynir bakfallsspyrnu, en skotið fer fram hjá.
75. mín
Leikurinn stopp. Gunnar Nielsen fær aðhlynningu.
75. mín
Inn:Damjan Bohar (Maribor) Út:Valon Ahmedi (Maribor)

71. mín
Samskiptaleysi á milli Gunnars og Bergsveins. Endar með að Bergsveinn sparkar boltanum aftur fyrir. Gunnar liggur eftir, en er fljótur að standa upp.

66. mín
Í þeim töluðu orðum... DAUÐAFÆRI! Frábær aukaspyrna inn á teiginn og Blaz Vrhovec er þar einn og yfirgefinn. Skalli hans er yfir. Þarna mega FH-ingar telja sig heppna!
66. mín
Síðustu mínútur frekar rólegar. FH liggur aftarlega á meðan Maribor sækir.
61. mín
Maribor hefur verið með öll tök á þessum leik þessar fyrstu 15 mínútur í seinni hálfleiknum. Eru líklegri til að bæta við en FH að jafna.
56. mín
Maribor vildi fá vítaspyrnu stuttu eftir markið. Jasmin Mesanovic fellur eftir baráttu við Kassim innan teigs, en dómarinn sér ekki ástæðu til að flauta.
54. mín MARK!
Marcos Tavares (Maribor)
Stoðsending: Aleksander Rajcevic
NEI!!! Marcos Tavares kemur Maribor yfir eftir fyrirgjöf frá Aleksander Rajcevic.

Afsakplega ódýrt mark fyrir FH að gefa.
49. mín
Það hefur ekki reynt mikið á markmenn liðanna í kvöld. Öll skot sem hafa verið reynd í kvöld hafa farið fram hjá eða í slána/samskeytin.
48. mín
Enn er Kabha að ógna með skotum sínum. Á hérna fínt skot, sem fer fram hjá.
46. mín
FH á fyrsta skot seinni hálfleiksins. Bergsveinn með laust skot beint á markmanninn.
46. mín
Leikur hafinn
Þetta er hafið að nýju.
46. mín
Hálfleikur
HÁLFLEIKUR! FH fer með flotta stöðu í leikhlé.

Þessi fyrri hálfleikur hefur verið kaflaskiptur. Maribor byrjaði vel, en síðan átti FH fínan kafla. Þessar síðustu mínútur hefur mark legið í loftinu hjá Maribor.

Það verður spennandi að sjá hvernig þessi seinni hálfleikur mun spilast.
45. mín
Hættulegt! Boltanum rennt út á Ahmedi, en skot hans yfir.
45. mín
Einni mínútu bætt við.
44. mín
Þórarinn Ingi er duglegur að reyna. Á hér skot fram hjá.
43. mín
VÁ!!! FH-ingar heppnir! Marwan Kabha fær tíma fyrir utan teig og lætur vaða! Skot hans smellur í SLÁNI! Þarna skall hurð nærri hælum fyrir FH.
39. mín
FH hefur verið 41% með boltann hingað til í leiknum.
38. mín
Maður hefur það á tilfinningunni að það sé mark í loftinu hjá Maribor.
36. mín
Hættuleg sending inn fyrir vörn FH, en Kassim "the Dream" leysir vel úr því.
34. mín
Klobbi! Atli Guðnason fer illa með leikmann Maribor og nælir síðan í aukaspyrnu.
30. mín
Valon Ahmedi með ágætis tilraun. Kemst í skotfæri og lætur vaða, en það er fram hjá.

Bæði lið mikið að skjóta fyrir utan, lítið sem ekkert um opin færi.
26. mín
Aukaspyrna á hættulegum stað. Kassim Doumbia kemst í gott færi, en er dæmdur rangstæður. Sýnist þetta vera vitlausur dómur...
23. mín
Þórarinn Ingi reynir skot, en hittir boltann illa. Fram hjá.

19. mín
FH að komast meira í takt við leikinn.
17. mín
FH fær hornspyrnu í næstu sókn. Steven Lennon setur boltann inn á teiginn, en Maribor kemur honum frá. Í kjölfarið kemur Kassim Doumbia boltanum inn á teiginn, hann dettur út fyrir Atla Guðnason sem á skot fram hjá. Fín tilraun.
16. mín
Hættulegasta færi leiksins! Marcos Tavares, reynsluboltinn, fær boltann eftir innkast og kemur á liðsfélaga, Viler sýnist mér. Viler nær fínu skoti, en Gunnar er traustur og ver.

11. mín
FH-ingar eru mjög aftarlega og ætla að treysta á skyndisóknir.
8. mín
Maribor í álitlegri sókn sem endar með því að Marwan Kabha á fínt skot fyrir utan teig. Gunnar á þó í engum vandræðum með þetta.
5. mín
Heimamenn eru meira með boltann, eins og mátti búast við, en enn sem komið er hafa engin færi litið dagsins ljós í Maribor.
4. mín
Völlurinn tekur rúmlega 12 þúsund manns í sæti og það er vel mætt í kvöld.
1. mín
Það heyrist vel í stuðningsmönnum Maribor!
1. mín
Leikur hafinn
Maribor byrjar með boltann. Þetta er farið af stað!
Fyrir leik
Það er 20 stiga hiti og sólríkt að mestu í Maribor.
Fyrir leik

Fyrir leik
Meira frá Heimi:

Möguleikarnir eru ágætir en við þurfum að spila góðan leik. Við þurfum að vera sterkir varnarlega. Þeir eru með öfluga menn inni á miðjunni og frammi. Þeir eru fljótir og góðir sendingarmenn. Við þurfum að vera vel skipulagðir varnarlega.

Við þurfum líka að geta haldið boltanum innan liðsins. Það er ekki hægt að spila leik og hlaupa bara í 90 mínútur plús. Við þurfum að geta haldið boltanum innan liðsins og spilað sóknarleik.
Fyrir leik
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH:

Við erum búnir að horfa á báða leikina sem þeir spiluðu í forkeppni Meistaradeildarinnar og leiki í deildina. Það eru bara tvær umferðir búnar í deildinni núna en þetta er lið sem kláraði titilinn mjög þægilega í fyrra. Þetta er besta lið Slóveníu og þetta er verðugt verkefni.
Fyrir leik
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, gerir tvær breytingar á liði sínu frá leiknum gegn ÍA í Pepsi-deild karla á laugardaginn.

Robbie Crawford og Guðmundur Karl Guðmundsson setjast á bekkinn, en inn í þeirra stað koma Emil Pálsson og Pétur Viðarsson.

FH spilar í 4-4-2 samkvæmt heimasíðu Uefa.
Fyrir leik
Byrjunarlið Maribor:
33. Jasmin Handanovic (m)
4. Marko Suler
5. Blaz Vrhovec
7. Valon Ahmedi
8. Marwan Kabha
9. Marcos Tavares
20. Gregor Bajde
26. Aleksander Rajcevic
27. Jasmin Mesanovic
28. Mitja Viler
29. Matej Palcic
Fyrir leik
Byrjunarlið FH:
1. Gunnar Nielsen (m)
4. Pétur Viðarsson
5. Bergsveinn Ólafsson
7. Steven Lennon
8. Emil Pálsson
9. Þórarinn Ingi Valdimarsson
10. Davíð Þór Viðarsson (f)
11. Atli Guðnason
18. Kristján Flóki Finnbogason
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár!
Fyrir leik
Það er mikill áhugi fyrir þessum leik.

Á vellinum eru 57 blaðamenn og 20 ljósmyndarar!
Fyrir leik
Fyrirliði Maribor heitir Marcos Tavares og kemur frá Brasilíu.

Hann hefur spilað með liðinu frá 2008, spilað 309 leiki og skorað 124 mörk. Reynslubolti.
Fyrir leik
Þetta er taka tvö hjá íslensku liði í Slóveníu þetta tímabilið.

Valur spilaði hér á dögunum gegn Domzale í Evrópudeildinni. Frammistaða Vals var frábær, en leikurinn í Slóveníu endaði 3-2 fyrir Domzale. Valur leiddi samt 2-1 í hálfleik.

Domzale vann einvígið samanlagt 5-3, en þess má geta að Domzale endaði í fjórða sæti slóvensku deildarinnar á síðasta tímabili. Maribor vann deildina auðveldlega.

Lucas er bjartsýnn.

Fyrir leik
FH spilaði síðast í Pepsi-deild karla og laugardag og vann þar sannfærandi sigur á ÍA. Lokatölur urðu 2-0, en segja má að sigurinn hafi aldrei verið í hættu.
Fyrir leik
Flautuleikari í dag er Andris Treimani frá Lettlandi.

Vonum að hann eigi góðan leik.
Fyrir leik
Sigurvegarinn úr þessu einvígi fer í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en tapliðið fer yfir í 4. umferð í Evrópudeildinni.
Fyrir leik
Hvernig spáir þú þessum leik?

Segðu okkur frá því á Twitter og notaðu kassamerkið #fotboltinet
Fyrir leik
Í kvöld mætir FH afar sterku liði Maribor.

Maribor varð slóvenskur meistari með yfirburðum á síðasta tímabili, en í síðustu umferð Meistaradeildarinnar hafði liðið betur gegn Zrinjski frá Bosníu.
Fyrir leik
Athyglisvert atvik varð undir lok seinni leiks FH og Víkings Götu.

FH þurfti að skora mark í leiknum til að komast áfram og ísinn var brotinn á 78. mínútu þegar Steven Lennon skoraði úr vítaspyrnu. Andreas Olsen hafði þá brotið á Kristjáni Flóka Finnbogasyni en hann fékk rauða spjaldið í kjölfarið.

Færeyingarnir voru ósáttir við dóminn og virkuðu mjög pirraðir eftir að Ville Nevalainen, dómari frá Finnlandi, benti á punktinn.

Færeyingarnir ýttu nokkrum sinnum við FH-ingum og frá vítaspyrnudómnum og fram að miðjunni duttu FH-ingar þrívegis til jarðar.

Smelltu hér til að lesa nánar um það og sjá myndband.
Fyrir leik
FH lenti í miklu basli í síðustu umferð með Víking Götu frá Færeyjum.

FH-ingar gerðu 1-1 jafntefli á Kaplakrikavelli og í Færeyjum stefndi lengi vel í 0-0 jafntefli. Alveg þangað til Hafnfirðingarnir fengu vítaspyrnu, en úr henni skoraði Steven Lennon. FH vann leikinn að lokum 2-0 og einvígið samanlagt 3-1.
Fyrir leik
Halló halló!

Í þessari textalýsingu munum við fylgjast með leik Íslandsmeistara FH og Maribor í 3. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Leikurinn fer fram á Stadion Ljudski vrt í Maribor í Slóveníu.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson
5. Bergsveinn Ólafsson
7. Steven Lennon ('93)
8. Emil Pálsson
11. Atli Guðnason
18. Kristján Flóki Finnbogason
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson (f)
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('78)

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
6. Robbie Crawford ('78)
16. Jón Ragnar Jónsson
17. Atli Viðar Björnsson ('93)
22. Halldór Orri Björnsson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Ólafur Páll Snorrason

Gul spjöld:

Rauð spjöld: